Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.10.1958, Qupperneq 2
r * MORGVNBLAÐ1B Föstudagur 10. okt. 1958 Bók effir Hagalín og verk hans kynnt á vegum AB GUÐMUNDUR Gíslason Hagalín er sextugur í dag. í tilefni af því gengst Airnenna bókafélagið næstkomancli sunnu- dag fyrir kynningu á verkum hans og verður hún haldin í hátíðasal háskólans og hefst kl. 4,30 e.h. Verður dagskrá þessar ar bókmenntakynnxngar som hór segir: Ávarp flytur dr. Aiexarder Jóhannesson prófessor og Ar.drés Björnsson skrifstofustjóri flytur erindi um. rithöfundinn. Síðan verður samlestur úr Kristrúnu í Hamravík, sem þau Valur Gísla- son, Arndís Björnsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson annast. Þá syng ur Guðmundur J^nsson nokkur íslenzk lög við undirleik Frits Weisshappels. Þorsteinn ö. Step- hensen les bókarkafla og loks les rithöfundurinn sjálfur smásögu. Þá hefur Almenna bókafélagið í tilefni af afmælinu gefið út úrval úr smásögum Hagalíns, þrettán sögur, sem þeir hafa val- ið í sameiningu Eiríkur Hreinn Finnbogason og höfundur sjalf- ur. Er þetta bók mánaðarins hjá félaginu í október. Þarna eru saman komnar mestu smásagna- perlur höfundarins, svo sem Tófu skinnið, Barómetrið, Þáttur af Agli á Bergi, Guð og lukkan, Konan að austan, Elliglöp o. s. frv. Ennfremur fylgja sögunum mjög merk og skemmtileg eftir- málsorð frá höfundi, þar sem hann gerir ýtarlega grein fyrir tilefni allra sagnanna í bókinni, og gefur það beztu innsýn í vinnubrögð hans, — hvernig smá- atvik úr hinu daglega lífi, jafn- vel draumar, verða upphaf að snjöllustu smásögum og ógleym- anlegum persónulýsingum. Gunn ar Gunnarsson hefur mynd- skreytt bókina( teiknað eina mynd við hverja sögu og hefur leyst það verk af hendi með mikl um ágætum. Atli Már hefur séð um útlit bókarinnar að öðru leyti, og er hún hin vandaðasta að öll- um frágangi. Tvœr nýjar bœkur Norðra: Virkir dagar" eftir Hagalín og ,,Eiðasaga // 44 í DAG, á sextugsafmæli Guð- mundar G. Hagalíns, kemur út hjá Norðra bókin „Virkir dagar“, sem er saga Sæmundar Sæmunds sonar skipstjóra, skráð eftir sögu Sæmundar af Guðmundí G. Haga lín. Bók þessi er mikið rit, 600 blað síður að stærð og frágangur allur góður, m. a. er bókin mynd- skreytt af Halldóri Pétux'ssyni. Hér er um að ræða nýja heild- arútgáfu á ævisögu Sæmundar Vill kjarnorku vopn Kaupmannahöfn, 9. okt. YFIRMAHi lt danska flughersins hefur látið svo um mælt, að Dönum beri að treysta varnir sínar með kjarnorknivopnum sem hægt yrði að nota gegn fjand- samlegum herbækistöðvum. Sagði hann í blaðagrein, að ef tii styrj aldar kæmi mundi óvinurinn leggja megináherzlu á að eyða danska flughernum — og væri Dönum nauðsyn að eiga öflug- ustu vopn til þess að geta svarað í sömu mynt. Skákmótið 1 Hafriarfirði ÞRIÐJA umferð skákmótsins í Hafnarfirði var tefld nýlega og fara úrslit hér á eftir: Haukur Sveinsson vann Krisí ján Finnbjörnsson, Bírgxr Sig- urðsson vann Skúla Thorarensen, Halldór Jónsson vann Gunnar Gunnarsson, en Sigurgeir Gísla- son og Stígur Herlufsen eiga bið- skák. Biðskákunum úr fyrstu og annarri umferð er lokið. Sigur- geir Gíslason vann Hauk Sveins- son og Stígur Herlufsen vann Birgi Sigurðsson, en Skúli Thor- arensen og Gunnar Gunnarsson gerðu jafntefli. Eftir 3 umferðir er staðan: 1. Sigurgeir Gíslason 2 vinn. og biðskák, 2.—3. Birgir Sigurðsson og Halldór Jónsson 2 vinn. hvor, 4.