Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 14
14 Moncviynr 4 fítfí Fðstudae'ur 10. október 1958 — / fáum orðum sagt Framh. af bis 13 aldrei verið þeirrar skoðunar, að slíkir trúboðar væru heppilegir uppalendur. Þetta eru okkar fyrstu kynni — og má segja, að þau séu táknræn fyrir öll okkar samskipti. Láttu þetta bara fjúka, ef þú villt. II. ■— Og hvernig þykir þér svo að vera kominn á sjöunda tug- inn? — Sérðu einhvern mun á mér? Eklti finn ég hann, en það get- ur auðvitað verið sljóleiki. Ekki er ég orðinn neitt heilsuveill og ekki hef ég heldur bilað til vinnu, sit í skrifstofu, ferðast og tala við eða fyrir fólk eða glamra heima hjá mér á ritvélargarm- inn, með einum fingri auðvitað — það hef ég alltaf gert. Hinir niu hafa samt ýmsu að sinna líka, það er nú svo. Ungum var mér kennt, að sá sem ekki gerði það, sem honum bæri skylda til, yrði aldrei að manni, og iang- amma mín sagði um þann eina af sonum sínum, sem settur var til æðri mennta: „Hann var svo bölvans latur, hann Guðni minn, — hann nennti ekkert að vínna, svo að það mátti til að láta hann iæra“. — Ekki varst þú settur „til æðri mennta“? — Ég ætlaði mér að verða út- vegsbóndi í Lokinhömrum, þar sem faðir minn, afi og langafi höfðu allir búið — og auðvitað skrifa með. En faðir minn tók þann kostinn, þegar enskir höfðu eytt fiskimiðin, að bregða búi, og þá fór ég á sjóinn. — Þú hefðir tekið þig vel út sem bóndi. — Hefði að minnsta kosti kunnað vel við mig. Það er í mér bænda- og sjómannablóð, þarf að leita aftur á 17. öld til að finna embættismann í minni ætt. — Svo fórstu að skrifa. — Já, ég var ákaflega hneigð- ur til þess strax, þótt ég sæi engan gera það í kringum mig. Þó var mikið af bókum í ná- grenninu og virðing borin fyrir bókmenntum og skáldum, en varla nokkur maður bar við að .yrkja vísu hvað þá meir. Ég hafði strax ákaflega gaman af sögum, talaði inargt við fólkið og var mjög forvitinn og naut þess, að sveitungar mínir höfðu athyglisgáfu og kunnu vel að segja frá. Ég var oft veikur í æsku og lá þá vikum saman — eitt sinn lá ég 20 vikur samfleytt í brjósthimnubólgu og tauga- veiki. Þá skrifaði ég skáiösögu, en hún hefur aldrei birzt á prenti, því að ekki hafði ég háar hugmyndir um getu mína og listrænan þroska á þeim árum. Mér fannst ég þurfa að læra margt áður en ég skrifaði bók, sem yrði prenthæf. Ég gleypti í mig Hamsun, Turgenief og hvað þeir nú heita allir þeir Evrópu-höfundar, sem ég las, og sökkti mér svo niður í banda- rískar bókmenntir upp úr 1930, Faulkner, Sherwood Anderson, Sinclair Lewis; hafði mest gam- an af Babbit eftir Lewis, Arrow- smith og Main Street, en síðan lenti Lewis út í fyllirí, eins og þú veizt, og dró ákaflega úr hon- um, ja — síðustu bækur hans eru ólesandi. Það þarf sterk bein til að þola slíkan drykkjuskap. Brennivínið getur kannski kveikt í skáldinu til að byrja með — en það gerir alla menn smám saman að ræflum. — Þetta er nú samt dálítið mis- jafnt? — Já — já, að vísu. Nú, einu sinni dugði mér ekki minna en tvær flöskur á dag, og ef önnur var t. d. með léttu vini, þá sáu ókunnugir varla á mér. Eitt sinn drukkum við Barði Guðmunds- son úr tveimur whisky-flöskum á einum degi og vorum eins, „normal" og við tveir núna, fór- um okkur afar hægt og rólega — vitanlega. Nei, ég gekk ekki í stúku til að hætta að