Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 1
24 siður Valafellsskipsfjórinn dœmdur í 74 þús. kr. sekt og fór í sjúkrahús Áður en togarinn sigldi út varð út- gerð hans að setja 220 þús. kr. tryggingu BREZKI togaraskipstjórinn Roland Pretious var fluttur í sjúkrahúsið á Seyðisfirði skömmu eftir hádegið í gær, rétt áður en hæjarfógetinn, Erlendur Björnsson, dæmdi hann í 74 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs, gerði afia togarans, sem var sáralítill, upptækan, svo og veiðarfæri. Verjandi skipstjórans, Gísli G. ísleifsson, hafði áður flutt 20 mínútna varnarræðu. Var dómi þessum áfrýjað til Hæstaréttar. Togarinn Vala- fell er fyrsti togarinn, sem dæmdur er fyrir veiðar sam- kvæmt reglugerðinni um 12- mílna landhelgi. Var þessi dómsuppkvaðning að því leyti sögulegur atburður. — Hins vegar dregur það úr þýðingu dómsins, að togarinn var fyrir innan gömlu 4ra mílna landhelgina og hefði því allt að einu verið dæmd- ur sekur, þótt hin nýja land- helgi væri ekki gengin í gildi. Þegar rétturinn var settur, kl. um 11 í gærmorgun í skrifstofu bæjarfógeta, var Valafellsskip- stjórinn mættur þar. — Mér líð- ur bölvanlega, og þessi nótt var síður en svo nokkru betri en hin- ar fyrri, sagði hann, er hann kom til réttarhaldanna. — Virtist mönnum þetta hvergi ofmælt hjá skipstjóranum, því að hann var sýnilega fársjúkur. Eftir að bæjarfógeti hafði þing- fest málið, var verjanda veittur frestur til kl. 1 til þess að semja vörn fyrir skjólstæðing sinn. — í varnarræðu sinni sagði Gísli G. ísleifsson, að bráðabirgðalögin, sem sett voru um 12 rnílna tak- mörkin hefðu ekki enn hlotið stað festingu Alþingis. Þá vitnaði hann til laganna um vísindalega vernd un fiskimiðanna, þar sem segir, að þær ráðstafanir, er íslendingar hyggðust gera, skyldu gerðar í samráði við aðrar þjóðir. í þriðja lagi taldi verjandinn, að þjóða- réttur viðurkenndi ekki tólf mílna fiskveiðtakmörk, og taldi hann alþjóðarétt vera æðri lands lögum og því ógild þau lög, sem fara í bága við alþjóðarétt, eink- um þar sem um er að ræða „res communis" — allra eign. Pretious skipstjóri, sem reynt hafði að nærast á tei, skömmu áður en hann átti að fara inn í réttarsalinn, hafði ekki getað haldið því niðri, frekar en öðru, arfógetinn í heyranda hljóði, upp dóminn yfir hinum 32 ára gamla skipstjóra. í forsendum hans var vísað á bug, þeirri fullyrðingu verjandans, að bráðabirgðalög- in væru ekki í gildi, þar eð þau hefðu ekki hlotið staðfestingu Alþingis. Önnur atriði í varnar- ræðunni voru ekki rakin, og með tilliti til þess, að togarinn hafði verið rúmar 8 mílur fyrir innan 12 mílna línuna, var skipstjór- inn dæmdur sekur, svo sem í upp hafi var greint frá. Umboðsmaður togarans Vala- fells, Geir Zoega, forstjóri, hefir orðið að setja Landhelgissjóði tryggingu að upphæð 220 þús. kr. Þar af er málskostnaður í héraði, og væntanlegur málskostnaður fyrri Hæstarétti, kr. 75 þús kr. Veiðarfæri skipsins voru metin á 71 þús. kr., en afli var sama og enginn. Færeyingar og Danir semja um hafnir KAUPMANNAHÖFN, 6. febr. — t dag tókust samningar með fær- eysku landstjórninni og dönsku stjórninni um, að færeyskir fiski- menn fái afnot af fimm höfnum á vesturströnd Grænlands til við- bótar þeim, sem þeir hafa þegar afnot af. Einnig samdist um, að færeyskir fiskimenn fengju af- not af þremur höfnum á austur- strönd Grænlands. Mynd þessi var tekin frá varðskipinu í hinni löngu bið úti fyrir Loðmundarfirði, eftir