Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. febr. 1959 HORGVHfíLAÐIB 9 f á u m o r u m s a g t „Þá sat jbar bara gráhærbur djöfull í fótabaði' — KONDU BLESSAÐUR, þekk- irðu mig ekki? — Það get ég ekki sagt, en við skulum hafa það svoleiðis. Hvern andskotann ætlarðu að fara að pára? — Samtal við þig. — Ja, hérna. Og um hvað svo sem, kvennafar og fyllirí? Ég byrjaði 27 ára að þreifa migáfram svo varð ég vitlaus, já vitanlega kolvitlaus. En þetta lagaðist, þeg- ar ég gifti mig. Ja, samtal, þú ert bærilegur. — Hvað varstu gamall, þegar þú giftir þig? — Ég var 36. Þetta var ekkert nema bölvað púl. Ég var bund- inn í báðar lappirnar, lagsmað- ur, og gat ekki gift mig fyrr, ekki til að tala um í þá daga, ég varð að sjá fyrir systur minni, sém átti 5 börn. Átt þú nokkur börn? — Já, ég á þrjú í lausaleik! — Hvað helvíti ertu heppinn, þú hefur bara hitt merar, sem ekki halda. — Nú, hvað þykist þú eiga mörg börn? — Engin, ekki eitt einasta, ekki svo ég viti. Annars veit maður aldrei, hvað hefur komið út úr þessum fylliríum í gamla daga. Þær höfðu vit á því að kenna þeim krakkana, sem skást- ir voru. Ég var aldrei í þeim hópi, svo maður tali nú íslenzku. — Þú ert búinn að vera giftur lengi? •— Jújú, ekki vantar það, siðan 1916. Og hef alltaf verið kon- unni trúr. Það er skömm að því, og ég ætla að biðja þig um að setja það ekki á prent. Gamli maðurinn hélt áfram að splæsa tóið, án þess að líta upp. Einhver rumskaði úti í horni. Hann hafði legið á björgunar- bát Kristínar KE-40, og segldúk. Nú var hann vaknaður og stóð upp. Hann kvaðst heita Bói. — Það hefur verið mikil þrek- raun að vera svona lengi ógiftur? — Nei, ekki held ég, ég þekkti þáð ekki í þá daga, en svo þeg- ar ég losnaði við krakkana, fór ég að klípa í þær, bæði hér í Reykjavík og svo náttúrlega í Englandi. — þér þótti gott í staupinu? — Þótti mér það? Það læt ég allt vera. En maður skyrpti því ekki út úr sér. Samt hef ég aldrei orðið fullur, nei, það hef ég aldrei orðið. En hvers konar barna- spurningar eru þetta eiginlega? Það er ekki eins og þú sért að tala við gamlan skútukarl. Veiztu, að ég „tók þátt í“ Mannskaða- veðrinu mikla 1906? Það var ljótt. Margir hafa spurt mig, en eng- inn hefur getað fiskað upp úr mér, hvernig þetta var. Ekki nokkur lifandi maður. Og það mundi enginn skilja það heldur af þessum aumingjum, sem nú eru að draga fram lífið af styrkj- um, onei, það er ekki amalegt að vera á sjónum núna. Ég væri enn á sjónum, ef fæturnir hefðu ekki bilað. Ef þú ætlar að skrifa eitt- hvað, skaltu skrifa skammargrein um yfirvöldin og þessa vesalinga, sem alltaf eru að kvarta yfir því, hvað þeir hafi það gott. f gamla daga fengum við eitt pund á 12 vikna fresti, og þegar útborgað var, gátum við í hvoruga löppina stigið fyrir monti. Nú fá þeir upp í 100 pund i túr, er mér sagt. Og ég heyrði sagt af kerlingu, sem var kokkur í Sandgerði í fyrra. Hún fékk 60 þúsund krón- ur. Þær þóttu ekki 60 þúsund króna virði í gamla daga og voru þó góðar fyrir sinn snúð. En af hverju viltu að ég skammi yfirvöldin? — Ég verð að fara í bíl úr og í vinnu og það kostar 40 krón- ur á dag. Eg hef sótt um að fá bíl, en þeir hlusta ekki á mig. Aðrir fá bíl út á kerlinguna móð- ur sína, sem liggur í kör í bæl- i. Það er ekki ónýtt að eiga mæður upp á þær spýtur. Ég hef reynt að tala við ráðherra, meira að segja tekið í öxlina á einum, en þeir vilja «kki tala við aðra en þá, sem eiga bíla fyrir. — Þú varst að tala um