Morgunblaðið - 20.12.1958, Side 24
dagar
til jóla
Starfsemi vetrarhjálp-
arinnar í algleymingi
Fleiri umsóknir og minni söfnun en í fyrra
Brezku loftbelgsmennirnir eru nú einhvers staðar yfir Suður-
Atlantshafinu á leið sinni vestur um haf. Verður fróðlegt að
vita, hvort þetta fífldjarfa ævintýri þeirra tekst. í gærkvöldi
seint var þess getið í fréttum, að undangegna tvo sólarhringa
hefði ekkert heyrzt frá loftbelgnum, en þessi mynd var tekin af
þeim skömmu áður en þeir lögðu upp frá E1 Medano á Kanarí-
eyjum.
Sjávarútvegsmálaráð-
herra synjað um umboB
til samninga v/ð útvegsmenn
STARFSEMI Vetrarhjálparinnar
er í algleymingi þessa dagana,
eins og venja er fyrir jólin. Þó
margir séu vel staddir á voru
landi um þessar mundir, eru þó
alltaf einhverjir, sem eiga úr litlu
að spila og aldrei er það sárara
en einmitt á jólunum að geta
ekki gert sér dagamun. Vetrar-
hjálpin hefur um langt skeið rækt
það hlutverk af alúð, að vera
milliliður þeirra, sem eru hjálp-
arþurfi og hinna, sem einhverju
hafa að miiðla.
Að því er forstöðumenn Vetr-
arhjálparinnar skýrðu frétta-
mönnum frá í gær, hafa umsóknir
til Vetrarhjálparinnar verið
nokkru meiri að þessu sinni, en
í fyrra. Verður að sjálfsögðu
reynt að leysa úr þeim umsókn-
um eftir því sem tök eru á, en
þar er mest komið undir fórnfýsi
ÞAÐ liggur við að fólki þyki sem
yfirstandandi norðaustan kuldi,
hafi staðið vikum saman. Allir
FH vann í hrað-
keppnismótinu
HRAÐKEPPNI HSÍ lauk að Há-
logalandi í gærkveldi. Leikar
fóru þannig að FH bar sigur úr
býtum. FH vann Ármann með
17:3 og KR Agftureldingu með
16:3 og loks KR í úrslitaleiknum
með 12:6. Áður hafði KR unnið
Þrótt með 11:2.
STÓRBLAÐIÐ Politiken skýrir
frá því, að á þriðjudaginn var
hafi íslendingur brotið rúðu í
Privatbankanum í Kaupmanna-
höfn. Lögreglan var kvödd á vett
vang, en maðurinn var horfinn
í manngrúann á götum stórborg-
arinnar, er lögreglan kom.
Politiken segir þannig frá þessu,
að íslendingurinn, sem blaðið
veit ekki deili á, hafi komið í
afgreiðslu bankans í Vester Vold-
götu. Hann ætlaði þar að kaupa
danska peninga fyrir íslenzka og
kvaðst vilja skipta 10 þús. ísl.
krónum. En manninum hafði
strax verið sagt ,að búið væri
að loka afgreiðslunni og slík pen-
híns almenna borgara og enn eru
nokkrir dagar til jóla. Gjöfum
verður enn um sinn veitt viðtaka
og úthlutun stendur yfir fram á
Þorláksmessu. Er vart hægt að
hugsa sér betur viðeigandi jóla-
gjöf, en að láta eitthvað af hendi
rakna til þeirra, sem bágt eiga
í kulda og skammdegi jólanna.
í fyrra úthlutaði Vetrarhjálpin
fatnaði og matargjöfum til 756
fjölskyldna og einstaklinga. Verð
mæti þess, sem úthlutað var, mun
hafa numið um 350 þúsund kr.
Fatnaðarúthlutunin hefur farið
fram í samvinnu við Mæðrastyrks
nefnd, en annars er mæðrastyrks
nefndin sér, með sína mannúðar-
starfsemi.
Bkátarnir söfnuðu fyrir Vetr-
arhjálpina nú fyrir jólin eins og
þeir hafa gert í meira en tuttugu
ár. Að þessu sinni safnaðist
nokkru minna en í fyrra.
býsnast yfir hinni kuldalegu veðr
áttu. En Veðurstofan sagði Mbl.
í gærdag, að það væri ekki að sjá
að í vændum væri breyting fyrr
en eftir helgina, í fyrsta lagi.
Hinn kaldi loftstraumur, sem
liggur hér yfir landið, er ósvik-
inn pólkuldi. Hann nær ekki
mjög langt suður fyrir landið.
Það er lægð, sem nærri er kyrr-
stæð suður í hafi og háþrýsti-
svæðið yfir Grænlandi, sem veld
ur þessari stöðugu norðaustan
átt.
