Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 8
8 M O R C V V P 1 4 ÐIÐ Sunnudagur 8. febr. 1959 .M cinn tývc^in TOGARARNIR landa dag eftir dag í Reykjavíkurhöfn, flestir af Nýfundnalandsmiðum — aðrir af heimamiðum. Togaralandanir, hafa sjaldan verið jafntíðar og í sumar og vetur — og mávarn- ir, sem lögheimili eiga við höfn- ina, hafa haft sannkaliaðan jóla- mat allan þennan tíma. Þeir eru heldur ekki lengur ragir við að hnupla sér karfa. Svo draga þeir hann afsíðis, kroppa úr honum innyflin — og rífast þá oft og slást, því að lif- ur er alltaf lifur — og mávar bara mávar. ☆ Áhugaljósmyndara einum, sem ekki vill láta nafns síns getið, var gengið niður að höfn í mat- artíma mávanna dag nokkurn í vikunni. Það er enginn vandi að hitta á þá í matartímanum, því að hann stendur allan daginn. En það getur verið verra að ná þess- um ágætu myndum, sem hér fylgja. Á efstu myndinni sjáið þið einn af átján þar sem hann hefur krækt sér í, fisk, náð lifrinni úr honum — og gleypir hana í heilu^> ^Jfuncli um jrá ^ájanum Brezka hundaverndunarfé- lagið hefur farið þess á Ieit við stjórnarvöldin, að dauða- refsing hunda verði afnumin með lögum. Vilja hunda- verndarar koma á stofn upp- eldis- og betrunarstofnun hunda — og að þyngsta refs- ing óstýrilátra hunda verði dvöl á þessari stofnun. Ef hundur bitur t.d. póstmann á að senda hann (þ.c.a.s. hundinn) á betrunarstofnun og síðan má hann hverfa til húsbónda síns, þegar hann hefur numið alla almenna „hundasiði“, segja hunda- verndarar. ÓL ceáir ÞRIÐJUNGUR Grikkja eða um 2,5 milljónir, er ólæs og óskrif- andi. Jffmrit ) JAPANSKT útgáfufyrirtæki | gefur nú út ilmtímarit. Ýms- ( um góðum lyktarefnum er S blandað í prentlitinn — og á ■ Iyktin að haldast í sex mán- s uði. Fyrsta heftið bar á kápu- S slðu fagra blómamynd og þið | getið nærri hvort lyktin hefur ( ekki verið góð. ★ JJencflclamamma DÖNSK frú þrammaði á dögun- um yfir þýzku landamærin með eldunaráhöld sín á bakinu. Landa mæraverðir voru í miklum vanda. Maður hennar hafði skotið héra handan landamæranna, en fékk ekki að taka hérann með sér heim samkv. lögum um sóttvarnir. Eig- inkonan fór því af stað til þess að steikja hérann, því engin lög bönnuðu flutning steikts kjöts yfir landamærin. Tyllti hún sér og steikti undir berum himni einum metra sunnan landamær- anna og þá var andstaða landa- mæravarðanna brotin á bak aftur. Hollenzka flugfélagið KLM mun í vor hefja flugferðir „um- hverfis jörðina á 80 stundum". Flugferðin Amsterdam-Tokyo, með viðkomu á ýmsum stöðum, á að taka 48 stundir — og þaðan aftur til Amsterdam, yfir Norð- urheimskautið, verður flogið á 32 stundum. , ★ \ —Jfjbrotc s aár s i FYRSTU 11 mánuði síðasta árs S S^ voru 2.784 morð framin í Jap- í ( an- 5 640 líkamsárásir, 1.896 $ S ikveikjur og 1.037.581 þjófn- S S aðir. s S s áend i burt Tengdamömmuvandamálið er víðar fyrir hendi en hjá mönn- um. í dýragarði e'num vestan- hafs átti það sér stað fyrir skemmstu, að ein apa-tengda- mamma rændi sonarsyni sínum frá tengdadótturinni Eftir blóð- ugan bardaga um litla snáðann varð tengdadóttirin að lúta í lægra haldi. Það var ekki fyir en dýragarðsverðir gáfu mömmu gömlu inn svefnlyf, að tengda- dóttirin náði barni sínu, en síðan var tengdamamman send í burtu. Á SÍÐASTA ári drakk hver Júgó- slavi að meðaltali 34,3 lítra áfengra drykkja. Júgóslavneskt Slivowitz hefur jafnan verið góð útflutningsvara, en á síðasta ári voru aðeins 0,3% framleiðslunn- ar fluttar út, enda þótt framleiðsl an hefði orðið meiri en nokkru sinni áður. lagi. Það er vissara, einhver gæti séð til hans og þá er friðurinn úti. Og á næstu mynd sjáið þið hann hressann og mettann að aflok- inni máltíð. ☆ En nú kemur það í ljós, að ekki hefur hann setið að máltíð sinni óséður. Auk ljósmyndarans hefur einn af bræðrum hans haft vakandi auga með þeim full- metta, en sá varð of seinn. Lifr- Á flokksþinginu í Kreml var reynt að gera Krúsjeff að eins konar marxistisk-staliniskum heimspeking og hugsjónamanni. Hugkvæmum manni hefur tekizt að færa ástandið í mjög einfaidan búning, sem stúlkur kannast vel við. Og teiknarinn segir: Límið brúðuna og fötin á pappa, klippið út — og þá getið þið gert það sama og Krúsjeff gerði á flokkaþinginu. in var búin. Hinn óboðni reiðist og hann hrekur þann fullmetta í burt með miklum bægslagangi. Og að lokum stendur sá óboðni á bryggjusporðinum, baðar vængj unum dólgslega og hreykir sér hefur hann missti í einhverjum átökum. Það er e.t.v. þess vegna sem hann er svona grimmdarleg- ur, hann á beizka reynslu að baki. En hann hefur ekki látið bugazt, hann býður öllum byrg- in, því að hann er svangur. ^ KONA nokkur í Kaupmanna- s s höfn sótti um skilnað við ) i mann sinn vegna þess að hann | ; fór einsamall í bíó sjö daga s s vikunnar — og sá aðeins ) i myndir með Birgittu Bardot. \ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.