Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. febr. 1959 MORCVlSJtLAÐlÐ 3 Ú r verinu --Eftir Einar Sigurðsson- Togararnir Á heimamiðum hefur verið mjög stormasamt og skipin iðu- lega legið í landvari. Aflabrögð hafa verið með fá- dæmum léleg, meðalafli vart méiri en 8—10 lestir yfir sólar- hringinn. Svarar þetta til helm- ingsafla, miðað við útivist, bor- ið saman við Nýfundnalands- skipin. Á Nýfundnalandsmiðum hef- ur einnig verið stormasamt og töluverðar tafir við veiðarnar af þeim sökum. Afli hefur hins vegar verið ágætur þar eins og verið hefur og skipin komið með fullfermi þrátt fyrir óstöðugri veðráttu. Ekkert lát er á að sækja þangað vestur hjá þeim, sem ætla sér að landa innan- lands. risklandanir í sl. viku: Marz ...... 315 t. 14 dagar Úranus .... 289 - 14 — Sölur erlendis sl. viku Bjarni Ólafsson 169 t. DM 87.703 Ing. Arnarson 127 - £ 6.825 Surprise ...... 152 - £ 7.142 Akurey ........ 121 - DM 50.000 Skúli Magnúss. 124- £ 6.911 Ágúst ......... 105 - £ 3.918 4 togarar selja á mánudag og þriðjudag. Reykjavík Tíðarfarið hefur verið með af- brigðum stirt undanfarið, sifelld ir umhleypingar. Eina daginn, sem róið var í vikunni, var á föstudaginn. Var þá almennt ró- ið, en afli tregur, 4—6 lestir á bát. Útilegubátarnir lágu inm alla vikuna. Keflavík Landlega var allt fram á föstudag, og þá hafði ekki verið róið frá því 26. janúar eða í 9 daga. Þetta er með lengsta ó- gæftarkafla, sem komið hefur mjög lengi. Stöðugar hafáttir voru, sunnan og suðvestanátt, eilífur hringsnúningur og oft- ast mjög hvasst. f gær var svo heldur ekki róið vegna roks. Á föstudaginn lögðu margir bátarnir grunnt vegna slæmrar veðurspár og leiðindasjóveð- urs. Aflinn hjá þessum bátum var lítill, 3—4 lestir. Nokkrir bátar fóru dýpra, og var aflinn hjá þeim betri, 8—9 lestir. Uppi- staðan í aflanum var nú þorsk- ur, en hefur hingað til verið ýsa og þorskur til helminga. Þykir þetta spá góðu. Um mánaðamótin síðustu voru 32 (29 í fyrra) bátar byrj- aðir með línu. Fóru þeir í janúar 394 (440) róðra og öfluðu 2277 (2400) lestir af fiski miðað við ósl. Hæstu bátarnir um mánaða- mótin: Ólafur Magnússon .. 124 t. 17 r. Hilmir ............. 117- 16- Vilborg ............ 114- 16- Guðm. Þórðars....... 112 -16- Andri .............. 96 - 16 - Akranes Loks þegar komizt var á sjó á föstudaginn, hafði ekki verið ró- ið í 9 daga vegna ógæfta. Aflinn var þá 4—8 lestir og allt annar en verið hafði, ljómandi fallegur þorskur og sást varla í honum ýsa eða ruslfiskur. Menn eru nú miklu vonbetri með afla á línu en áður og vona nú, að tíðin fari að skána. Reknetjabátarnir eru búnir að taka upp og þar með hættir. Eru einir 3 þeirra að búa sig út á þorskanet. Vestmannaeyjar Fádæma ótíð hélzt alla vikuna og því lítið róið. Þó réru nokkr- ir bátar á mánudag og föstudag, en afli var mjög rýr, 2—4 lestir á skip. Nú eru allir bátar, sem ætla að stunda veiðar með línu, að hefja róðra, þegar gefur. Verða línu- bátarnir þá við 60. Lifrarmagnið hjá Lifrarsam- lagi Vestmannaeyja gefur nokkra hugmynd um aflamagnið borið saman við í fyrra, en það hafði nú um mánaðamótin tekið á móti 100 lestum af lifur á móti 70 lestum á sama tíma í fyrra. Hörmulegt slys íslendinga hefur sett hljóða við hið hörmulega sjóslys, er Hans Hedtoft, 2800 lesta skip, fórst með 95 manns