Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 16
H Föstudagur 10. okt. 1958 MORCVNBLAÐIÐ Rinso - sápulöður er mýkru — gefur beztun árungur HÚN VERÐUR YNDISLEG 1 VEIZLUNNI Er sparikjóllinn hennar Svövu ekki fallegur eftir Rinso-þvottinn? Svo tandurhreinn, ferskur og skær! Mamma veit, að fötin endast líka betur, ef þau eru þvegin úr freyðandi Rinso-löðri — með Rinso er óþarft að nudda þvottinn fast, það slítur fötunum. Freyðandi Rinso nær hverri ögn af óhreinindum úr gróm- teknustu fötum, og af því að það er sérstaklega sápuríkt er engin þörf á að nudda fast. Rinso fer svo vel með þvott- inn, þvær lýtalaust fötin verða sem ný. Þess vegna geturðu trúað þessu freyðandi sápulöðri fyrir viðkvæmustu flíkum — og hlíft höndunum um leið. Notaðu hið sápuríka Rinso í það sem þarf að þvo sérstaklega vel. Rinso hið sápuríka er sérstaklega hentugt, þegar þvegið er í þvoitavéium. RINSO þvær lýtolausf — og kosiar yiur minna Vilbogi Pétursson Minning VILBOGI Pétursson Þórsgötu 22 hér í bænum andaðist 2. október bg verður jarðsunginn í dag. Starfsdagur hans var orðinn æði langur því fæddur var hann 13. september 1869 austur í Flóa. Um æsku hans er ég eigi fróður, en ungur að árum fór hann að starfa að vegavinnu og varð það hans ævistarf, því yfir 60 ár mun hann hafa verið starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Árið 1922 er ég fór nýfermdur drengur í vega- vinnu var Vilbogi Pétursson þar fyrir. Síðan láu léiðir okkar sam- an ög óx vinátta okkar stöðugt er á leið og þó mest eftir að við fórum að vinna saman að kirkju- málum en trúmaður var Vilbogi og starfaði mikið bæði í Frí- kirkjunni og siðar í Óháða frí- kirkjusöfnuðinum. Það vár1 eitt hans mesta hjartans mál að sá söfnuður eignaðist kirkju. Þetta rættist og gat Vilbogi verið við- staddur fyrstu messu í hinni nýju kirkju skömmu áður en hann var burt kallaður úr þessum heimi. Vilbogi var einn þeirra s.em syndi trú sína í verkunum svo eigi varð um villzt. Má þar til nefna að hann var sérstaklega heiðariegur, skyldurækinn, stundvís og vinnu- samur, alltaf jafnléttur í lund og vinur, sem aldrei brást. Vilborg var gæfumaður alla tíð. Hann átti góða konu, Kristínu Brynjólfsdóttur, og með henni 2 syni, þá Geir, sem er bryti á e. s Kötlu og Brynjóif bifreiðastjóra, hinir beztu menn, sem báðir búa hér í bæ. Fyrir mörgum árum missti svo Vilbogi konu sína og eftir það bjó hann með ráðskonu sem reyndist honum mjög vel, enda kunni hann að meta það að verðleikum og var henni mjög þakklátur fyrir henn- ar miklu umhyggju og taldi það mikla gæfu að hafa valið hana til sín. Vilbogi var og félagslynd- ur maður, var hann í nokkrum félögum og var þar til fyrir- myndar með félagsþroska sínum. Hann var t. d. kjörinn heiðurs- félagi í tveimur félögum sama árið, en þau voru Bræðrafélag Óháðasafnaðarins og starfsmanna félag Vegagerðarmanna ríkisins, en í báðum þessum félögum naut hann mikillar vináttu. Síðustu starfsár sín vann Vil- bogi í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins og vil ég geta þess hér hve þakklátur hann var yfir- mönnum sínum fyrir að fá að starfa þar meðan kraftar entust því iðjuleysi var ekki að hans skapi og kveið hann því, ef hann yrði óvinnufær og gæti ekki hald ið starfinu áfram, en vel var fyrir öllu séð. Hann vanp störf sín af alúð og samvizkusemi fram á síð- ustu stund. Frá því að hann yfir- gaf vinnustað og þar til hann var dáinn liðu aðeins 4 dagar. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til aðstandenda, og bið Guð að blessa sál hins látna vinar um alla eilífð. S. H. Kópavogur Gjalddagi brunatrygginga var 1. október. Viðskiptamenn í Kópavogi eru vinsamlega beðnir að greiða iðgjöld sín til umboðsmanns okkar í Kópavogi: Hr. Helga Ólafsson, Kársnesbrant 12C, — Bezt að auglýsa / Morgunbladinu — ^ulltrúa- og trúnaðarmannaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Áríðanui t'undur verður haldinn í fulltrúa- og trúnaðarmannairáði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld klukkan 8,30. — FuIBfrúar oy trúnaðarmenn eru hvattir til að mæta stundvislega Stjórn Fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.