Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 2
MORCTfNTtT ifíífí Stórfelld fjölgun erlendra togara og rányrkja Noregsstrendur NORSKA BLAÐIÐ Aftenposten I íbúar Norður-Noregs byggi svo skýrir frá því að tala erlendra togara á fiskimiðunum við Noreg hafi þrefaldast síðan íslendingar færðu Iandhelgi sína út í 12 sjó- mílur. Þessi fjölgun erlendra tog- ara hefur í för með sér algera rányrkju á miðunum og álitið hugsanlegt, að Norðmenn telji sig tilneydda að víkka landhelgi sína annaðhvort í sex eða tólf sjó- mílur. Nils Lyzö fiskimálaráðherra segir Aftenposten, að þetta sé alvarlegt vandamál og muni hann ræða um það við Halvard Lange Utanríkisráðherra jafnskjótt og þessi samráðherra hans snýr heim frá Parísar-ráðstefnunum. Lyzö ráðherra bendir á það, að til alla afkom* sína á fiskveiðum. Nú streyma stöðugt inn kærur frá Norður-Noregi vegna þess tjóns sem skeytingalausir togara- menn valda á veiðarfærum Norð manna. Norskir fiskimenn segja, að framkoma togaramanna sé slík að norsk fiskiskip séu útilok- uð frá veiðum utan landhelgi. Krafa fiskimanna um víkkun landhelginnar verður æ hávær- ari. Ráðherrann segir, að Norð- menn kjósi helzt að víkka land- helgi sína með samningum við aðrar þjóðir, en nú fylgjast norsk yfirvöld spennt með þróun mál- anna, sérstaklega með hinni stór- felldu fjölgun erlendra togara á miðunum. Mikoyan vœnfanlegur í einkaheimsókn til B and aríkjanna WASHINGTON, 19. des. (NTB). Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnir að Anastas varaforsæt- isráðherra Rússlands hafi fengið bandaríska vegabréfsáritun. Á miðvikudaginn barst utanrikis- ráðuneytinu í Washington ósk frá rússneska sendiráðinu um að Mik oyan fengi að koma til Banda- ríkjanna í boði Menshikovs sendiherra. Búizt er við að Mik- oyan fljúgi vestur um haf í byrj- un janúar og dveljist í Ameríku í tvær vikur. Bandarískir blaðamenn lögðu hart að Lincoln White fulltrúa bandaríska utanríkismálaráðu- neytisins að skýra frá þvi, hvort Mikoyan kæmi vestur um haf að einhverju leyti í boði Bandaríkja stjórnar. White harðneitaði slíku. Hann sagði að það eina sem væri vitað um hina áætluðu för væri að Mikoyan ætlaði að koma sem gestur Menshilovs sendiherra. Ef Mikoyan óskaði að ræða við full- trúa banadrísku stjórnarinnar, þá yrðu möguleikar á þvi athug- aðir strax og óskir um það bær- ust. Ákvörðun Mikoyans um að ferðast til Bandaríkjanna vekur mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að hann hefur opinberlega látið i ljós að æskilegast sé að stórauka verzlunarsviðskipti milli Rússlands og Bandaríkj- anna. Samsýning Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og Höskuldar Björnssonar á Skólavörðustíg 43 hefur nú staðið í eina viku og 16 myndir selst. Hefur verið bætt nýjum myndum í skörð- in, því kaupendur geta tekið myndirnar með sér heim. — Sýningin verður opin fram yfir helgi, alla virka daga milli ki. 14—22 og allan daginn á sunnudaginn. Myndin hér að ofan er af æðarfuglum, máluð af Höskuldi Björnssyni. Eisenhower talaði fyrstu orðin til jarðar utan úr geimnum WASHINGTON, 19. des. (Reuter). — Hið stóra banda- ríska gervitungl útvarpaði í kvöld (kl. 7,15 eftir ísl. tíma) jólaboðskap frá Eisenhower forseta. Er það í fyrsta skipti sem slíkur boðskapur berst til jarðarinnar utan úr himin- geimnum. ★ í gervitunglinu er lítið segulbandstæki. 