Mann- skaðaveðrið áðan. —• Já, en það þýðir ekkert að segja þér frá því. Þú mundir ekki skilja það, svona veraldar- innar aumingi. Hefurðu nokkurn tíma verið á sjó? — Já, ég hef verið á sjó. — Jæja, en ekki á skútu. — Nei, ekki á skútu. — Ætli það sé ekki betra að ég segi þér heldur söguna af því, þegar ég stal koppnum í Fær- eyjum? — Þú segir mér hana á eftir. En Mannskaðaveðrið? — Það var allt mér að kenna. Ég var skipstjóri á „Svaninum“ og vildi fá meiri fisk. Það vari helvítis þorskágirndin. Hún hef- ur alltaf fylgt mér og margoft reynt að drepa mig. Það var ágirndin, sem eyðilagði löppina. Og það var líka ágirndin, sem kom í veg fyrir, að ég fengi hana sómasamlega bætta. Ég vildi ekki sigla inn, Jyrr en skipið væri fullt,,lá bara og hélt hann mundi lygna, en það var aldrei véður þerinan túrinn, maður þóttist góð- ur að halda sér á kili. Það var oft stormasamt í Bugtinni á vet- úrna. Ég var búinn að fá eitthvað 9000, þegar veðrið byrjaði. Ég var grunnt á Bankanum og hefðí átt að fara heim, eri hætti við það og fór heldur til Vestmanna- eyja að fá vatn og kost og kol. Við tókum alltaf sjö vikna kost, en ein vikan fór í fyrnirigu, því alltaf vár vigtað út. í Vestmanna- éyjum fékk ég ekkert nema eina tunnu af vatni, sem karlarriir sóttu undir Löngu. Svo fór ég út og kom um borð í skozkan togarai og ætlaði að fá kol hjá honum. Mér var vísað niður til skipstjór- ans. Þá sat þar gráhærður djöfull í fótabaði. Ég bað um kol. Hanm þverneitar, segist vera kolalaus. Svo fórum við að þvarga um þettai fram og aftur og ég segi við hann, að hann muni ekkert um 5 poka: — Á hvaða skipi ertu, segir hann. Ég segi honum það og bæti svo við: — Áður hét hún ísabella frá Hull. Þá hleypur karlinn upp úr fótabaðinu, teygir lúkurnar upp í loftið, æjar og dæsir og hrópar upp í andlitið á mér: — Nei, ísabella mín siglir ekki kolai laus! Hann hafði verið skipstjóri; á henni áður. Svo fórum við út, en þá var komið landssynnings- rok. Ég fór vestur á Bankann um nóttina og hélt hann mundi lygna. En hann lygndi ekki næstu þrjár vikur. Hann rauk og rauk alltaf sitt á hvað og ég lét reka í þrjár vikur. Það var aldrei veður til að beita öngul. Þú get- ur séð það, 86 menn í sjóinn í þessu veðri. Það var nú ekki ann- að, drengur minn. Hvorki vott né þurrt í marga daga, lensað og reynt að komast heim, en ómögu- legt fyrir myrkri og roki. Þú ættir að reyna að lensa yfir 100 mílur í kolvitlausu veðri. Ætli það væri ekki farinn af þér mesti rostinn? Og svo setti ég upp í vindinn og krusaði, en það er, ómögulegt að segja frá þessu! drasli, þið skiljið það ekki þess- ir aumingjar, sem sofið með trefil um hálsinn um hásumarið. — Ég maldaði í móinn. Hann hélt áfram: — Nei, nei, fólk skilur ekki, hvernig er að ná sér undan landi í svona veðri. Það var allt annað, þegar hægt var að leggja skip- unum til og maður þurfti ekki að sigla. Allt annað. — Varstu ekki yfir þig hrædd- ur? — Ekki heyrði ég það sagt. — Baðstu ekki fyrir þér? — Ekki hátt, að minnsta kosti. En þú heldur áfram að spyrja eins og barn. — Baðstu oft bænir á sjónum? — Það var svona upp og nið- ur með það. Maður horfði stund um til hliðar, en ég hef aldrei lagzt á hnéin. Stundum lét ég þó lesa á sunnudögum. — Þú ert auðvitað forlagatrú- ar, eins og allir aðrir sjómenn. — Ja. forlagatrúar? Hvað áttu til að pissa. Þá kom Færeyingsdraugur og ætlar að taka flö. kuna úr .ass- vasanum á mér. Ég greip í nagl- ann. Hann bað mig um að gefa sér snafs: — K .ltu