Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 20
2 C MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. febr. 19S9 Kaliforníu hélt hina frábæru ræðu sína. Hún reyndi að hugsa um hina íburðarmiklu íbúð á Park Avenue, um herbergjaröð- ina í „Santa Maria“. Hún reyndi að hugsa um allt það sem hún hafði öðlazt, um allt sem hún átti. En skyndlega virtist henni allt svo fjarlægt, eins og hún hefði aðeins lesið um líf einhverr- ar ókunnugrar konu og gleymt frásögninni að mestu. Jafnvel nafn hennar, sem nú blikaði enn einu sinni yfir Broadway, virtist henni framandi. „Þá, í Berlín“, sagði hún — „beið ég þess aðeins að þú . . . “ „Hefðirðu þá ekki gifst Morri- son?“ „Nei“. „Og hefirðu þá afsalað þér öll- um þessum glæsilegu framtiðar- möguleikum?“ „Já“ „Og samt ertu nú hamingju- söm ..." „Geturðu ekki haft meðaumkv- un með mér?“ Meðaumkvun: Hversu undar- legt orð var það ekki. Þarna stóð hún við glugga í litlu gistihúsi, næstum því í líkamlegri snert- ingu við þennan mann, sem hún þekkti raunverulega alls ekki neitt — og hún, eiginkona Morri- sons blaðakóngs, ein þekktasta og vinsælasta kona í stóru, sigur- sælu landi, þingkona sem krafð- ist hreinleika og aftur hreinleika, hún sárbað þennan ókunna mann um að hafa meðaumkvun með sér. Hann snéri sér snögglega að henni. „Hvers vegna hringdirðu til mín í dag?“ Hún svaraði: „Vegna þess að ég varð að heyra rödd þína“ „Þú ert sem sagt ekki ham- ingjusöm . . . sagði hann. „Myndi það gleðja þig, ef ég væri það ekki?“, spurði hún. „Já“ Hann sagði orðið svo láj*t, að hún heyrði það með naumindum Hún vildi fara frá glugganum, hverfa aftur inn í hálfrökkur herbergisins, vildi klæða sig í kápuna og fara. „Hann elskar mig“, endurtók hún með sjálfri sér. — „Ég elska hann“ Orðin áttu við Morrison. En eftir því sem hún endurtók þau oftar með sjálfri sér, þeim mun breyttari varð merking þeirra. Þau urðu ekki lengur áminnandi, aðvarandi, áreitin: allt í einu urðu þau sigrihrósandi, fagnandi, frjáls. Þau áttu við manninn, sem stóð andspænis henni við gistihússgluggann á Broadway. Fætur hennar voru sem rót- fastar á gólfinu. Hún lokaði aug- unum. Nú sá hún ekki hið breyti- lega, leiftrandi og dvínandi nafn Helen Cuttler lengur. Hún fann arma mannsins vefjast um sig. Eins og örþyrst teygaði hún svöl- un af vörum hans. Hún fann heit- ar hendur sínar á svölum hnakka hans, fann hár hans milli fingra sinna. Aðrir menn höfðu munn, mjúkar eða harðar hendur, arma, axlir. Maðurinn sem nú vafði hana örmum, hafði einungis lík- ama. Hún varð þess vör, eins og í leiðslu, að hann dró tjöldin fyrir gluggann, að hinn marglitu leift- ur frá Broadway dönsuðu ekki lengur á upplitaða veggfóðrinu. Hún fann það líka á sér, að hann slökkti ljósið í herberginu og hún gætti þess að opna ekki aug- un. í myrkrinu fann hún útrétta hönd, í myrkrinu fylgdi hún hon- um gegnum herbergið. Hún lauk í fyrsta skipti upp augunum, þeg- ar hún fann aftur varir hans þrýstast að vörum sínum. ,Klukkan var þrjú um nóttina, þegar hún læddist eins og þjófur eða vændiskona, framhjá hinum sofandi dyraverði og út úr gisti- húsinu. Jan fylgdi henni út að leigu- bifreiðinni. Hún rétti honum röndina og röddin var óstyrk og skjálfandi þegar hún sagði: „Hringdu til mín eftir hádegið. Við sjáumst í kvöld“. Bifreiðin ók í gegnum hina sofandi milljónaborg. Einu sinni snéri ekillin sér við í sætinu. Hann var undrandi, þegar kon- an, farþegi hans, byrjaði allt í einu að syngja hástöfum. „Við sjáumst í kvöld“, hafði hún sagt. Þetta voru fyrstu orðin, sem henni komu í hug, þegar hún opnaði augun, klukkan sjö um morguninn, í rokoko-rúminu sínu í „Hotel Ritz“. Hún stökk fram úr rúminu og dró tjöldin frá stóru gluggunum. Það var heið- ríkur, bjartur haustdagur. Þegar hún gekk aftur að rúminu, léku hlýir sólargeislar á fíngerða, fjólubláa silkiveggfóðrinu og hinni fíngerðu, fjólubláu silki- ábreiðu rúmsins. Hún hringdi ekki á herbergis- þernuna, en lá hreyfingarlaus á bakinu og horfði upp í loftið, þar sem sólargeislarnir dönsuðu eins og börn í eltingaleik. Nú vissi hún hversvegna hún hafði flýtt sér að draga tjöldin frá glugganum. Hún vonaði að morguninn, þessi sól- bjarti septembermorgunn, myndi vekja hana af vímunni. Hún mundi næstum eftir hverju einasta orði, sem farið hafði