Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 1
24 síður Ríkisstjórnin lofaði oð kauphœkkun Dags- brúnarmanna yrði sem fyrst jöfnuð með nýjum verðhœkkunum Yfirlýsingunni átti ao halda leyndri fram yfir Alþýðusamhandskosningar I GÆRKVÖLDI efndi stjórn Verkamannafélagsins „Dags- brún“ til almenns félagsfund- ar í Iðnó. Var hér um nokkurs konar framboðsfund að ræða í sambandi við kjör fulltrúa félagsins á 26. þing ASÍ, en kosningar þær fara fram með allsherjaratkvæðagreiðslu nk. laugardag og sunnudag. — Margir félagsmenn tóku til máls á fundinum og deildu hart á hina kommúnísku stjórn félagsins fyrir alvar- lega vanrækslu í mikilvæg- um hagsmunamálum Dags- brúnarmanna og fyrir marg- vísleg bolabrögð, sem komm- Únistar beittu innan félagsins til þess að reyna að halda völdum, þótt þeir væru raun- verulega í miklum minni- hluta í félaginu. Mesta athygli vakti á fundinum yfirlýsing sú, sem upplýst var að Her- mann Jónasson, forsætisráð- herra, og Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra, hefðu gefið vinnuveitendum í sambandi við lausn nýaf- staðinnar kjaradeilu Dags- brúnarmanna. Kauphækkun gerð að engu Meðal þeirra, sem til máls tóku á fundinum var Jóhann Sigurðs- son. Las hann upp áðurnefnda yfirlýsingu ráðherranna, sem liggur fyrir skjalfest. Hljóðax yfirlýsingin á þessa leið: „Sú meginregla skal gilda við ný verðlagsákvæði eftir gildistöku hins nýja Dags- brúnarsamnings, að miðað sé við hið umsamda kaup við ákvörðun verðlagningar og nýjar verðreglur ákveðnar sem fyrst, hafi kaupbreyting- in teljandi áhrif á verðlags- útreikninginn.“ Þessu mjög veigamikla atriði í sambandi við lausn vinnudeil- unnar kvað Jóhann Dagsbrúnar- stjórnina algerlega hafa stungið undir stól, þegar hún gerði Dags- brúnarmönnum grein fyrir samn- ingunum, og væri hér um að ræða stórvítaverða framkomu gagn- vart félagsmönnum, því að sýni- legt væri af yfirlýsingu þessari, Lœknir páfans brast í grát við andlát hans Kardinálar flykkjasf til Róm RÓM, 9. október. — Píus páfi lézt í nótt. Hann hafði ekki kom- izt til meðvitundar siðan um há- degishil í gær. Nánustu samstarfs menn hans læknar — alls um 30 manns, voru viðstaddir andlát páfans. Stöðugt dró af páfa og þegar að lokum kom var andar- dráttur hans vart greindur. Það tók líflæknir hans 5 mínútur að ganga úr skugga um að páfi væri andaður og sem hann hafði full- vissað sig um að hans heilagleiki var skilinn við brast læknirinn í grát. Hann var ekki sá eini í herberginu er grét. Skömmu síðar var andlát páfa tilkynnt í Páfagarði og kirkju- klukkum um gjörvalla Ítalíu var hringt. Lík páfa stendur á börum í Castelgandolfo og söfnuðust þús- undir manna til þess að ganga framhjá líkbörum páfans, en áður hafði Ítalíuforseti farið til Castelgandolfo og var hann fyrsti maðurinn til þess að votta hinum látna kirkjuhöfðingja virðingu sína. Féll Gronchi á kné við fóta- gafl líkbaranna og baðst fyrir. Á eftir honum fylgdu fulltrúar yfir 50 erlendra ríkja, sem allir féllu á kné við líkbörurnar. Þjóðarsorg var fyrirskipuð á Italíu og milljónir manna gengu til kirkju í dag til þess að biðja fyrir páfa. Um allan hinn vest- ræna heim er söknuður, þjóðhöfð ingjar hafa látið í Ijós hryggð sína og milljónir kaþólskra voru harmi lostnar. Eisenhower sagði: Heimurinn er fátækari. Svipuð ummæli viðhöfðu margir fremstu