—5. Skúli Thorarensen og Gunnar Gunnarsson l'A vinn. hvor, 6. Stígur Herlufsen 1 vinn og biðskák, 7. Haukur Sveinsson 1 vinn. og Kristján Finnbjörnsson engan vinning. Fjórða umferð verður tefld á suimudag kl. 2 í G. f. húsxnu. og fer vel á að þessari útgáfu er komið á framfæri á merkum tímamótum í ævi Hagalíns, en fyrri útgáfa ævisögunnar hefur lengi verið ófáanleg. í ævisögu þessari speglast fsland gamla og nýja tímans, atvinnuþróunin, menningarsagan og aldarfarið. Einnig er út komin hjá Norðra „Eiðasaga" eftir Benedikt Gísla- son frá Hofteigi. Er þar rakin saga höfuðbólsins Eiða, þar sem sátu margir merkir menn og ætt- feður þjóðarinnar og héldu höf- uðbólinu í eign sömu ættar fram á miðja 18. öld. í ritinu er einnig rakin saga Eiðaskóla, sem er merkur kafli í skólasögu hérlendis. — Ritið er 511 síður með nafna- og örnefna skrá. Umferð gangandi fólks og bíla við Lœkjarforg FYRIR skömmu var í bæjarráði lögð fram tillaga umferðarnefnd- ar varðandi breytingar á akstri við Lækjartorg og einnig gerð grein fyrir því, á hvern hátt megi bæta umferðaröryggi gangandi, einkum þó í sambandi við strætis vagnana. Nú hafa hraðferðar- vagnarnir verið fluttir af Lækj- artorgi á stæði rétt norðan við bílastöðina Hreyfil. Við athugun á tillögu umferðarnefndarinnar verður það strax ljóst, að þær I eru verulega til bóta. Mikii breyt- ing verður á, er tillögur þessar | hafa verið samþykktar af bæjar- 1 stjórn, en bæjarráð mælti ein- dregið með þeim — að rétt er að almenningur eigi þess kost að hafa áður gert sér glögga Mikill karfi bersi að HAFNARFIRÐI — Mikið hefur borizt hingað af karfa síðustu daga, og svo mun einnig verða um og eftir helgina. Togararnir eru enn á hinum nýju Fylkis- an að vinna úr karfanum, og er veiði þar ágæt ennþá. Nokkrir erfiðleikar hafa hlotizt af því hversu skipin hafa komið inn um svipað leyti, þannig að land- að er úr tveimur togurum í einu, eins og átti sér stað fyrir nokkru, og einn eða tveir bíða eftir lönd- un. Hafa frystihúsin þá vart und- an að vinna úr karfanum, og er þá mikil hætta á að hann skemm- ist. — Núna í vikunni hefur ver- ið landað úr Júlí og Ágúst. Bjarni riddari kom í nótt, Júní kemur nk. sunnudag og Röðull og Surprise upp úr helginni. Af reknetjabátunum er það að segja, að þeir hafa aflað mjög lítið upp á síðkastið, og munu sumir þeirra vera að hætta veið- um, a. m. k. um stundarsakir. —G. F.. grein fyrir breytingunum, því hefur Mbl. beðið teiknara sinn að „setja út í kort“ fyrrnefndar tillögur. Framkvæmdastjóri umferðar- nefndar, Valgarð Briem, sagði í stuttu viðtali við Mbl. í gær, að tillögurnar miðuðust við það fyrst og fremst að tryggja öryggi gangandi fólks, en sannast sagna hefur umferð gangandi á þess- um slóðum verið mjög handahófs kennd, og beinlínis hættuleg. Nú er þessu skippt í lag, með þvi að leggja „zebrabeltin“ eins og ojá má á teikningunni, og uppsc.tn- ing umferðargrinda hjá Bókabúð Braga og verður bílum ekki leyfi legt að aka inn fyrir þær. Við ahugun á akstursreinum bílanna, kemur t. d. í ljós að aðal brautarréttindin verða skýrt mörkuð. Þá verður bannað að aka úr Hverfisgötubrekkunni og inn í Kalkofnsveginn. Þá er fyrir sjáanlegt, að mjög á að breyta akstrinum kringum „spennistöð- ina“. Með þessum breytingum á akstursfyrirkomulaginu, er líka að því stefnt, að gera umferðina í senn greiðari og öruggari. Að öðru leyti skal ekki um þessar tillögur rætt, en rétt er að hvetja allan almenning til þess að kynna sér þær. Hegedeus kom- inn nitui BÚDAPEST, 9. okt. — Áreið- anlegar heimildir herma, að Hegedues, forsætisráðherra Ungverjalands 1 upphafi upp- reisnarinnar 1956, sé kominn úr „útlegð“ í Rússlandi og hafi fengið starf við efnahags- málastofnun á afskekktum stað. Eru mánaðarlaun hans þar sögð samsvara 80 dollur- um. Ungverjar neyddu Hege- dues til þess að láta af emb- ætti, en Nagy kom í kjölfar hans. Rakosi og Gerö eru sagðir í Ungverjalandi. togarar 18 „innan liiuÚ MISKUNNARLAUST sörguðu brezkir landhelgisbrjótar botninn út af Látrabjargx í gær, er þar voru samankomnir 18 togarar eða álíka margir og allir þeir togar- ar, sem gerðir eru út frá Reykja- vík. Það segir fátt af aflabrögð- um, en fullvíst má telja að afl- inn hafi verið sáratregur. Þar fór veður versnandi í gærkvöldi og var þar vaxandi sjór. Hvergi annarsstaðar var vitað af land- helgisbrjótum, t. d. var norðaust- an hvassviðri út af Vestíjörðum í gær. Á sama tíma sem Bæjarútgerð