Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 17
Föstudaorur 10. okt. 1958 v o n c z is n t. a ð i ð \7 Oðrum fórst en ekki þér MIÐVIKUDAGINN 1. þ. m. birt- ist í Þjóðviljanum greinarkorn undir fyrirsögninni: Baráttan um Alþýðusambandið. Höfundur þess arar mæðugreinar er hálfgerður mæðumaður — allfrægur þó, hér í Reykjavík og jafnvel víðar um land. Þessi maður hei.t- ir Árni Ágústsson. Ekki meira um frægð hans að sinni. Þeir sem bezt þekkja til þessa manns undrast það ekki þó hálf- kunningi minn Árni sé nú augna blikinu talsvert taugabilaður og miður sín yfir því að verða kannske einu sinni enn skipreika, Svo oft hefur hann lent í slíkum pólitískum slysum, að það hlýtur að taka mjög á taugar manna, sem fyrir eru andlega óhraustir, enda ber grein hans öll vott um mikið hugarvíl, samhliða ruglingi á staðreyndum, sem auðsjáan- lega stafar af yfirspenntum taug- um. Ég vil því í þessu sambandi, sem hálfkunningi hans ráðleggja honum að leita strax til góðs læknis og umfram allt að taka sér hvíld. í upphafi mæðugreinar sinnar fyllist hann heilagri vandlætingu yfir því, að Alþýðuflokkurinn, sem hann segir áður hafa verið skjól og skjöld virkrar og vax-. andi verkalýðsbaráttu skuli enn- þá teljast lýðræðisflokkur Þenn- an flokk yfirgaf Árni á sítium tíma með mjög takmarkaðri sæmd. En hvers vegna yfirgaf hinn hjartahreini nddari Árni þennan góða flokk? Fann hann kannske ekki þar nægilegt skjól' 'í hretum lífsins eða var skjöldur flokksins orðinn skörðóttur fyrir aðgerðir Árna og hans nótintáta? Neyðarákall hans nú til Alþýðu- flokksins hljómar sem örvænt- ingarbæn frá glötuðum syni, sem biður sér fyrirgefningar á víxl- sporunum — að sér verði á ný veitt skjól við skjöldinn. ^ Grunntónn bænarinnar hjá Árna er sá, að honum virðist hafa orðið eitthvað á í vinnu- brögðunum fyrir húsbændur sína kommúnista og er hann nú orð- inn hræddur við „straff" frá þeirra hendi ef illa fer í Alþýðu- sambandskosnmgunum — og jafn vel hvort sem er. Það skyldi vera, að Árni hafi ekki heldur betur orðið var við það. að verkamenn eru hættir að trúa loforðum húsbænda hans, komm únistanna í Dagsbrún. Árna hafa verkamenn aldrei trúað hvort sem er og það veit hann fullvel sjálfur, svo oft hefi ég sagt hon- um það og sannað. Og ætli það sé svo fjarri sanni, að Árni hafi skrifað þessa mæðugrein sína til þess að biðja um gott veður“ hjá húsbændum sínum og sannfæra þá um hollustu sína. En ekki væri Árna láandi þótt hann væri dálítið hyskinn í hjásetunni því ekki hefur atlæti húsbændanna verið það gott við smalann eða nestið svo ríflegt — og ekki hefir tiltrú þeirra til hans verið svo mikil, að hann skuldi þeim neina sérstaka hollustueiða eða hundslega flærð. Árni kvartar mjög yfir því, að einhverjir vondir menn hafi tvístrað fyrir sér hjörðinni, þ. e. að verkamönnum sé orðið full- komlega ljóst, að húsbændur Árna hugsi meira um flokkslega hagsmuni kommúnistaflokksins heldur en kjarabaráttu Dagsbrún armanna, að þeir ætli sér í krafti þess, að þeir hafa stjórn Dags- brúnar í höndum sér að draga alla verkamenn í einn diik: kommúnistaflokksins á íslandi. En enginn vafi er á því, að ís- lenzkir verkamenn kæra sig ekki um slíkt. Öðrum fórst, en ekki