Við höfum áður kynnst þessari
vindátt og hva þrálát hún er.
Ekki er því loku fyrir skotið,
að þetta veður sem hér er nú
ríkjandi, verði einnig allsráð-
andi um jólin, þó Veðurstofan
neitaði að spá um jólaveðrið í
gærdag.
ingaskipti gætu ekki farið fram.
Við þessu brást maðurinn. illa.
Bankastarfsmen* vísuðu mann-
inum þá á dyr og samskiptum
hans og bankamannanna lauk á
þann veg, að þeir urðu að láta
hann út.
Um leið og hann var færður út
úr afgreiðslusalnum lét hann
skammir og svívirðingar dynja
á starfsfólki bankans, segir blað-
ið. Þegar út kom sparkaði hann
svo hrottalega í hurð bankans
að rúða brotnaði. Er hann varð
þess áskynja lagði hann á flótta
og tókst lögreglunni eigi að hafa
hendur í hári hins reiða manns,
er hún kom á vettvang.
EINS og frá var skýrt í blaðinu
s.l. þriðjudag, ritaði L.Í.Ú. ríkis-
stjórninni bréf á mánudaginn
með kröfu um að hún tæki þegar
upp samninga við L.Í.Ú. um
starfsgrundvöll sjávarútvegsins
á næsta ári. Taldi stjórn L.Í.Ú.,
að ríkisstjórnin gæti ekki skor-
azt undan að verða við þessari
kröfu.
í sambandi við bréf þetta
kvaddi sjávarútvegsmálaráð-
herra, Lúðvík Jósefsson, for-
mann og framkvæmdastjóra
L.Í.Ú. þá Sverri Júlíusson og Sig-
urð H. Egilsson, ásamt formanni
S.H., Elíasi Þorsteinssyni, á fund
sinn s.l. miðvikudag. Tjáði ráð-
herrann þeim, að hann mundi
leita heimildar til að semja um
starfsgrundvöll sjávarútvegsins
fyrir næstu vetrarvertíð á svip-
uðum grundvelli og áður og
myndi hann óska þess, að stjórn-
málaflokkarnir tilnefndu hver
um sig fulltrúa frá sinni hálfu
með fullu mboði til að taka þátt
í samningunum.
í gær tjáði svo sjávarútvegs-
málaráðherra framkvæmdastjóra
L.Í.Ú. að á ríkisstjórnarfundi í
gærmorgun hefðu ráðherrar Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
fiokksins synjað honum um um-
boð til þessara samninga.
S j ávarútvegsmálaráðherr a
sneri sér einnig s.l. miðvikudag
til Sjálfstæðisflokksins sömu er-
inda, en ráðherranum höfðu ekki
enn borizt svör þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins síðari hluta dags
í gær.
Útvegsmannafélög í nokkrum
stærstu verstöðvum landsins
hafa þegar snúið sér til forseta
sameinaðs Alþingis um, að hann
beiti sér fyrir því, að Alþingi
fari ekki í jólaleyfi, meðan mál
þessi eru óleyst.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt, eru jafnframt lausir samn
ingar L.Í.Ú. við flest sjómanna-
félögin bæði um fiskverð til
skipta og hlutaskipti. Ógerlegt er
að taka upp samninga um sjó-
mannakjörin, meðan allt er í
óvissu með samninga milli L.Í.Ú.
og ríkisstjórnarinnar. — þess má
geta, að útvegsmönnum hafa enn
ekki borizt kröfur sjómannafé-
laganna.
Lárus Jóhannesson
form. Lögmanna-
félagsins
LöGMANNAFÉLAG ÍSLANDS
hélt aðalfund sinn þann 12. des.
sl. í aðalstjórn félagsins voru
þessir menn kosnir:
Lárus Jóhannesson, hrl., for-
maður, Egill Sigurgeirsson, hrl.,
Ágúst Fjeldsted, hrl., Gísli Ein-
arsson, hdl. og Þorvaldur Lúð-
víksson, hdl.
Eftirfarandi samþykkt var gerð
á fundinum um landhelgismálið:
„Aðalfundur Lögmannafélags ís-
lands, haldinn 12. desember 1958,
skorar á ríkisstjórn íslands að
fylgja fast eftir rétti þjóðarinnar
í landhelgismálinu.“
Enn ágœt
síld- og
karfaveiði
HAFNARFIRÐI. — Bátarnir
réru ekki í fyrradag og í gær
sökum storms á miðunum og
einnig voru froshörkur miklar.