artogarinn Þorkell máni seldi í V-Þýzkalandi 228 tonna afla eft- ir 10 daga veiðar hér við land, S eru brezkir landhelgisbrjótar með aðeins 50—60 tonna afla„ að því er fregnir herma. Ný flugleið? TOKIO, 9. okt. — Það er haft fyrir satt, að Rússar hafi tjáð sig fúsa að ræða við Japani um hugs anlegt leyfi fyrir japanskar far- þegaflugvélar til að fljúga yfir Síberíu til Evrópu. Rússar hafa ekki viljað heimila neinum út- lendum flugfélögum að fljúga þessa léið til fjarlægari Austur- landa, en slíkt mundi stytta flug- leiðina frá Evrópu til muna. Karami neyddist til að segja af sér inn. Allir eru ráðherrarnir lítt þekktir meðal landsmanna. Strax og fregnirnar bárust út um borgina flýkktust múhameðs trúarmenn út á götur og létu ófriðlega. Herlið var kvatt á vett- vang og stóðu bandarískir og líbanskir hermenn vörð á öllum I mikilvægustu stöðum borgarinh- BEIRUT, 9. okt. Rashid Karami' ar. hefur Iátið af forsætisráðherra- ! Múhameðsk og kristin jafnvœgis- stjórn mynduð Þórkoiínr Ásplrsson lekur s*tí í stjórn Gjnldeyriss^óðsins ÞÓRHALLUR Ásgeirsson ráðu- neytissjóri, viðskiptamálaráðu- neytisins, hefur verið kjörinn í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, til næstu tveggja ára. Kjör stjórn ar sjóðsins fór fram í fyrradag á aðalfundi sjóðsins sem nú stend ur yfir austur í Nýju Delhi í Ind- landi. Norðurlöndin hafa mjög nána samvinnu um kjör fulltrúa í stjórn Gjaldeyrissjóðsins. Næstu tvö ár á einnig sæti í stjórn sjóðs- ins Finninn Eero Asp frá Finn- landsbanka. Þórhallur Ásgeirsson hefur verið ráðuneytisstjóri viðskipta- málaráðuneytisins frá því í árs- byrjun 1948. Hann var áður full- trúi í utanríkisráðuneytinu og var á styrjaldarárunum sendi- ráðsritari í V/ashington. Þórhallur sem er tæplega fer- tugur að aldri, hefur mjög oft verið formaður fyrir íslenzkum samninganefndum vegna utan- ríkisviðsskipta innan lands og utan. Hann hefur vegna hins nýja starfs á vegum Alþjóða gjald- eyrissjóðsins fengið 2 ára frí frá störfum. Stofnunin hefur aðal- bækistöðvar sínar í Washington og þangað fer Þórhallur um miðj- an þennan mánuð með fjölskyldu sxna. embætti og Chehab forseti hefir útnefnt Nazem Akkari til þess að taka við embættinu. Eftir 16 daga ráðherratíð Karami neydd- ist hann til þess að láta af völd- um vegna einbeittrar andstöðu falanrgista, stuðningsmanna Cha- moun fyrrum forseta, en það var einmitt Karami, einn af for- ingjum múhameðstrúarmanna, er stóð framarlega í uppreisninni í sumar gegn Chamoun. Falangistar hafa efnt til verk- falla og óeirða síðan Karami tók við völdum — og sá forsetinn sér ekki annan kost vænni en að biðja Karami að láta af embætti og mynda nýja stjórn, ef vera mætti að hægt væri að koma á frekara jafnvægi milli múham- eðstrúarmanna og kristinna. Nýi forsætisráðherrann, Akk- ari, sem er múhameðstrúarmað- ur, var áður deildarstjóri í for- sætisráðuneytinu. Þetta nýja ráðu neyti á að verða skipað tveimuv óbreyttum borgurum og fjórum herforingjum og verður þess gætt að ekki hallist á innan stjórnar- innar hvað trúarskoðanir snert- ir. Utanríkisráðherrann er krist- Salam, einn helzti forvígismað- ur múhameðstrúarmanna, lét svo um mælt í kvöld, að nú væri hann vongóður um að kyrrð kæmist nú loksins á í landinu. IBarnamúsik- skólinn verður settur í dag í DAG verður Barnamúsikskól- inn settur í húsakynnum skólans á efstu hæð Iðnskólahússins. Skólinn er fullsetinn og hefja þar nú nám 150 nýir nemendur og 100 íramhaldsnemendur. Skólastjóri er Róbert Abraham Ottósson og kennarar verða fjórir í vetur. — f hóp kennara bætist Jón G. Þórarinsson á þessu hausti. Skólinn skiptist í forskóla fyrir 5—7 ára börn, barnadeild fyrir 8—12 ára börn og unglinga- deild fyrir eldri nemendur en 12 ára. f skólanum er almenn músik- kennsla og auk þess söngkennsla, og kennsla í blokkflautuleik, píanóleik og fiðluleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.