Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. des. 1958 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Öllum byggðarlögum Vestfjarða verði hið tyrsta komið í samband við ak- ■ t*M J • þessarar tillögu, að Vestfirðingar VGQQKGrTl lanasms eigi funan réu á i.vi ems cg aörir ^ landsmenn að njóta akvegasam- Kjartan J. Jóhannsson og Sigurður S”£££ Bjarnason flytja báltill. þess efnis „ rf„ sé að athuga, hvort ekki geti ver- ið hagkvæmt að láta vinna að vegagerð í ákvæðisvinnu undir eftirliti vegagerðar ríkisins. Baldur Johnsen Heilbrigði úr hafdjúpunum Ný bók eftir Baldur Johnsen lækni í GÆR var útbýtt á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um ak- vegasamanband við Vestfirði. Flutningsmenn eru Kjartan J. Jóhannsson og Sigurður Bjarna- son. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leggja fyrir vega- málastjóra að hefja nú þegar undirbúning eftirfarandi ráðstaf- ana til þess að skapa akvegasam- band við þau byggðarlög á Vest- fjörðum, sem enn þá eru án sam- bands við aðalakvegakerfi lands- ins: 1. Að ljúka Vestfjarðavegi frá Barðaströnd i Arnarfjörð á næsta ári. 2. Að Ijúka vegagerð, er tengi ísafjörð og nágrannakauptúnin við sveitirnar við ísafjarðarljúp, á ekki lengri tíma en 3 árum. 3. Að láta rannsaka, hvort ekki sé hagkvæmt að vinna þess- ar framkvæmdir eða einstaka þætti þeirra í ákvæðisvinnu undir eftirliti vegagerðar ríkisins. Ríkisstjórninni skal heimilt að verja fé úr ríkissjóði til fyrr- greindra framkvæmda eða veita ábyrgð fyrir lánum, sem kunna að verða tekin til þeirra. Svofelld greinargerð fylgir til- lögunni: Þrátt fyrir miklar íramkvæmd- ir í vegamálum þjóðarinnar er stór hluti Vestfjarða enn þá án sambands við akvegakerfi lands- ins. Er hér um að ræða lands- svæði frá Arnarfirði að sunnan- verðu ísafjarðardjúpi. í þessum héruðum búa nú um 6000 manns. Rikir mikil óánægja meðal Vest- firðinga með það, hversu hægt gengur að skapa nauðsynlegt ak- vegasamband við landshluta þeirra. Sætir það vissulega engri furðu, þar sem greiðar samgöng- ,ur hljóta í öllum landshlutum að vera hyrningarsteinn atvinnu- og félagslífs fólksins. í tillögu þessari er lagt til, að ríkisstjórnin feli vegamálastjóra að gera ráðstafanir til þess, að lokið verði þegar á næsta ári lagningu vegar úr Barðastrandar- sýslu yfir í Arnarfjörð. Hefur verið unnið að þeirri framkvæmd undanfarin ár, og munu 13—14 km ólagðir á þessari leið. Með nægum stórvirkum verkfærum og vélum er fyllilega mögulegt að ljúka vegagerðinni á næsta sumri. Hefði þá akvegasamband skapazt við alla Vestur-ísafjarðar sýslu, ísafjarðarkaupstað, öll kauptúnin í Norður-ísafjarðar- sýslu og þær sveitir sýslunnar, sem eru við utanvert ísafjarðar- djúp. Væri að þessu stórmikil bót. En jafnhliða er það skoðun flutningsmanna, að brýna nauð- syn beri til þess að leggja aukna áherzlu á vegagerðina fram með ísafjarðardjúpi. Vegur hefur nú verið lagður nokkuð út með Mjóa firði innarlega í Djúpinu. Enn í GÆR var útbýtt á Alþingi sam- hljóða nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um námskeið í meðferð fiskileitartækja, frá fjárveitinganefnd. Er það á þessa leið: Nefndin hefur rætt málið á nokkrum fundum og aflað sér álits Fiskifélags íslands um það. Fiskifélagið hefur haldið eitt námskeið þess háttar, sem tillag- an gerir ráð fyrir, og hefur nú fleiri slík í undirbúningi, þótt ekki sé fjárhagsgrundvöllur þeirra tryggður. fremur er vegur kominn milli allra byggðarlaganna við utan- vert