Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 20
2C MORCVNBLAÐIÐ Fðstudagur 10. okt. 1958 ' „Ég mæli eindregið með því að þessi áætlun verði samþykkt", sagði Nicholson ofursti, er hann leit aftur upp og var búinn að lýsa hinu nýja skipulagi og út- ekýra orsakir þess og ástæður. „Ég er að sjálfsögðu ávallt reiðu- búinn að veita yður nánari skýr- ingar á hvaða atriði sem er og hvenær sem þér æskið þess og ég fullvissa yður um það, að sérhver tillaga muni verða tekin til ná- kvæmrar athugunar. Samþykkið þér þessar tiliögur í meginatrið- um?“ Saito þarfnaðist vissulega nán- ari útskýringa, en ofurstinn var svo valdsmannslegur í útliti, þeg ar hann sagði síðustu orðin, að hann þorði ekki að hreyfa frekai'i ■andmælum. Hann kinkaði aftur lítillega kolli og samþykkti þar með áætlunina í heild, enda þótt hún svipti Japanina öllum frum- kvæðisrétti og gerði stöðu hans sjálfs lítilmótlega að meira eða minna leyti. Hann var þess albú- inn að sætta sig við næstum hvaða auðmýkingu sem var. Hann vildi fórna öllu til þess að sjá brúar- stólpana fasta og tilbúna til að bera uppi allan þann þunga, sem á þá kynni að verða lagður. Brú- arsmíðinni varð að ijúka á hinum tilsetta tíma, annars var staða hans og jafnvel lífið sjálft í veði. Nicholson ofursti, sem fann til aukins kjarks við þennan byrjun- arsigur sinn, hélt áfram: „Svo er annað mikilvægt atriði, Saito ofursti — tíminn. Að sjálf- sögðu er yður það jafnljóst og okk ur, hversu mikillar aukavinnu verður þörf við lengingu brautar- línunnar. Svo eru það nýju búð- irnar, sem við verðum óhjákvæmi lega að reisa.....“ „Hvers vegna nýjar búðir?“ sagði S a»to í mótmæiatón. „Auð- vitað geta fangarnir gengið nokkr ar mílur til vinnu sinnar". „Starfsbræður mínir hafa at- hugað þetta mál frá báðum sjón- armiðum", svaraði Nicholson of- ursti hinn þolinmóðasti. — „Þeir hafa komizt að þeirri niður- stöðu.....“ Athuganir þeirra Reeves og Hughes sýndu, að allur sá tími sem fór i slíkar göngur, til og frá vinnustað, varð margfallt lengri en sá sem bygging nýrra búða krafðist. Aftur stóð Saito alger- lega ráðþrota andspænis ágizkun- um, sem byggðar voru á vest- rænni fyrirhyggju og framsýni. Ofurstinn hélt áfram: — „Auk þess höfum við eytt heilum mán- uði til ónýtis, sem er afleiðing af óheppilegum ágreiningi, sem við áttum enga sök á. Til þess að ljúka brúarsmíðinni á tilsettum tíma — og það skal líka verða gert, ef þið samþykkið þessar nýju tillögur mínar — þá verð- um við að byrja á því að fella trén og undirbúa grundvöllinn nú þegar, meðan aðrir flokkar vinna samtímis við járnbrautarlínuna og enn aðrir að byggingu íbúðar- Hughes majors — og hann er sannarlega enginn viðvaningur í' þessum málum — þá höfum við- ekki nægilega marga verkamenn til þess að geta lokið við allar þessar framkvæmdir á réttum tíma“. Nicholson ofursti tók sér ör- stutta málhvíld, en hélt svo áfram í ákveðnum tón: — „Þessar eru þá tillögur mínar, Saito ofursti. Fyrst um sinn Mtum við mestan hluta brezku hermannanna vinna að brúargerðinni. Aðeins mjög fá- ir munu þó haida áfram við braut arlagninguna, svo að ég verð því að mælast til þess að þér lánið okkur hina japönsku hermenn yð- ar, til þess að hægt verði að Ijúka við fyrra svæðið svo fljótt sem mögulegt