Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 1
24 siður Emil Jónsson gerir tilraun til stjórnarmyndunar Kommúnistar krefjast að Eysteinn Jónsson fái ekki oð vera í nýrri stjórn E nn ei nn „f! okks sv i ka r i •// BLAÐINU barst síðdegis í gær eftirfarandi frétt frá skrifstofu forseta Islands: „Emil Jónsson, forseti sam- einaðs Alþingis, gekk á fund forseta íslands í dag og tjáði tionum, að hann væri reiðu- búinn að verða við tilmælum forseta um að gera tilraun til st j órnarmyndunar.“ Emil Jónsson átti m.a. tal við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins áð- ur en hann ákvað að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Afstaða Sjálfstæðismanna til nýrrar ríkis stjórnar mun að sjálfsögðu mót- ast af málefnum. Þeir telja brýna nauðsyn á því, að sett verði ný kjördæmaskipun, að verðbólgan sé stöðvuð og kosn- ingar fari fram svo fljótt sem verða má. Þessi þrjú skilyrði eru nátengd. Ranglætið í kjördæmaskipuninni á drjúgan þátt í fjárhagsöngþveit inu. Vöxt verðbólgunnar verður að stöðva nú þegar. En lækning meinsemdarinnar fæst einungis með margháttuðum ráðstöfunum, sem sjálfsagt er að almenningur kveði á um með kosningum. Fásinna væri hins vegar að ganga til kosninga án þess að kjördæmaskipuninni væri jafn- framt breytt. Lárens-siglinga- leiðin lokast MONTREAL, 19. des. (NTB). — Nítján skip eru nú frosin inni í höfninni í Montreal Voru þau á ferð í hinni nýju Sánkti Lárens-siglingaleið, þeg- ar grimmdarfrost skullu yfir. Er kanadískur ísbrjótur, McLean á leiðinni til þeirra, en það mun taka hann tvo daga að komast þangað. V-stjórnarflokkarnir, a. m. k. Framsókn og kommúnistar, ótt- ast hins vegar kosningar eins og heitan eldinn. Þeir vilja þess vegna flest til vinna til að koma í veg fyrir þær þangað til 1960. Á bak við tjöldin hefur því stöðugt að undanförnu verið unn- ið að endurreisn V-stjórnarinnar í einhverri mynd. Þar hafa kommúnistar sett sem ófrávíkjan legt skilyrði að Eysteinn Jóns- son væri sviftur ráðherradómi. Viss öfl innan Framsóknar eru óðfús til að nota tækifærið og velta Eysteini. Verður enn ekki sagt, hvernig þeirri viðureign lyktar. Kleemola gerir enn tilraun til stjórn- armyndunar HELSINGFORS, 19. des. (NTB). — Kauno Kleemola frá Bændaflokknum gerir enn tilraun til stjórnarmyndunar. Að þessu sinni reynir hann að mynda svonefnda „forseta- ríkisstjórn", þ.e. hann fylgir tillögum Kekkonens forseta um að mynduð verði ríkis- stjórn sem í eiga sæti 8 menn sem ekki eru sósíalistar, 7 Jafnaðarmenn og tveir eða þrír kommúnistar. Yrði þetta þá í rauninni eins konar þjóð- stjóm, því að hún hefði yfir- gnæfandi meirihluta á þingi. I henni er ætlað að sitji einnig ópólitískir embættismenn. Tilraunir Kleemola í þessa átt strönduðu þó, þegar nokkr ir helztu stjórnmálaforingjar svo sem Hezmaiki núverandi fjármáiaráðherra og Ralf Törngren hafa neitað þátttöku í stjórninni. Mynd þessi var tekin haustið 1955, þegar tvístirnið B & K fóru i skemmtiferð saman um Indland. Nú hefur „flokkssvikarinn" og „skemmdarverkamaðurinn“ Búlganin verið látinn játa syndir sínar og lýsa yfir að hann dáist að viturlegri flokksforystu Krúsjeffs. Búlganin játar að hafa verið leið- togi skemmdarverkaklíku í rúss- neska kommúnistaflokknum Kveðst nu hafa sannfærzt um viturlega foiustu Krusjeffs f GÆRKVÖLD flutti Búlg anin fyrrverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna mikla játningu á fundi mið- stjórnar kommúnistaflokks- Síðasta gervitungl Bandaríkja- vegur fjórar smálestir manna WASHINGTON, 19. des. — (NTB) —■ Bandaríkjamenn skutu á loft síðastliðna nótt gervitungli sem vegur 3900 kílógrömm. Er það þyngsta gervitungl, sem fram til þessa hefur snúizt kringum jörðina. Fer það kringum hana á 100 mínútiun. Að þessu sinni var notað við tungskotið eldflaug af gerðinni Atlas, sem er ein stærsta eldflaug Bandaríkjanna og hefur m. a. reynzt vel í tilraunum Bandaríkja manna með langdrægar eldflaug- ar. Hafa þeir nokkrum sinnum getað skotið henni nær 10 þús. km. vegalengd frá Ameríku til Suður-Afríku og hún komið nið- ur í Atlantshafið mjög nærri þeim stað sem áætlað var. Það var flugher