ísafjarðardjúp, allt inn í Álftafjarðarbotn. En frá Álfta- fjarðarbotni í Mjóafjarðarbotn eru um 100 km, og er aðeins stuttur vegarspotti á þeirri leið, frá bryggju í Ögri að brú á Laug- ardalsá. Með því að útvega aukinn véla- kost og hækkaðar fjárveitingar til þessarar vegagerðar ætti að vera mögulegt að ljúka henni á 3—4 -árum. Má til dæmis gera ráð fyrir, að mögulegt ætti að vera að koma veginum út i Ögur á næsta sumri. Þá ber og nauðsyn til þess að halda áfram vegagerðinni út með norðanverðu ísafjarðardjúpi á- leiðis til einnar nyrztu byggðar héraðsins í Grunnavíkurhreppi. Það er skoðun flutni.ngsmanna í HÆSTARÉTTI var í gær kveð- inn upp dómur í máli er risið hefur út því hvort tæplega átta ára telpa, sem verið hefur í fóstri hjá ömmu sinni, skuli nú flytjast þaðan til móður sinnar. Þau urðu úrslit máisins í héraði og fyrir Hæstarétti, að telpan litla skuli enn um hríð dvelja hjá ömmu sinni. Það er móðir telpunnar sem málið höfðaði. Konan, sem nú er bandarískur borgari heitir Jó- hanna Bjarney Júníusdóttir Rise. En hún og Guðmundur Jónasson Njálsgötu 52a hér í bæ slitu sam- vistum árið 1954. Þau áttu þá eina dóttur Kolbrúnu Þórunni, sem fædd var 30. des. 1950. Telp- an litla fylgdi móður sinni unz það varð að samkomulagi haustið 1955, að móðir Guðmund ar, Þórunn Tómasdóttir sem býr í Garðshúsum á Stokkseyri, tæki telpuna til sín. í febrúar 1956 giftist Jóhanna Bjarney varnarliðsmanninum Ric hard Rise og þau fluttust til Bandaríkjanna. Þau hjónin hófu athuganir á því sumarið 1956, að fá Kolbrúnu Þórunni til sín. Jó- hanna Bjarney Rise kom hingað til lands síðsumars 1957 og ætlaði að fá barnið, en faðir þess og amma lögðust eindregið gegn því að afhenda barnið og leitaði þá móðir þess til dómstólanna og fór þess á leit að barnið yrði tekið og afhent henni með beinni fógeta- aðgerð. Síðan vorið 1958 hefur Jóhanna Bjarney Rise og maður hennar búið suður í Keflavík, en maður hennir er í þjónustu varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hinn 1. nóvember síðastl. gekk Nefndin telur, að brýn nauðsyn sé að veita skipstjórnarmönnum fiskiflotans alla þá kennslu í með ferð fiskileitartækja, sem unnt er og að námskeið þessi verði hald- in hið fyrsta, er við verður kom- ið, og svo víða á landinu, að ætla megi, að þau geti náð til allra, er þeirra vilja njóta. í samræmi við það, að Fiski- félagið hefur námskeið í undir- búningi, og með tilliti til þess, að líklegt má telja að fjárlagaaf- greiðsla dragist eitthvað á lang- 1 DAG kemur á bókamarkaðinn ný bók eftir Baldur Johnsen, héraðsiækni í Vestmannaeyjum. Heitir hún Heilbrigði úr haf- djúpunum, og fjallar um fjör- efni og þá fyrst og fremst um lýsið. Höfundur segir í formála bók- arinnar, sem er í heild um 130 bls., að tilkoma fjörefnanna A og D hafi gert læknum nauðsyn- legt að gera sér fulla grein fyrir því, hvort gerviefnin geti raun- dómur í málinu í héraði og segir þar m.a. á þessa leið: Fógetadómurinn telur Ijóst, að gerðarbeiðandi (Jóhanna Bjarn- ey) hafi að lögum forræði barns- ins, og ekki verður annað séð, en að hún og eigimaður hennar hafi aðstæður til að veita barninu gott uppeldi. Þegar hins vegar er virt álit Barnaverndarráðs verður að telja að það kunni að hafa óheppi leg áhrif á sálarlíf barnsins að taka það nauðugt frá Ömmu sinni, gerðarþola Þórunni, þykir því ekki rétt að taka barnið frá henni með beinni fógetaaðgerð, enda fram komið í málinu, að hún hefur enn bæði getu og vilja til að ala barnið vel upp“. Þessar höfuðniðurstöður stað- festi Hæstiréttur með sínum dómi og segir þar m.a. á þessa leið: Því hefur verið lýst hér fyrir dómi, að áfrýjandi, sem gift er bandarískum atvinnuhermanni, hafi öðlazt bandarískt ríkisfang. Eigi hefur verið borið undir Dómsmálaráðuneyti, hvort hinar breyttu ástæður áfrýjanda skuli hafa áhrif á foreldravaldið yfir barninu Kolbrúnu Þórunni, sbr. 2. umr. 78. gr. laga nr. 39/1921. Barnaverndarráð hefur í umsögn 3. október þ.