Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 2
2
MORCVNRTAÐIÐ
Sunnudagur 8. febr. 1959
Upplýsingar um byggingar
og byggingarefni á einum stað
Arkitektafélag íslands stofnar til
byggingarbjónustu oð Laugavegi 18 A
AÐ Laugavegi 18A hér í bæ mun
í næsta mánuði hefjast merkiieg
starfsemi, sem er algjör nýjung
hér á landi. Er hér um að ræða
byffgingarþjónustu og upplýs-
ingamiðstöð, en þar munu verða
til sýnis flestar tegundir bygging-
Merkjasala Kven-
fél. Laugarnessk.
KVENFÉLAG Laugarnessóknar
efnir til sinnar árlegu merkja-
sölu í dag. Ég veit að merkja-
sölur eru ekki beinlínis vinsælar
orðnar hér í bæ. En það er svo
margur góður félagsskapur, sem
hefir komið ýmsu því til leiðar,
menningarlega, i þjóðfélaginu,
sem annars hefði varla, eða
miklu síðar verið gert, sem ekki
kemst hjá því að afla sér fjár
m. a. á þennan hátt.
Ef menn vissu betur um það
óeigingjarna starf, sem unnið er
t. d. í þessu félagi, hversu mikið
starf konurnar leggja fram sjálf-
ar af einskærum áhuga, bæði
tíma og vinnu, án nokkurs end-
urgjalds, þá er eg viss um að
menn mundu enn fúslegar styðja
þær, og kaupa merkin þeirra,
þótt mikið sé orðið af slíku.
Þær hafa ekki aðeins prýtt
kirkju sína þannig að undrun
vekur þeirra, er þangað koma,
heldur hafa þær það nú ofar-
lega á stefnuskrá sinni, að reyna
að gjöra meira og meíra fyrir
gamla fólkið í sókninni.
Þær hafa um undanfarin ár
eftir því sem húsrýmið leyfði
kvatt saman gamia fólkið til
samverustunda, þar sem allt
hefir verið gert til þess að
ánægja þess mætti verða sem
mest.
Þessu starfi hyggst kvenfélag-
ið halda áfram.
Og veit ég að margir munu
í dag styðja kvenfélagskonurnar
í þessari viðleitni þeirra með því
að kaupa merkin þeirra.
Garðar Svavarsson.
arefnis og byggingarhluta sem á
markaði eru, svo sem gluggar,
hiurðir, eldhúsinnréttingar, ein-
angrunarefni, gólfefni, hreinlæt-
istæki, hitunartæki og fjölmárgt
fleira.
Það er Arkitektafélag fslands,
stendur fyrir þessari merku nýj
ung, og mun fyrirtækið bera nafn
ið „Byggingarþjónusta Arkitekta-
félags fslands". — Forráðamenn
félagsins skýrðu fréttamönnum
frá starfsemi þessari í gær, en til-
ganginn með henni kváðu þeir
fyrst og fremst vera þann að
veita bæði fagmönnum í bygg-
ingariðnaðinum og öllum almenn-
ingi aðgang að hlutlausum upp-
lýsingum um, hverra kosta er
völ um hvers konar efni, er að
byggingum lýtur.
Fastasýning
Arkitektafélagið hefir tekið á
leigu til 5 ára húsnæði fyrir starf
semina að Laugavegi 18A (yfir
verzl. Liverpool). Er það hið vist
legasta og mjög rúmgott, og létu
forráðamenn félagsins í ljós á-
nægju sína yfir því, hve vel hefði
tekizt til um val húsnæðisins, —
Þessari þjónustu- og upplýsinga-
starfsemi verður þannig hagað í
megindráttum, að byggingarefna-
framleiðendum, byggingarefna-
sölum og innflytjendum og öðr-
um þeim, er á einhvern hátt
starfa að miðlun og framleiðslu í
þágu byggingariðnaðarins, verð-
ur gefinn kostur á að taka á leigu
sýningarrúm (bása) til eins árs í
senn, þar sem þeir geta sýnt vör-
ur sínar og framleiðslu og kynnt
með fyrirlestrum, myndasýning-
um eða á annan hátt. Auk þess
mun Arkitektafélagið hafa sér-
staka upplýsingadeild á staðnum.