48 klst. áður en tunglingu var skotið á loft talaði Eisenhower forseti inn á segulbandi nokkur vel valin orð. A Þegar gervitunglið flaug yfir Canaveralhöfða í kvöld ýttu vísindamenn á rafmagns- hnapp. Hann sendi skeyti til gervitunglsins um að tækin skyldu lesa af segulbandinu. ★ Orð forsetans heyrðust, þó nokkuð misjafnt eins og í bylgjuhreyfingu. Sum orðin heyrðust mjög skýrt, en önnur voru trufluð af útvarpshljóð- um. Boðskapur hans var þessi: A „Þetta er forseti Banda- ríkjanna. Það er vegna hinna miklu framfara vísindanna, Minningargjafir og áheit til S.V.F.Í. EINS og kunnugt er, þá er Slysa- varnafélag íslands að reisa hús fyrir félagsstarfsemi sína við Grandagarð í Reykjavík. Að und- anförnu hafa borizt gjafir og áheit til Slysvarnahússins hvaðan æva að af landinu. M. a. komu stjórnarkonur úr Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík á skrifstofu félagsins og afhentu fimmtíu þúsund krónur til björg- unartækja útbúnaðar í hið n>'ja Slysavarnahús, í minningu lát- ins formanns þeirra frú Guðrúnar Jónasson. Aðrar gjafir er félaginu hafa nýlega borizt eru tvö þús- und krónur frá Jóni Jónssyni, Grettisgötu 36 í Reykjavík_ til minningar um látna konu hans Sigríði Andersdóttur. Frá Erlendi Marteinssyni, Naustum, Barða- strönd kr. 500.00 til minningar um foreldra hans, Ólafíu Þórðar- ardóttur og Martein Erlendsson, Siglunesi. Ennfremur kom vestur íslendingur, Óskar Gíslason tog- araskipstjóri frá Boston á skrif- stofu félagsins og færði því kr. eitt þúsund að gjöf frá aldraðri móður sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi en hún er 12 barna móðir og vill hún á þennan hátt sýna forsjón- inni þakklæti sitt fyrir góða hand leiðslu fram á þennan dag. Þá hafa borizt kr. fimm þúsund og fimm hundruð frá Hornafirði í björgunarskútusjóð Austurlands og kr. eitt hundrað frá gömlum Eyrbekking í sama skyni. Bandariska kvikmyndaleikkonan Jayne Mansfield á von á barni á næstunni. Hún hefur látið gera glæsilegt barnaher- bergi fyrir hið væntanlega afkvæmi sitt og var þessi mynd tekin nýlega í hinu tilbúna herbergi. Jayne giftist Mickey Hargitay síðastliðið haust. Hann var fegurðarkóngur heimsins svo að fallegt ætti afkvæmið að verða. Mickey hefur lýst því yfir að ef þetta verður drengur, eigi hann að heita Miklcs, en ef það verði stúlka þá skuli hún heita Kamilla Jólianna. sem ég get nú talað til ykkar utan úr himingeimnum, þar sem bandarískt gervitungl er á sveimi. Boðskapur minn er einfaldur. Ég get fullvissað alla um þá ósk Bandaríkjanna að á jörðu megi ríkja friður og gæfa og gengi meðal allra manna. ★ Næst verður gerð tilraun til að útvarpa frá jörðinni til gervitunglsins og útvarpa þvi aftur frá segulbandi þess til jarðar. rilraunir með hreindýrabú STOKKHÓLMI, 19. des. (NTB) — Sænska vatnsorkumálastofn- unin er nú að hefja tilraunir með ræktun hreindýra með alveg nýj- um hætti. Er tilraunin gerð í Lappaþorpinu Sierri í Norður- Svíþjóð. Ástæðan til þess að vatnsorku- málastofnunin skiptir sér af þessu er sú, að vegna vaxandi vatnsmiðlunar í sambandi við raforkuverin verður æ erfiðara að flytja hreindýrin yfir fljót- in, svo að flakk Lappanna verð- ur örðugleikum háð. Tilraunin felst í þvi að öflug- ar girðingar eru gerðar kringum stór beitarlönd og er ætlazt til að þau nægi hreindýrum Lapp- anna sem búa í hverju þorpi. Jafnframt verða gerðar tilraunir með að kynbæta hreindýrin svo, að þau verði staðbundnari. Ef það tekst myndu Lappabændur geta lifað af hreindýrabúskap og mikilli framleiðslu á mjólk og kjöti. „ÚrvaF4, 6. heíti 1958 TÍMARITIÐ „Úrval“, 6. hefti 17. árgangs er komið út og flytur að vanda fjölbreytt efni. Meðal greina þess má nefna „Skuggar Guðanna", eftir hið heimskunna leikritaskáld Arthur Miller, „Monaco — minnsta ríki í heimi“, „Horfum reiðilaust til framtíð- arinnar“, „Augnþjálfun og akst- urshæfni“, „Hvað er að hjóna- bandi þínu?