Morgunblaðið - 09.11.1958, Page 15
Sunnudagur 9. nóv. 1958
MORCUNBL AÐIÐ
15
- *>t
KARLMANNAFOT
H AUSTTÍZKAN 1958
Kaupið fötin, meðan úrvalið er nóg
TIL LEIGU
Glæsileg 5 herbergja íbúðatrhæð í tveggja
hæða húsi í Kleppsholti til leigu nú þeg-
ar. — Mjög fagurt útsýni yfir Sundin.
Tilb. merkt ,4127“ sendist Mbl. fyrir
n. k. þriðjudagskvöld.
4-6 herbergja íbúð
óskast til leigu fyrir þýzka fjölskyldu sem fyrst.
Fyrirframgreiðsla getur komið til greina. Tilboð
merkt: „Iðnaður — 4129“ sendist afgr. Mbl.
Sendisveinn óskast
hálfan daginn nú þegar
Uppl. á mánudag í verzluninni.
JyUUpUZUdi,
Freyjugötu 1
4 LESBÓK BARNANNA
.... ' i - ■ — ,
Strúturinn R A SMIJ S
Nú lét Kasmus Saimna
og Simma búa sig út eins
og Zebradýr. Ilann gekk
inn á Sviðið og sagði:
Herrar mínir og frúr!
Hver sem þorir að stiga
á bak þessum Zebrahest-
um fær 1000 krónur í
verðlaun, ef hann dettur
ekki af baki. Allir, sem
viija reyna verða að
borga negrakónginum 50
krónur. Allir vildu reyna,
því að hestarnir sýndust
svo vel tamdir. Þá
fór negrakóngurinn mcð
Simma og Samma inn í
tjaldið ‘og teymdi villtan
Zebrahest þaðan út i
staðinn. Enginn tók eftir
því og allir, sem reyndu,
duttu af baki.
Negrakóngurinn græddi
100 þúsund krónur.
Húrra, húrra, sagði Ras-
mus, nú erum við ríkir.
röppu
tjangur
Hérna getur þú lært nýjan, auðveldan leik.
Allt og sumt sem þú þarft, er tröppur, einhverjir
hlutir til að halda á í lófanum og svo auðvitað
leikfélagi. Seztu í miðjan stigann, en sá sem þú
leikur þér við stendur fyrir neðan. Fyrst setur
þú hendurnar aftur fyrir bak og flytur hlutina
í annan lófann, réttir þær síðan fram og lætur
félaga þinn geta, í hvorri hendinni hluturinn sé.
Geti hann rangt, færir þú þig upp um eina
tröppu, geti hann rétt færist þú niður um eina
tröppiu. Síðan lætur hann þig geta á sama hátt.
Ef þú getur rétt færist þú upp um eina tröppu,
— rangt, eina niður. Komist þú alla leið upp
stigann, — eða hafir ekki farið alla leið niður
eftir 25 umferðir, hefur þú unnið. Farir þú alla
leið niður, hefur þú tapað. Á eftir skiptið þið
um hlutverk.
Skrítlur
Eiríkur: — Hundurinn
minn er mjög góður í
reikningi.
Pétur: — Hvernig
veiztu það?
Eiríkur: — Sjáðu til,
ég spurði hann hvað
2-:-2 væri og hann sagði
ekkert.
----•-----
Óli var duglegur nem-
andi, en hafði óstöðvandi
löngun til að tala í tíma
og ótíma. Kennarinn
skrifaði þess vegna eftir
farandi athugasemd í
einkunnabókina hans:
„Óli er duglegur en allt
of málgefinn“.
Daginn eftir skilaði
Óli einkunnabókinni í
skólann. Pabbi hans hafði
skrifað undir í hana og
bætt við þessu andvarpi:
„Þér ættuð að hlusta á
j móður hans.“ —
L í N A
sér um það/
Persónur: Frú Soffía, herra Jóhann,
Pétur, sonur þeirra, 10 ára, kjölturakk-
inn Tryggur, Lína, vinnukona, Brand-
ur, dýralæknir.
Leikurinn gerist í dagstofu þeirra Jóhanns
og Soffíu. í stað kjölturakkans má nota tusku
hund. Allir, nema Pétur, klæða sig í föt af
fullorðnutn.
Fyrsti þáttur
Frú Soffia: (kemur inn
frá hægri, lyftir upp hönd
unum í algerri uppgjöf):
Hamingjan hjálpi mér!
Þvílíkt og annað eins!
Herra Jóhann: (lítur
upp úr bókinni): — Hvað
er nú á seyði?
Frúin: — Það er hún
Lína. Hún er alveg að
gera út af við mig.
Jóhann: Hvað hefur
hún nú gert af sér?
Frúin (grípur um höf-
uðið): Æ, æ, æ, höfuðið
á mér. — Heldurðu ekki,
að hún hafi sett ræsti-
duftið í sósuna og sitji
svo og fægi silfrið upp
úr hveiti — æ, æ, þetta
gerir mig brjálaða-----
Jóhann: — Já, en kæra
Soffía, reyndu að stilla
þig. (Béndir á bókina).
Hlustaðu heldur á það
sem hér stendur: „Sýndu
alltaf stillingu í orðum og
gjörðum".
Frúin (lyftir brúnum);
Huh —, hvaða bók er nú
þetta?
Jóhann: Kennslubók í
mannasiðum, heima og
heiman. Páll læknir lán-
aði mér hana. (Lokar bók
inni) Ég var einmitt að
enda við að lesa hana. Ég
lofaði líka, að skila henni
í dag. Ætli að Lína geti
ekki skroppið með hana?
Frúin: Hvort hún get-
ur. Hérna gerir hún hvort
sem er ekki annað en ein-
tóm axarsköft. (Krýpur á
hné við stólinn hjá Trygg,
klappar honum): Aum-
ingja Tryggur minn, þú
ert svo mikið veikur (við
Jóhann): Þá getur Lína
farið með Trygg í sömu
ferðinni til Brands dýra-
læknis. Hann er með há-
an hita. Taktu bara á nef-
inu á honum. í>að er
brennandi heitt. Hann
hefur þó vonandi ekki
hundaæði?
Jóhann: Hvaða vit-
leysa! Hann hefur bara
gleypt fiskbein, eða hon-
um hefur orðið illt af
kálfslunganu, sem slátrar
inn gaf honum í gær. Ef
Brandur dýralæknir tek-
ur hann til athugunar í