er. Ég tel að menn yðar ættu l'íka að reisa nýju skálana. Þeir eru vanari að fást við bambusreyr en menn mínir", Það var á þessu augnabliki, sem Clipton varð gripinn sterkri, við- kvæmri aðdáun. Fram að þessu hefði hann helzt viljað kyrkja ofurstann í greipum sínum, en nú gat hann ekki hætt að horfa á þessi bláu augu, sem litu vin- gjarnlega og spyrjandi á sérhvern þátttakanda ráðstefnunnar, eins og til að krefjast staðfestingar þeirra á því, hvort þessi síðasta beiðni hefði ekki verið réttmæt og sanngjörn. Sem snöggvast hvarflaði sá grunur að Cliptoii, að eitthvert kænt, undirförult afl kynni að vera hér að verki, á bak við þetta að því er virtist hreinskilna ytra gervi. Kviðafullur, æstur og þreyjulaus reyndi hann að upp- götva einhver merki um leynd, sviksamleg áform í hinum alvar- legu andlitsdráttum ofurstans, en brátt gafst hann upp við það og leit undan. „Nei, það kemur ekki til nokk- urra mála“, hugsaði hann með sér. — „Hvert orð hans er sagt í einlægni og fullri hreinskilni. Hann hefur í raun og veru reynt að finna beztu leiðina, til þess að flýta fyrir verkinu". Hann leit aftur upp, til þess að athuga svipinn á Saito, en sú sjón varð honum ekki til neins hugar- léttis. Japanski ofurstinn minnti helzt á fórnardýr á kvalabekk. — Hann þjáðist af blygðun og ofsa- reiði, veiddur í gildru þessara miskunnarlausu rökréttu sann- •anna. Hann hafði litla eða enga möguleika á því að sleppa út úr henni. Enn einu sinni var hann neyddur td að samþykkja, eftir að hafa hikað á milli andmæla og undirgefni. Hans eina von var sú, að ná aftur einhverju af sínu fyrra valdi, meðan á framkvæmd- um vei'ksins stæði. Clipton vissi hins vegar, að Japaninn myndi aldrei framar öðlast það vald, er hann hafði nú afsalað sér. Allt í einu urraði Saito einhver skipunarorð til förunauta sinna, á japönsku. Þar sem ofurstinn hafði talað mjög hratt og einung- is Saito einn skilið hvað h-ann sagði, þá gat hann nú skýrt mönn um sínum frá tillögunum sem sín' um eigin hugmyndum og breytt þeim í skipanir. Þegar hann hafði lokið því, tók Nicholson ofursti aftur til máls: „Þá er aðeins eftir að ákveða hluta yðar manna, sem vinna við brautarlínuna, Saito ofursti. — í fyrstu datt mér í hug að láta þrjú teningsfet á dag nægja, svo að þeir ofþreyttu sig ekki. En við nánari athugun sá ég, að bezt myndi vera að gera þeim jafnhátt undir höfði og brezku hermönnun- um. Það myndi líka skapa heil- brigðan samkeppnisanda, eða haldið þér það ekki?“ „Japönsku hermennirnir munu ljúka við sex teningsfet á dag“, hreytti Saito út úr sér. — „Ég hef nú þegar skipað svo fyrir“. Nicholson ofursti kinkaði kolli samþykkis. „Þá vona ég að verkið sækist fljótt. Ég held að við séum þá bún ir að segja það sem segja þarf, Saito ofursti. Ég á aðeins eftir að þakka yður fyrir hinar góðu und- irtektir. Ef þið þurfið ekki að taka neitt sérstakt fram, herrar, mínir," þá held ég að við getum sagt þessum fundi slitið. Á moig- un byrjum við svo að vinna, sam- kvæmt þeim skilmálum, sem sam- þykktir hafa verið“. Hann reis á fætur, kvaddi og gekk á biaut, sannfærður um það, að honum hefði tekizt að stýra fundinum eftir þeirri braut, er hann helzt vildi, — að almenn skynsemi hefði unnið sigur þann dag og að ákveðið spor hefði ver- ið stigið