Morgunblaðið - 10.10.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 10.10.1958, Síða 15
Föstudaeur 10. október 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Einn af seinusfu vafn**- mönnunum láfinn Loftur Guðmundsson trá Strönd Sandana lengi megum muna mjög vonda oft að fara um. Óðfluga vötn þar breið fram bruna, bölvuð og ill. mót gestunum. Ég skal minna á jötnamóður, Jökulsárnar og Kúðafljót; þeirra nákaldur ómar óður, engu vægja hið minnsta hót. (Lárus Pálsson á Skaft- fellingamóti 1911) Hvar getur fegri fjalla-sýn? Frjógróðri skeyttar gullnar sveitir, auga hvarvetna unað veitir, broshýra fagra byggðin mín. Á milli berra svartra sanda — sjáum við jafnt til beggja handa, — grænlituð engi, gróin tún, glitofna hlíð að efstu brún. (Magnús Jónsson frá Vík, á Skaftfellingamóti 1936). ÞAÐ er eins og Magnús hafi verið staddur á túninu á Strönd í Meðal landi, þar sem afi hans og amma bjuggu, þegar hann orti þetta. Sé maður staddur í Útmeðal- landinu í björtu veðri, þá hygg ég að sú fjallasýn, sem þá blasir við, verði hverjum manni ógleym anleg. Fyrst er að austan sjálfur fjallajöfurinn Öræfajökull. Svo taka við Síðufjöllin, Lómagnúpur að austan með sitt tignarlega standberg. Holtsberg, Árfjall, Skaftártunguf j öllin „Sandf eil“, „Hafursey“, og svo Mýrdalsjökull og „Hjörleifshöfði“ fremstur. Þessi fjöll, og mörg fleiri, sem ég ekki man nöfnin á, mynda hálfhring um Meðallandið. Allt frá landnámstíð og nokkuð fram á þessa öld, hafa bæði sandar og vötn verið miklir farartálmar þeim, sem hafa þurft að ferðast um Skaftafellssýslurnar, og eru raunar enn, ekki sízt Öræfingum, þó að margar ár og læki sé nú búið að brúa. Eins og að líkum lætur, þá voru þeir menn, sem næstir bjuggu við vötnin, þeim kunnug- astir. Enda voru þeir margir viðurkenndir vatnamenn Nokkru fyrir, um og eftir aldamótin, voru þessir taldir fremstir í Meðal- landi: Sandabræður, Brynjólfur Jónsson (seinna þekktur ökumað ur í Reykjavík) og bræður hans, Loftur, Eggert og Jóhannes Guð-1 mundssynir. Hjörleifur Jónsson og Pétur Hansson í Sandaseli. Þegar sást til ferðamanna á vesturleið, væri mikið i fljótin og þeir legðu í það án þess að fá fylgd, þá máttj telja víst að þar væru Öræfingar á ferð. Þeir virt- ust allir vera ágætir vatnamenn, enda voru stór vötn þeim á báðar hliðar, bæði austan og vestan Öræfa Það gæti verið Lárus á Klaustri eða Sigurður á Maríu- bakka. Kæmu ferðamenn að vest an, fylgdu Álftveringar þeim yfir ytra fljótið, síðan tóku Sanda bræður við, og fylgdu þeim yfir eystra fljótið. Af Álftveringum mun Jón Brynjólfsson á Þykkva- bæjarklaustri hafa staðið framar- lega í flokki meðal vatnamanna. Það var svolksamt hjá þessum mönnum, sem oft fóru dagiega og stundum oft á dag yfir Kúða- fljót með ferðamönnum. Þeir voru glöggir að sjá, hvar likleg- ast væri að fara, án þess að sund- riða (hvar brotin voru). Þeir voru ekki að fást um það, þótt þeir sundriðu, væru þeir einir, en öðru máli var að gegna, væru þeir að fylgja ferðamönnum, sem oftast voru með dýrmætan flutn- ing, sem ekki mátti blotna. En það voru fleiri en mennirn ir, sem voru vatnaglöggir, það voru hestarnir. Það var eitt sinn,, þegar Stefán Ingimundarson hreppstjóri