menn vestrænna þjóða. Kardínálar búast nú til Rómar- ferðar eða eru komnir þangað, til þess að kjósa og verða við krýningu nýs páfa, en kosningin má ekki fara fram fyrr en 18 dögum eftir dauða páfa. 15 kardínálar kusu í dag einn úr sínum hópi til þess að gegna störf um páfa þar til hinn nýi verður Framh. á bls. 23. að kauphækkun sú til Dagsbrún- armanna, sem kommúnistar gumuðu af sem miklu afreki, hefði náðst fram með því einu móti að lofa vinnuveitendum, að kauphækkuninni yrði „sem fyrst“ skilað aftur í hækuðu verðlagi. Augljóst væri, að ríkisstjórn- in og Dagsbrúnarstjórnin hefðu í sameiningu ætlað að leyna Dagsbrúnarmenn þessari mikil- vægu staðreynd fram yfir kosn- ingarnar til Alþýðusambands- þings, því að Vinnuveitendasam- bandinu hefði verið bannað að birta yfirlýsinguna. Fátt um svör Birting yfirlýsingar þessarar kom sýnilega mjög illa við komm únistaforkólfana og voru svör þeirra vafningar einir. Eðvarð Sigurðsson sem er helzta málpípa kommúnista í Dagasbrún missti algjörlega stjórn á skapsmunum smum í umræðunum um yfir- lýsinguna, hrópaði allskyns ó- kvæðisorð og barði í sífellu í ræðupúltið. Afneitaði hann með hörðum orðum yfirlýSinugu ráð- herranna. Aðrir ræðumenn tóku undir fordæmingu Jóhanns á félagsstjórninni fyrir að leyna félagsmenn þessu atriði. — Hvöttu þeir Dagsbrúnarmenn til að svara þessu trúnaðarbroti stjórnarinnar og öðrum misfell- Um hennar í skyldustörfum sín- um á þann eina verðuga hátt að vinna sem ötullegast fyrir B-list- ann við kosningarnar um næstu belgi og tryggja á þann hátt, að með umboð Dagsbrúnar á næsta Alþýðusambandsþingi færu menn, sem á stéttarlegum grund velli og á lýðræðislegan hátt vildu vinna að hagsmunamálum verkalýðsins. Þegar þetta er ritað, var fund- inum ekki lokið, en nánar verður sagt frá umræðum á fundinum í blaðinu á morgun. Umhverfis Tunglib? WASHINGTON, 9. október. — Á laugardagsmorguninn ætla Bandaríkjamenn að reyna að skjóta eldflaug með gervihnetti, sem á að ganga umhverfis tunglið. Eldflaug- in fer með 40,000 km. hraða, en gervihnötturinn er 12 kg. Ef allt gengur að óskum á eldflaugin að komast til tunglsins á 60 stundum. Eld- flaugin er fjögurra þrepa, veg ur 50 smálestir og er 30 metr- ar á lengd. Sjónvarpstæki eru í gervihnettinum. «>- Jens Otto Krag utan- ríkisráðherra Danmerkur JENS OTTO KRAG hefur nú tekið við utanríkisráðherra- embætti í Danmörku. Hann er 44 ára gamall og hefur farið með málefni utanríkisverzlunarinnar í dönsku stjórninni. Hann hefur um árabil starfað í jafnaðar- manr.fl. og einnig lengi starfað að utanríkismálum Dana og var m.a. um skeið fulltrúi í sendiráði þeirra í Washington. Vegna veik indaforfalla H. C. Hansen, hefur Kampmann fjármálaráðherra tekið við forsætisráðherraembætt inu um stundarsakir. Þegar Hansen verður aftur heill heilsu mun hann að nýju setjast í for- sætisráðherrastól, en Krag mun áfram gegna utanríkisráðherra- embætti. Við gefumst aldrei upp — sagði Chiang Kai-Shek TAIPEI, 9. okt. — Þjóðernis- sinnar hafa í dag haldið uppi geysimiklum vopna- og vista- flutningum til Quemoy og ann- arra smáeyja við meginlands- ströndina. Bandaríski flotinn veitir flutningalestunum vernd sem fyrr — og meðal þjóðernis- sinna virðist bera á ótta um að kommúnistar kunni að hefja skot hríð sína fyrr en þeir sögðu áð- ur. Chiang Kai-Shek flutti ræðu í dag þar sem hann sagði, að smáeyjarnar við meginlandið yrðu aldrei látnar af hendi við kommúnista. Ef kommúnistar ætluðu að taka eyjarnar með valdi og sýna enn einu sinni íslendingar taka ekki hagsmuni annarra til greina — segir John Hare íhaldsmenn lýsa fullum stuðningi við sfefnu brezku stjórnarinnar BLACKPOOL, 9. okt. — Á ársþingi brezka íhaldsflokksins var stefna brezku stjórnarinnar í deilunni um fiskveiðitakmörkin við ísland samþykkt einróma. 