Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBL4ÐtÐ plírrpmMaMI* Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. AÖalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffur. Ejnnr rtsmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands I lausasölu kr. 2.00 eintakið. NEFNUM HLUTINA RETTU NAFNI EGAR V-stjórnin hófst á sl'. vori handa um að gera leiðréttingu á fjárhagskerfi íslendinga, af því að kaupgjaldið væri hærra en atvinnuvegirnir gátu borið, var aðferð hennar sú að lögbjóða hækkun grunnkaups um 5%. Auðvitað var þessi grunnkaups hækkun lögboðin í blekkinga- skyni. Hú’.i var ætluð til þess að dylja fyrir almenningi að verið var að leggja á hann miklu liærri álögur, en þessari 5% grunnkaups hækkun nam. Ríkisstjórn og Al- þingi héldu sem sé að ráðið til þess að leysa vandamál þjóð- félagsins væri að fara í skolia- leik við landslýðinn. Afleiðingar þess, að þá voru engar raunhæfar ráðstafanir gerð ar, blasa nú við. Hermann Jónas- son sagði satt, þegar hann lýsti því, að ný verðbólgualda væri skollin yfir. Hann reyndi að vísu að kenna öðrum um. En engum heilskyggnum manni getur leng- ur dulizt, að stjórnarvöldin héldu, að það væri vænlegra til kjós- endafylgis að fara i skollaleik en sinna raunhæfum verkefnum. ★ Annað dæmi þeirrar hringa- vítleysu, sem fjárhagskerfi þjóð- arinnar nú er komið í, er hversu ólík áhrif sama ráðstöfun hefur einungis eftir því hvað hún er kölluð. Hvorki launþegar né kaupgreiðendur skiptir neinu máli hvað kaupið er kallað, sem innt er af höndum og tekið á móti. Það er hæð launanna og kaupmáttur þeirra, sem úrslitum ræður en ekki hitt, hvort þau eru kölluð grunnkaup eða verðlags- uppbót. Þegar launþeginn tekur við fjárhæðinni, kemur hún hon- um nákvæmlega að sama gagni undir hvoru nafninu, sem hún gengur, og kaupgreiðandanum er jafn tilfinnanlegt að inna hana af höndum, hvað, sem hún er kölluð. En í fjárhagskerfi íslend- inga er nafnið tómt látið ráða úrslitum. Ef launþegar eru sviptir, við skulum segja 15 vísitöiustigum, þá bitnar það óhjákvæmilega á þeim sjálfum, þegar í stað. En eftir gildandi lögum og þeim reglum, sem aðilar sjálfir hafa komið sér taman um, þá hefur slík vísitölusvifting engin áhrif á verð landbúnaðarafurða þegar í stað, nema einungis að því, er varðar dreifingarkostnaðinn. Með þeirri aðferð væri sem sé einung- is hægt að lækka eða fella niður þá verðhækkun landbúnaðaraf- urðanna, sem varð nú í desember, en önnur áhrif á afurðaverðið kæmu ekki fram fyrr en miklu síðar. Lækkunarinnar mundi fyrst gæta- næsta haust, þegar verðlag landbúnaðarafurða væri þá ákveðið, þ. e. sennilega ein- hvern tíma í septembermánuði 1959. Ef kaup launþega er aftur á móti minnkað um nákvæmlega sömu fjárhæð en lækkunin köll- uð koma niður á grunnkaupinu í stað verðlagsuppbótinni, þá mundi verðið á landbúnaðarvör- um raunverulega lækka sam- tímis. Ekki einungis að því, er varðar dreifingarkostnaðinn, held ur einnig í þeim hluta verðsins, sem byggist á kaupi bóndans. Bóndanum var á sl. hausti reikn- uð 6% grunnkaupshækkun, því að þá var talið fyrirsjáanlegt, að kaup mundi almennt a. m. k. hækka sem því næmi. Ef laun- þegar afsöluðu sér þessari kaup- hækkun nú, mundu þeir þess vegna ekki þurfa að eiga nein eftirkaup um iækkun afurða- verðsins. Hún mundi gerast sjálf- krafa og samtímis. ★ Hér er það því orðaleikur einn, sem látinn er ráða gersamlega ólíkum áhrifum í öllu fjárhags- kerfinu. Frá slíkri fásinnu verður að hverfa. Menn verða að þora að horfast í augu við staðreynd- irnar. Ef kauplækkun er nauð- synleg, þá tjáir ekki að lögbjóða kauphækkun, eins og gert var á sl. vori með bjargráðunum. Það verður að koma framan að mönnum og segja þeim hreinlega við hvað er átt. Þess vegna stoðar heldur ekki að kalla kauplækk- unina vísitölufestingu eða svipt- ingu svo og svo margra vísitölu- stiga og neita almenningi undir því yfirskini um hina sjálfsögðu lækkun afurðaverðsins, sem öll sanngirni mælir með, að verði þegar í stað. Ráðstafanir á að kalla sínu rétta nafni og ’áta menn þegar í stað njóta kost- anna við að slá af