Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 6
r 6 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 20. des. 1958 MARIUMYNDIN Guðmundur Steinsson: Maríu myndin. Skáldsaga. 134 bls. Aukabók Almenna bókafé- lagsins, Reykjavík, 1958. LOKSINS er þá komið skáldverk sem rekur slyðruorðið af ung- um íslenzkum prósahöfundum. „Maríumyndin" er fortakslaust listrænasta skáldsaga sem í lang- an tíma hefur komið frá hendi ungs höfundar á íslandi, og ekki eru þeir margir eldri höfundarnir sem þola samanburð við þennan unga höfund. „Maríumyndin" er bókmennta- viðburður í fleiri en einum skiln- ingi. I í fyrsta lagi er hér tekið til meðferðar nýstárlegt efni. Um- hverfi sögunnar og allar persónur eru erlendar. Þetta er auðvitað út af fyrir sig hvorki kostur né lóstur á bókinni, en Guðmundi Steinssyni tekst svo vel upp, að full ástæða er til að vekja sér- staka athygli á því. Með bók sinni hefur hann fært út mæri íslenzkra bókmennta og sannað að það er íslenzkum hófundum hreint ekkert sáluhjálparatriði að einskorða sig við íslenzk efni. f öðru lagi er „Maríumyndin" frábærlega nærfærin og fíngerð ástarsaga. Mér liggur við að halda því fram að þessi ljóðræna og næma lýsing á töfrum og kvöl ástarinnar sé ógermönsk. Það er fátítt í bókmenntum germanskra þjóða að finna svona hárfínar og fágaðar lýsingar á ást karls og konu. Þetta sannar hve höfundur inn hefur gert sér efnið innlíft, því hann er einmitt að fjalla um rómanskt fólk og umhverfi þess. í þriðja lagi er stíllinn á sög- unni ótvírætt afrek. Málið er eins látlaust og eðlilegt og hugsast get ur. Hvergi örlar á tilgerð eða smekklausum stílbrellum. Hver setning er meitluð og hnitmiðuð. En í öllu látleysi sínu angar stíll- inn af póesíu. Bókin er í heild ekki ósvipuð löngu prósaljóði. Þetta stafar þó ekki eingöngu af einfaldleik stílsins, heldur líka af meðferð höfundarins á sögu- efninu. Sagan lifir ekki einungis í því sem sagt er, heldur einnig og engu síður í því sem er ósagt látið. Það er eins og setningunum Ijúki ekki þar sem punktar eru settir, heldur vaxi þær með ein- hverjum dularfullum hætti í sál lesandans og skjóti nýjum frjó- öngum. Maður les textann, en er sér jafnframt meðvitandi um annan veruleik bak við orðin. Allar þessar hálfkveðnu vísur og óræðu augnatillit eða þagnir vekja manni grun um margs konar möguleika undir hvers- dagslegu yfirborði rúmhelginnar. Þetta er að minu viti hárrétt lýsing á suðrænu lífi og andrúms- lofti. Miðjarðarhafsþjóðirnar eru ekki eins kategórískar og við sem norðar búum. Þær eiga miklu meira af hinni óræðu eða marg- ræðu ljóðrænu, miklu blæbrigða- ríkari tilfinningar, og þetta hefur höfundinum tekizt að kalla fram með furðulegum hætti. Hér hygg ég að sleginn sé nýr tónn í íslenzkum bókmenntum. Þessi ljóðræni tónn á ekkert skylt við óljósa hugsun eða væmna náttúrurómantík, sem við eigum meir en nóg af. Umhverfislýsing- ar í þessari sögu eru knappar og myndrænar og hugsunin er klár, en hún er ekki látin yfirskyggja tilfinninguna eða koma í staðinn fyrir hana, heldur má segja að húgsunin sé látin undirstrika tii- finninguna. Þetta kemur hvað gremilegast fram í sarntölunum, sem eiu kannski mesta afrek sögunnar. Það er ekki sérlega margt