innanborðs núna í vik- unni einmitt á þeim slóðum, sem íslenzku togararnir sigla um mik- inn hluta ársins. Að vísu eru þeir ekki alveg á þessum slóðum einmitt í þessum mánuði, en und- anfarið hafa þeir sótt vestur fyr- ir Grænland eg siglt fyrir Hvarf langt fram í desember. En þetta sannar enn einu sinni, að Kári og Ægir hafa yfirhönd- ina, þegar þeim býður svo við að horfa, hvað sem líður hugviti manna til að gera sér traust för, búin góðum vélum, fullkómnum björgunartækjum og svo síðast en ekki sízt öruggum veðurspám. Enn minnir það okkur á, að þeir, sem velja sér sjómennsku að ævi- starfi, tefla lífi sínu í hættu fram yfir þá, sem á landi eru, þótt allsstaðar séu hætturnar. Fyrr og nú En mikill er munurinn á far- kosti manna fyrr og nú hvað stærð og útbúnað snertir. Nú eru vélarnar komnar í stað segla og ára, þilfarsskip í stað opinna, veð urfræðin í stað brjóstvitsins, loft- skeytin, radarinn, dýptarmælir- inn og margt annað, er styður að öryggi sjófarendanna. Loks eru svo tryggingarnar, ekki að- eins fyrir slysum, ef þau ber að j höndum, heldur einnig fyrir fjár- hagslegri afkomu, á meðan verið er í starfi. Allt er þetta gjör- ólíkt því, sem áður var, enda voru sjóslysin þá tíð, og menn gengu næstum að því eins vísu að koma ekki aftur, þegar lagt var upp í verið. Og félli fyrirvinnan frá, var ekkert handa þeim, sem eftir lifðu, og urðu þeir að bjarg- ast upp á eigi* spýtur. Enginn skyldi samt ætla, að lengra verði ekki komizt í ör- yggisútbúnaði skipa og félags- legum og efnahagslegum trygg- iigum sjómannanna. Afkomendur þeirra, sem nú eru uppi, munu um næstu aldamót, þótt ekki sé farið lengra fram í tímann, fyll- ast samúð með þessari kynslóð fyrir það, hvað skammt hún var á veg komin, alveg á sama hátt og við gerum *ú með feðrum okkar. Framþróunin heldur á- fram í þessum efnum og það hratt. Bækur i fiskibáta Eitthvað mun vera um það, að Bæjarbókasafnið láni bækur í togarana og verzlunarskipin. Hins vegar munu fiskibátarnir ekki vera þess aðnjótandi. Væri nú ekki athugandi fyrir Landssamband íslenzkra útvegs- manna að reyna að koma á svip- uðu fyrirkomulagi, hvað fiski- bátana snertir. Sérstaklega mundi þetta vera vel þegið í útilegu- bátum, þar sem meiri tími er til lestrar en í þeim, sem róa dag- lega. Hér syðra mætti ef til vill hugsa sér svipað fyrirkomulag eins og á sér stað með togarana, en úti á landi er þetta ekki eins auðvelt, bókasöfn þar eru ekki starfandi með eins miklum þrótti og hér, þótt það sé misjafnt, eins og gengur og gerist. Það gæti því vel verið, að L.f.Ú. yrði að hafa forgöngu um þetta úti á landi meira eða minna og af- henda bókakassa í bátana. Það getur líka verið, ai eitthvert bóka félag vildi annast þetta fyrir hæfi lega þóknun. Til þess að nefna einhverja tölu bóka væri sjálfsagt ekki óeðli- legt að stinga upp á, að t.d. 20—25 bækur væru í kassa eða þessu smásafni, sem afhent væri í byrj- un vertíðar og svo skilað aftur í vertíðarlok. Þegar bátarnir færu svo norður, mætti skipta um bækur að meira eða minna leyti. Það er lítill vafi á því, að slík framtakssemi af útgerðarmanna hálfu yrði vel þegin af sjómönn- um á fiskibátunum ei*s og stærri skipunum. Minnkandi aflamagn í Boston Boston hefur lengi verið stærsti fiskibær á austurströnd Banda- ríkjanna. Margir fslendingar fóru þangað hér áður fyrr og settust þar að. Þóttu þeir góSir sjómenn, og urðu margir þeirra skipstjórar. Boston má nú mu»a fífil sinn fegri, því að síðustu árin hefur útgerð þaðan gengið mjög sam- an og fiskur, sem landað er í Boston farið árlega minnkandi. 