— Gert er ráð fyrir, að fastasýn-
ing þessi og upplýsingamiðstöð
verði opin dag hvern kl. 1—6 e.h.
a.m.k. 11 mánuði ársins. Aðgang-
ur verður ókeypis og öllum heim-
ill, og sömuleiðis verða upplýs-
ingar veittar endurgjaldslaust.
Á blaðamannafundinum rakti
formaður Arkitektafélags fslands,
Gitta á öskudagsfagnaBi
Stúdentafélagsins
STÚDENTAFÉLAG Reykjavík-
ur hefur tekizt að fá hina þekktu
söngstjörnu Gittu til að koma
fram á kvöldskemmtun, og hefur
því verið ákveðið að halda ekki
þorrablót, sem fram átti að fara
í kvöld, en halda í stað þess
kvöldvöku á öskudaginn (mið-
vikudag), sem nefnd verður
„gamli og nýi tíminn“.
Kvöldvakan verður haldin í
Sjálfstæðishúsinu og hefst kl.
8:30. Þar mun hin fræga sijarua
koma fram og syngja, og er ekki
að efa að margir hafi hug á að
heyra hana syngja. Síðan verður
horfið úr nútímanum yfir í for-
tíðina, og mun þá Þórbergur
Dagskrá Alþing's
Á morgun eru boðaðir fundir í
báðum deildum Alþingis kl. 1,30.
Á dagskrá efri delldar eru tvö
mál.
1. Samkomudagur reglulegs Al-
þingis 1959, frv. 1. umr.
2. Fasteignagjöld til sveitar-
sjóða, frv. 1. umr.
Fjögur mál eru á dagskrá neðri
deildar.
1. Sjúkrahúsalög, frv. 1. umr.
2. Rithöfundarréttur og prent-
réttur, frv. — 2. umr. 3.Veitinga-
sala o. fl., frv. — 3. umr. 4. Sala
Bjarnastaða í Unadal, frv. — 1.
umr. — Ef deildin leyiir.
Þórðarson segja frá „eilífðarver-
unum" sinum af sinni kunnu
snilld. Auk þess munu „gömul
bóndahjón“ sýna gestum inn i
gamla baðstofu og skemmta þeim
með rímnakveðskap og upp
lestri klassískra verka. Þá verð-
ur einnig almennur söngur undir
stjórn „bóndans“. Að lokum verð
ur svo stiginn dans fram á nótt.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Sjálfstæðishúsinu á þriðjudag-
inn kl. 4—6. Þeir sem keyptu
miða á þorrablótið geta fengið
þeim skipt á sama tíma eða skil-
að þeim gegn endurgreiðslu.
Gunnlaugur Halldórsson, nokk-
uð sögu þessa máls og sýndi fram
á, hverja þýðingu upplýsingamið-
stöð sem þessi gæti haft, bæði fyr-
ir þá, sem eru að byggja sér hús,
eða starfa að byggingum á ein-
hvern hátt, og hina, sem fram
leiða eða dreifa hvers konar bygg
ingarvörum. — Mál þetta hefir
verið á döfinni hjá Arkitektafélag
inu alllengi og sérstök fram-
kvæmdanefnd starfað að undir-
búningi þess. f nefnd þessa voru
skipaðir, auk formannsins, Gunn
laugs Halldórssonar, þeir Sigurð-
ur Guðmundsson, sem nú er ný-
lega látinn, Gísli Halldórsson og
Gunnlaugur Pálsson.
Hhutlaus kynning
Gunnlaugur Halldórsson drap á
það, hve fjölbreyttir byggingar-
hættir væru nú orðnir og erfitt
fyrir allan almenning að fylgjast
þar nægilega með. Ný efni væru
sífellt að koma fram á þessu
sviði — og með þeim sköpuðust
jafnframt ný vandamál og erfið-
leikar, sem menn ættu ekki al-
mennt kost á að fá hlutlausar
upplýsingar um. En hlutlaus kynn
Framh. á bls. 23.
