Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. des. 1958 MORGVTSBLÁÐIÐ 23 — Utan úr heimí Framh. af bls. 12 grípi fram í fyrir manninum, áð- ur en hann hefir lokið máli sínu, en slíkt má ekki koma fyrir. ★ Sum hjón hafa það fyrir sið að gera alltaf upp sakirnar annað veifið og segja hvort öðru hrein- skilnislega til syndanna. Þetta reynist misjafnlega vel, og oft verður árangurinn aðeins hjóna- skilnaður. Nærgætni og gagn- kvæmur skilningur má ekki vera af skornum skammti, ef beita á þessari aðferð til að slípa ýmsa vankanta af sambúðinni. Eiginmaðurinn má ekki vera of fámáll Segjum svo, að eiginmaðurinn spjalli mjög sjaldan við konu sína. Þegar hann kemur heim frá vinnu, sezt hann niður og les blöðin. Hann borðar kvöldmat- inn þegjandi og hlustar á útvarp sem eftir er kvöldsins. Ef til vill hefir hann ekkert að segja við konu sína (!), eða hann heldur, að hún kæri sig ekkert um að hlusta á hann. Sé eiginmaðurinn of fámáll, stendur það í vegi fyrir gagn- kvæmu trausti og ástúð, sem á að ríkja í hjónabandinu, segir sálfræðingur nokkur í New York, dr. Saul Fisher. Mín reynsla er sú, að mjög margir eiginmenn séu áhyggjufullir út af því að þeir spjalli ekki nógu mikið og einlæglega við konu sína. Þeir hafa ekki komizt upp á lag með að ræða þau atriði, sem valda ó- ánægju í hjónabandinu, eða spjalla við konu sína um daglega atburði, sem gera lífið ánægju- legt og gefa því gildi. Ef eiginmaðurinn er of tregur til að ræða mikilvæg grundvallar atriði svo sem samlíf hjónanna, börnin, persónuleg vandamál, starf sitt (eða konu sinnar), getur það orðið til þess að eyðileggja heimilislífið. ★ Tvennt er það, sem ræður mestu um, hvað eiginmaðurinn ræðir við konu sína: 1. Hvað hún vill hlusta á. 2. Hverju er hægt að trúa henni fyrir í þeirri vissu, að hún láti það ekki ganga lengra. Við skulum snúa okkur beint að hinu síðarnefnda. Það er fullyrt, að konur eigi mjög erfitt með að þegja yfir leyndarmálum. Auglýsingafyrir- tæki gera mikið af því að vara starfsmenn sína við að ræða um starf sitt heima fyrir. Samkeppn- in á þessum vettvangi er mikill, og viti eiginkonurnar of mikið, geta þær óviljandi orðið til þess, að andstæðingar komast yfir leyndarmál. Þess munu líka vera mörg dæmi. Umræður um fornar ástir óhyggilegar Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, er það mjög einstaklingsbundið, hvað konan vill heyra. Flestar konur eiga það þó sameiginlegt að kæra sig ekki um að heyra nákvæmar lýsingar á íþróttaiðk- unum manns síns eða öðru, sem hann fæst við í tómstundum. Það er mjög óvenjuleg eiginkona, sem í raun og veru hefir gaman af að heyra mann sinn segja í einstök- um atriðum frá viðureign við 12 punda lax. Ekki vilja þær heidur heyra of mikið um fornar ástir. Eiginmaðurinn þarf ekkert að segja um það efni — og ef eigin- konan er skynsöm, spyr hún einskis. En það er ýmislegt, sem konan vill, að maðurinn tali um: 1. Hversu mikla peninga þau eiga í banka. 2. Hvers vegna hann kom svona seint heim í gær- kvöldi 3. Að hann elski hana ennþá. 4. Hvað hún sé falleg (hvort sem það er satt eða ekki). ★ Hygginn eiginmaður lætur oft sem hann segi konu sinni ekki allt, þó að hann geri það. Til- gangurinn er að halda við þeim vott af afbrýðisemi, sem er krydd hjónabandsins. Ekkert veldur konu eins miklum vonbrigðum og að uppgötva, að hún veit allt um eiginmann sinn. (Þýtt og endursagt úr - New York Times Magazine). Rússar vilja ræða Berlínar-málið BERLÍN, 19. des. — Yfirmað- ur rússneska hernámsliðsins í Austur Þýzkalandi Sacliarov sagði í dag í viðtali við austur þýzku fréttastofuna ADN, að Rússar vildu ræða Berlínar vandamálið í kyrrð og ró. Þeir vildu ekki koma af stað neinu köldu stríði né auka spennu í alþjóðastjómmálum. Saharov sakaði Vesturveld- in um