í rétta átt. Hann hafði sýnt sig sem mjög mikinn her- skipunarmeistari og hann vissi,. að hann hafði dreift liðsafla sín- um á hinn bezta mögulega hátt. Clipton fór með honum og þeir urðu samferða heim í kofann sinn. „Þetta eru nú meiri aularnir, sii“, sagði læknirinn og leit fast á ofurstann. — „Ef okkar hefði ekki notið við, þá hefðu þeir byggt brúna í feni og svo hefði hún auðvitað sokkið á kaf undan þunga lestanna, hlöðnum hermönn um og birgðum". Það kom annarlegur glampi í augu hans, meðan hann talaði, en andlit ofurstns hélzt alltaf jafnórannsakanlegt. Þessi dular- fulli svipur gat ekki opinberað leyndarmál hans, þar sem hann átti ekkert leyndarmál til að op- inbera. „Já, eru þeir það ekki?“ svar- aði hann alvarlega. — „Þeir eru það sem ég hef allt-af sagt að þeir væru: frumstæðir, óþroskaðir eins og börn, sem hufa fengið of snemma á síg ytra útlit siðmenn- ingar. Bak við það eru þeir alger lega fáfróðir. Þeir geta ekki gert neitt upp á eigin spýtur. Ef við hefðum ekki verið, þá lifðu þeir enn á öld seglskipanna og ættu ekki eina einustu flugvél. Aðeins börn .... en þó svo hejmtufrekir og þóttafullir. Að því er ég fæ séð, þá eru þeir einungis færir um að búa til gangbrú úr skriðjurt- um“. 11. Það er ekkert sameiginlegt með brú, eins og vestrænar menn ingarþjóðir, eiga að venja.st, og þeim nytsamlegu smiðapöllum, sem japanski herinn var að byggja á meginlandi Asíu. Þann- ig eru líka byggingaraðferðirnar með öllu gagnstæðar. Hæfir iðn- fræðingar voru að vísu til í jap- anska keisaradæminu, en þeir voru allir störfum hlaðnir í höfuð borginni. í hernumdu löndunum varð herinn að sjá um allar bygg ingarframkvæmdir. Hinir fáu verkfræðingar, sem sendir höfðu verið til Siam, höfðu litla kunn- áttu og jafnvel enn minna vald. Flestir þeirra voru eins og vilja- laus verkfæri í höndum hinna óbreyttu hermanna. Aðferð hinna síðarnefndu — sem var fljótleg og að vissu marki, árangui'srík — hafði verið fyrirskipuð vegna óhjákvæmilegr- ar nauðsynjar, því að í þeim lönd um, sem þeir herjuðu, höfðu óvin- irnir eyðilagt öll mannvirki, á flóttanum. Aðferðin var fólgin í því, að reknar voru tvær raðir af staurum niður á árbotninn, en því næst var hrúgum af alls konar timbri og spýtnabraki hlaðið of- an á þessar undirstöður, án þess að um nokkra uppdrætti eða út- reikninga á þunga og burðarþoli væri að ræða. Á þessa klunnalegu yfirbyggingu, sem stundum náði geisilegri hæð, voru lagðir þykkir plankar í tveimur samhliða röðum og eftir þeim lágu svo sjálfir brautarteinarnir. Þá var brúin talin fullgerð. Hún fullnægði þörf um líðandi stundar. Þar var ekk- DUGLEGA SENDMS VEMNA vantar okkur nú þegar á ritstjórna- skrifstofuna kl. 10—6. JlIWgttttllfftftÍfr Aðalstræti 6 — Sími 22480. 1) „Við verðum að fara til ókunna fólksins og segja því að hypja sig í burtu“. 2) „Við erum víst að fá gesti“, segir Sirrí. „Þetta hlýtur að vera Göngugarpur", svarar Markús. 