sagt, og það sem sagt er virðist oft vera út í hött, en þegar nánar er að gætt, verða þessar setningar vísbendingar um tilfinningar sem ekki er svo gott að koma orðum að — og sennilega ekki æskilegt heldur. Það er erfitt að lýsa þessu, en það minnir mest á ljóð þar sem táknin fela í sér aðra og dýprí merkingu en felst í sjálfri orðanna hljóðan. Gott dæmi um Guðmundur Steinsson þetta er samtal söguhetjunnar við þorpsprestinn í næstsiðasta kafla og samtöl elskendanna á bls. 117—119. Bygging sögunnar er fagmann- leg. Strax á fyrstu tíu blaðsíðum bókarinnar kynnumst við öllurn sögupersónunum eins og af til- viljun, og jafnframt er dregin upp ljós mynd af umhverfinu. Felix söguhetjan, liggur niðri á strönd- inni og virðir fyrir sér eyjuna, hugsar um Maríu, sér Ramón niðri í flæðarmálinu við iðju sína og þeir talast við. f samtalinu er vikið að prestinum, Don Pedro. Síðan fer Felix irm í þorpið, hitt- ir Pablo og hundinn hans á sín- um venjulega stað, og það verður honum tilefni til hugleiðinga um Manúel. Svo kemur hann við hjá Antoníó og þeir taka tal saman, m. a. um José litla son veitinga- mannsins sem málar myndir og hefur vakið hrifningu útlendinga Þannig veit lesandinn eitthvað um allar persónur sögunnar strax í upphafi. Síðan koma þær fram öðru hverju söguna á enda, eíns og gamalkunnugt viðlag við ástar óð elskendanna. Það er stöðug stígandi í sög- unni þó hún láti kannski lítið yfir sér. Dagarnir líða hver öðrum líkur og við fylgjumst með væru- sömu lífi þorpsins sem bíður regn txmans. En undir værðinni eru duldar ástríður að verki og í hjörtum elskendanna gerast litlir en þýðingarmiklir atburðir. Regn ið kemur og ástin nær fullum blóma: þeir kaflar eru gersemar. Loks kemur svo hin langþráða hátíð og eftir hana verður Felix að hverfa á brott. Yfir sögunni allri hvílir þessi ljúfsári blær hverfullar hamingju: vissan um endalokin sem elskendurnir reyna að bægja frá sér, svo þau geti notið líðandi stunda. Inn í ástarsöguna er svo fléttað myndum úr umhverfinu, daglegu lífi hins einfalda og hamingju- sama fólks, en þessar myndir verða aldrei nema bakgrunnur sjálfrar sögu elskendanna. Enda þótt sagan sé skrifuð í þriðju persónu, gerist hún öll í vitund söguhetjunnar, Felix. Eigi að siður eru persónulýsingarnar sérlega ljósar: fólkið sem kemur við sögu er fullmótaðir einstakl- ingar sem maður man, þó kynnin séu svipul. Ramón, Manúel, Don Pedro og Pablo eru ekki síður minnisstæðar persónur en Felix og María. Antonío er hinB vegar dreginn daufari dráttum, og son- ur hans kemur aldrei fram á sögu sviðið í eigin persónu. „Maríumyndin“ er ekki við- burðarík skáldsaga. Þar gerist harla lítið í ytra tilliti, enda hef ég heyrt einhvern spakan mann segja að bókin væri aJ’tof efnis- lítil. Slíkur dómur ber vitni bók- menntamati sem ég felli mig ekki við. Góður skáldskapur byggist ekki á hrossalegum viðburðum eða miklum fyrirgangi, eins og margir virðast halda, heldur á meðferð þess efnis sem höfundur- inn tekur fyrir. Ástarsagan í „Maríumyndinni“ er kannski ekki átakamikil, en þar er fjallað um viðkvæmt mál á svo fínlegan og hugþekkan hátt, að steingerv- ingar einir eru ósnortnir. Og það er vissulega spenna í bókinni, þó hún sé fremur