Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 12
12 M O R C V /V fí J/4 Ð 1 Ð Sunnudagur 8. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. KJÖRDÆMABREYTINGIN FRÁ 1942 r ARIÐ 1942 var samþykkt síðasta breytingin, sem gerð hefur verið á kjör- dæmaskipun íslendinga. Þá var sú breyting gerð, að tekin var upp hlutfallskosning í 6 tví- menningskjördæmum, þingmönn um Reykvíkinga var fjölgað úr 6 í 8, og Siglufjörður var gerður að sérstöku einmenningskjör- dæmi, en áður hafði kaupstað- urinn verið hluti af Eyjafjarðar- sýslu. Þessi breyting kjördæmaskip- unarinnar byggðist 'á samkomu- lagi milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. „Árás á dreifbýlið“ Allir flokkar þingsins samein- uðust um kjördæmabreytinguna nema Framsóknarflokkurinn. — Hann hóf þegar upp heróp gegn henni. Framsóknarmenn lýstu því yfir, að hér væri um að ræða „stórfelda árás á dreifbýlið". Enn einu sinni væri vegið í kné- runn sveitafólksins. Tilgangur kjördæmabreytingarinnar væri að „svifta sveitirnar áhrifavaldi á Alþingi“ og draga síðan stór- kostlega úr fjárframlögum til verklegra framkvæmda og upp- byggingar í sveitum landsins. 1 þessu sambandi er rétt að menn geri sér það ljóst, að með kjördæmabreytingunni 1942 voru sveitirnar ekki sviftar einu ein- asta þingsæti. Það sem gerðist var einungis það, að hlutfalls- kosning var tekin upp í 6 tví- menningskjördæmum, þingmönn um Reykjavíkur var fjölgað um 2 og Siglufjörður var gerður að sérstöku kjördæmi. Engu að síð- ur kölluðu Framsóknarmenn þessa kjördæmabreytingu „stór- felda árás á dreifbýlið". En hvernig hafa spár Fram- sóknarmanna um stórfelt tjón sveitanna af kjördæmabreyting- unni 1942 rætzt? öll þjóðin, ekki sízt fólkið í sveitum landsins, veit að hrakspá Framsóknar- manna hefur reynzt falsspá ein. Hagsmuna tvímenningskjördæm- anna hefur síður en svo verið verr gætt eftir að flest þeirra sendu menn úr tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum á þing. Aldrei hefur uppbyggingin í sveitum landsins verið örari en síðan kjördæmabreytingin frá 1942 var gerð, enda þótt Fram- sóknarmenn teldu hana stefna hagsmunum sveitanna í geigvæn- lega hættu. Sama herópið Nú, þegar enn á að breyta kjördæmaskipuninni í réttlætis- átt og sveitirnar munu ekki missa einn einasta þingmann með hinni nýju breytingu, hefja Framsóknarmenn upp sama her- ópið og 1942. Hin nýja kjördæma- breyting er „stórfeld árás á dreifbýlið", segja þeir. Það á að „leggja niður öll kjördæmi landsins nema Reykjavík“, hróp- ar Tíminn!! En nú, eins og 1942, mun íslenzka þjóðin gera sér það ljóst, einnig fólkið í sveitun- um, að Framsóknarflokkurinn er fulltrúi hins steinrunna aft- urhalds, sem aðeins berst fyr- ir viðhaldi ranglætisins. Kjör- dæmabreytingin, sem nú stendur fyrir dyrum, mun verða þjóðinni til góðs og íslenzku lýðræði til eflingar á sama hátt og kjördæmabreyt- ingin frá 1942 hafði slík áhrif. STJORNMALASKOU VARÐAR ANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður hefur ákveðið að efna til stjórnmála- fræðslu fyrir félagsmenn sína á tímabilinu 9. febr. til 22. marz n. k. Verður þar veitt víðtæk fræðsla, ekki aðeins um íslenzk stjórnmál, heldur og um marg- víslegar staðreyndir um land og þjóð. Skýrð verða stjórnlög og stjórnarskipun lýðveldisins, rætt um auðlindir landsins og rann- sóknir í þágu atvinnuvega, gerð grein fyrir mannfjölda á íslandi, atvinnuskiptingu, fólksflutning- um milli byggðalaga og útskýrð félagsleg og efnahagsleg áhrif breytinga á þessum atriðum. Rætt verður um byggingamál, hagfræðileg efni, erlendar skuld- ir, þátt hinna einstöku atvinnu- greina í þjóðarbúskapnum og skiptingu þjóðarteknanna. Þá verður rætt um Sjálfstæð- Isstefnuna, grundvöll hennar og viðhorf til lausnar efnahags- vandamálanna. 