3) „Þú og stóri hundurinn þinn eruð okkur Navahoíndián- unum aðeins til ills. Þið verðið að hypja oins“ ykkur í burtu undir ert handrið, engin gangstétt. — Eina leiðin til að ganga yfir hana var sú, að stíga af einum plank- anum á annan, og halda þannig jafnvæginu, svo að segja í lausu lofti, en í því voru Japanirnir sér- lega leiknir. Fyrsta flutningalest in skrönglaðist venjulega yfir á mjög hægri ferð. Stundum lenti eimvagninn út af teinunum á þeim stað þar sem árbakkinn og brúin komu saman, en venjulega tókst hópi hermanna, vopnuðum klauf- járnum og járnköllum, að lyfta honum á réttan kjöl aftur. Svo hélt lestin áfram ferðinni. Yrði brúin fyrir einhverjum skemmd- um, þá var bara meira timbur sett ofan á það sem fyrir var. Og næsta flutningalest fór yfir á sama hátt. Smíðapallurinn stóð nokkurn veginn nothæfur í nokkra daga 2—3 vikur og stundum jafn vel í heilan mánuð, en svo sópaði eitthvert flóðið honum í burtu, eða hinn sífelldi hristingur liðaði hann í sundui'. Þá byrjuðu hinir þolinmóðu Japanir á nýrri brúar- smíði. Frumskógurinn sá þeim fyrir óþrjótandi byggingarefni. Aðferð hinnar vestrænu menn- ingar var að sjálfsögðu ekki svona frumstæð. Reeves höfuðsmaður var fulltrúi mikilvægs þáttar þeirrar menningar —- hins vél- fræðilega — og hann hefði aldrei látið sig dreyma um það, að f-ara eftir svo frumstæðri reynsluþekk- ingu. En þegar um brúarsmíði er að ræða, þá krefst hin vestræna vél- fræðilega aðferð mikils undirbún- ings, sem eykur og margfaldar þær framkvæmdir er gera þarf, áður en byrjað er á hinni raun- verulegu smíði. Hún krefst t. d. nákvæms uppdráttar og til þess að slikur uppdráttur verði gerð- ur, þarf óhjákvæmilega að ákveða fyrirfram stærð og lögun hvers planka, hve djúpt á að reka hvern staur niður og mörg önnur atriði. Hver tegund, hver lögun og hver dýpt krefst svo meiri útreiknings, er grundvallast á tölum, sem sýna mótstöðuafl hinna margvíslegu efna, er nota skal og þéttleika jarðvegsins. Þessar tölur eru hins vegar komnar undir margföldur- um, sem reiknaðir eru út eftir „lögákveðinni fyrirmynd", er gefin er í mynd stærðfræðilegra tafla. Þessi aðferð krefst í raun og veru fullkominnar a priori þekkingar. Engar slíkar töflur voru við höndina á bökkum Kwai, en Ree- ves höfuðsmaður var reyndur SHUtvarpiö Föstudagur 10. október: Fastir iiðir eins og venjulega. 13.30 Setning Alþingis: a) Guðs- þjónusta í Dómkirkjunni. (Prest- ur: Séra Páll Þorleifsson prófast- ur á Skinnastað. Organleikari dr. Páll Isólfsson). b) Þingsetning. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleik- ar: Létt lög. 20,30 Guðmundur Hagalín skáld sextugur. a) Er- indi: Gils Guðmundsson rithöfund ur. b) Upplestur úr verkum skáldsins. Flytjendur: Brynjólf- ur Jóhannesson, Baldvin Halldórs son og Guðmundur Hagalín. c) Tónleikar. 22,10 Kvöldsagan: — Presturinn á Vökuvöllum XX. — (Þorsteinn Hannesson les). — 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sin- fonía í. D-dúr eftir C. Franck. (San Francisco sinfoníuhlj. leik- ur — Pierre Montreux stjórnar). Laugardagur 11. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar- mál. 14,10 Laugardagslögin. 19,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 19,30 Tónleik ar (plötur). 20,30 Raddir skálda: Heyannir, smásaga eftir Þórleif Bjarnason (Höf. flytur). 20,55 Leikrit: Lest 56 — eftir Hei'.bert Grevenius. Leikstjóri og þýðandi: Ragnhildur Steingrímsdóttir. —■ Leikendur auk hennar: Jóhann Ögmundsson, Guðmundur Gunn- arsson og Guðmundur Ólafsson (hljóðritað á Akureyri í sept. s.I.). 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.