Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. febr. 1959 Barnamiðar að Sundhöllinni og Laugunum lækka Um 20% til 33% Ræða Gísla Halldorssonar á bæjar- stjórnarfundi FUNDUR bæjarstjórnarinnar á fimmtudaginn stóð til klukkan hálf fjögur. Klukkan á öðrum tímanum á föstudagsnóttina stóðu yfir umræður um lækkun á gjöldum fyrir þjónustu hjá bæj- arfyrirtækjum. Kom við þær um- ræður fram svohljóðandi tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins: „Svofelldar lækkanir á að- göngumiðum að Sundhöllinni og Sundlaugunum komi þegar til framkvæmda: Sundhöllin: Barnamiðar lækki úr kr. 2. í kr. 1,50. Afsláttarmiðar, 12 stk., lækki úr kr. 20 kr. í kr. 15. Sundlaugarnar: Barnamiðar lækki úr kr. 1,50 í kr. 1. Afsláttar- miðar, 12 stk., lækki úr kr. 15 í kr. 10. Lækkun þessi, sem er hér borin fram, nemur frá 20% og allt að 33%. Bíér er því um mjög veru- lega lækkun að ræða, einkum þegar það er haft í huga, að mik- ið á annað hundrað þúsund börn sækja nú þessa sundstaði, fyrir utan þau, sem stunda skólasund í Sundlaugunum og Sundhöll- inni“. Gísli Haildórsson fylgdi þess- ari tillögu Sjálfstæðismanna úr hlaði og fórust honum m.a. orð á þessa leið: Eins og fram hefur komið á þessum fundi, vill meirihluti bæj arstjórnar stuðla að því, að lögin um niðurfærslu verðlags og launa er nýlega voru samþykkt á Al- þingi, nái tilgangi sínum. Oft áð- ur var búið að benda á það hér í bæjarstjórn af fulltrúum Sjálf- stæðismanna, að stefna fyrrver- andi ríkisstjórnar leiddi til al- gerrar upplausnar vegna þeirra geigvænlegu hækkana, sem áttu sér stað í hennar tíð. Allir vita, enda yfirlýst af fyrr- Gísli Halldórsson verandi forsætisráðherra, að ef ekkert hefði verið að gert af nú- verandi stjórn hefði vísitalan far- ið upp í 270 til 280 stig á þessu ári. Við þessu varð að sjálfsögðu að sporna eftir því sem hægt var. Til þess að stuðla að því að verð- stöðvunarlögin fái frekar staðist en ella var samþykkt fyrr á þess- um fundi að lækka fargjöld með strætisvögnum bæjarins. í tillögu Sjálfstæðismanna, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að aðgöngumiðar barna að Sund- höllinni og sundlaugunum lækki frá 20% í allt að 33%. Með þess- um tillögum er verið að lækka gjöld á þjónustu, sem snertir hvern einasta bæjarbúa. Enda er vitað að frá mörgum fjölskyld- um sækja nú daglega tvö til þrjú börn sundstaði bæjarins. Hækkun á gjaldskrá fyrir sundstaðina var samþykkt í des- ember s.l., en þá hafði gjaldskrá- in staðið óbreytt í fjögur ár og var þá orðin mun lægri en á til- svarandi stöðum í nágrannabæj- um okkar eins og t.d. Keflavík og Hafnarfirði. Eins og ég gat um í upphafi, vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins að bærinn komi til móts við almenning um að stöðva þá dýrtíðaröldu, sem fyrrverandi ríkisstjórn hleypti af stað. Það var auðheyrt hér í kvöld, að minnihlutinn kann því nú illa að um leið og ákveðið er að stöðva verðbólguna er vöruverð og þjón- usta lækkuð. Áður, þegar svo kölluð vinstri stjórn réði, hækk- aði allt nema vísitalan var stöðv- uð og það átti að lækna mein- semdina. Allir vita hvernig fór, t.d. hækkaði byggingarkostnaður um 60% frá miðju ári 1955 til síðustu áramóta og annað fór eft- ir því. Nei, hér eru önnur vinnu- brögð höfð á en áður og það eru þessi vinnubrögð, sem stuðnings- menn fyrrverandi ríkisstjórnar sjá að eru þau einu sem duga til þess að stöðva dýrtíðlna. Þess vegna er nú haldið hér uppi mál- þófi og gerð tilraun til þess að villa mönnum sýn. Slíkt mun mistakast með öllu, því almenn- ingur mun skilja kjarna þessa máls, er hann finnur, að alls kon- ar þjónusta kostar nú mun minna en áður.. — Tillaga bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt og eru þær lækkanir, sem þar er gert ráð fyrir, þegar komnar til framkvæmda. Fjöltefli fyrir drengi - á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og Taflfélag Reykjavíkur efna til fjölteflis fyrir drengi á þriðju- dag og miðvikudag n.k., teflt verður á fjórum stöðum í bæn- um. Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 8—10 e.h. verður teflt á þessum stöðum: 1 Tómstundaheimilinu að Lind argötu 50. Þar teflir Jón Pálsson, en hann var skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1958, og hef- ur annazt skákkennslu á vegum Æ. R. í Golfskálanum teflir Jónas Þorvaldssor., en hann var í 3.—4. sæti á haustmóti Taflfélagsins 1958, en tefldi auk þess á alþjóða- móti unglinga, sem haldið var í Þrándheimi í Noregi um síðast- liðin áramót. í húsi U.M.F.R. við Holtaveg teflir Jón Hálfdánarson, 11 ára. Hann lærði að tefla átta ára gamall og náði skjótt miklum árangri. Jón hefur teflt mikið, og hefur nú unnið sig upp í 1. flokk. Miðvikudaginn 11. febrúar kl. kl. 7—9 e. h. verður teflt að Fríkirkjuvegi 11 (Templara- heimilinu). Þar teflir Gísli ís- leifsson, þekktur skákmaður, sem getið hefur sér góðan orðstír. — Gísli hefur undanfarin þrjú ár kennt skák á vegum Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Jón Hálfdánarsson Fjöltefli þetta er einn liður í samstarfi Æskulýðsráðs Reykja- víkur og Taflfélags Reykjavíkur, en þessir aðilar hafa undanfarin ár haft samstarf um taflkennslu í taflklúbbum Æskulýðsráðs, en þar hafa fjölmargir drengir not- ið tilsagnar þekktra skákmanna. Drengir, sem taka vilja þátt í fjölteflinu, eru beðnir að hafa með sér töfl og mæta stundvís- lega. í 'M ' ■ ■ ■1 skrifar úr daqiega lifinu J Þorrinn og auglýsinga- starfsemin. ,,/~iESTUR“ hefur ritað Velvak- anda svohljóðandi bréf: „Nú er Þorri gamli orðinn að miðpúnkti auglýsingastarfsem- innar. — „Naustið" hvetur Reyk- víkinga til þess að koma og borða „Þorramat". Ég fór þangað ásamt fleira fólki og varð úr að við Fara utan í dag fil landsleikja 1 DAG heldur landslið íslands í handknattleik utan til lands- leika við Norðmenn, Dani og Svía. Er þetta ein erfiðasta keppnisfór sem nokkurt íslenzkt knattlið hefur farið, því Svíar eru heimsmeistarar og Danir meðal bei’u hanknattleiksþjóða heims og unnu þeir t d. Svía fyrir skemmstu. Leikir íslendinganna verða nk. þriðjudag í Ósló, nk. fimmtudag í Slagelse I Danmörku og nk. laugardag í Borás í Svíþjóð. — Heim kemur liðið næsta sunnu- dag. Má með sanni segja að þetta sé engin „hvíldarvika" sem framundan er hjá liðinu. Utan fer Ásbjörn Sigurjónsson form. HSÍ sem aðalfararstjóri en aðrir í fararstjórn eru Hafsteinn Guðmundsson, Keflavík, Hannes Sigurðsson, form. landliðsnefnd- ar, og Frímann Gunnlaugsson, þjálfari. Þá verða í förinni 14 landsliðsmenn og sjást þeir hér á myndinni. í efri röð eru talið frá vinstri: Rúnar Guðmannsson, Fram. Heinz Steinmann, KR. Hörður Felixson, KR. Matthías Ásgeirsson, ÍR. Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR. Hermann Samúelsson, ÍR Einar Sigurðsson, FH. Ragnar Jónsson, FH. í neðri röð eru talið frá vinstri: Karl Jóhannsson, KR. Guðjón Jónsson, Fram. Guðjón Ólaísson, KR. Hjalti Einarsson, FH. Pétur Sigurðsson, iR. Karl Benediktsson, Fr«m. pöntuðum þennan mat, sem aug- lýstur hefur verið óvenjumikið og á ósmekklegan hátt. Við erum öll hrifin af íslenzkum mat, en þarna var svo sannarlega ekki fyrsta flokks matur á borð borinn. Mest af honum var þurr og ólystugur. Helzt hvarflaði að okkur að þetta trog með sama mat væri búið að fara margar hringferðir um veit- ingasalinn undanfarna daga, því augsýnilegt var að fleiri misstu lystina en við, þetta kvöld. Það, sem átti að heita svið, voru t. d. nær eingöngu nasir, eyru og tunga. Aðalstykkin úr kindar- hausnum voru horfin, hafa lík- lega aldrei komist inn á gesta- borðin. Slátursneiðarnar voru gegnum þurrar og sprungnar af elli!! Tæplega samhoðið sið- menntuðu fólki. EINHVERSSTAÐAR hefi eg lesið í hinum mörgu auglýs- ingum frá „Naustinu“ að íslenzki maturinn væri frá verzluninni Borg. En það verð ég að segja, að konan mín hefur oftast keypt miklu betri mat þar en þetta. Kappátsauglýsingarnar finnast mér líka tæplega samboðnar sið- menntuðu fólki. Það gera víst fáir nema einu sinr.i að panta sér þennan „þorramat" á 75 krónur, en halla sér heldur að venjnleg- um heitum mat, a. m. k. sáum við öll fcftir því að hafa lagt í trogið þett& kvöld, ekki sízt vegna þess að við vitum að Naustið er ann- ars vistlegur og góður veit- ingastaður. En þjónustan þar mætti vera betri og meira gert til þess að láta gestina finna, að þeir séu velkomnir". Þetta sagði „Gestur" í bréfi sínu. Síldarmáltíð á veitinga- húsi. Stefán Rafn skrifar Velvakanda: HEILL og sæll, gamli vinur! Það rifjaðist upp fyrir mér nýlega að fyrir nokkrum árum sagði ég við þig eitthvað á þessa leið: Nú hefur þú baráttu í dálk- um þínum hér í blaðinu fyrir síld aráti, hvað þú gerðir vel og drengilega. I>ú skrifaðir fleiri en eina grein um það mál, aeiu varð vískra matsöluhúsa sást það ann- ars sjaldgæfa orð síld! En mér liggur við að óska að þú hefðir aldrei hreyft því máli. Svo er mál með vexti, að um hádegið 4. febrúar gekk ég mig inn á veitingahús, við Austur- stræti og hugðist gæða mér á síldarmáltíð. En það hefði ég betur látið ógert, því síldin sú arna var beint upp úr tunnunni, saltpækillinn lak af henni, með öðrum orðum, hún var óæt. Ég reyndi þó að kingja þremur munnbitum, en gafst svo upp. Fram voru borr.ar þrjár litlar síldar, auk súpu, sem ég vissi ekki úr hverju var búin til, en hef ur eflaust heitið í höfuðið á ein- hverjum frönskum greifa. Fyrir þetta var mér gert að greiða 21 krónu. — Til samanburðar má geta þess, að smásöluverð í mat- arverzlunum á saltsíldarflaki er kr. 2.75, svo vel er nú smurt á. Ég borgaði þegjandi og þung- búinn (finnst þér ekki Velvak- andi að veitingahúsið hefði held- ur ,átt að borga mér). Flýtti mér síðan heim og fékk mér epli til að deyfa seltubragðið í munnin- um, en þessir þrír munnbitar, sem ég bragðaði á af síldinni urðu mér næsta dýrar, því ég kvaldist af þorsta allan daginn. Lítlð rit um síld. EG tók fram úr bókasafni mínu nokkrar bækur um síld og síldarrétti á íslenzku, sænsku og fleiri málum, þar á meðal lítið rit, sem heitir: Ódýr fæða. Leið- beining um matreiðslu á síld etc. Þýtt hefur Matth. Ólafsson, RVK 1916 (torgætt). í þeirri bók eru uppskriftir á ekki færri en 30 síldarréttum.Þýð andi ritsins, sem var Matthía* Ólafsson alþm. frá Haukadal i Dýrafirði var fyrir hálfri öld að reyr>a að kerna íslendingum að eta síld og skrifaði nokkrar blaðagreinar um það mál. Sú fræðsla mun þó ekki hafa borið neinn árangur. íslendingar vilja heldur rollukjöt en síld. — Þa# hljómar sem háð, en það er sann- leikonum samkvæmt að vilji mat ur fá æta Íslandssíld, verður maður að fara til Noregs eða Svíþjóðar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.