á Rofabæ, var að koma úr Víkurferð. Hann var með þrjá hesta frá sér og grá- skjótta hryssu frá Sandaseli. Þeg- ar hann kom að Söndum, var fljótið talið alófært. Hann var fluttur yfir á bát með allan sinn farangur, en hrossin skilin eftir. Þau lögðust og hvíldu sig fram á kvöld, þá fóru þau að veltg sér og stóðu svo upp. Eftir stutta stund fer sú gráskjótta af stað og þeir á eftir líkt og þau væru hnýtt í taglið hvert á öðru, og leggja út í fljótið. Sandabræður sátu uppi á einu bæjarhúsinu og sömuleiðis Hjörleifur í Sanda- seli ásamt stráksnáða. Þeir höfðu víst sterka löngun til að fylgjast með hvernig þeirri gráskjóttu og fylgdarliði hennar tækist að velja sér leið yfir. AUt gekk vel að austasta ál, ekkert sund. Nú kom smá hik á þá gömlu. Þetta var stærsti állinn í fljótinu. Svo leggur hún af stað niður með álnum, snýr svo við aftur og heldur upp með honum dálítið upp fyrir þann stað, er þau komu að honum fyrst. Þar leggur hún út í. Hún klýfur álinn skáhallt uppí straum inn, eins og sýnilegt var að mundi vera grynnst. Þegar eftir voru ca. 3 til 4 hestlengdir að næstu eyri; var farið að vætla yfir hrygginn (alltaf voru klár- arnir á eftir í sömu fjarlægð) þá skellir hún sér beint yfir og á sund. Þeim kom saman um það, Sandabræðrum og Hjörleifi, að enginn maður hefði valið betur fljótið í þetta sinn, en sú grá- skjótta gerði. Sandbærinn stóð á syðsta hólm anum í Kúðafljóti. Sá hluti af fljótinu, sem rann fyrir vestan bæinn, var kallaður Gvendarál). Svo kom Skálmin norðvestan af Mýrdalssandi og sameinaðist hon um. En sá hlutinn, sem rann fyrir austan bæinn, Eystrafljót eða Kúðafljót. Það var því sama hvort farið var austur eða vestur frá Söndum, þá voru stórvötn við túnfótinn. Þess vegna munu Sandabræður hafa átt flestar ferðir allra Skaftfellinga yfir Kúðafljót, meðan þeir voru á Söndum. Nú er Eystrafljótið farið úr sín- um gamla farvegi og komið vest- ur fyrir hólmann. Getur það ver- ið að vísan hans fngimundar Ei- ríkssonar hreppstjóra á Rofabæ, sem hann kvað eitt sinn þegar fljótið var að renna austur á mýr- arnar að vetrarlagi, hafi orðið að áhrínsorðum, þó langt sé síðan hún varð til. Hún er svona: Ákalla ég a......... oft í nauðum vöndum. Flytji hann. sem fljótast kann, fljótið út að söndum. Nú er aðeins einn eftir af þess- um aldamóta vatnamönnum við Kúðafljót, Jóhannes Guðmunds- son frá Söndum, nú Joóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Enda er þeirra ekki lengur þörf. Bætt- ar samgöngur, brýr og vegir hafa leyst þá af hólmi. Einn þeirra er nýlátinn, Loftur Guðmundsson bóndi á Strönd Loftur var fæddur 14. desember 1875 á Söndum í Meðallandi. For- eldrar hans voru Guðrún Magnús dóttir prests í Langholtsþingum og Guðmundur Loftsson, bróðir Markúsar bónda og fræðimanns í Hjörleifshöfða. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Söndum. Guðmundur faðir hans lézt 1891. Eftir það bjó Guðrún með börn- um sínum á Söndum, og reyndi þá á dugnað bræðranna, þó ekki væri aldurinn hár. Kom þá snemma í ljós, þó betur sæist síðar, hversu miklir dugnaðar- menn Sandabræður voru. Árið 1906 gekk Loftur að eiga Loftur Guðmundsson Guðfinnu Björnsdóttur, frá Hryggjum í Mýrdal. Þau reistu bú í Háukotey í Meðallandi. Það- an fluttu þau að Sandaseli og síðan að 'Strönd í sömu sveit. Þeim vafð tveggja barna auðið. Eggert er nú búsettur í Reykja- vík og Guðlaúg húsfreyja á Strönd. Guðfinna á Strönd var fyrirmyndar kona, og bar heimili þeirra glöggt vitni. Hún gegadi ljósmóðurstörfum í fjölda ára. Árið 1934 missti Loftur konu sína og var það þungt áfall fyrir hann, börnin og sveitina í heild, því Guðfinna vann mikið að fram fara- og mannúðarmálum í sínu byggðarlagi. Þessu tók Loftur með stillingu og trúarþreki. En þetta var ekki eini skugginn, sem kom yfir Strandaheimilið eða varð á vegi Lofts Guðmundsson- ar. Hann varð líka að sjá á bak tengdasyni sínum ungum, Run- ólfi Runólfssyni, mesta myndar- og dugnaðarmanni frá konu og þremur börnum. Þarna varð hann að taka upp föðurstörfin í annað sinn. Hvernig honum tókst það, vita þeir bezt, sem komið hafa að Strönd. Loftur var odd- viti og sýslunefndarmaður Leið- vallarhrepps um langt árabil. Þessi og öll önnur störf, sem hon- um voru falin, fyrir sitt byggðar- lag, vann hann með stakri trú- mennsku. Loftur var ekki einn af þeim mönnum, sem vilja láta bera mik- ið á sér. Hann kaus að vinna sín störf í ró og næði. Hann var bú- hagur, bæði á tré og járn. Sæi Loftur hófinn, þá passaði skeif ■ an. Hann var karlmenni að burð- um eins og hann átti kyn til. Það var mikið um skipströnd í Meðallandinu um og eftn- alda- mótin. Þegar skip hafði strandað, þá voru settir fjórir vaktmenn við strandið, til þess að gæta þess, sem bjargað var úr skipinu, þar til búið var að selja, og mun oft- ast hafa liðið vika frá stranddegi til söludags. Væri strandið milli Kúðaóss og Eldvatnsóss, þá var Loftur einn af vaktmönnunum Trúmennska hans og reglusemi mun hafa ráðið valinu. Laust fyr- ir aldamótin strandaði franska spítalaskipið „St. Paul“ við Kúða ós. Skipverjar létu línu reka i land, sem þeir svo notuðu til þess að komast á upp í fjöruna, Einn af þeim, sem fljótlega kom á strandstaðinn, var strákhnokki frá Sandaseli. Hann tók fljótlega eftir því, að allra augu hvíldu á skipinu. Þetta var stórt skip, með þrjú siglutré. Var það þetta sem allir voru að skoða? Gátan var fljótt ráðin. Loftur á Söndum var kominn út í skipið. Hann hafði farið upp línuna sem skipsbrots- mennirnir höfðu komið á í land. Erindið var að ná í kex handa skipsbrotsmönnunum, Hann kom með kassa sem hann lét siga eftir línunni og kom svo sjálfur á eftir. Meðan á þessu stóð, gekk sjórinn langt upp fyrir skipið. Loftur lét það ekkert á sig fá. Hans eina hugsun var að ná í eitthvað handa mönnunum að borða. Ég var staddur á Strönd fyrir tveimur árum. Þar voru þrír ungl ingar, tvær stúlkur og einn dreng ur. Þau komu af engjum, þegar nokkuð var komið fram á kvöld. Þau þvo sér og borða. Þegar því var lokið, fóru þau inn til gamla mannsins, sem sat í rúmi sínu. Stúlkurnar setjast sitt til hvorrar hliðar við hann, en drengurinn á stól. Eftir stutt samtal segir önn- ur stúlkari: „Hvað er að sjá skeggið á þér afi“? „Og hvað er nú við það“? segir hann. „Það er skjöldótt, það er rautt og það er hvítt“, segir hún. „En hvað er að sjá þig“?, svo byrjar hann á sokkunum, buxunum og blússu, allt sitt með hverjum lit, og