Bandaríkjanna sem framkvæmdi þetta tungl- skot. Atlas-eldflaugin er knúin áfram af þiem sprengihylkjum og er brennsluefni fljótandi. Tvær minni eldflaugar voru utan á hinni stóru, aðallega til að stýra henni réttilega á braut hennar kringum jörðina. Eldflaugin náði meir en 27 þús. kílómetra hraða á klst., en skotið heppnaðist þó ekki betur en vel, því að of mikill rnunur er á minnstu og mestu fjarlægðar gervitunglsins frá jörðinni. — Minnsta fjarlægð brautar þess frá jörðu er 188 km, en mesta fjarlægð frá jörðu er um 1000 km. Þetta veldur því að gervi- tunglið verður ekki langlíft. Mun það ekki haldast á lofti nema í tvær vikur. Þá mun það rekast inn í gufuhvolf jarðar og brenna upp. Hið nýja gervitungl er bæði það þyngsta og stærsta sem sviíf- ið hefur umhverfis jörðma. Er það vel sýnilegt með berum aug- um, aðallega á suðurhluta jarð- ar, í Argentínu, Suður-Ameríku og Ástralíu, en einnig sést það frá Norður-Afríku, írak og Ind- landi. í gervitunglinu er mikið af alls konar mælitækjum. Mesta þýð- ingu munu radíótilraunirnar þó hafa. Er gervitunglið að þessu sinni búið radíótækjum, sem taka við skeytum frá jörðinni. Þegar tunglið hefur farið einn hring kringum, jörðina mun það senda sömu orðsendinguna frá sér með öðrum tækjum. Munu vísinda- menn margt geta ráðið af þeirri útsendingu um radíólög og hlust- unarskilyrði. Með þessari tilraun er stigið fyrsta sporið í þá átt koma upp endurvarpsstöðvum á gervitunglum, sern getur ger- breytt allri útvarpstækni á jörð- inni. Það er álit vísindamanna í Framhald á bls. 2 ins rússneska. Hann játaði þar að hafa tekið þátt í sam- særi illræmdra skemmdar- varga gegn sósíalismanum og kommúnistaflokknum. í lok játningar sinnar kvaðst Búlg'anin vona að fá nú að lifa í friði og þurfa ekki að skipta sér meir af stjórn- málum. Játning Búlganins hefur nú verið birt 1 Pravda. Þar segir hinn afsetti forsætisráðherra, að allar þær sakir, sem Krúsjeff hafi borið á hann og meðsamsæris- menn hans séu réttar. Sagði Búlganin, að hann hefði verið þátttakandi í andflokks- legri klíku ásamt þeim Molotov, Malenkov, Kaganovich og Shepi- lov. Hafi þeir oft haldið fundi í skrifstofu hans og hafi hann orð- ið leiðtogi þeirra. Þá tekur Búlganin til að gagn- rýna „klíkubræður“ sína og fer um þá hinum háðulegustu orð- um. Hann segir t. d. að Molotov hafi ekkert vitað um iðnað eða landbúnað og ekki verið í nein- um tengslum við almenning, heldur alger skrifstofublók. Þá segir hann um Kaganovich, að hann hafi verið málgefinn og hafi tafið menn frá vinnu með hrókaræðum. Malenkov segir hann hins vegar að sé slægur og brögðóttur tækifærissinni, reiðu- inn að vinna hvers konar illvirki, ef hann aðeins sjálfur hafi hag af því. Játningu sinni lýkur Búlganin með því að lýsa því yfir að nú sjái hann hve flokksforusta fé- laga Krúsjeffs sé viturleg. ★ Krúsjeff hélt ræðu í dag í mið- stjórn kommúnistaflokksins um stefnuskrá flokksins. sem síðan var samþykkt. Hann sagði að hin andflokkslega klíka Búlganins, Molotovs o. s. frv. hefði framið ægileg skemmdarverk í landbún- aði Sovétríkjanna. Taldi hann að mistökin í landbúnaðinum gætu haft alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir landbúnaðinn, held- ur fyrir framsókn kommúnism- ans. I stefnuskrá flokksins segir, að það hafi verið eitt mesta fram- faramál rússnesks landbúnaðar að þeir Molotov, Kaganovich o. fl. fjandmenn voru fjarlægðir. í stefnuskránni segir einnig að landbúnaðarstefna Krúsjeffs hafi borið ríkulegan ávöxt. Henni sé það að þakka hve kornuppskeran er mikil nú. Miðstjórnin samþykkti og til- lögur Krúsjeffs um að auka ár- lega hveitiframleiðslu úr 16,5 millj. tonnum í 18 millj. tonn. Laugardagur 20. desember. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3: Öilum byggðum Vestfjarða verði hið fyrsta komið I sam- band við akvegakerfi landsins. (Frá Alþingi). — 6: Bókaþáttur (s-a-m) — Kirkjan og skýjakljúfurinn (Þorsteinn Jónsson). — 12: Ritstjórnargreinin: — Nefnum hlutina réttu nafni. Hvað á eiginmaðurinn að segja konu sinni? (Utan úr heimi). — 13: Að vestan: Heimsókn að Þing- eyrL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.