Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 24
VEÐRID Hvass norðan, léttir til. oTíjíimililaií) 231. tbl. — Föstudagur 10. október 1958 I fáum orðum Sjá viðtal á bls. 13. Enginn um borð í Cometþotuna í Keflavík af ótta við skemmdarverk KEFLAVIKURFLUGVELLI, 9. okt. — Af ótta við skemmdar- verk, fékk enginn íslendingur að koma um borð í brezku farþega- þotuna Comet IV er hún hafði hér viðkomu í dag. Þotan kom frá London og hafði verið 2,50 klst. á leiðinni þaðan. Var hún á leið til New York. Þetta er í fyrsta skipti sem Comet IV kemur hér við, en þotan sem er eign brezka flugfélagsins B.O.A.C., var í farþegaflugi. Voru með flugvélinni 40 farþegar. En jafnframt mun hér hafa verið um enn frekara tilraunaflug að ræða, því ýmis konar flugsérfræðingar voru meðal 17 manna áhafnar þotunnar. Er starfsmenn flugmálaþjón- ustunnar hér hugðust fara um borð í þotuna til starfa við hreinsun og önnur almenn af- greiðslustörf, sem unnin eru um borð í farþegaflugvélum, var starfsmönnunum vísað frá og fengu þeir tilk. um það að enginn þeirra fengi að fara þar um borð. Kom í ljós að meðal áhafnar- innar var leynilögreglumaður frá Scotland Yard, er átti að hafa með höndum gæzlu flugvélarinn ar og koma í veg fyrir að á henni yrðu unnin skemmdarverk. Að þessum ráðstöfunum leyni- lögreglumannsins og flugfélags- ins var vissulega brosað hér á flugvellinum, og engu líkara en að þetta væri í fyrsta skipti sem B.O.A.C.-flugvél kæmi hingað, því er ekki þannig farið, vegna þess að BOAC hefur í mörg ár haft sérstaka umboðsmenn hér á flugvellinum. Flugvallast j órnarstarfsmenn, sem um daginn voru á vakt þeg- ar hin ameríska Boeing 707 kom Áríðandi FuUtrúaráðs- fundur í Sjálfstœðis- húsinu í kvöld kl. 8,30 STJÓRN Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefir ákveðið að efna til áríðandi fundar fyrir fulltrúa og trúnaðar- menn Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Þetta er fyrsti fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á þessu hausti og verða þar tekin til umræðu þau mál, sem nú eru mjög ofarlega á baugi. Það er mjög áríðandi, að bæði fulltrúaráðsmeðlimir og trúnað- armenn flokksins mæti á þessum fundi og eru menn hvattir til að mæta stundvíslega. hér við, og einnig sáu í dag Com- etuna, tjáðu tíðindamanni blaðs- ins að áberandi meiri hávaði hafi verið frá amerísku þotunni en þeirri brezku. — BÞ. Verið er að endurnýja Ver- búðarbryggjuna við gömlu verbúðirnar, en hún mun upp- haflega hafa verið byggð 1932. I þá daga voru fisk- flutningabílarnir litlir og eng- in hætta á að þeir færu nið- ur úr bryggjugólfinu þó fuil- hlaðnir væru. En nú á tímum kemur það iðulega fyrir á vetrarvertíð að fiskflutninga- bílarnir stóru vegi alls um 18 tonn, er þeir aka drekkhlaðn- ir nýjum fiski upp bryggjuna. — Verður þessi gamla trausta bryggja nú styrkt verulega með því að að setja sveran bita mitt á milli burðarbita bryggjunnar, en þeir eru með um það bil 1 m. millibili. — Gert er ráð fyrir að lokið verði við endurnýjun bryggjunnar eftir hálfan mánuð. Alþingi sett í dag ALÞINGI verður sett í dag. Hefst setningarathöfnin með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 1,30 síðd. Séra Páll Þorleifsson á Skinna. stað prédikar. Síðan verður gengið til salar Sameinaðs þings og seiur forseti íslands þar Alþingi. í sumar hafa salir beggja þing- deilda verið málaðir. Ennfremur hliðarherbergi þeirra. Loks hefur verið gert við ýmislegt smávegis, skipt um gluggatjöld o. s. frv. I forystugrein blaðsins i dag er rætt um verkefni þess Alþingis, sem nú er að hef ja störf sin. Annaðhvort er pilturinn snarvitlaus eða að reyna að vekja á sér athygli segir Þóra Magnúsdóttir, hjúkrunarkona á Patreksfirð> — Ég hef ekki séð Morgun- blaðið í morgun. Þér vilduð víst ekki segja mér hvað í því stend- ur, sagði Þóra Magnúsdóttir hjúkrunarkona á Fatreksfirði, þegar fréttamaður blaðsins hringdi hana upp í gær. — Ég hef ekki gert annað en svara í símann í allan dag. Það Þefur ekki verið nokkur friður fyrir blaðamönnum frá Bretlandi, Ameríku og Reykjavík. F.g veit ekki hvaðan á mig stendur veðr- ið! Við lásum fyrir nana ummæli Victors Smith, brezka sjómanns- ins, sem skorinn var upp á sjúkra húsinu á Patreksfirði, og nú er kominn heim og farinn að segja brezkum blaðamönnum frá fallegu