kröfunum, en ekki láta kjararýrnunina eina bitna á fólkinu strax, en lækkun vöruverðs bíða. Allt sýnast þetta vera einfaldar og sjálfsagðar staðreyndir. Engu að síður er rík ástæða til þess að taka þær fram, og hver einasti fslendingur þarf að hugleiða, hvað í þeim felst. ★ Hinir úrræðalausu valdhafar ráðast nú á Sjálfstæðismenn vegna þess, að þeir hafa bent á þessi einföldu sannindi. Sagan um nýju fötin keisarans er alltaf að endurtaka sig. V-stjórnin þóttist ætla að leysa allan vanda með jólagjöfinni fyr- ir tveimur árum. Sú ráðstöfun reyndist alþjóð hefndargjöf, þó að hún frflmlengdi líftóru V- stjórnarinnar. Á sama veg fór með bjargráðin á þessu ári. Þau urðu flotholt fyrir V-stjórnina en komu fjármálum þjóðarinnar í enn meira óefni en nokkru sinni áður. ’Stjórnarherrarnir halda, að það eitt nægi að dást hver að öðrum fyrir þær gjafir, sem þeir gefa almenningi, og bjargráðin, sem þeir láta í té, þó að hvort tveggja sé einungis hismi og svik. Ef menn þurfa að slá af kröf- unum af því að lifað er umfram efni, þá vill almenningur, að það sé sagt af hreinskilni en ekki undir því yfirskini að verið sé að gefa honum eina krónu, þegar af honum eru teknar tvær. Það er sá skollaleikur, sem menn nú eru búnir að fá nóg af. Þess vegna mun þjóðin áður tn yfir lýkur áreiðanlega kunna að meta að Sjálfstæðismenn settu það, sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir þátt- töku sinni í stjóm, að menn þyrðu að gera sér grein fyrii staðreynd- unum, nefndu þær réttu nafni og tækju óhjákvæmilegum afleiðing um. Laugardagur 20. des. 1958 Eiginmaðurinn má ekki vera þegjandalegur um of, segja sérfræðingarnir. Hins vegar er sú eig- inkona vandfundin, sem nennir að hlusta á hann fjölyrða sí og æ um hversdagslega atburði daglegs lífs. — Hvað segja á eiginmað urinrt að konu sinni? Iverulega ekki — að segja konu sinni allt. Vandamálið er aðeins að gera sér grein fyrir, hvaða atriðum hann á að halda leynd- Hvað á eiginmaðurinn að segja konu sinni? ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síðan sú venja var í heiðri höfð, að eiginmaðurinn minntist aldrei á peningamál við konu sína og trúði henni mjög sjaldan fyrir því, sem hann taldi vera sín einkamál. Gengið var út frá því, sem vísu, að hún skildi ekki hið fyrrnefnda og kærði sig ekki um að kynnast hinu síðarnefnda. Nútímaeiginkona vill vera trún- aðarvinur — ekki síður en húsmóðir Nú á dögum er þetta ekki eins einfalt, því að nútímahúsmóðir lítur á sig sem trúnaðarmann ekki síður en húsmóður. Hún vill fá að hafa hönd í bagga með fjármálastjórninni á heimilinu. Ærið oft tekur hún að sér að tala fyrir þeim málum, sem þarf að koma í framkvæmd, og það mun vera algengt, að hún opni bréf, sem eru stíluð til eiginmannsins. Konurnar lifa að meðaltali 5 ár- um lengur en eiginmennirnir, og því gera þær ráð fyrir að þurfa að ráðstafa og stjórna fasta og lausafé eftir hans dag. ★ En hvað sem því líður, þarf eiginmaðurinn ekki — og á raun- Eitt er bað, sem konan ætlast til, að eiginmaðurinn ræði —•Rð í peningamálunum. um. Sums staðar er svo fyrir- mælt í hjúskaparlögum, að eig- inmaðurinn þurfi ekki að segja konunni meira um viðskiptamál sín en honum býður við að horfa. Hins vegar verði hann að segja konu sinni satt frá þeim atrið- um, sem hann ekki heldur leynd um í þessum efnum, þar sem sí- felld lygi telst vera andleg mis- þyrming. Ráðgjafar í heimilis- og hjú- skaparmálum ráðleggja oft eigin- manninum að trúa konunni fyr- ir erfiðleikum sínum, þar sem það létti af þeim áhyggjum og kvíða. Þetta sjónarmið er ýtar- lega rætt í bók, sem frú Hanna Lees gaf út fyrir nokkru. Höfund ur beinir máli sínu aðallega til kvennanna og ráðleggur þeím að hlusta alltaf fullar samúðar á vandkvæði eiginmannsins. Henni má aldrei vera ofvaxið að gefa ráð, hversu risavaxin sem vanda- málin eru, og hún má aldrei láta sér fátt um finnast, þó að erfið- leikarnir séu smávægilegir. Aug- ljós er hættan á því, að konan Hygginn eiginmaður lætur oft svo sem hann lumi á einhverju. Framh. á Lils. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.