1 umræðum um málið voru menn mjög hógværir. Margir sögðust vel skilja. erfiðleika íslendinga, enda þótt þeir gætu ekki fallizt á einhliða ákvörðun íslenzku stjórn- arinnar um útfærslu fiskveiðitakmarkanna frá 4 mílum í 12 mílur. John Hare, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra, sagði, að lausn málsins væri ekki hugs- anleg nema við samningaborðið. Sagði hann brezku stjórnina ætíð reiðubúna til viðræðna og kvaðst vona, að hægt yrði að kveðja saman sjóréttarráðstefnu strax og hinum nauðsynlega „diplomat iska“ undirbúningi væri lokið. En því miður virðast íslending ar ófúsir til viðræðna og taka ekki hagsmuni annarra til greina. O—★—O Ennfremur sagði Hare, að ekki Iægju fyrir vísindalegar stað- hæfingar um að gengið hefði verið á þorskstofninn á íslands- miðum, og enda þótt slík stað- hæfing væri fyrirliggjandi, þá mundi hún ekki réttlæta gerð'ir Islendinga. Bretar ætla ekki að beita ís- lendinga ofríki, en aliar þjóðir verða að beygja sig undir al- þjóðalög og rétt. ★ Hare sagði einnig, að Bretar gerðu það ekki með glöðu geði að senda togurum sínum herskip til verndar, en þeir gætu ekkert annað gert. Lausn verður að finna — og hver svo sem hún verður, þá verður hagsmuna brezka fiskiðnaðarins gætt þar. Kvaðst hann ekki trúa öðru en íslendingar, Færeyingar og aðr- ir hlutaðeigandi gætu komizt að samkomulagi við Breta, fundið sanngjarna lausn málsins. ★ Einn af þingmönnum íhalds- flokksins, Patrick Wall, sagði Framh. á bls. 23. hvers konar aðferðir þeir kjósa helzt, þá mun hinn frjálsi heim- ur rísa sem einn maður gegn þeim. Við gefumst aldrei upp, sagði hann. Utanríkisráðherra þjóðernis- sinna flutti og ræðu þar sem hann áfelldist öfl þau meðal lýð- ræðisþjóðanna, sem vildu fleygja Quemoy og hinum smáeyjunum í fang kommúnista aðeins vegna þess að þeir stöðvuðu skothríð- ina. Sagði ráðherrann, að slíkt væri heigulsháttur, sem enginn virti. Varaði ráðherrann Samein- uðu þjóðirnar við að gera ráð- stafanir, sem gengju á rétt þjóð- ernissinna og væru ofbeldis- mönnum til hagsbóta. Síðari fregnir herma, að tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins hafi látið svo um mælt, að Bandaríkjastjórn mundi gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að reyna að fá kínversku kommúnistana til þess að fram- lengja „vopnahléið" á Formósu- sundi fram yfir næstu helgi. — Yrði málið borið upp á fundi sendiherra landanna í Varsjá. Fréttir i stuttu máli NÝJU DEHLI 9. okt. — Ársþing Alþjóðabankans hefur samþykkt að auka stofnfé bankans. Ekki er vitað hve mikið, en Bandaríkja- menn hafa borið fram tillögu um að féð verði aukið um heiming. BERLÍN — Frægur pólskur rlt- höfundur hefur flúið til Vestur- Berlínar og beðizt þar hælis sem pólitískur flóttamaður. Hann hef ur verið ritstjóri bókmenntarits í Varsjá og hlotið bókmemrta- 1 verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.