Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 10. okt. 1958 Börnin horfa af óskertri athygli — jafnvel með opinn munn af undrun — á sýningu brúðuleik- hússins á sýningunni í Listamannaskálanum. Bæjartogararnir með rúml. 8500 fonna afla síðan í úgúst UNDANFARNA tvo mánuði hafa togarar Bæjarútgerðar Reykja- víkur stundað veiðar á fjarlæg- um miðum, mest á Nýfundna- landsmiðum, en nokkuð hafa veiðar verið stundaðar við Vest- ur-Grænland. Á tímabilinu 7. ágúst til 8. októ ber hafa togararnir landað 7367 tonnum af ísfiski, mest megnis karfa, til vinnslu í frystihúsum í Reykjavík, og lagt á land 797 tonn af saltfiski til verkunar í fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Einnig farið tvær söluferðir til Cuxhaven og selt 373 tonn fyrir D.M. 282.710,00 alls. Frá þessu er skýrt í fréttatilk. frá Bæjarútgerðinni í gærdag og þar segir síðan: Á Nýfundnalandsmiðum hef- ur svo að segja eingöngu veiðzt karfi, sem allur hefur verið lagð- ur á land hér í Reykjavík til vinnslu í frystilwisum bæjarins. Við Vestur-Grænland hafa aðallega verið stundaðar salt- fiskveiðar, og hefur saltfiskurinn allur vérið lagður upp í Fisk- verkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þar sem hann hef- ur verið verkaður og seldur til Jamaica. Karfaafli togaranna er sem hér segir: Ingólfur Arnarson 1370 tonn Skúli Magnússon 1105 — Hallveig Fróðadóttir 1535 — Þorsteinn Ingólfsson 1263 — Pétur Halldórsson 1358 — Þormóður goði 746 — Samtals: 7367 tonn Saltfiskaflinn á þrjá togara skiptist þannig: Jón Þorláksson 276 tonn Þorkell máni 323 — Þormóður goði 198 — Bókakynning á Tómstuncla- sýningunni Á HÍBÝLA- og tómstundasýn- ingunni, sem nú stendur yfjr í Listamannaskálanum, verður dag urinn í dag helgaður bókum. Kl. 16.30 hefst þáttur barnanna og er Stefán Jónsson rithöffundur umsjónarmaður hans. Munu nokk ur börn lesa þar upp úr bókum. Klukkan 21,00 í kvöld verður bókakynning og sér Sig. A. Magnússon blaðamaður um hana. Leikararnir Þorsteinn Ö. Stephensen, Kristbjörg Kjeld, Baldvin Halldórsson, Flosi Ólafs- son og Valur Valsson lesa upp. — Electra Frh. af bls. 3. ferð“ til 32 borga í 21 landi, fara 25 þús. mílur á tveimur mánuð- um. Endastöðin verður Nýja Delhi á Indlandi og síðan flogið til Bandaríkjanna, í einum á- fanga frá Shannon til Gander. Þessi vél hefur 8 stunda flugþol, en þær, sem seldar verða flug- félögum munu hafa 10 stunda flugþol. Það er glatt á hjalla og margt um manninn í þessari fyrstu ferð ELECTRA með íslendinga. í þægilegum „reyksal" aftast í flugvélinni finnum við Alfreð Elíasson, framkvstj. Loftleiða, sem nú hugsar mikið um EL- ECTRA. „Að vísu vorum við búnir að panta tvær“, segir Alfreð. „Við áttum að fá þær næsta haust, en vegna örðugleika á yfirfærslu gátum við ekki staðið við þær skuldbindingar — og við færð- umst neðar á biðlistann, aftur um 1 ár. ELECTRA kostar 2.300000 doll'ara, það er mikið fé, sérlega, þegar búið er að tvöfalda upp- hæðina. Og nú eru Skymaster- flugvélarnar fallnar í verði eins og allar aðrar flugvélar, fara varlá á meira en 3—400.000 doll- ara hvor, — lítið meira en and- virði öryggistækjanna í þeim. — Við förum utan á næstunni til þess að ganga frá þessu, en þrátt fyrir að við fengjum ELECTRA, þegar að okkur kæmi — þá verð um við að gera einhverjar ráð- stafanir í millitíðinni. Margt hef- ur komið til greina, t.d. Douglas DC-6. Fyrir ári kostuðu þær um 1.700.000 dollara. En nú hefur framboðið stóraukizt á þeim, þ*r eru komnar niður í 900.000 doll- ara. Þetta eru góðar vélar, fljúga með svipuðum hraða og Viscount. Og nú er verið að lengja eina flugbrautina hér svo að skilyrði til þess að taka þessa flugvél eru ótvírætt- batnandi", sagði Al- freð að lokum. — h.j.h. Samtals: 797 tonn Félagið Sölutækni heldur 10 daga Ndmskeið í gerð, verð- og auglýsingaspjalda. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Iðnaðar- málastofnunar íslands dagana 13.—30. okt. 1958. Nánari uppl. gefur framkvæmdastjóri félagsins, Gísli Einarsson í síma 14098. Stjórn Sölutækni. Lögtök í Köpuvogi Lögtök fyrir ógreiddum tryggingagjöldum til Tryggingastofunnar ríkisins, áföllnum söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi, gjaldföllnum þinggjöldum ársins 1958 og tryggiwgagjöldum öllum, þar með talin iðgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs, svo og fyrir sömu gjöldum frá fyrra ári, hefjast 20. þ.m. Gjaldendur í Kópavogi, sem ekki hafa greitt á ákveðnum gjalddögum eða greiða með milligöngu atvinnurekenda, eru minntir á að þeir mega ekki vænta frekari aðvörunnar. Jafnframt verða framkvæmd lögtök fyrir ó- greiddum bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og ökumannstryggingu, svo og skipulagsgjaldi, skipa- skoðunargjaldi, vélaeftirlitsgjaldi og iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna. Lögtaksúrskurður er kveðinn upp í dag. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 6. okt. 1958. SIGURGEIR JÓNSSON. Happdrœtti 5. I. B. 5. SKRA um vinninga í Vöruhapp- 22344 22669 22721 23247 23392 drætti S.Í.B.S. í 10. flokkj 1958. 23767 23945 24018 24176 24227 24552 24776 24807 24833 24860 AUU.VUU,UU kr. 25292 25609 26001 26189 26224 lóU irr 26282 26633 26712 27022 27452 50.000,00 kr. 27609 27681 27801 27922 28216 50853 28426 28472 28480 28618 28875 28971 29119 29205 29428 29766 10.000,00 kr. 29974 29989 30070 30119 30790 20006 30266 31230 32178 35075 30838 31219 32093 32258 32544 42934 46314 54565 56854 61309 33918 34023 34105 34116 34289 5.000,00 kr. 34344 34435 34829 34875 34923 779 4012 4790 5083 13113 34965 35058 35224 35336 35413 18859 21853 22500 38169 46768 35437 35456 35677 35739 35754 47921 53960 57684 35997 36062 36073 36116 36162 1 AAA AA Ir» 36516 36817 36884 37017 37029 ±.uuu,uu Kr. 37171 37478 38213 38265 38651 2067 5882 8196 8810 9649 38674 38739 38779 38788 38806 13969 14699 15483 16268 20923 38993 39201 39371 39459 39547 22293 24022 25342 25759 28891 39570 39729 39892 40230 40280 29689 30416 32149 38158 39300 40404 40434 40503 40546 40566 44268 46523 47320 48386 48642 40622 40839 40857 41078 41395 48806 48988 50628 54347 56749 41471 41560 41810 41930 41978 58383 59958 60388 63745 64072 42580 42638 42758 42798 42951 500,00 kr. 43177 43226 43415 43506 43510 83 173 209 305 362 43525 43540 43690 43771 43793 445 493 563 597 619 43898 44186 44279 45088 45111 649 696 704 763 864 45470 45717 46061 46092 46491 946 1089 1246 1377 1745 46747 46835 46970 46979 46992 1877 2155 2389 2727 2740 47117 47435 47733 47774 47920 2841 2867 2887 2970 3102 47117 47435 47733 47774 47920 3210 3351 3417 3499 3601 47925 47929 48281 48345 48596 4378 4421 4532 4775 4868 48694 48847 48936 48969 48984 4886 5392 5442 5910 5911 49416 49451 49530 49670 49753 5915 5920 5936 6096 6152 49883 50005 50119 50191 50256 6188 6192 6437 6490 6561 50291 50707 50738 50912 51112 6592 6641 6647 6857 7164 51131 51328 51392 51441 51557 7278 7288 7453 7645 7748 51592 51763 51825 51932 51998 7756 7883 8088 8251 8280 52270 52356 53069 53128 53200 8486 8767 8796 8896 8944 53431 53605 53616 54131 54162 8995 9347 9445 9590 9703 54182 54798 54999 55058 55130 10182 10235 10285 10595 10694 55133 55155 55190 55692 55990 10842 10901 11057 11123 11136 56131 56235 56305 56306 56447 11162 11185 11261 11263 11285 56570 56891 57463 57487 57600 11397 11399 11417 11615 11652 57611 57612 57643 57849 57873 12132 12372 12430 12767 12797 58015 58301 58686 59082 59125 13277 13309 13341 13405 13511 