þér, — svo má segja um Árna hálfkunn- ingja minn, þar sem hann varpar ókvæðisorðum að okkur starfs- félögum sínum, sem stöndum honum þó fyllilega jafnfætis andlega og líkamlega svo ekki sé meira sagt. Samkvæmt því, sem Árni segir, erum við bæði ófélagsvanir og fávísir sendlar. Vesalings Árni, aumt er hans hlutskipti. Heldur vildi ég vera bæði fávís og ófélagsvanur held- ur en að vera barinn áfram eins og fjötraður fangi til hvers kyns óhappaverka og níðskrifa um vinnufélaga mína og fá að laun- um lítilsvirðingu og aumkun vinnufélaganna, en fyrirlitningu fangavarðanna, sem herða þuma. skrúfurnar að fingrum Árna. Um samninga DagsVjrúnar væri sitthvað hægt að segja, en það mun ég þó ekki gera að smni. Hefði þó vel þolað að fá þá betri því mig munar um 6% í nær þrjá mánuði, þótt Árna muni kannske ekki um það. Ja, öðru vísi mér áður brá, þegar Árna kom það vel, að honum væri réttur siuá- skildingur. Eða hvort man Árni það nú? Eitt er það þó í grein Árna, sem talizt getur til þeirrar sér- stöku verkalýðsástar og baráttu- vilja verkalýðnum til handa, sem kommúnistar svo mjög guma af og telja að falli bezt að því for- ystuhlutverki, sem þeir hrópa svo hátt um að þeir hafi að gegna hérlendis, en það er ögrunin og hlökkunin yfir því, að Hlíf í Hafnarfirði hafi ekki náð jafn- góðum samningum og Dagsbrún. Er þá von þótt mér verði spurn: Hvers á Hlíf að gjalda af hálfu Dagsbrúnar? Dagsbrún sem ævin lega hefur viljað telja sig for- ystufélag verkalýðsbaráttunnar í landinu, neitaði Hlíf nú í samar algjörlega um samstöðu í þeim samningaviðræðum og kjarabar- áttu sem framundan var. Komm- únistarnir i Dagsbrún máttu ekki heyra samstöðu nefnda- á nafn. Því spyr ég — og því spyrja svo ótalmargir aðrir: Hvers vegna ekki samstöðu verkalýðsfélag- anna í sumar eins og ævinlega áður? Nei, Árni ætti sem minnst. að státa af samningum Dagsbrúnar. Þar hafa samningar raunverulega verið festir allt þangað tit snemmsumars árið 1960, en hjá Hlíf eru þeir lausir í júní 1959. Það getur svo farið, að okkur Dagsbrúnarmönnum þykj langt að bíða eftir því að samningstím- inn líði ef tíðni dýrtíðarskrúf- unnar heldur áfram að aukast í sama hlutfalli og nú er. Og þau 3,5% sem fengust umfram sam- inga Hlífar hrökkva þá sjálfsagt skammt til þess að bæta það upp ásamt þeim biðtíma sem var á að við fengum okkar samninga gerða. En gorhljóð Árna yfir þess um ímynduðu yfirburðum Dags- brúnarstjórnarinnar er líxaot því, þegar hrafn sér hræ úti í haga | og býst til að rífa það í sig. Og þá keyr’ir nú fyrst um þver- ^ bak þegar Árni fer að ræöa um | endurbætur kommúnista á féiags málum Dagsbrúnar. Hann vílar ekki fyrir sér að segja, að stjórn Sigurðar Guðnasonar hafi frá j upphafi starfsdaga unnið mark- visst að því að færa allt félagslíf Dagsbrúnar í betra og lýðræðis- legra horf heidur en áður hafi verið. Hann telur þar fram m. a. að þá fyrst hafi verið upp tekiiln sá sigur, að láta löggiltan endur- skoðanda endurskoða reiknínga ; Dagsbrúnar. Þarna skýtur Árni i þó yfir markið — svo sem hans var von og vísa — rétt eins og hann hafi verið eitthvað vank- aður þegar þessir atburðir gei ð- ust. Eða man Árni ekki lengur eftir því, að hann var starfsmað- ur á skrifstofu