fyrir- mælum brezka flotamálaráðuneytisins — sem aldrei komu. Þar var veður rysjótt alla dagana, allt upp í 9 vindstig. Skipin sem sjást, eru her-kipið H.M.S. Agincourt og togarinn Valafell. I baksýn Dalatangi. (Ljósmyndirnar tók Garðar Pálsson) Valafellsskipstjórinn Roland Pretious. Rússar hjálpa „stóra46 bróður MOSKVA 7. febrúar (Reuter). Krúsjeff forsætisráðherra Rússa- lands undirritaði í dag samning um efnahagslega aðstoð við Kína. Munu Rússar veita Kínverjum 5 milljarða rúblna efnahagshjálp til uppbyggingar iðnaðinum. — Rússar munu teikna ýmiss konar verksmiðjur fyrir Kínverja, svo sem málmverksmiðjur og raforku stöðvar, leggja fé til þeirra og veita tseknilega aðstoð við smíð- ina. sem hann hefir reynt að nærast á þá rúma sex daga, sem tauga- stríð hans hefir staðið. — Var því ákveðið, að hann skyldi nú fluttur í sjúkrahús, þar eð með öllu væri þýðingarlaust og á- stæðulaust, að halda honum leng- ur fyrir réttinum. Málið var nú tekið til dóms, og eftir nokkurt hlé, var réttarsal- urinn opnaður á ný, og las bæj- í Fleiri myndir eru j bls. 2 o Aref herforingi dœmdur til dauða í Bagdad 1 réttarsalnum á Seyðisfirði, Erlendur Björnsson bæjarfógeti, í embættisbúningi, spyr: Fullt nafn yðar er? Hinn svarar: Roland Pretious, 32 ára, til heimilis 355 Beriton Avenue, Cleethor- pes. Á milli þeirra situr dómtúlkurinn, Ottó Jónsson, menntaskólakennari. DAMASKUS, 7. febr (Reuter) Herréttur í Bagdað dæmdi Aref herforingja til dauða s.I. fimmtu- dag. Útvarpið í Bagdað skýrði frá þessu í dag, og staðfesti þar með orðróm, sem gengið hefur um Arabalöndin, að snaran biði þsssa fyrrverandi samstarfs- manns Kassems. Þegar þessi tíðindi urðu kunn afhentu þrír ráðherrar í ríkis- stjórninni Kassem forsætisráð- herra lausnarbeiðni sína. Eru nú aðeins eftir í ríkisstjórninni ráð- herrar, sem eru hlyntir kommún- istum. Ráðherrarnir, sem af sér sögðu rökstuddu það með því að nú væri sýnilegt að markmið og lof- orð byltingarinnar í írak sl. sum ar væru farin út um þúfur. Tvö Peron hjá Franco MADRID, 6. febr. Reuter. Juan Peron fyrrverandi einræðisherra Argentínu, sem hvarf fyrir tæp- um hálfum mánuði frá Dómin- íska lýðveldinu og enginn vissi hvert, kom í dag til Bilbao á Spáni, með dóminískri snekkju. Peron taldi sig ekki hafa eftir neinu að bíða í Suður-Ameríku eftir að mistókst að hrekja stjórn ina í Argentínu frá völdum með allsherjavevkfallinu á dögunum. meginstefnumið býltingarinnar hefðu verið svikið, það fyrra að taka upp náið samstarf við Ara- bíska Sambandslýðveldið og það síðara að segja írak úr Bagdad- bandalaginu. Það var Aref, sem stjórnaði byltingunni í frak sl. sumar á- samt Kassem. Hann barðist fyrir því, að frak sameinaðist Arabíska Sambandslýðveldinu, en Kassem var á móti því. í deilum um þetta hafði Kassem sigur fyrst og fremst með suðningi kommúnista. ★-----------------------------* Sunnudagur 8. febrúar Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Úr verinu. Föstutíminn (Kirkjuþáttur). —- 6: Gjöld í Sundhöllinni lækka (frá bæjarstjórnarfundi). % — 8: Sitt af hvoru tagi. — 9: Samtal við Jón Magnússon, fyrrum skipstjóra .(í fáum or«- um sagt). — 10: Fólk í fréttunum. — 11: Kvenþjóðin og heimilið. — 12: Forystugreinarnar: Kjördæma- breytingin 1945 og Stjórnmála- skóli Varðar. Örlög Anastasíu (Utan úr heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 15—16: Lesbók barnanna. — 22: Frímerkjaþáttur. Skákþáttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.