á. lagt eindregið til, að Kolbrún Þórunn verði látin dvelja fyrst um sinn hjá ömmu sinni, stefndu Þórunni Tómas- dóttur. Með tilvísun til atriða þessara þvkja eigi vera efni til að svo stöddu að taka kröfu áfrýj- anda í málinu til greina. Ber því að staðfesta úrskurð fógeta. Rétt þykir, að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. inn, telur nefndin rétt að afgreiða tillöguna með þessari breytingu: Tillögugreinin orðist svo: Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina, að hún hlutist til um, að Fiskifélag fslands fái aðstöðu til að halda í öllum landsfjórð- ungum, svo fljótt sem verða má og ekki síðar en fyrir næstu síldarvertíð, námskeið fyrir skip- stjórnarmenn á fiskiskipum, þar sem veitt verði fræðsla um gerð og meðferð fiskileitarmerkja, oð heimilist ríkisstjórninni að greiða úr ríkissjóði kostnað, er af þess- ari framkvæmd leiðir. verulega leyst lýsið af hólmi. — Kemst höfundur síðan að orði á þessa leið: Gerviefnin hafa unnið á „Gerviefnin hafa unnið tölu- vert á, jafnvel á íslandi, vegna þess, hve þau eru auðveld í notkun, fyrirferðarlítil og bragð- laus. Þó er hér að sjálfsögðu um erlenda vöru að ræða, sem kepp- ir við okkar eigin framleiðslu, meðalalýsið, sem um langan ald- ur var einhver bezta útflutnings- vara okkar og ungum og göml- um óþrjótandi heilsulind. Þetta var raunar hinn eini íslenzki iðnaðarvarningur, sem óumdeil- anlega hefur verið í fremstu röð, hvar sem var í heiminum, og ekki hægt að fullnægja eftir- spurninni. Þessi aðstaða virðist nú vera að breytast, síðan gervi- efnin komu til sögunnar. Norðmenn á móti pillunum Námsferð um Norðurlönd árið 1957 sannfærði mig um að lækn- ar í Danmörku og Noregi taka yfirleitt lýsið fram yfir gervi- efnin, nema í undantekningartil- fellum. Og Norðmenn eru alveg ákveðnir í að hleypa ekki pill- um eða öðrum gerviefnum, eða lýsisþétti inn í skóla sína né heilsuverndarstöðvar. Þar er þorskalýsið eitt um hituna, en það vann sér þann heiðurssess í síðasta stríði, þegar Norðmenn áttu í miklum erfiðleikum, meðal annars með öflun matvæla. Þegar svo nýjar vísindarann- sóknir á æðakölkun og aðferð- um til að draga úr þeim vágesti beindu á ný athyglinni að lýsinu, mátti ekki lengur dragast að gefa íslendingum kost á sérstakri fræðslu um lýsið og hina marg- víslegu eiginleika þess“. Tileinkuð minningu Guðmundar Hannessonar Þetta voru ummæli Baldurs Johnsen í formála bókar hans um lýsið. 1 upphafi bókarinnar er lýst þeim sjúkdómum, sem lýsis- notkun fyrst og fremst kemur í veg fyrir, svo sem beinkröm, ýmsum augnsjúkdómum og fleiri sjúkdómum. Síðan er tekin til meðferðar lífefnaleg undirstaða læknisáhrifanna og loks er í síð- asta kafla bókarinnar rætt um lýsisframleiðslu og lýðisnotkun hér á landi fyrr og síðar. Bók þessi er áreiðanlega hin gagnlegasta. Höfundur hefur til- einkað hana minningu Guð- mundar Hannessonar prófessors, i „vinar og frábærs kennara". Bókin mun fást í öllum bóka- verzlunum hér í Reykjavík. „Brúðujól" afhenf i dag BRÚÐUJÓL er bók sem nokkrir