1958 voru lagðar þar á land sem Sr. Óskar J. Þorláksson: Föstutíminn „Krossferli að fylgja þínum fýsir mig, Jesú kær, væg þú veikleika mínum, þó verði ég álengdar fjær; þá trú og þol vil þrotna, þrengir að neyðin vönd, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þína hönd“. (H.P.) f DAG er sunnudagurinn í föstu- inngang og á miðvikudaginn kem ur byrjar sjöviknafastan. Frá svarar til afla 10 togara hér. — Skipin hafa gengið úr sér, og með alaldur þeirra er nú 20 ár. Ný- sköpunartogararnir íslenzku eru 10—12 ára gamlir. Minnkandi aflamagn hefur haft þau áhrif, að verðið hefur farið hækkandi. Þannig fékkst í fyrra sem sagt sama verð fyrir 10% minna aflamagn e* árið áður. Útgerðinni og fiskiðnaðinum í Boston hefur enn ei»u sinni verið neitað um nokkurn styrk af opin beru fé til kaupa á nýjum skip- um, fiskvinnslustöðvum, áhöld- um o. s. frv. Svo sem kunnugt er fer sala á frosnum fiski í Bandaríkjunum frá íslandi nú vaxandi, og hafa iðulega verið miklir erfiðleikar á að fullnægja eftirspurninni. Verðbólga og ekki verðbólga Á undanförnum árum hefur það ekki ósjaldan sézt í blöðum og heyrzt á mannamótum, að þessi eða hinn sé verðbólgu- braskari, og stjórnmálaflokkum hefur verið núið því um nasir, að þeir væru verðbólguflokkar. Hins vegar eru fyrri skammar- yrði, stórútgerðarmaður og út- gerðarauðvald, horfin, og nú er furðulítið borið saman við það, sem áður var, talað um stórgróða menn og auðkýfinga. Þetta á sínar orsakir. Það hef- ur tekizt svo rækilega að koma útgerðinni á kné, að það myndi hljóma eins og spaugsyrði að nota þessi fyrri pólitísku skamm- aryrði um útgerðarmenn í dag. En eins og verðbólgan er langt komin með að murka lífið úr út- gerðinni, þá hefur skattstefnu undanfarinna ára tekizt að eyða fjármagninu eða stökkva því á flótta í sparisjóði, þar sem það hefur brunnið upp í verðbólg- unni. Nú þegar verið er að lækka verðlag í landinu og stefna í þver öfuga átt við verðbólgu, er það eftirtektarverð staðreynd, að flokkar, sem bornir voru þung- um sökum um að vilja síaukna verðbólgu, ganga á undan í bar- áttunni gegn verðbólgunni. Og þeir menn, eins og útgerðarmenn og aðrir atvinnurekendur, sem helzt eru kallaðir verðbólgu- braskarar, eru hvað mestir fylgj- endur þessarar stef*u. En þeir, sem hrópuðu áður: Grípið þjófinn! gera nú lítið úr öllum verðlækkuBum. Er það þá svo, þegar allt kemur til alls, að þeim sé ekki svo leitt sem þeir láta og sé líkt farið og stúlkunni, sem festi pilsfaldinn sinn undir pottfætinum, en hélt, að vinnu- maðurinn hefði þrifið til sín: Slepptu mér! Slepptu mér! Haitu mér! — Haltu mér! — mér er ekki svo leitt sem ég Iset. — J>að er til- efni til að gera kröfur og fylkja um sig fjöldanum, þegar verð- bólgan sýgur merg og blóð úr hverjum manni, en minna tilefni þegar verðlag er stöðugt. Þjóð- skipulagið er líka auðunnari bráð upplausnarafla, þegar verðbólg- an holgrefur efnahagslífið. Margir eygja nú í hinum nýju efnahagsaðgerðum fyrsta vorboða aukins frelsis, ekki aðeins í við- skipta- og atvinnulífinu, heldur almennt, þar