kjafti, segi ég, og fleygi honum niður brekk- una. Þar lá hann. Svo fór ég á ballið og byrjaði að dansa. Þeir sögðu að fjallatussinn væri kom- inn. Ég hafði ekki farið nema hálfan hring með eina gentuna, þegar sýslumaðurinn birtist allt í einu í dyrunum. Ég sleppti stelpunni á augabragði og gekk að honum. Hann steinþagði en ég sá á svip hans, að hann var vínhatari. Þá sótti ég stelpuna aftur og reyndi að hvísla ein- hverju fallegu að henni: Nú har jeg törvur i kroppinn, sagði ég. Hún kváði. Um nóttina fékk ég 8 tunn- ur af lýsi og skrapaði saman ýmsu drasli. Við skulum ekkert tala um, hvernig ég fékk tunn- urnar. Það var í samræmi við gestrisni Færeyinganna. Við Jón Magnússon „splæsir“ tó í bragganum sínum í Grófinni. við með því? Ég er engrar trúar, fórum svo allir fjórir um borð bara Lúterstrúar. Svo hef ég upp og niður trú á kvenfólk og vín. — En hvernig var það, þegar þú stalst skipinu í Færeyjum? — Ég átti að sækja manndráps dall fyrir islenzkan útgerðar- mann en fékk ekki að munstra á hann, þegar til Færeyja kom. Hann lá í Trangisvogi og var svo illa útleikinn, að þeir þorðu ekki að setja hann í slipp, voru hrædd- ir um, að ég sæi, hvernig hann var í raun og veru. En ég vissi, að hann var lélegur. Setti það samt ekki fyrir mig. Þeir reyndu að gera mér allt til bölvunar i Trangisvogi, en ég hristi þá af mér eins og flugur. Ég var auð- vitað ofsareiður út af þessu og svo kom að því, að mér lenti saman í bullandi skömmum við sýslumann. Hann rieitaði að munstra á dallinn. Þá var mér nóg boðið. Ég hellti í mig brenni- víni og fór í land. Ég sagði þeim, að þetta væri helvítis hland- kirna og mundi sennilega drepa okkur á leiðinni heim. Og svo reyndu þeir að vera með einhver merkilegheit! Ég talaði ótt og það brakaði í rjáfrinu. Ég sagði, að skipið væri hvorki í húsum hæft né í kirkju græft. Þetta er einasta ræðan, sem ég hef haldið um ævina. Ég var mjúkur þegar ég byrjaði, en hálf |ur þegar ég hætti. Þá datt á dúnalogn. Þeir hristu bara höf- uðið, aumingja mennirnir, og gátu ekkert sagt, því ég hafði brúkað kjaft kurteislega. Svo fór ég á ball, en á leiðinni þangað þurfti ég að skreppa fyrir horn létta keðjunni um tilbúnir að morguninn. — Keðjunni? — Já, hvað er þetta, heldurðu ég hafi legið fyrir snæri! Ekki fékk ég neinar árar og ætlaði að negla saman spækurnar, en þá kom gat á dekkið. Þá fór ég enn í land og reif stólpakjaft við Mortensen, útgerðarmann, sem seldi dallinn, en það er ekki hægt að fara með þá ræðu hér. Svo fór ég um borð aftur, gerði klárt undir morgun og létti akk erum, eins og ég sagði áðan. Þeg- ar ég var búin að heisa og var laus úr botni, kom maður nið- ur á bryggjuna. Það var Morten- sen. Hann sendi út bát með þrem ur mönnum og ætlaði að láta þá sækja mig. Ég sagðist mundu drepa þá, ef þeir kæmu. Þá sendi hann átta menn, en ég var með handspæk og reiddi hann til höggs: — Ef þið komið nærri skipinu, þá keyri ég þetta i haus- inn á ykkur, hrópaði ég. Þeir urðu hræddir og flýðu í land. En karlinn var svo reiður, að hann kastaði hattinum sínum í sjóinn. Þá fleygði ég i hann skit- ugum sixpensara, sem ég hafði keypt milli fylliría í Trangis- vogi. Við fengum sæmilegt veð- ur út fyrir Suðurey. Um hádeg- ið gerði logn og náði í sól. Þegar við vorum komnir fram hjá Suð- urey, hljóp hann í útsuður, lyngdi svo aftur, en rauk upp á suðaustan eftir hádegi næsta dag. Þá lensaði ég með grút í rassin- um alla leið heim, og ég er viss um, að við hefðum allir