Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 23
SunnudagUr 8. febr. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 23 Upplýsingar — Framhald af bls 2 ing á hvers konar byggingarefn- um yrði einmitt fyrsta boðorð og meginhlutverk Byggingaþjónust- unnar. — Oft leituðu menn langt yfir skammt, þegar þeir væru að útvega sér efni og tæki til bygg- inga sinna, en fastasýning eða „forum“ eins og hér yrði nú kom ið upp, ætti að geta komið í veg fyrir, að menn seildust um hurð- arás til lokunnar í þessu efni. — Einnig upplýsti Gunnlaugur, að stöðugt væri unnið að því að koma á stöðlun í byggingariðnað- inum, þ.e. samhæfingu þeirra iðn greina, er þar að lúta. Mundi Arkitektafélagið stuðla að fram- gangi þess máls eftir megni. Hann kvað féiagið mundu setja sýnendum viss lágmarksskilyrði — þannig að því mætti treysta, að einungis fyllilega frambæri- legar vörur yrðu á sýningum Byggingárþjónustunnar. — Fjár hagsgrundvöll fyrirtækisins kvað hann nokkuð óvissan, en lýsti þó bjartsýni sinni í því efni vegna mjög góðra undirtekta framleið- enda og þeirra, sem annast dreif- ingu byggingarefna, en leigu- gjöld þeirra fyrir sýningarrúm verða aðaltekjur Byggingarþjón- ustunnar. Gunnlaugur tók það skýrt fram, að við það væri mið- að, að fyrirtækið bæri sig fjár- hagslega — en alls ekki, að af því yrði hagnaður. Auk Gunnlaitgs Halldórssonar, sögðu arkitektaívir Gunnlaugur Pálsson og Gísli Halldórsson nokk ur orð af þessu tilefni. — Gunn- laugur Pálsson sagði, að bygging- arþjónusta sú, sem hér yrði stofn- að til, ætti sér mörg fordæmi er- lendis, og væri elzta og stærsta hliðstæða stofnunin „Building- Bandarískir styrkir f yrir fram- haldsskólanem- center" í London. Yfirleitt hefðu arkitektafélög hrundið þessari starfsemi af stað, en hún hefði víðast hvar verið talin svo mikil- væg ,að opinberir aðilar hefðu síð ar tekið að styðja hana og gert kleift að færa út kvíarnar. — Loks lét Gunnlaugur Pálsson í ljós þá von, að þessi vísir að bygg ingarþjónustu hér yrði heilla- drjúgt spor til aukinnar kynning ar á hinni hraðvaxandi bygging- artækni og mundi létta samskipti byggjenda og vörudreifenda. Gísli Halldórsson kvað fólk hér á landi taka meiri virkan þátt í byggingaframkvaemdum en við- ast annars staðar. Nefndi hann því til sönnunar, að af um 19,000 íbúðum í Reykjavík væru um 15000 í einkaeign og hefðu eig- endur yfirleitt unnið mikið að byggingunum sjálfir. Væri nauð- synlegt að létta almenningi út- vegun efnis til bygginga, og vildi Arkitektafélagið koma til móts við menn í þessu efni. Sá væri m.a. tilgangur Byggingarþjón- ustunnar. — Kvað hann það trú sína, að hér væri hrint af stað nauðsynjamáli, sem yrði lyfti- stöng fyrir byggingariðnaðinn í framtíðinni. Hveifibrauðsdagar okk ar hafa staoið í 7 ar! Og ennþá erum við hammgju- söm. Eiginmaður minn er stöð- ugt jafn ástfanginn af mér, og segir að ég sé jafn falleg og á giftingardaginn. A hverjum morgni fegra og vernda ég húð mxna með hinu hvíta og fitulausa TOKALON dagkremi, sem er hið ákjósan- legasta púðurundirlag, sem hægt er að hugsa sér. Hann ýkir maske dálitið, en húð mín er alltaf jafn fögur og það á ég TOKALON að þakka. Á hverju kvöldi nota ég RÓSA TOKALON næturkrem með hinu nærandi BIOCEL efni, sem gengur djúpt inn í húðina og vinnur smá kraftaverk á meðaa ég sef Irene Becker Reynið TOKALON strax i dagl Einkaumboð á Islandi FOSSAR H. F. Box 762. Sími 16105 Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í söluturni. Vinnutími frá xl. 8 f.h. til UVz e.h. Vaktaskipti. Herbergi í ná- Trenni staðarins getur fylgt. Umsóknir ásamt upp- ýsingum um aldur og fyrri störf (og helzt mynd) sendist Morgunblaðinu fyrir miðvikudagskvöld merk: „Biðskýli —- 4509“. Næstkomandi mánudag verður lokað frá kl. 2—4 síðdegis vegna jarðarfarar. ÁRNA ÁRNASONAR Bakkastíg 7. Herbertsprent h.f. Bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar Verzlunin Stella. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir GUÐBJÖBG BARÐARDÓTTIB lézt í Landsspítalanum laugardaginn 31. janúar. Jarðar- förin hefir þegar farið fram. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Landsspítalans fyrir nærgætna aðhlynn- ingu og umönnun í hinum langvinnu og erfiðu veik- indum hennar. Jóhannes Sigurðsson, Sigrún Jóhannesdóttir, Snorri Sturluson, Rósa Sigurðardóttir, Gunnar Jóhannesson. Jarðaför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu SVEINBJARGAR SVEINSDÓTTUR OTTESEN Bragagötu 38, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. þ.m. kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. endur UNDANFARIN tvö ár hefur fs- lenzk-ameríska félagið haft milli- göngu um að útvega íslenzkum framhaldsskólanemendum náms •tyrki við bandaríska mennta- skóla. Nemendumir, sem eiga að vera á aldrinum 16—18 ára, stunda nám í bandarískum fram- haldsskólum í eitt ár á vegum félagsskapar, er nefnist Americ- an Field Service. Félagsskapur þessi veitir nemendunum styrk, sem nemur húsnæði, fæði, skóla- gjöldum, sjúkrakostnaði og ferða- lögum innan Bandaríkjanna. Með an dvalið er vestan hafs búa nem endurnir hjá bandarískum fjöl- skyldum í námunda við þá skóla, þar sem námið er stundað. Ætlast er til, að nemendurnir greiði sjálfir ferðakostnað milli Reykjavíkur og New York auk þess, sem þeir þurfa að hafa með sér einhverja vasapeninga. Gert er ráð fyrir, að um 10 íslenzkir námsmenn hljóti þessa styrki fyr ir skólaárið 1959—60, en nú eru 9 íslenzkir framhaldsskólanem- endur við nám í Bandaríkjunum á vegum American Field Service og Íslenzk-ameríska félagsins. Umsóknareyðublöð fyrir áður- greinda styrki verða afhent i skrifstofu Íslenzk-ameríska fél- agsins, Hafnarstræti 19, næstu daga, en þeim skal skila aftur til félagsins eigi síðar en 16. febr. Adenauer undir- býr komu Dullesar BONN. 6. febr. Reuter. — Aden- auer kanslari Vestur-Þýzkalands hélt sérstakan fund síðdegis í dag í Bonn með leiðtogum þingflokk- anna og voru rædd mál, sem varða heimsókn Dullesar utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun. Cóð húseign til sölu Til sölu er húseignin Bragagata 35, Reykjavík, ásamt tilheyrandi leigulóð á horni Bragagötu og Freyjugötu og öllum mannvirkjum á henni. Eign þessi er laus til íbúðar og annarra afnota 14. maí 1959. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 15. þessa mánaðar. Réttur er áséilinn til þess að taka hvaða tilboði, sem er eða hafna öllum. ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON, Lögfræðingur, Þórsgötu 1, Reykjavík PlaSÍ — gluggtjöld baðhengi dúkar efni. Gardínubuðin Laugavegi 28. Jörð til leigu Jörðin Miðdalur í Laugardalshreppi í Árnessýslu er laus til ábúðar í næstu fardögum. — Uppl. eru veittar í skrifstofu Hins íslenzka prentarafélags, Hverfisgötu 21, Reykjavík, sími 16313, eftir hádegi virka daga. Iíarl Ottesen. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SNORRA JÓNSSONAR Stefanía Stefánsdóttir, böm og tengdabörn Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður, bróður og afa SKARPHÉÐINS JÓSEFSSONAR er lézt af slysförum 30. f.m. fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 10 þ.m. kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Rósa Einarsdóttir. Öllum þeim sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og jarðarför systur minnar ÖNNU JÓNU ILLUGADÓTTUR votta ég mitt innilegasta þakklæti. Guð blessi ykkur öll. Vegna systra minna og annarra vandamanna. Signrveig Illugadóttir. Jarðarför mannsins míns VILHJALMS g. SNÆDAL frá Eiríksstöðum, fer fram frá Neskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Elín Pétursdóttir. Innilegt þakklæti fyrij. auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR KRISTÓFERSDÓTTUR Hverfisgötu 76B Synir, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.