Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 23
Föstudagur 10. okt. 1958 MORGV1SBLAÐ1Ð 23 Þýzka blaðiö „Bild Zeitung", sem er eitt víðlesnasta blað V- Þýzkalands, birti á mánudaginn forsíðufregn um smyglmálið íslenzka. Teiknari blaðsins myndskreytti frásögnina með þess- ari teikningu af Tungufoss-mönnum að varpa spíritusbrúsunum fyrir borð. Viðræður halda áfrani LONDON, 9. okt. — Upplýst hef- ur verið í London, að viðræður Dana og Breta um útfærslu fisk- veiðitakmarkanna við Færeyjar verði teknar upp aftur mjög bráð lega. Samningum var slitið í fyrri viku, en danskir sérfræðingar urðu þá eftir í London til þess að ræða ýmis vandamál við brezka sérfræðinga. Watsveina- og veit- ingaþjónaskólinii settur FÖSTUDAGINN 3. okt. sl. var Matsveina- og veitingaþjónaskól- inn settur I húsakynnum skólans í Sjómannaskólahúsinu. Við skóla setninguna voru mættir auk kennara, nemenda og skólanefnd- ar, ýmsir forustumenn í stéttar- félögum framreiðslumanna og matreiðslumanna. Skólastjórinn Tryggvi Þorfinns son setti skóiann með ræðu, og gat um starfsemi hans í vetur og ýmis verkefni er hann ætti óleyst. Eins og kunnugt er 'orottskráðust fyrstu nemendur skólans á sl. vori, og er fjórða starfsár hans hefst eru nemend- endur fleiri en nokkru sinni áður. Að skólanum kemur nú einn nýr stundarkennari, Þorsteinn Valdimarsson, er kennir tungu- mál. (Frá Matsveina- og veitinga- þjónaskólanum). — Páfinn Frh. af bls. 1 kjörinn. Varð ítalski kardínálinn Masella fyrir valinu. Hann er fæddur árið 1902 og hefur verið kardíngli síðan 1949. Píus páfi XII. verður borinn í grafhvelf- ingu Pé'turskirkjunnar samkv. eigin ósk, en næsti páfi verður hinn 262. frá Pétri postula. M jög er nú rætt um hver verði næsti páfi og þykja sjaldan hafa komið jafnmargir til greina. Full víst er talið, að fyrir valinu verði einhver af hinum 18 ítölsku kar- dínálum. Þá hefur verið rætt um það hvort kardínálunum í járntjalds- löndunum verði kleift að sækja fundinn í Róm þar sem páfi verð- ur kosinn. Fullvíst er, að Minds- zenty verði ekki í þeim hópi. Ung verska stjórnin hefur tekið af all- an vafa um að hún vilji hann úr landi. Þá er ólíklegt talið, að júgóslavnesku stjórnarvöldin leyfi Stepinac kardinála að fara — og jafnframt er ólíklegt talið, að pólski kardínálinn Wyszynski fái fararleyfi. — Landhelgismálið Framh af bls. 1 Norðmenn, Færeyinga og aðra mundu fara að dæmi íslendinge, ef þeim síðast nefndu heppnað- ist áform sitt. Mundu brezkir tog- arar þá verða af 50% hins venju lega árlega afla síns. Ógerningur væri að semja við fólk, sem ekki sýndi minnsta vilja til þess að ræða málið. Sannleikurinn væri sá, að íslendingar ætluðu að loka fiskimiðunum fyrir öðrum þjóð- um, fyrst hefðu þeir farið í 4 ..ííl- ur, síðan í 12 og næsta skrefið væri sennilega allt grunnsævið — út að 100 faðma dýpi. Bretar gætu alveg eins krafizt lögsögu yfir Ermarsundi og Gíbraltar. Mergurinn málsins væri sá, að hér væri ekki einungis um fram- tíðar fiskveiðar að ræða heldur baráttuna fyrir frelsi á úthöfum, frelsi sæfara til að fara eigin ferða. Annar ræðumaður sagði, að fleiri væru háðir fiskveiðunum í Hull einni en á öllu íslandi. I ályktun þingsins var lögð áherzla á það, að ef Bretar gæfu fslendingum eftir gætu afleiðing- arnar orðið til að auka á spenn- una í heiminum. Málstaður íslands kynntur SAMBANDI ísl. samvinnufélaga hefur nú borizt mikill fjöldi bréfa frá fyrirtækjum um allan heim í tilefni af dreifibréfi um landhelgismálið, sem