undir yfirborð- inu og í sálum elskendanna en í ytri atburðum. Auk þess er sagan svo margræð og táknræn, að hún fær nýtt líf í hjarta þess iesanda sem opnar það fyrir skáldskap hennar. Það er mannlegt að skjátlast, og ég er undir það lögmál seldur ekki síður en aðrir sem minna hafa sig í frammi, en það er sann- færing mín að þessi litla og yfir- lætislausa bók verðskuldi fylistu athygli þeirra sem einhvern á- huga hafa á viðgangi íslenzkra bókmennta. Hún er alls ekki byltingaverk, en hún býr yfir þeim hljóðláta krafti og mann- lega sannleik, sem gerir hana að góðum bókmenntum. Frágangur bókarinnar er geð- þekkur, en nokkrar slæmar prentvillur lýta hana. Sigurður A. Magnússon. Kirkjan og skýjakljúfurinn Jón Auðuns: Kirkjan og skýjaklúfurinn. Prédikanir. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. 1958. Mig langar til að vekja athygli manna á þessari bók, sem er ný- komin út. Hún barst mér í hend- ur í gær, hef eg fljótlega lesið hana að mestu. Þeir, sem að stað- aldri sækja messur hjá hinum ágæta kennimanni séra Jóni Auðuns, dómprófasti, munu kannast við allmargar af ræðum þessum. En það spillir ekki fyrir bókinni, þvert á móti er mér það mjög kærkomið, að fá tækifæri til þess að lesa prédikanir þess- ar aftur og eg vona að mér gefist tími til þess að líta oft í bók þessa. Hér er um nokkuð sérstæðar prédikanir að ræða. Hinn frjáls- lyndi og viðsýni prestur kennir það, sem hann telur að upphaf- lega hafi verið boðskapur Krists og fáum hugsandi mönnum er það dulið, að Kirkjan, með allar sínar kennisetningar er stundum komin alllangt frá veginum er Kristur lagði. Eg er, auðvitað, 1 kffléSmrm&M skrifar úr daglega lífinu , Með sínu lagi AMORGUN verður efnt til jóla- söngva í guðshúsum bæjar- ins. Mun það vera einn aðaltil- gangurinn með því að safna fólki þinnig sáman til söngs, fyrir ut- an ánægjuna sem slíkt veitir, að kynna nýja jólasöngva og auka með því á fjölbreytni í söngva- vali á heimilunum. Það er heldur ekki vanþörf á þessu. Heimilissöngur er smám saman að leggjast niður, nema helzt um jólin, og þá eru víða tveir jólasálmar og nokkrir leik- söngvar rifjaðir upp frá síðustu jólum. Þeir eru síðan kyrjaðir í nokkra daga og svo geymdir til næstu jóla. Þessi lagafátækt hrjáir ekki að eins fólkið, sem aldrei syngur sálma, nema jóladagana. Jafnvel" æfðir kirkjukórar syngja marga sálma undir sama lagi. Og fletti maður upp í sálmabókinni, til að leita sér upplýsinga um hvaða lag eigi við hvern sálm, er svarið oft líkast véfrétt. Oft á að syngja sálminn „með sínu lagi“. Þegar ég var lítill túlkaði ég þetta á þann veg, að ég mætti velja mér hvaða lag sem var, en mér til mikillar undrunar virtust aðrir hafa svo lítið ímyndunarafl, að þeir völdu allir sama lagið. Lítil frænka mín skildi þetta allt öði'u vísi. Einn góðan veðurdag spurði hún í hjartans einlægni: „Hver er hún þessi Sína?“ Hún hélt að hún ætti að syngja lagið hennar Sínu. Þetta minnir á söguna um kerl- ingarnar tvær. Á jólunum sagði önnur upp úr eins manns hljóði: Hvað hét hún móðir hans Jesús? — O-o, hún hét Máríá. — Ekki hét hún Máríá, sagði hin. Hún hét Finna. — Ekki hét hún það. — Víst hét hún Finna. Heyrð- irðu ekki hvað sungið var í sálmnum: „I því húsi ungan svein og hans móður finna.