á milli þeirra í fátæklega gistihúss herberginu, þar sem aðeins log- aði á einum. lítilmótlegum nátt- borðslampa. Allt til þessarrar nætur hafði hamingjan verið henni óþekkt fyrirbrigði og ham ingjan hafði lýst sér í orðum, sem hún þekkti ekki sjálf. Hún hafði talað um flótta, um flótta með Jan yfir úthafið. Hún vildi afsala sér öllu, sem til þessa hafði verið henni svo mikils virði. Eftir þessa nótt gat hún ekki horfið aftur til eiginmanns síns. Hún gat ekki logið. Hún varð að segja honum sannleikann. Hún var alls ekki metnaðargjörn. Hún vildi ekki sjá nafnið sitt letrað logaletri og það skipti hana engu þótt þingforsetinn hringdi litlu bjöllunni: „Háttvirt- ur þingfulltrúi Kaliforníu hefur orðið.“ Hún vildi alls ekki hafa áhrif á stærsta blaðahring í heimi. Og Morrison? Hann yrði og hlyti að skilja hana. „Ég hefi ekki logið“, myndi hún segja við hann. — „Ég hefi haldið að ég elskaði þig, Richard. Ég hefi raunverulega haldið það. Aðeins sá, sem hefur raunverulega elsk- að áður, er sekur, ef hann dregur á tálar. En ég? Hvernig gat ég vitað hvað ást var, svo lengi sem ég hafði ekki reynt hana sjálf?“ Já, fyrir nokkrum klukku- stundum, klukkan þrjú eftir mið- nætti á Broadway, þar sem ljósa- auglýsingar kvikmyndahúsa og leikhúsa voru nú slokknaðarhafði hún leitt sér þetta allt fyrir sjón- ir. Niður blóðsins yfirgnæfði rödd samvizkunnar. Og hún? Hún beið þess að sól- in rifi hana upp frá draumum sínum. Sólin gat ekki gert það, sem hún gerði ekki sjálf. Eftir nokkrar mínútur vissi hún að draumurinn hennar var enn ekki dreymdur til enda. Það sem hún hafði sagt við Jan, orðin sem hún hafði stamað á milli koss- anna og faðmlaganna, virtust henni nú ekki lengur fjarstæða SHUtvarpiö Sunnudagur 8. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 9.20 Morguntónleikar (plötur): 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: sr. Jakob Jónsson. Org anleikari: Páll Halldórsson.) 13.15 Erindaflokkur um náttúrufræði; I: Ingólfur Davíðsson magister tal ar um gróðurfarsbreytingar og slæðinga. 14.00 Hljómplötuklúbb urinn (Gunnar Guðmundsson). 15.30 Kaffitíminn. 16.30 Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur. 17. 00 Létt lög. 17.30 Barnatími. (Anna Snorradóttir): Þáttur af kisunni Pálínu. — Sagan af Bú-' kollu. —• „Dvergurinn í sykur- húsinu" eftir Sigurbjörn Sveins- son o.fl. 18.30 Miðaftanstónleikar (plötur). 20.20 Erindi: Um ís- lenzka ættfræði (Einar Bjarna- son ríkisendurskoðandi). 20.55 Gamlir kunningjar: Þorsteinn Hannesson óperusöngvari spjall- ar við hlustendur og leikur hljóm plötur. 21.30 Upplestur: „Konan að austan", smásaga eftir Guð- mund G. Hagalín (Höfundur les). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dag skrárlok. Mánudagur 9. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.10 Búnaðarþáttur: Gísli Krist- jánsson ritstjóri fer með hljóð- nemann í heimsókn til Sambands eggjaframleiðenda. 18.30 Tónlist- artími barnanna (Jón G. Þórarins son kennari). 18.50 Fiskimál: Um skreiðarverkun og skreiðarsölu (Jóhann Þ. Jósefsson alþm. og stjórnarform. Skreiðarsamlags- ins). 20. 30 Einsöngur Gunnar Kristinsson syngur. 21.10 Tónleik ar (plötur). 21.30 Útvarpssagan: „Viktoría" eftir Knut Hamsun; V. (Ólöf Nordal). 22.20 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.40 Kammertónleikar (plötur). 23.15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: ömmusögur. 20.20 Ávarp frá Rauða krossi ís- lands (Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag). 20.35 Erindi: Kúba (Baldur Bjarnason magister). 21.00 Erindi með tón- leikum: Baldur Andrésson talar um íslenzk tónskáld; IV. Bjarni Þorsteinsson. 21.30 íþróttir (Sig. Sig.) 21.45 Tónleikar. 22.20 Upp- lestur: „Tvær eins, tveir eins“, srfiásaga eftir Guðnýju Sigurðar- dóttur (Erlingur Gíslason leik- ari). 22.35 íslenzkar danshljóm- sveitir: Neó-tríóið leikur. 23.05 Dagskrárlok. & Það er barnaleikur að strauja þvottinn með „Baby“ borðstrauvélinni. BABY er einasta borðstrauvélin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Nýja verðið er kr.: 3816. — Takmarkaðar birgðir Austurstræti 14 CfCÍ d Sími 11«87 a r L ú 1) „Farðu ekki lengra niður eftir þessum stíg, Markús, annars neyðist ég til að hefta för þína.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.