Síðast þegar þeir komu með síld
hingað á fimmtudag, öfluðu þeir
ágætlega, og voru margir með
100 tunnur og allt upp í 140. —
Enn virðist vera um mikla síld
að ræða út af Eldey, en þrátt
fyrir það má nú búast við að bát-
arnir fari að hugsa til vertíðarinn
ar, og að minnsta kosti sumir
þeirra hætti síldveiðunum á næst
unni. Fákur er t.d. hættur fyrir
nokkru og er nú verið að undir-
búa hann fyrir vertíðina, en í
ráði er að hann fari í útilegu.
Enn er mjög góð veiði hjá togur-
unum á karfamiðum við Ný-
fundnaland og virðist ekkert lát
á veiðinni þar. Hins vegar er
rúmlega fjögurra sólarhringa
stím á þau mið, og oft hefir það
komið fyrir upp á síðkastið að
skipin hafa verið rúma 5 sólar-
hringa á leiðinni vegna storma
á hafinu. Af þessum sökum væri
ekki viðlit fyrir togarana að
vera á þessum slóðum, ef veiðin
væri ekki eins mikil og raun ber
vitni. Hver veiðiferð má nefni-
lega ekki taka nema um 16 daga,
ef karfinn á að vinnast í fyrsti-
húsunum. — G.E.
VARÐARKAFFIÐ verður ekki í
dag. Verffur næst laugardaginn
3. janúar n.k.
( Frá L.Í.Ú.)
Hitaveitugeymarnir tóm-
ir á þriðja tímanum í gœr
Ekki að sjá að draga
muni úr kuldanum og
hvassviðrinu
Reiðum íslendingi kastað
á dyr í dönskum banka
Mislingar komnir
r
í Arneshrepp
GJÖGRI, Ströndum, 19. des. —
Mislingar eru komnir hingað í
hreppinn, og er mikill kvíði, því
margt fullorðið fólk í hreppnum
á eftir að taka veikina. Hafa mis-
lingar ekki gengið hér siðan
1942
í dag er hér norðan bylur, en
ekki er mikill snjór á jörðu. Þó
er mikil ísing á láglendinu.Kind-
ur voru teknar á gjöf hér fyrir
hálfum mánuði. — Regína.
Þingmenn f<
frí að sinni
„ERU allir aðrir að mynda
stjórn?“, varð forseta efri deildar
Alþingis að orði er hann leit yfir
þunnskipaða bekki deildarinnar
klukkan hálftvö í gær. Brátt
varð þó fundarfært og voru tekin
fyrir bæði málin, sem voru á dag-
skrá. Frumvarp um tekjuskatt og
eignarskatt var til 2. umr. og sam
þykkt samhljóða til 3. umr. Frv.
um fræðslu barna var til fyrstu
í ekki jóla-
umræðu og vísað til 2. umr. og
menntamálanefndar samhljóða.
Deildarforseti gat þess áður en
hann sleit fundi, að enn mundi
verða boðað til fundar í deildinni
fyrir jól, og mundi hann því ekki
bera fram jólaóskir til þm. að
sinni en nú væri liðið það nærri
jólum, að full ástæða væri til að
fara að fresta þingi þess vegna.
Eitt mál var á dagskrá neðri
deildar, frv. um dýrtíðarráðstaf-
anir vegna atvinnuveganna. Var
það til 3. umr. og samþykkt sam-
hljóða.
— ÞAÐ eru erfiðir dagar hjá
okkur núna, sagði Helgi Sigurðs-
son, hitaveitustjóri, í samtali við
Mbl. í gær, og ástandið hefur
farið dagversnandi. Það náði há-
marki sínu í gær, er allir geym-
ar Hitaveitunnar í Öskjuhlíð voru
tómir orðnir á þriðja tímanum.
Það sem þessu veldur er að
sjálfsögðu hvassviðrið og kuld-
inn. En vegna þess hefur fjöldi
fólks hér í bænum gripið til þess
ráðs að láta vatnið streyma inn
hjá sér allan sólarhringinn. Sem
dæmi um hve mikil brögð eru
nú að þessu, má geta þess að í
fyrrinótt var næturrennslið um
250 sekl. en það er rúmlega helm-
ingur alls þess vatnsmagns sem
Hitaveitan hefur nú yfir að ráða,
sem eru röskir 400 sekl.
í þessum kuldum hefur verið
til þess gripið að kynda verka-
mannabústaðlna, og einnig Rað-
húsahverfið, til þess að létta und-
ir með Hitaveitunni,þá er túrbínu
stöðin við Elliðaár í gangi og
snerpir á vatninu og bætir við,
svo segja má að allra ráða er
leitað til þess að auka vatns-
magnið.
Það sem getur bætt úr vand-
ræðunum, sem munu fara dag-
versnandi ella, er að fólk loki
fyrir hús sín um nætur og mun
þá verða mikil breyting á til
batnaðar, jafnvel í slíku veður-
fari sem nú er.