sem allir hafi sama rétt og aðstöðu. Má þá vera, að lítið verði til þess, er menn urðu að afneita lífsskoðun sinni og selja sannfæringu sína fyrir ve- sælt innflutningsleyfi, lán, stöðu eða úttekt í kaupfélagi, sem hlægilegrar fjarstæðu. fornu fari hefur þessi tími, fram að páskum, verið helgaður um- hugsuninni um þjáningabraut Krists og þau vandamál, sem píslarsaga hans varpar yfir reynslu mannlegs lífs. Hvergi er þetta túlkað betur en í Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar, sem lesnir eru á föstunni, bæði 1 útvarpið og af mörgum í ein- rúmi. Þó að trúarskoðanir manna hafi að mörgu leyti breytst, síð- an á dögum Hallgríms, þá er sú trúaralvara og trúareinlægni, sem fram kemur í Passíusálmunum hátt upp hafið yfir allar tíma- bundnar trúarskoðanir, og því geta þær hugsanir, sem þar koma fram túlkað trúartilfinningar manna með hinar óliklegustu skoðanir á andlegum málum. Hver er það, sem ekki getur t.d. tekið sér í munn þetta bæna- vers úr Passíusálmunum: „Vertu, Guð, faðir, faðir minn, í Frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni“. (H.P.). Vér verðum þess að vísu, ekki mikið vör, að hið daglega líf manna breytist yfir föstutím- ann. Allt virðist ganga sinn vana gang, eins og áður fyrir flestum, skemmtanalíf er i algleymingi og lítill alvörublær yfir hugum flestra, og þó hljóta kristnir menn, sem eitthvað hugsa að við- urkenna, að alvöruboðskapur föst unnar á erindi til þeirra. Hvernig eigum vér þá, sem viljum virða helgar venjur kristn innar að nota föstutímann, svo að hann megi hafa það trúarlega gildi fyrir oss, sem honum er ætlað? Vér skulum hugleiða í einrúmi þá þætti Nýja-testamentisins. sem sr. Frið'rik Hallgrímsson gaf út á sínum tíma og heitir: „Písl- arsagan", en þar er píslarsaga Jesú rakin eftir guðspjöllunum, og þar eru einnig birtar nokkrar hugðnæmar föstuhugleiðingar. Bók þessi mun enn fást hjá bók- sölum. -* Þá eru Passíusálmarnir allt af sigilt umhugsunarefni um föst- una, og þó að þeir séu lesnir í útvarpið á hverju kvöldi, er engu síður mikilvægt að lesa þá og hugleiða í einrúmi. Þá eru hér í Reykjavík haldnar föstuguðsþjónustur í kirkjunum í hverri viku. Þar, sem Passíu- sálmarnir og Litania er sungið og efni píslarsögunnar hugleitt. Vissulega ætti fólk að gefa sér tíma til þess að taka þátt í þess- um helgistundum. Það er eitt af meinum vorra tíma, að vér gef- um oss sjaldan tækifæri, til þess að njóta kyrrlátra helgistunda. En hví þá ekki, að nota þau tæki- færi, sem oss bjóðast, til þess að eignast slíkar stundir? Trúrækni er nauðsynleg hverjum manni, til þess að byggja upp sitt andlega líf, og reynslan hefur sýnt, að einmitt þjáningabraut Frelsarans, hefur hjálpað mönnum til þess að sjá sín eigin vandamál og vandamál mannlífsins í heild í skýrara ljósi. Þegar vér tölum um deyfð í trúár og andlegu lífi, þá skulum vér fyrst af öllu spyrja oss sjálf: hvernig ræki ég skyldur mínar f þessum efnum? Hvað geri ég til þess að efla trúaralvöru og trú- rækni í mínu eigin hjarta eða með þjóð minni? Norðmenn veiða vel ÁLASUND, 6. febr. (NTB). Síld- veiði var góð með allri strönd Noregs í dag, og voru komnar 125.000 hl. á land klukkan fimm e.h. í dag, en flest skipin voru i leið til hafnar, mörg þeirra nieð fullfermi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.