Þegar Pretious skipstjóri var fluttur til lands, lagði léttibáturinn
upp að Þór, sem lá við bryggju. Á myndinni sést þegar verið
er a) hjálpa honum, upp í varðskipið.
1 réttarsalnum á Seyðisfirði. — Sjókortið liggar á borðinu, en við það sitja talið frá vinstri:
Geir Zoega, umboðsmaður togaraeigenda; fyrir enda borðsins er Eiríkur skipherra á Þór, síðan
koma þeir Guðmundur Kærnested frá Landhelg'sgæzlunni og Valdimar Stefánsson, sakadómari,
er var áheyrnarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins.
Verkfallið á brezku tog-
urunum rann út í sandinn
LONDON, 7. febr. (Reuter) Verk
fall það, sem yfirmenn á brezk-
um togurum hótuðu að hefja
þann 12. febrúar hefur nú fallið
um sjálft sig eftir að ósamkomu-
lag kom upp milli yfirmann-
anna.
Þan 12. janúar s.l. samþykktu
yfirmenn á úthafstogurum í
Grimsby, Hull og Fleetwood að
hefja verkfall eftir einn mánuð,
þ. e. frá 12. febrúar, ef íslending-
ar héldu áfram að landa fiski í
brezkum höfnum og ef tslend-
ingar vildu ekki ganga að mála-
miðlun í Iandhelgisdeilunni.
Um miðja vikuna ákváðu yfir-
menn Hull-togara að taka aftur
ákvörðun sína og hætta að styðja
verkfallið, sem skyldi hefjast
næsta fimmtudag. Þá gáfust yfir-
menn á Grimsby-togurunum líka
Hreinsað til á Kúbu
HAVANA, 6. febrúar. NTB —
Reuter. — 300 liðsforingjar voru
í dag reknir úr her Kúbu, en
áður hafði verið tilkynnt, að her-
inn yrði endurskipulagður. Fram
vegis mun herinn hafa hafa bæði
borgaralegar og hernaðarlegar
skyldur, og mun hann m. a. taka
þátt í starfinu við endurskoðun
og uppbyggingu landbúnaðarins
samkvæmt nýrri áætlun.
Það var forsætisráðherra Kúbu
José Miro Cordona, sem gaf þess-
ar upplýsingar. Jafnframt var til
kynnt að ríkisstjórnin væri byrj-
uð að kalla menn í sjóher Kúbu,
sem nú verður settur á laggirnar.
Þrettán menn voru í dag teknir
af lífi, eftir að þeir höfðu verið
sekir f'undnir um stríðsglæpi, en í
gær voru 18 menn líflátnir. —
Stjórnarvöldin hafa nú sett upp
fleiri herdómstóla til að hraða
réttarhöldunum.
upp, en þeir sökuðu Hullmenn
um svik. Að lokum ákváðu yfir-
menn á togurum í Fleetwood að
taka aftur verkfallshótun sína,
eins og málum var nú komið.
Frnnskur togon
sökk við írland
BELFAST, Norður-írlandi, 7.
febr. (Reuter) Snemma í morgun
sendi lítill franskur togari, sem
var að veiðum við írland, út neyð
arskeyti.
Togarinn hét Marie-Birgitte og
var 110 tonn. Á honum var 12
manna áhöfn.
Hann var fyrir suðvestan fr-
land, er þetta gerðist. Eftir neyð-
arköllin kom skeyti frá togaran-
um að hann væri að sökkva, og
áhöfnin væri að fara í björgunar-
bátana.
Þegar í stað var hafin leit að
fogaranum, bæði á sjó og úr lofti
Síðari hluta dagsins fannst brak
úr togaranum og þrjú lík. Eng-
inn af áhöfninni hefur fundizt
á lífi.