59144 59220 59283 59412 59415 13744 13803 14017 14042 14078 59625 59638 59843 59880 59938 14189 14388 14447 14655 14764 59990 60369 60474 60601 60662 14871 15257 15265 15275 15345 60729 60739 60878 61013 61030 15398 15438 15638 15920 15994 61046 61401 61475 61547 61651 16057 16345 16804 16966 17390 61655 61690 61798 61887 61990 17397 17502 17513 17523 17585 62204 62264 62297 62544 62651 18216 18238 18369 18596 18844 62684 62697 62861 62957 62976 19074 19415 19507 19812 19895 63049 63142 63241 63430 63504 19937 20474 20698 20924 20997 63736 63767 63832 64056 64130 21236 21376 21739 22050 22071 64443 64558 64789 64936 64949 — Utan úr helmi Framh. af bls. 12 óhollustu, og síðan fréttist ekk- ert af þeim — og tilganslaust var að spyrjast fyrir hjá yfir- völdunum. Það er t. d. alveg eins nú og var á tímum Stalins með ferða- frelsið. Ef maður er að heiman í meira en 24 stundir verður hann að tilkynna lögreglunni og gefa henni nákvæma skýrslu um dvalarstað og erindi. Þá ganga lögreglumenn um götur og krefj- ast persónuskírteina af vegfar- endum — og hafi menn þau ekki á sér eru þeir fangelsaðir. Tvisv- ar til þrisvar á ári gerir lög- reglan „herhlaup“, gengur í hvert hús að næturlagi og at- hugar hvort skráðir íbúar búi ekki í íbúðum sínum, hvort all- ir eru heima, eða fleiri en eiga að vera. o—O—o Nokkuð hefur verið um heim- sóknir útlendinga til Eistlands. Hópar sænskra og finnskra ferða manna hafa komið til helztu borga landsins svo og fáeinar erlendar sendinefndir. Rússar, sem öllu stjórna, láta eistneskar undirtyllur sjá um allar móttök- ur útlendinga til þess að láta líta svo út sem Eistlendingar séu í valdastöðum í landinu. Þessir útlendingar fá jafnframt ekki að sjá annað og skoða en það, sem sérstaklega hefur verið undir- búið til sýningar. o—O—o Enda þótt svo eigi að heita, að öllum Eistlendingum eigi að vera heimilt að fara til annarra landa, þá eru það einungis fá- einir tryggir kommúnistar, sem hafa tækifæri til þess. Ef Eist- lendingur sækir um að fá að ferðast úr landi verður hann fyrst að fá skriflega yfirlýsingu tveggja meðlima kommúnista- flokksins um, að hann sé „traust ur“. Þessar yfirlýsingar eru síðan sendar til „verkalýðsfélagsins", sem síðan rannsakar feril manns ins á vinnustað. Fáist vottorð þessa aðila ber næst að snúa sér til aðalskrif- stofu kommúnistaflokksins í við- komandi borg eða byggðarlagi — og þar er pólitískur ferill manns- ins rannsakaður. Fáist undirskrift «innig þar erú öll skjöl send til utanríkis- ráðuneytisins — og þaðan til yfirstjórnar „verkalýðsfélag- anna“ (Alþýðusambandsins). Þá er viðkomandi umsækjandi kallaður fyrir, yfirheyrður og látinn skrifa nákvæma ævisögu þar sem m. a. verður að koma fram, hvort hann sé meðlimur kommúnistaflokksins, hvenær hann hafi gengið í flokkinn, hvar hann hafi dvalizt á styrjaldar- árunum, hjá hverjum og við hvað, hvað hann hafi gert fyrir stríð — hvað foreldrar hans hafi gert, í hvaða félagasamtökum þau og viðkomandi hafi verið fyrir stríð og hvort viðkomandi eigi ættingja erlendis. Ef um- sækjandinn fær loks ferðaleyfi, þá kostaði í ár 2000 rúblur að fara í stutta hópferð til Finn- lands, en það eru fjögurra mán- aða vinnulaun verkamanns. Af þessum 2000 rúblum fær ferða- maðurinn ekki greiddar nema 100 í erlendum gjaldeyri, en 300 rúblur verður hann að greiða fararstjóranum, sem jafnframt er pólitískur eftirlitsmaður. Er þessi háa skyldugreiðsla eins konar aukaþóknun fyrir komm- únistann fyrir að „gæta“ ferða- mannsins!! Að öllu samanlögðu sést, að það er ekki á færi eist- neskra verkamanna að ferðast til útlanda. Það geta ekki aðrir en tryggir kommúnistar, vel launað- ir skósveinar Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.