1 þessum stjórnmálaskóla mun einnig verða rakin saga annarra stjórnmálaflokka og skýrt frá helztu stefnumálum þeirra, gerð grein fyrir þróun verkalýðs- hreyfingar og samvinnuhreyfing- ar, rætt um skattamál, viðskipta- mál, verkalýðsmál, félagsmál og húsnæðismál. Þekkingin er undirstaðan Af þessari upptalningu við- fangsefna stjórnmálaskóla Varð- ar verður það ljóst, að þetta stærsta stjórnmálafélag Sjálf- stæðismanna á íslandi leggur áherzlu á það að þekkingin myndi ávallt grundvöll skoðana meðlima sinna. Má segja, að þetta sé afstaða Sjálfstæðis- manna almennt. Þeir telja það frumskyldu hvers einasta borg- ara að kynna sér sem bezt öll þau mál, sem þýðingarmest eru og hljóta að ráða því, hvar menn skipa sér í stjórnmálaflokk. Það er skoðun Sjálfstæðismanna að framtíð lýðræðisskipulagsins byggist fyrst og fremst á því, að einstaklingarnir viti sem gleggst skil á uppbyggingu þjóð- félags síns og geti krufið vanda- mál þess til mergjar. Mikil átök firamundan Á því fer einkar vel, að Varðarfélagið skuli efna til þessarar fræðslustarfsemi ein- mitt nú. Mikil átök eru fram undan í íslenzkum stjórnmál- um. Á miklu veltur ,að þjóð- in kunni sem bezt skil á öll- um aðstæðum í landi sínu, þekki staðreyndirnar og kunni að draga af þeim réttar álykt- anir. UTAN UR HEIMI Upplýst um örlög Anastasíu prinsessu ? Fyrrverandi Kósakkaforingi, sem seztur er að i Danmörku, kveðst vita með vissu, oð hún hafi verið myrt SVO virðist sem hulunni hafi nú loksins verið svipt af leyndar- dóminum um Anastasíu prinsessu dóttur Nikulásar II. Rússakeisara. — Fyrrverandi kósakkaforingi, Vladimir Ivanovitch Karpoff, sem nýlega settist að í Danmörku, lýsti því yfir á dögunum í samtali við „Vejle Amts Folkeblad“, að hann hafi sjálfur staðið yfir brunnum leifum hinnar seytján ára gömlu prinsessu skömmu eft- ir að hún var myrt, ásamt öðrum í keisarafjölskyldunni. Þessi ill- ræmdu morð voru framin í höll keisarafjölskyldunnar skammt frá Sverdlovsk, sem þá hét Jekat- erinburg. Var í rannsóknarnefndinni Allt frá 1920, hafa margar og ólíkar sögur komizt á kreik um örlög Anastasíu, og um þessar mundir er mál fyrir rétti i Ham- borg, vegna kröfu sextugrar konu, til erfðahluta af eignum rússnesku fjölskyldunnar. Kon- an, sem gengið hefur undir nafn- inu Anna Anderson, kveðst sem sé vera Anastasía prinsessa. Kveðst hún hafa komizt undan frá Rúss- landi til Þýzkalands árið 1918. Stórhertoginn af Hessen-Darm- stadt, sem er nákominn ættingi hinnar réttu Anastasíu, heldur því hins vegar fram. að Anna Anderson sé raunverulega Franz- iska Schanzkov, pólsk kona, sem fyrir alllöngu hvarf sporlaust í Berlín. — En hvað ,sem um það er, hafa hin óvissu örlög rúss- nesku prinsessúnnar orðið efni i margar bækur og leikrit, og nú nýlega var gerð kvikmynd um Anastasíu. En nú hefur Karpoff kósakkaforingi sem sagt tekið af skarið og lýst því yfir, að hann hafi svo gott sem orðið vitni að morði prinsessunnar. ★ ★ ★ tasia prinsessa var myrt, segir hann í fyrrgreindu viðtali. Ég var í rannsóknarnefndinni, er skyldi komast fyrir um örlög keisara- gryfju þessa. Þar fundum við meðal annars