Dagsbrúnar hjá hinni svonefndu „tætingsstjórn“, sem hann talar um í greininni, og það sem meira er: hann virtist bara kunna vel við sig þar, enda var hann þá meðhöndlaður sem maður. En á Árna sannast hið fornkveðna: Þangað sækir klár- inn, sem hann er kvaldastur. Árni gleymdi að geta þess í grein sinni að fyrsta „lýðræðis- lega“ athöfn kommúnista eftir, að þeir tóku við stjórn Dagsbrún- ar var að sparka Árna þaðan eftir að þeir höfðu narrað hann með loforðum um gull og græna skóga ef hann sviki sinn fyrri húsbónda og velgjörðarmann, Héðin Valdimarsson, en félli þess í stað fram og tilbæði komm- únista. Þessa freistingu fremur en aðrar stóðst postulinn Árni ekki. En varðandi hina löggiltu end- urskoðun er það að segja, að hún var fyrst framkvæmd árið 1940 og svo aftur árið 1941 og var á báðum þessum aðalfundum út- býtt fjölrituðum og löggiltum endurskoðuðum reikningum. Hitt er annað, að ég hygg, að komm- únistum hefði orðið þungt fyrir fæti að afnema þessa aðferð við reikningana, sem þeir þá hefðu ef til vill haft löngun til, ef dæma má eftir því hverja meðferð reikningar Iðju fengu hjá komm- únistanum, sem þar var formaður um árabil. Sama máli gegnir einn ig um kjörskrár. Þær voru út- búnar af lýðræðissinnum og af- hentar kommúnistum við kosn- ingarnar í ársbyrjun 1942. Ein- hvers staðar hefur skrúfa losnað í höfðinu á Árna hálfkunningja minum þegar hann komst í þjón- ustu núverandi húsbænda sinna, enda getur það ekki talizt unciar- legt með mann, sem ekki hefur sterkari skaphöfn eltir að hafa lent í jafnmörgum pólitískum hrakningum, andlegri og líkam- legri áþján í hinum nýja stað. Árni getur með sanni tekið sér í munn orð Skugga-Sveins: „Gekk ég norður kaldan Kjöl. Kosta fárra átti völ.“ Á þessari göngu er Árni Ágústsson sannar- lega nú, og ekki munu húsbænd- urnir hafa fyllt mal hans vega- nesti af meiri rausn né höfðings- skap en venja þeirra er. Þrátt fyrir góða viðleitni Árna til þess að gjöra þeim allt til hæfis er hann gat. En ekki myndi Árni af þeim er hann gjörst þekkja vera talinn traustur gæzlumaður — hvorki fjöreggs eða fúleggs komrnúnista flokksins. Hann gæti hæglega hent það óhapp að verða skjálf- hentur og þá gjarnan missa úr hendi sér eða jafnvel fleygja frá sér bæði fjöreggi og fúleggi. Og hvernig færi þá fyrir kommúnist- um ef þeir misstu hvort tveggja — og kannske Árna með. Gamall Dagsbrúnarmaður. Lokasalan stendur aðeins nokkra daga enn. Allar vörur verzlunar- innar seldar með stórkostlegum afslætti. Eina útsalan í bænum. — Komið og gerið góð kaup. Verzlunin ÞJÓRSÁ Laugaveg 11. Uppskeruhótíð garlyrkjubændo verður að Hlégarði, laugardaginn 11. þ.m. kl. 8,30. Þess er vænst að allt garðyrkju- og blómabúðarfólk fjölmenni. — Nefndin. Nýr bíll óskast! Nýr eða nýlegur amerískur fólksbíll óskast keyptur. — Staðgreiðsla. Aðal Bilasalan Aðalstræti 16, sími: 3-24-54 Ný bifreiðasala — Höfum opnað bifreiðasölu undir nafninu Bifreiðasalan og leigan Ingólfsstræti 9 Nýir og notaðir bílar í miklu úrvali. — Rúmgott sýningarsvæði. Biireiðarsaian og leigan Ingólfsstræti 9, símar 19092 og 18966 Nýkomnar Tékkneskar gúmmíbomsur kurlmunnu lágar með rennilás. Verð kr. 87,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.