Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 20
MORCVNBLAfílÐ Laugardagur 20. des. 1958 ^ ^ SERGEANT, I HOPE VOU'RE NOT ANNOVED BV MV OUESTIONS, BUT v THAT 16 AN ODQ jf TATTOO / r\ HE LOOKS BUSHED ... AS THOUGH HE'S BEEN ON A ’ LONG TRIP/ tffSt THIS IS A CUTE POUCH ON HIS • COLLAR... MAY I...? NOT AT ALL ... OH. HERE'S MAJOR/ PLEASE, MISS ALLISON ..THAT'S A PERSONAL MATTEH, IP YOU DON'T MINP/.V „Ég er nú annars alls ekkert náttúrubarn", svaraði Rolf, „en mú verð ég að fara að temja mér það. Út í merkur og skóga með Katarinu Hemmel“. Rolf gat ekki að sér gert að brosa, þegar hann sagði þetta. — Katarina á gönguskóm með nest- isböggulinn í hliðartöskunni, það var nokkuð, sem hann gat ekki ímyndað sér. „Við skulum fara gætilega í fyrstu", hélt hann áfram. „Við getum farið nokkrar ferðir í bíl. Ég hef lofað Tómasi því meðal annars, að fara niður að vík einni lítilli og veiða þar, einhvern dag- inn“. „Heldur þú ekki, að það verði of erfítt fyrir hann?“ Katarina horfði áhyggjufull á drenginn. „Hann er dálítið fölur og þreytu- legur ennþá“. Tómas ætlaði að fara að mót- mæla, en Rolf þaggaði niður í hon- um. „Það er ekki erfitt að veiða", sagði hann, „og hann hefur gott af því að fá að litast um. Við get- um eklð út saman öll þrjú, ein- hvern daginn. Það getur orðið góð byrjun á því, að æfa þig í útiver- unni“. Katarina kinkaði kolli. „Þú skalt ekki hæðast að litlu götu- blómi úr stórborginni, Rolf“, sagði hún hlæjandi. „Þú ættir heldur að uppörva mig. í kvöld göngum við að minnsta kosti tvo kílómetra". En það varð ekkert úr neinni kvöldgöngu. Axelsson forstjóri kom eftir síðdegismatinn og heilsaði Katar- inu. Hann var mjög áfram um að spila bridge og stakk upp á því, að Rolf og Katarina skyldu spila við sig og konu sína. Þegar Rolf var búinn að bjóða Tómasi góða nótt og kom niður, var hann Jólatrésseríur - 17 Ijós - ☆ Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í ljós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 ljósa-seríur margfalt lenguir en venju I~gar 16 ljósa. Tfekla Auslurslræli 14 Sími 11687 í óða önn að skipuleggja borðið og panta hressingu. Forstjórinn var samkvæmis- maður í eðli sinu. Hann var mjög skemmtilegur, á meðan spilað var, og hann dró ekki dul á aðdáun sína á Katarinu. Ratarina sjálf var í Ijómandi skapi allt kvöldið og Rolf tók eftir því, hve karlmennirnir höfðu augun á henni. Við og við stóð einhver karlmaðurinn upp frá hinum borðunum, kom þangað og stóð og fylgdist með spilinu. En það var Katarina, sem þeir voru að horfa á, og henni var það alls ekki ókunnugt, enda þótt hún léti það ekki í Ijós. „Hún er svo viss um sína eigin töfra, að hún þarf ekki að daðra til þess að hljóta aðdáun", hugs- áði Rolf, og var hálfsvegis gegn vilja sínum hreykinn af því, að vera félagi hennar. Honum datt í hug, — eins og svo oft áður — hve hún myndi vera myndarleg húsfreyja. „Jæja, Rolf, við erum að bíða eftir, að þú segir!" Það var dá- lítill sigurhreimur í rödd Katar- inu, eins og hún hefði lesið hugs- anir hans. Sumarrökkrið var horfið og það var orðið dimmt áð- ur en „rúbertan" var búin. For- stjórahjónin höfðu tapað og sættu sig við ósigurinn. „En við heimtum uppreisn!" sagði Axelsson forstjóri. „í kvöld fékk ég ofbirtu í augun af frú Hemmel, svo að ég gat ekki ein- beitt mér við spilið. 