barnavinir gefa börnum um þessi jól. Eins og skýrt var frá á fimmtudaginn er bókin fyrst og fremst fyrir stúlkur 3—14 ára. Bókin er afhent ókeypis í dag — aðeins í dag — kl. 2—4 í Þing- holtsstræti 22 A (gengið niður með húsinu að austanverðu). ^ , STAKSTEIMAR Virðir ekki fundar- sköp Bæjarfulltr. Framsóknarmanna er þekktur að því að koma oít fram með furðulegum hætti á bæjarstjórnarfundum og virða þá stundum lítt fundarsköp og regl- ur, sem bæjarstjórnin hefur sett sér sjálf. Á bæjarstjórnarfundi s.L fimmtudagskvöld gerðist það t.d., að þessi bæjarfulltrúi Fram- sóknarmanna fór að ræða um til- tekna fundargerð bæjarráðs, sem hann og aðrir bæjarstjórnarmeð- limir voru búnir að afgreiða og samþykkja. Forseti bæjarstjórn- ar benti bæjarfulltrúanum á, að hann væri þarna farinn að ræða um mál, sem búið væri að af- greiða og bryti með því fundar- reglur bæjarstjórnar. Fyrir utan það að halda funda- sköp bæjarstjórnarinnar slælega, heldur þessi bæjarfulltrúi oft uppi miklu málþófi á fundum og er einasti bæjarfulltrúinn, sem leyfir sér slíkt í bæjarstjórn höfuðstaðarins. Þetta er hvorki bæjarfulltrúanum til sóma né flokki hans til gagns. Þá gerðist það einnig á sama bæjarstjórnarfundi að bæjarfull- trúi Framsóknarmanna bar fram tillögu sem hann hafði ekki til- kynnt með þeim fyrirvara sem gert er ráð fyrir og voru afbrigði ekki leyfð, en vitaskuld stendur bæjarfulltrúanum opin leið að koma tillögunni að á næsta bæj- arstjórnarfundi, ef hann vill fara eftir fundasköpum bæjarstjórnar innar. Tillaga hans er líka þess eðlis, að ekkert lá á að taka hana endilega fyrir á þessum fundi. Fundarsköp bæjarstjórnar Reykjavíkur eru frjálslega fram- kvæmd og forseti bæjarstjórnar lætur þar að sjálfsögðu ganga eitt yfir alla, enda ekki verið út af því kvartað. Framkoma bæj- arfulltrúa Framsóknarmanna ber hins vegar vott um virðingar- leysi fyrir þeirri bæjarstjórn, sem hann á setu í sjálfur. Skýr játning Einn af bæjarfulltrúum komm- únista lýsti því á síðasta bæjar- stjórnarfundi með sterkum orð- um, hve útlitið væri ískyggilegt, því fiskiflotinn væri að stöðvast, enáhonum byggist afkoma fjölda fólks og fiskveiðarnar væru líka grundvöllur að gjaldeyrisfram- leiðslu þjóðarinnar. Stöðvun er yfirvofandi, sagði bæjarfulltrú- inn, og í lýsingu hans á ástandinu fólst greinileg játning þess, hvernig viðskilnaðurinn var, þegar vinstri stjórnin loks sagði af sér og varpaði frá sér allri ábyrgð og ölhim vanda. Hafði ekki traust Bæjarfulltrúinn vildi láta bæj- arstjórn Reykjavíkur skora á rík isstjórnina að veita Lúðvík Jós- efssyni sérstakt umboð til þess að koma flotanum af stað. Þessi ráðherra hefur þó sagt af sér ásamt hinum ráðherrunum og kastað frá sér öllu. Nú átti að fara að veita honum einum um- boð til þess að ganga frá þessum málum. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn töldu að hér væri um að ræða mál, sem varðaði ríkis- stjórnina í heild, eins og hún er á hverjum tíma, og Alþingi, enda væri það hlutverk þeirra aðila að leysa vandann. Bæjarfulltrúar Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins tóku undir þessa af- stöðu Sjálfstæðismanna og kom þá glöggt í ljós, að Lúðvík Jósefsson hafði ekki traust þess- ara manna til þess verks sem bæj arfulltrúi kommúnista vildi láta fela honum sérstaklega. Námskeið í meðferð f’skiieitartœkja Fjárveitinganefnd Alþingis leggur það til Hœstiréttur sker úr um dvalarstað 7 ára telpu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.