svo er andlitið, það er grátt. Það, sem ég fékk út úr þessu samtali, var þetta. Þau kallá hann afa, þó mér vitanlega væru þau honum óskyld. Þau eru þreytt eftir önn dagsins, þó er það þeirra fyrsta verk, þegar tími er til, að koma til afa og skemmta honum, segja honum hvernig vinnan hafi gengið í dag og sitthvað fleira. Sýnir ekki þessi litla saga, hversu mikil ítök Loftur á Strönd átti meðal ungu kynslóðarinnar? Ég sá mann, sem kemur að Sandaseli seint um kvöld, að vetr arlagi. Hann er á vesturleið, heim. Honum er boðið að gista yfir nóttina, en hann neitar því, hann verður að kornast heim. Fljótið er að ryðja af sér vetrar- ísnum. Hann fær mann með sér, Pétur Hansson. Þeir leggja á fljót ið með bát. Þeir ýmist róa á auðu, draga bátinn á föstum ís eða krapi og yfir komast þeir. Það hafði dregið ský fyrir sólu á Sandaheimilinu. Þá sótti Loftur fast að komast heim til móður sinnar. Þeir félagar voru sagna- fáir um þetta ferðalag sitt þessa nótt. Ég hygg að þetta hafi verið sú djarfasta og jafnframt hættu- legasta ferð sem Loftur Guð- mundsson fór yfir Kúðafljót. Hjólið snýst, árin færast yfir. Hvítu hárin fara að koma, þeim smáfjölgar. Elli kerling er komin í heimsókn, hún er sakleysisleg til að byrja með, en smám sam- an þjarmar hún meira að, þar til hún hefir lokið ætiunarverki sínu. Loftur lézt að heimili sínu 11. apríl sl. og var jarðsetlur frá Langholtskirkju 19. sama mánað- ar, að viðstöddu fjölmenni (80 manns). Minningin um hami mun lengi lifa meðal Skaftfellinga, og allra þeirra, sem einhver kvnni höfðu af honum. Loftur fæddist, lifði og dó á bökkum Kúðafljóts. „Fögur er hlíðin. Hvergi mun ek fara“, sagði Gunnar. Fögur er fjallasýnin hefir Loftur hugsað, hér vil ég vera. Sveitina sína litlu hefir hann áreiðanlega kvatt eitthvað á þessa leið. eins og skaftfellska skáldið orðar það: Heill sé þér fagra fósturbyggð, fylgi þér allir góðir vættir. Hylli þig vorsins hörpuslættir. Gleðin þér heiti trú og tryggð. Börnin þín drottins blessun hljóti. Brosi þeim hugljúf framtíð móti. Djörfung og fegra, stærra starf, stöðugt þau megi taka í arí. Vertu sæll gamli vinur. Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Friðrik Ág. Hjörleifsson. Afgreiðslustúlka óskast í sérverzlun við Laugaveg. Uppl. um aldur og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 16. okt. merkt: Sérverzlun — 7925. * Stúlkur oskast strax Veilingahúsið INIaust IMORSK FISKISKIP ur stáli Getum útvegað nú þegar og snemma á næsta ári nokkur fyrsta flokks norsk-byggð fiskiskip,-t.d.: 1. 184 brúttó-rúmlestir, byggt 1955, með 240/300 ha. Wickmann diesel. 2. 197 brúttó-rúmlestir, byggt 1958, með 320/400 ha. Wickmann diesel. 3. 208 brúttó-rúmlestir, byggt 1956, með 455 ha. Völund diesel. 4. 214 brúttó-rúmlestir, byggt 1954, með 400 ha. Bergen Mek. Verkst. diesel. 5. 235 brúttó-rúmlestir, byggt 1956, með 480/600 ha. Wickmann diesel. Öll þessi skip eru byggð eftir ströngustu kröfum um úthafs-fiskiskip, og eru með öllum þeim fullkomnasta útbúnaði sem völ er á. Verð og greiðsluskilmálar mjög hagkvæm ef samið er fljótt. — Björn & Holldór Vélaverkstæði Ingólfsstræti 11 — Sími 2-22-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.