SÍS sendi þeim. Sýna svarbréfin, að mál- stað íslendinga hefur verið tek- ið með mestu vinsemd og skiln- ingi, og jafnvel í hópi fjölmargra fyrirtækja í Bretlandi er aðeins eitt, sem skrifar í fjandsamleg- um anda um málið. Bréf Sambandsins hefur sýni- lega hlotið mikla útbreiðslu, því langflest stærri fyrirtækja segja frá því, að þau hafi látið eftirrit af bréfiriu berast til allra ráða- manna sinna. Bæði í Noregi og Þýzkalandi sendu fyrirtæki bréf- ið til blaða til birtingar, enskt fyrirtæki sendi það þingmanni viðkomandi kjördæmis og ame- rískt fyrirtæki sendi það öldung- ardeildarþingmanni. Eitt ame- rískt fyrirtæki sendi afrit af bréfinu til Eisenhowers og utan- ríkisráðuneytisins í Washingtcn, og annað til „ýmissa stjórnar- deilda“. Það er augljóst af undirtektum þessum, að það er mjög gagn- legt að nota hvers konar við- skipta- eða persónuleg sambönd til að dreifa upplýsingum urn málstað íslands og skýra hann. Slík bréf eru lesin af mein at- hygli en greinar í blöðum. (Fréttatilkynning frá SÍS). LONDON 9. okt. — ísraelsmenn fengu í dag einn kafbát frá Bret- um. Egyptar hafa snúizt ofsa- lega við þessum kaupum og telja Breta mestu óvini Araba- þjóðanna. Amer, varnarmálaráð- herra Egypta, fór í dag til Prag til þess að ræða um frekari vopna kaup hjá Tékkum. Nýtízku gjulavðrur teknar fram í dag. — Aðeins örfá stykki af hverri tegund. — 0. B. 8ilfHJrbúilín Laugaveg 55 Unglinga vaniar til blaðburðar í eftirtalin hverti Miðbœinn Nesveg Laugav. neðri Miklubraut Laugav. III Seltiarnarnes (Skjólbr.) Nýbýlaveg Kleifarveg Búsfaðaveg Hverfisgötu I Hringbraut Laugarásveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Röskan sendisvein vantar okkur nú þegar hálfan eða allan daginn. — G. Einarsson & Co hf. Aðalstræti 18 — Sími 24080 Húsnæði okkutr vantar 2ja til 3ja herhergja íbúð strax til leigu. — \ Sild & fiskur Sími14240 2/o herbergja íbúð Af sérstökum ástæðum er til sölu nýleg 2ja herb. íbúð í Kleppsholti. Ræktuð og girt lóð/ Góðar geymslur fylgja. Tvöfalt gler í gluggum. Mjög hagstætt lán áhvílandi. Allar nánari upplýsingar gefur: Ingólfsstræti 9B, sími 19540. Opið alla dag frá kl. 9—7 " Okkar hjartkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi ÓLAFUB H. MAGNÚSSON Ægisgötu 10, andaðist að heimili sínu 9. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn FlBlKUR RÓBERTSSON BENSKE Mímisvegi 6. lézt í Landakotsspítala í gærmorgun þ. 9. október. Sesselja Guðmundsdóttir. Bróðir okkar VALDEMAR BJARNASON málmsteypumaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 11. október klukkan 10,30 e.h. Aðstandendur. Bróðir okkar EINAR JÚLlUS DAGBJARTSSON frá Gröf, Rauðasandi, sem lézt föstudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 14. okt klukkan 1,30 e.h. Ketilríður Dvgbjartsdótti r, Bjarnveig Dagbjartsdóttir, Ólöf Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Dagbjartsdóttir, Ingunn Dagbjartsdóttir, Lúðvík Dagbjartsson, Þorsteinn Dagbjartsson, Halldór Dagbjartsson. Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðar- för föður okkar og tengdaföður EINARS BJÖRNSSONAR fyrrverandi verzlunarstjóra. Margrét Einarsdóttir, Björn Einarsson, Jóhanna Z. Henriksdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Einar Asmundsson, Sæunn Gísladóttir, Kjartan Einarsson, Guðbjörg Einarsdóttir, Hjörtur Hafliðason. « ■ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUIAÍJARGAR SÆMUNDSDOTTUR | Svignaskarði Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.