drekka, því ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að drekka nóg. Mér fannst bara almenningsálitið vera rang- snúið í þessum efnum, unga fó’.k- ið hefa enga stoð í því og rikis- sjóður vera orðinn óforsvaran- lega mikið kominn uppi á tekj- ur af brennivínssölu. Ófært ástand í einu þjóðfélagi. Reglan vill sporna við þessu ófremdar- ástandi og þess vegna ákvað ég að styðja hana og við hjónin bæði. — Þú hefur alltaf verið svo mikill hugsjónamaður, Hagalín? — Það var eins og við værum fæddir með þessum ósköpum, aldamótamennirnir. Og nú þyk- 1 ir mér í rauninni það eitt ú vanta, að unga fólkinu sé gefin trú á framtíðina, því sé sagt og sýnt, að það eigi miklu hlut- verki að gegna í íslénzku þjóð- félagi, bæði persónulega og fyr- ir heildina. Ég er á móti því, að skáldum sé skipað fyrir verk- um, það veiztu, skáidin mega aldrei verða þrælar þjóðfélags- ins, en mér finnst það öfug- uggaháttur, þegar skáldin láta sig engu varða hvert stefnir — Já, ég hef alltaf verið þjóð- félagslega sinnaður og lagt mikla vinnu i að koma einhverju til leiðar, sem mætti verða að gagni. í því skyni hef ég líka skrifað. Skáldin eiga að taka fyrir mál dagsins — og bók- menntir eiga að vera gildur þátt- ur í þjóðmenningunni. Engin bók íslenzk er alþýðlegri en Njála. í gamla daga heyrði ég karlana syngja Þorstein Erlingsson við þorskadráp, ekki endilega barattu kvæði — heldur lýrikina — reyndar baráttukvæði líka. Svona á þetta að vera — og þeg- ar þetta er orðið, höfum við einnig efni á því að eiga góðan atómskáldskap, en hann getur aldrei orðið kjölfestan í bók- Gudmundur G. Hagalm: Virkir dagar Ævisaga Sæmundai Sæmundssonar kemur út í dap í tilefni sextugsatmaelis notunaarins Með þessu stórmerka riti, hefur Guðmundur Hagalín að rua nýjar íslendingasögur, aldarspegil þjóðarinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og umsvifamikillar nútíðar. Engjrm hefur reynzt Hagalín snjallari í þessari bók- menntagrein. VirkÍT dagar eru og munu verða. sem hinar gömlu íslendingasögur. homsteinninn að varðveizlu íslenzkrar tungu og islenzks þjóðernis. — ^ Bókaútgifan NorSri N Á. menntum okkar, það verða ungu skáldin að muna. Onei — þú skalt ekki halda, að ég sé að for- dæma órímuð Ijóð, hvort tveggja á rétt á sér ef það er gott, rímað og órímað, og ég er ekki frá því, að ég gefi út 2 eða 3 ljóðabæk- ur síðustu 5 árin sem ég.lifi, og þá geta þar í orðið kvæði af nýj- ustu tízku. — En þjóðfélagsskáldskapur- ínn? — Sko, hin jákvæðu viðhorf hafa verið mér meðsköpuð, trú á að þjóðin geti aftur orðið álíka merkilegur heimsborgari og hún var, þegar hún stofnaði þjóð- veldið og skrifaði gullaidarbók- menntirnar. Þessi trú er meiri og minni undiralda í öllum mín- um bókum. En mér er ljóst að þessa þróun verður að byggja á þroska einstaklingsins. — Einu sinni trúðirðu því, að lýðræðissósíalisminn svonefndi I gæti bezt leyst þetta mál. — Já, jafnaðarstefnan er að því leyti samræm mínu eðli, að j ég hef ekki aðeins trú á fáum ' og stórum og þeirra hlutverki, 1 heldur á möguleikum hvers ein- j asta manns til að vera nauðsyn- I legur hlekkur í hinni miklu festi þjóðfélagsins, það er að I segja, ef hann fær að njóta sín. I En jafnaðarstefna má ekki ganga j lengra en svo, að veita öllum ■ jafnan rétt til lífsins og láta rík- ið fylla í skörðin í atvinnu- og