rangfærslur og falsanir þegar þau reyndu að koma þeirri skoðun inn hjá Berlín- arbúum að öryggi borgarinn- ar yrði einungis tryggt með nærvist brezkra, franskra og bandarískra herja í henni. Vesturveldin hefðu beint málinu inn á þessa braut til þess að geta lýst tillögum Rússa sem hótunum. Tvær Dodda- bækur, komnar út MYNDABÓKAÚTGÁFAN hefir sent frá sér tvær „Dodda-bækur“ — Litlu Dodda-bókina nr. 3 og 4, en tvær þær fyrstu komu út fyrir jólin í fyrra, og eignaðist Doddi þá þegar marga vini meðal barn- anna, enda er hann bráðskemmti legur náungi, sem lendir í margs konar ævintýrum. — Höfundur Dodda-ævintýranna heitir Enid Blyton, en sögurnar eru fjöl- margar. Þær, s«m nú koma út á íslenzku, heita Doddi fer niður að sjó og Dodda bregður í brún. — Bækurnar eru í mjög smáu broti og þægilegar fyrir litlar hendur. Skemmtilegar teikni- myndir fylgja sögunum, ein á hverri síðu. Dodda-bækurnar eru þýddar af Hersteini Pálssyni IÞakka innilega öllum, er glöddu mig á ýmsan hátt á 75 ára afmæli mínu. | Gleðileg jól! Pétur Magnússon, Nönnugötu 9. Málverk til sölu Nokkur málverk eftir Þorstein Hannes- son eru til sölu í Raflampagerðinni, Suð- urgötu 3. — Raflampageröin Sói yfir Blálands byggðum Eftir FELIX ÓLAFSSON hefir fengið góða dóma fyrir frágang og skemmtilega og fræðandi frásögn. Þetta er bók sem allir munu hafa ánægju af að lesa. Prýdd 20 myndasíð- um. — Fæst í næstu bókaverzl- un og í húsi K.F.U.M. Barnabækur Litli lávarðurinn í þýðingu síra Friðriks Frið- rikssonar er alltaf jafn vin- sæl, ib. kr. 38,00. Kalli skipsdrengur ib. kr. 25,00. Hetjan frá Afríku ib. kr. 20,00. Flemmingbækurnar þrjú bindi eru til, kosta kr. 19 og 22 bindið. Dreng'urinn frá Galíleu óvenju falleg saga frá dögum Krists^ jafnt fyrir drengi og telpur, kr. 23,00 ib. Gerða ib. kr. 25,00. Jessika ib. kr. 15,00. Kristín í Mýrarkoti ib. kr. 18,00. Lilla ib. kr. 19,00. Lotta ib. kr. 25,00. Meira en hehningi fleiri góðar og ódýrar barnabækur vorar eru á bókamarkaðinum. ATHUGIÐ EINNIG tilvaldar jólagjafir, eins og: Sölvi skáldsaga í tveim bindum eftir síra Friðrik Friðriksson. Rit Guðrúnar Lárusdóttur fjögur bindi. Quo vadis Kyrtillinn þrjú bindi. — Þessar ágætu bækur og enn fl. fást hjá öllum bóksölum og í húsi K. F. U. M. Bókagerðin Lilja Amerísk borðstofuhúsgögn úr mahogny, vönduð og í góðu ásigkomu- lagi til sýnis og sölu í vörugeymslu H. Benediktsson hf., Tryggvagötu 8. Old English" DHI-BHITE (frb. dræ-bræt) Fljótandi gljávax Sparar dúkinn! Léttir störfin! Er mjög drjúgt: Inniheldur undraefniS „Silic sem bæði hreinsar, gljáir og — tíma, erfiði. dúk og gólf. FÆST ALLS STAÐAR U ngling vantar til b'aðburðar í eftirtalið hverfi Bráðrœðisholt Aðalstræti 6 — Sími 22480. Faðir minn SIGVARÐ HAMMER andaðist í sjúkrahúsi ísafjarðar þann 18. þ. m.. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Lára Hammer. HELGI VIGFtJSSON blikksmiður, andaðist að heimili sínu Hófgerði 4 Kópavogi, 19. þ.m. Börn og tengdabörn. Jarðarför systur minnar ELÍNAR SIGURGEIRSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. þ. m. kl. 10,30 f. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir mína hönd, fjarstaddra bræðra og annarra vandamanna, Helgi Sigurgeirsson. Þökkum innilega sýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður og tegndamóður okkar, GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR frá Eyrarbakka. Börn og tengdabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tendamóður og ömmu ÞÓRUNNAR STEFANÍU BLÖNDAL KETILSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og bamabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður, GUNNARS BJÖRGVINSSONAR. Kristín Stefánsdóttir og börn, Sigurrós Böðvarsdóttir, Björgvin Hermannsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.