brjóstnál, sem An- astasía átti. hring hennar og háls men. Hér fer ekkert á milli mála. Ég var þarna sjálfur og veit vel, hvað ég er að segja. Mönnum mun nú sennilega þykja undarlegt, að Karpoff skuli fyrst nú segja frá vitneskju sinni um mál þetta, sem vakið hefur svo mikla athygli, að ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Ameríku og víðar. Karpoff segir ástæð- Vladimir Ivanovitch Karpoff og Jörga Jörgensen, hjúkrunar- kona — tilvonandi eiginkona hans. fjölskyldunnar. Þegar við komum til hallarinnar fyrir utan Jekater inburg, h: fði öll keisarafjölskyld- an verið myrt. Síðan hafði lík- unum verið fleygt í kolagryfju, bensíni héllt yfir og kveikt í öllu saman. Vissi ekkert um sögusagnirnar um afdrif Anastasíu. — Ég tók þátt í að rannsaka una vera þá, að hann hafi dvalizt í Austurlöndum allt frá því bylt- ingin var gerð í Rússlandi, og ekki haft minnstu hugmynd um, að vafi væri talinn á um afdrif Anastasíu. Það er að tilstuðlan Samein- uðu þjóðanna, sem Karpoff er kominn til Danmerkur. Mun hann hafa fengið leyfi til að dveljast þar, það sem eftir er ævinnar. Fimm nýir kjarnorkukalbátor — og ný gerð eldflauga tyrir þá Karpoff er 66 ára gamall, og hefur lengzt af dvalizt í Aust- urlöndum síðan byltingin var gerð í Rússlandi. — Hann kom nýlega til Danmerkur, sem fyrr segir, og er nú búsettur í sveita- þorpinu Balle fyrir vestan Vejle. Þar kynntist hann hjúkrunarkon- unni Jörga Jörgensen, og ætla þau að ganga í heilagt hjónaband innan skamms. — Ég veit með vissu, að Anas- BANDARÍSKI flotinn er um þessar mundir að láta byggja fimm kjarnorkukafbáta — og hefur auk þess pantað aðra tíu hjá skipasmíðastvöðvum í Banda ríkjunum. — Þeir fimm, sem nú eru í smíðum, skulu vera útbúnir til þess að skjóta hinum nýju, meðallangdrægu eldflaugum flot ans af gerðinni „Polaris", en eld- flaugar þessar verða brátt af- greiddar frá Lockheed-verksmiðj unum. Það hefur veiið fremur hljótt um kjarnorkukafbáta Bandaríkja manna, síðan þeir „Nautilus" og „Skate“ köfuðu undir ísbrynjuna á norðurheimskautinu, sem frægt er orðið, Báðir munu þeir þá hafa verið sendir í nýjar „ævin- týraferðir" — en með árangur þeirra er farið sem hernaðar- leyndarmál, enn sem komið er að minnsta kosti. Kjarnorkukafbátarnir eru með al hæstu „trompa“ Bandaríkj- anna í kapphlaupinu við Rúss- land.' — Eldflaugar, sem skotið væri frá þeim, gætu komizt til nær því hvaða staðar, sem er í Sovétríkjunum og Kína. Hinn fyrsti af kjarnorkubátun- um, sem nú eru í smíðum, mun fá nafnið „George Washington“ — og verður hleypt af stokk- unum innan fárra mánaða. — Hann og systurskip hans eiga af geta flutt með sér tíu Polarig- eldflaugar hver, en þær munu draga um 2.400 km vegalengd. Þær eru framleiddar með sér- stöku tilliti til þess, að þeim skal skotið frá kafbátum, og eru þær nokkru minni en aðrar meðallang drægar eldflaugar, sem hingað til hafa verið framleiddar. Bandaríkjamenn vinna nú einnig að framleiðslu sérstakrar eldflaugagerðar, sem hægt á að vera að skjóta frá kafbátum, án þess að þeir þurfi að koma upp á yfirborðið, en slíkt er varla unnt með „Polaris". — Þessar til- raunir hafa farið fram á Cana- veralhöfða á Florida. ,.PoIaris“-eldflaug skotið. — Myndin lengst til vinstri er tek- in rétt áður en eldflauginni er skotið, sú næsta rétt eftir að þrýst hefir verið á ræsihnappinn — og á myndmni til hægri er eldflaugin komin á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.