menningarlífi. Á þessum forsend- um hef ég verið jafnaðarmaður, en ekki til þess að sósíalisminn I sé notaður til að hefta frelsi og framtak einstaklingsins. Eitt af því, sem mér hefur þctt vænzt um í stjórnmálabaráttu minni, er yfirlýsing Jóns Auðuns, sem þá var andstæðingur minn, þeg- ar þann sagði fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar á ísafirði 1942, að afstaða Alþýðuflokksins til atvinnuveganna hefði þokazt mjög í jákvæða átt, þegar ég ■ hefði farið að verða allmikils- ^ ráðandi í flokknum. Þá og síðar barðist ég fyrir því innan flokks- ins, að einkarékstur skyldi í heiðri hafður, en ekki amazt við honum meðan hann lokaði ekki leiðum almennings. Það er aldrei hægt að stingá út stefnu á sjónum án þess að taka tillit til veðurfars og strauma. Menn geta sótt að takmarki, en það er alls ekki hægt að stýra strikbeint að því. Kennisetningar eiga að vera til að þjóna monn- , um en ekki þrælka þá. | — Þú spyrð aftur um kommún- j ismann. Það er kannski von, eins og ég hef látið hann til mín ] taka um ævina. Fylgismenn hans hafa snúið faðirvorinu upp á andskotann, og ég stóð lengi vel svo til einn i bardaganum við þá á vettvangi menningarmál- anna, skrifaði af djöfulmóði í Jörð og gaf út Gróður og sand- fok. Þá varst þú unglingur og manst ekki, hvernig ástandið í landinu var. Það var ekki efni- legt fyrir rithöíunda á íslandi í þann tíð að standa í slíku stríði, þegar kommúnistar voru álitn- ir „fínt fólk“ og flestir andstæð- ingar þeirra töldu það praktísk- an paradox að segja, að flokkn- um væri stjórnað frá Moskvu, en trúðu því alls ekki. Ég vissi betur. Og enn veit ég betur. Nú segja menn, að þetta geti ekki gerzt á íslandi. Þette er sama setningin og Halvdan Koht sagði daginn fyrir innrásina í Norég; þetta er sama setningin og Masaryk sagði daginn, sem bvlt- ingin var gerð í Tékkóslóvakíu. — Og nú spyr ég þig að lokum, Hagalín: Getur þetta gerzt? — Hér hlýtur eitthvað að ger- ast, svaraði skáldið með áherzlu, eftir einu þögnina i samtaii okk- ar: — Hér verður eitthvað að gerast. Það varð eitthvað að gerast í Frakklandi, og atburð- irnir þar eiga eftir að hafa víðar áhrif, til góðs eða ills. Þetta eru engir fávitar, sem bak við de Gaulle standa, Guy Mollet, Malraux — og jæja, það er bezt að segja sem minnst og vona það bezta. Það eru ýmsar blikur á lofti — en vonandi sigrar það, sem frjálsum mönnum en ekki harðstjórum annars vegar en þrælum hins vegar er samboðið. Nú var eins og Hagalín stæði á Lækjartorgi og messaði yfir sundurleitum söfnuði. Svona hefur hann alltaf verið eins og forfeður hans, afrenndur að orku, bæði til líkama og sálar. Við kvöddum svo' báðir de Gaulle og skáldið gekk hljóðlega fram gang inn á gráum sandölum, iagaði axlaböndin og vísaði mér loks til dyra. Hann leit yfir grasflötinn við hús sitt, kvaddi mig og sagði: — Það er gaman að sjá gróa. M. . l IðnaZarhúsnœði 110 ferm. til sölu í fokheldu ástandi með eða án hita. — Upplýsmgar hjá: EINARI SIGUFOSSVNI Ingoiísscræti 4, simi lö767. GOLFTEPPI ULLARGÓLFTEPPI, margar gerðir HAMPGÓLFTEPPI falleg og ódýr ULLARGANGADREGLAR 67—90 cm. HAMPGA NGA DREGT AF 67—90 cm. ULL ARH AMPDREGT - A R 70—90 cm. Vandað úrval — fallegir litir Gólfmottur Gúmimottur Œmysir h/i. Teppa- og dregladeildin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.