hjúkrunarkonunni, sem hann hafði orðið ástfanginn af. „Eftir einn eða tvo mánuði von- ast ég til að hafa sparað svo mikjð fé saman, að ég gæti greitt far- gjaldið til íslands. Ég ætla að biðja Þóru að giftast mér, ef hún ber enn sömu tilfinningarnar í brjósti", er haft eftir honum. — Annað hvort er pilturinn snarvitlaus, eða hann er að reyna að láta bera á sér og komast í blöðin, svaraði Þóra um hæl. Hann hefur aldrei borið upp neitt bónorð við mig, enda er ég svo stirð í ensku, að ég gat mjög lítið talað við hann meðan hann dvaldist í sjúkrahúsinu. — En hvað gerið þér, ef hann kemur askvaðandi, þegar hann er búinn að safna sér fyrir far- inu? — Ég tek ekki á móti honum. — Eruð þér kannski trúlofuð? — Að minnsta kosti ekki op- inberlega. Og ég er áreiðanlega ekki trúlofuð neinum Victori Smith. — Ég er ákaflega leið yfir þessu, bættj hún svo við. Pilt- urinn var hér aðeins í viku. Hann var ekkj mikið veikur, því þetta var aðeins botnlangaskurður og þá komast menn fljótt á ról. Við hjúkrunarkonurnar tvær reynd um að vera jafn alúðlegar víð hann og aðra sjúklinga, en ekk- ert þar fram yfir. Og eins og ég sagði áðan, kynntist ég honum lítið vegna þess hvað ég er fá- kunnandi í ensku. Mér þætti vænt um ef þér vilduð koma þessu á framfæri, svo fólk hætti að óska mér til hamingju. 700 tjár af 3 bœjum í Dalasýslu skorið niður Sferkur grunur um þurramœði hefur fundizt í einu lungc S í S svínbeygir verka- lýðsiorustu kommúnistu Birni Bjarnasyni og Benedikt Davíðssyni sparkað (COSNINGABARÁTTAN til Alþýðusambandsþings hefur rnjög einkennzt af valdabrölti Framsóknarmanna og undan- látssemi kommúnista við þá. Er greinilegt að kommúnistar vilja allt til vinna til að hafa Framsókn góða og tryggja Hannibal og Lúðvík setu í ráðherrastólunum, svo verka- lýðurinn fái enn um sinn notið ávaxtanna af stjórnarfor- ystu Hermanns Jónassonar. Svo langt hafa kommúnistar gengið í þessari þjónkun KARACHI 9. okt. — Samkvæmt herlögunum, se n lýst hefur verið yfir í Pakistan, liggur daugarefs- ing við matvælaþjófnaði og smygli. Trésmiðir KOSNING fulltrúa Trésmiða- félagsins til þings A.S.Í. fer fram á laugardag kl. 2—10 og kl. 10—12 og 1—10 á sunnu- dag. Listi lýðræöissinna er B-LISTINN BÚÐARDAL, 9. okt. — Bændum á fjórum bæjum í Miðdölum og Haukadal hefur verið tilkynnt að allt fé þeirra, sem af fjalli kom í haust og þeir ætluðu sér að setja á, verði skorið niður. Er hér um að ræða alls um 700 fjár. — Sauðfjársjúkdómanefnd til- kynnti bændunum þetta í sím- skeyti í gær, en bæir þeir, sem um er að ræða niðurskurð á, eru: Harrastaðir og Stóri-Skógur í Miðdölum og Saursstaðir í Haukadal. í fyrra sumar gekk féð frá bæjum þessum saman í haga með fé sem skorið var niður í j fyrra haust, vegna þurramæði. 1 Ekki var mönnum kunnugt um að sýkin hefði gert vart við sig nú aftur í haust, en lungu voru send að Keldnarannsóknarstöð- inni. Bændunum á fyrrnefndum fjórum bæjum hefur nú þegar verið tilkynnt, að er þeir nú end- urnýja fjárstofn sinn, skuli þeir kaupa lömb frá Álftaness- og Hraunhreppsbændum á Mýrum. Síðdegis í gær átti Mbl. svo símtal við Guðmund Gíslason á Keldum, en hann skýrði svo frá að sterkur grunur um þurra- mæðitilfelli, hefði fundizt í einu lunga sem sent var til rannsókn- ar úr kind frá Stóra-Skógi, og verður öllu fé af margnefndum bæjum slátrað upp úr næstu helgi 1 sinni við ráðamenn SÍS og Framsóknarflokksins, að þeirra eigin menn verða miskunnarlaust að víkja til þess að opna dyrnar fyrir Framsóknarmönnunum. Nægir í þessu sam- bandi að benda á tvö athyglisverð dæmi, þar sem tveir amalreyndir kommúnistar hafa verið „hreinsaðir“. Þessir menn eru Björn Bjarnason, formaður Fulltrúaráðs yerkalýðsfélaganna í Reykjavík og formaður Iðju um árahil og Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður og aðalleið- togi kommúnista í Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Fyrir nokkrum mánuðum voru báðir þessir menn í kjöri til for- mennsku í félögum sínum, en nú bregður svo við, að nöfn þeirra sjást hvergi á framboðslistum þeim, sem kommún- istar og fylgifiskar þeirra hafa borið fram í báðum þess- um félögum. Vert er fyrir almenning að leiða hugann nánar að sam- spili forystumanna kommúnista og Framsóknar í verka- lýðssamtökunum. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.