1 næst-a skipti set ég upp sólgleraugu". Hann hló hátt og gekk til konu sinnar, sem var setzt til að hlusta á tónleika í útvarpinu, ásamt nokkrum öðrum gestum. Katarina horfði hlæjandi á eft- ir honum. „Viðkunnanlegur — en hættulegur! Þegar um viðskipti er að ræða, þá gleymir hann gull- hömrunum. Þótt hann gæti haft af mér á efnissendingu, myndi það ekki standa honum fyrir svefni. Hvert ætlar þú, Rolf?“ „Ég ætla að fara upp og lít-a eftir Tómasi. Það kemur fyrir, aö hann vaknar, og þá getur vel svo farið, að hann verði hræddur". „En hvað segirðu, Rolf. Veit- ingahúsið hefur sérstaka umsjón- arstúlku, sem annast börnin. Þú þarft vissulega ekki að vera óró- legur hans vegna allan tímann. Komdu heldur út á svalirnar. Það er svo dásamlegt kvöld“. Rolf hikaði snöggvast, en svo fór hann út með henni. Hljómarn ir fi'á tónleikunum bárust til hans út á svalirnar. Það var hin fræga ófullgerða sinfónía Schuberts. — Rolf fannst eins og hann væri hrifinn brott af kyrrð náttúrunn- ar og hinum blíðu hljómum tónlist arinnar. Það kom fyrir stöku sinnum, að eitthvað slíkt hafði áhrif á hann og jafnaði -;»yar mis- fellur...... Hann mundi allt í einu eftir að hann hafði rætt um þetta við einhvern. Og um leið mundi hann líka, "hver það var. Það var Súsanna Bergmann. Þau höfðu staðið í salnum í tónlistar- Sveinherbeigishúsgögn ný tegund Smekkleg og mjög ódýr koma í búðina í dag. Munið okkar góðu g'reiðsluskilmála Trésmiðjan Víbir Laugaveg 166 ELEKTROUJX Hirærivélar Ryksugur Loftbónarar Nokkur stykki óseld Einkaumboðsmenn: Hannes Þorsteinsson & Co. húsinu og talað um tónlist, í hlé- inu. Hvernig skyldi henni nú líða? Átti hún annríkt í sjúkrahúsinu eins og alltaf r.nnars, önnum kaf- in við starf sitt og sjúklinga sína. Þegar honum varð hugsað til henn ar, mundi hann alltaf eftir nótt- inni, þegar Tómas fékk afturkast ið, og svo var einnig nú. Hann gat séð fyrir sér í huganum, and- lit hennar, meðan þau töluðu sam- an inni í læknisherberginu. Það hafði verið svo hreinskilið í allri sinni hörðu örvæntingu. Honum var illa við að minnast þess at- burðar, en hann kom honum þó alltaf í hug. Ef til vill var það vegna þess, að hún hafði við það tækifæri misst starfsmannsfasið og þann ómannblendna svip, sem hún annars alltaf setti á sig. 1 hinni ósanngjörnu reiði sinni hafði hann þá nærri ósjálfrátt fundið til viðkvæmni gagnvart henni — tilfinningar, sem ávallt bjó í honum — og ef til vill eitt- hvað meira. SHUtvarpiö Laugardagur 20. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Samtals- þáttur: Edwald B. Malmquist tal- ar við Hansínu Sigurðardóttir um blómskreytingar á heimilum um jólin. 14,15 Eaugardagslögin. 16,30 Miðdegisfónninn: Frá „viku léttr- ar tónlistar" í Stuttgart í okt. s.l. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möll- er). 18,00 Tómstund-aþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Ævin- týri Trítils" eftir Dick Laan; V. (Hildur Kalman leikkona). 18,55 I kvöldrökkrinu, tónleikar af plöt- um. 20,30 Á bókamarkaðnum (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri). 22,10 Danslög (plötur). 2) „Nei, alls ekki .... Þarna kemur Vaskur.“ „Har.n virðist óttalega útþvældur, eins og hann Lanolin Plus ^ARMI GESTSSQN MBOÞS OG HEILDVI Hverfisgötu 50, sími 17148. 1) „Ég vona að þessar spurn- ingar mínar þreyti yður ekki hræðilega, en þetta er ákaflega undarlegt hörundsflúr." sé að koma úr langri ferð“, segir Markús. 3) „En hvað þetta er snotur budda á hálsbandinu hans. Má ég ....?“ „Afsakið, Sússana. Þetta er algert einkamál." WIKAi BLAÐID YKKÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.