drepizt, ef ég hefði lagt hana af. Ég var með tó í tveimur pokum, 60 faðma í hvorum, og lét fjórar grútartunnur standa sitt hvoru megin við mesanvantinn. Síðan lét ég strákana draga hvorn poka á hálftíma fresti, en var þó alltaf uppi sjálfur. Við Suðurey veikt- ist einn af félögum nínum og dó þremur sólarhrir.gum eftir að hann kom til Reykjavíkur. Ferð- in gekk annars sæmilega, og var tíðindalaust að kalla. En þegar ég kom heim, ætluðu þeir að setja mig í Steininn. Ég sagðist halda, að þeir gætu þá verið með: — Bezt við förum þá allir, sagði ég. Við getum spilað saman. Þá slepptu þeir mér og fóru í land. En eigandi dallsins sagði með peningasvip: — Má ekki setja salt í hana? Ég sagði, að ef hann væri ríkur að salti, þá gæti hann sett í hana. Annars skyldi hann láta það vera. Það varð svo úr, að skipið fór í aðgerð, en ég á fyllirí. Nú stóð Bói upp og fór að ylja sér við kolaofninn. Hann var þéttingsfullur. Hann leit á okkur til skiptis og sagði: — Raunveruleikinn er það, sem koma skal. - Þétta er gott hjá honum, sagði gamli maðurinn. Hann er ekki svo vitlaus i höfðinu; hann Bói. - Hann er heldur óhrjálegur þessi braggi þinn, sagði ég. Er hér ekki allt fullt af draugum? - Nei, því miður. Draugar eru ágætir. Ég hef mætur á þeim. — Hefurðu séð drauga? — Já, já. Ég hef kynnzt tveim- ur draugum. 1914 var ég á Ester, sem þótti mikið draugaskip og þar komst ég í kynni við draug. — Hvað hét hann? — Ester. — Nei, ég á við drauginn. — Það veit ég ekki. Hann tal- aði ekkert við mig. Ég sá hann ekki nema í myrkri, þar sem hann sat undir klukkunni. Hann var í mórauðum fötum með grá- an hatt, þrekvaxinn og rauð- skeggjaður. Hann vakti mig oft með köllum, Þú spurðir, bvað hann hefði heítið. Ég veit það ekki, en ætli hann hafi ekki heit- ið Jón eins og ég. — Já, það er rétt, þú heitir Jón. Hvers son ertu aftur? — Magnússon. En hvað kem- ur það draugnum við? — Það kemur ekkert draugn- um við, en það kemur lesendum Mbl. við. — Já, en þeir koma mér ekk- ert við. Og fyrst þú ert hættur að pára, er bezt ég segi þér frá þvi, þegar ég var rekinn burtu úr Vestmannaeyjum. Svo færðu ekki meira. Kemur ekki til mála. Ég var eins og fyrri daginn í Bugtinni, vitlaus í þorskinn. Hann ætlaði alltaf að drepa mig, en ég ekki hann. Ég var mjög grunnt, já eiginlega alveg uppi í grjóti. Þá skellur hann á með landsynningi og fer svo í suð- vestur með ofsa. Ég fór ekki út strax, vonaðist til að hann mundi lygna, en því var ekki að heilsa. Hann hélt áfram að hvessa og ég varð að krusa alla nóttina. Þetta voru stærstu sjóar, sem ég hef nokkurn tíma séð á ævinni. Ég fékk eiginlega aldrei slettur nema í Eyrarbakkabugtinni. Allt í einu kom á mig óskaplegur hnút ur og reif nátthúsið upp með öllu saman. Það var ekkert eft- ir á dekkinu, allt slétt og fínt. Þrjú færi af 24 uppi í gaffal- hnokka. Heldurðu að hann hafi sýnt á sér andlitið. Ég ætlaði að fara að skera á seglin, en þá fann ég að hann rykkti til og svo dró hann sig upp eins og belja úr feni. Það voru allir niðri, þegar þetta gerðist, því ég hafði aldrei menn uppi í svona veðri. Ég var nýgenginn frá stýrinu að vitja um einn af áhöfninni, sem hafði farið úr liði. Það bjargaði lífi mínu. Þegar skipið var komið upp aftur, hélt ég áfram niður og lét setja sjúklinginn í trefil og sagði nokkur orð. Maður verður að segja eitthvað undir svona kringumstæðum, en ekki of mik- ið. En það voru fleiri hætt komn- ,Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.