“, „Geimfari á ann- arri plánetu", „Ráð, sem dugði“, „Hálfur magi er betri en enginn“, „Sýn mér trú þína af verkunum", „Ég er albínó“, „Hagnýting sól- orkunnar", „Ópíumreykingar í Kowloon" og „Hjá Boris Past- ernak“ eftir sænska akademíu- meðliminn NilsÁkeNilsson.Grein arnar eru þýddar úr ýmsum merk um tímaritum í Bandaríkjnum, Bretlandi og á Norðurlöndum. Þá eru tvær sögur i heftinu: „Vögguvísa“ eftir Arnold Gris- man og „Fjársjóðurinn“ eftir John Cheever. Heftið er 120 blaðsíður. Ltugardagur 20. des. 1958 Rapacki-áætlun myndi eyðileggja NATO PARÍS, 19. dec. (NTB). Lauris Norstad yfirhershöfðingi NATO lýsti því yfir í dag á fundi með ýmsum þingmönnum frá NATO- ríkjunum að hann teldi sig ekki geta fullnægt skyldum sínum, að skipuleggja varnir Vestur-Evrópu ef tillaga Rapackis utanríkisráð- herra Póllands uoa brottflutning alls herliðs frá Þýzkalandi væri samþykkt. Hann kvaðst og hafa áhyggj- ur af því, að Evrópuríkin lækk- uðu herskyldutíma sinn niður fyrir átján mánuði og benti á það, að lierskyldutími í Rússlandi væri þrjú ár. Kveikt á jólatré Frederiksbergs í dag HAFNARFIRÐI. — í dag klukk an 4 verður kveikt á jólatré því, sem vinabær Hafnarfjarðar, Frederiksberg í Danmörku hefir gefið hingað. Mun ambassador Dana hér á landi, E. A. Knuth greifi, afhenda tréð, en danskur drengur tendra ljósin. Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri flytur ávarp og sr. Garðar Þorsteinsson jólahugvekju Ennfremur syngur barnakór jólasálma. Jóltréð er á Thors-planinu, og hafa starfsmenn Rafveitunnar séð um uppsetningu þess og sett á það ljósaperur. — Einnig hefir verið sett upp jólatré á Hamrin- um og sést það langt að. í frétt hér í blaðinu um jóla- tré úr Undirhlíðum fyrir ofan Hafnarfjörð, var ranglega sagt frá því að tré þaðan hafi verið sett upp fyrir utan kirkjurnar. Þeim hefir verið komið fyrir inni í kirkjunum og er hvort tré um tveir metrar. Hin trén, er felld voru, eru flest 2—3 metra há. — G.E. Bátar fá nýjar vélar AKRANESI, 19- des. — Togar- inn Bjarni Ólafsson er að koma hingað með afla sinn af Fylkis- miðum við Nýfundnaland. Þrír bátanna héðan munu fá nýjar vélar nú fyrir áramótin og í byrjun komandi árs. Einn þessara báta er Keilir, sem búið er að setja í 280 hestafla NVM vél og gengur báturinn nú 12 mílur. Verið er að setja Listervél í Fram, 300 hestafla og í janúar- mánuði n.k. verður lokið við að setja nýja 280 hestafla NVM vél í Ásbjörn. — Oddur. — Gervitungl Framh. af bls. 1 Washington, að þetta tunglskot muni hraða því verulega, að hægt verði að skjóta út í heiminn mönnuðum geimförum. Merkilegast er þó talið, að bandarískum eldflaugasérfræð- ingum tókst að þessu sinni að stýra eldflaug inn á rétta braut. Fram að þessu hefur ekkert ver- ið hægt að breyta stefnu eldflaug arinnar eftir að hún byrjaði að hefja sig á loft. Nú er eldflauginni hins vegar fjarstýrt. Næsta stigið er, að hægt verði að fjarstýra eldflauginni á réttan hátt inn I gufuhvolfið. Vísindamönnum í Evrópu kem- ur saman um að þetta tunglskot Bandaríkjamanna sé mjög merki legt, einkum vegna radíó-tilraun anna og einnig vegna þess, að hepnnaðist að fjarstýra tunglinu. Á hitt er ekki lögð nein áherzla þótt þetta sé þyngsta gervi- tunglið. Stærsta rússneska gervi- tunglið vó um 1300 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.