“ Þarna sérðu. Hún hét Finna.“ Samlagningarvél í hverja verzlun HÚSMÓÐIR skrifar: Ég vil biðja þig fyrir hönd okkar húsmæðranna, að koma því á framfæri við þá sem verzl- un reka, að þeir hafi í verzlunum sínum samlagningarvélar, og sú regla verði viðhöfð að af- henda viðskiptavinum samlagn- inga-kvittunina. Það undrar okk- ur, að slík áhöld, sem reiknivélar, skuli ekki hreinlega vera lögboð- in, og þykja jafn sjálfsögð og mál og vog. Ég hefi margoft rekið mig á, að ekki er hægt að treysta til fullnustu hugarreikningskunn- áttu ýmsra sem fyrir innan búðar borðin standa. Ef reiknivélar væru fyrir hendi, þyrfti vart að óttast að kaupmenn yrðu snuðað- ir né heldur viðskiptavinirnir. Ég var nýlega stödd í brauðbúð og stóð við hlið mér fullorðin kona, sem keypti margs konar brauð- og kökutegundir. Af- greiðslustúlkan var hinn mesti röskleikakvenmaður, og lagðihún á svipstundu saman í huganum allt það sem gamla konan átti að greiða fyrir brauðin og kökurnar. Er hún heyrði stúlkuna nefna upphæðina kom á hana hik, en að andartaki liðnu mælti hún með hægð: „Heldurðu ekki, væna mín, að þú hafir feilreiknað þig núna, því ég keypti nákvæmlega það sama í gær, en þá kostaði það 10 krónum meira.“ í skyndi hóf stúlkan leit að blýanti og blað- snifsi, lagði saman upphæðina á gamla og góða vísu. „Jú, alveg rétt góða mín, en svona fer maður út úr stuðinu stundum“, var svar hennar. Svar líkt þessu er ekkert óvenjulegt í verzlunum nú á dög- um, en lítil reiknivél myndi gjör- samlega þurrka út allan vafa- og slumpureikning, og allt leiðrétt- ingavafstrið hverfa. En slikt vafst ur er ákaflega hvimleitt, því það er sannarlega ekki skemmtilegt að standa augliti til auglitis við elskulegasta fólk, og tilkynna því að maður hafi verið snuðaður, eða það hafi snuðað húsbónda sinn. Það er öllum í óhag ef reiknings- færslan er ekki örugg og jafn- framt vekur það leiða, ef sú grun- semd vaknar í hug manns, að ekki sé allt með felldu í sam- bandi við útreikninginn. Ber því hreinlega að fyrirskipa að örugg reiknitæki séu til staðar á öllum þeim stöðum þar sem höndlað er, og að húsmæður fái í hendur samlagningakvittun fyrir úttekt smni. TÓll enginn lærður guðfræðingur, en eg hygg að dómprófasturinn okk- ar kæri, fari ekki langt út fyrir þá kenningu, sem stóð Lúther og öðrum beztu siðbótamönnum hjarta næst, er þeir hófu baráttu gegn dogmum kirkjunnar. Mér líkar hin hreina, umburðarlynda en þó djarfmannslega kenning, sem fram kemur í þessari bók. Og eitt er víst: Þetta er ekki leið- inleg postilla, jafnframt því að flytja bjartan kristindóm er mik- ið af fróðleik um sögu og þjóð- hætti Gyðinga. Séra Jón er mik- ill rithöfundur, auk þess að vera hámenntaður maður, mælsku- maður og skáld. Eg segi skáld, þótt eg ekki hafi séð nein skáld- verk eftir hann. Annað hvort hefur hann ekki haft tíma til að fást við að semja skáldrit, eða þá að hann er of vandlátur við sjálfan sig. — Eg vildi óska að sem flestir læsu þessar predikanir sér til fróðleiks, — þótt ekki væri ann- að, — en þó einum til sálubóta. Síðan eg las predikanir Kaj Munk hef eg aldrei lesið skemmti legri guðsorðabók. uisteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.