Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 13
Sunnu'dagur 8. febr. 1959 MORSVNBLAÐ1Ð 13 REYKJAVIKURBREF Laugard. 7. febrúar Skiptapinn mikli Margar ástæður, sem liggja hverjum einasta íslendingi í augum uppi, eru til þess, að við höfum af innilegri samúð fylgzt með frásögnum af hinu hörmu- lega slysi, er Hans Hedtoft fórst. Nú deila menn um það í Dan- mörku, hvort yfirleitt sé vog- andi að sigla til Grænlands að vetrarlagi, a. m. k. með far- þega. Ekki er ýkja langt síðan, að menn veltu þar því sama fyrir sér um siglingar til íslands og víst urðu skiptapar hér öðru hvoru. Atvik eru að vísu mjög breytt. Síðustu áratugina má segja, að hafíshætta hér sé horf- in, en hvenær kemur hún aftur? Nú eru tækin og orðin miklu betri en áður var, skip sterkari, vélar öruggari og alveg ný sigl- ingatæki, sem mjög eiga að draga úr hættu. Þá vaknar sú spurning, hvort að þessu sinni hafi e. t. v. um of verið treyst á tæknina. Or- saka árekstursins mikla fyrir ut- an New York fyrir fáum árum var talið að leita í blindu trausti á tæknina. Svo kann enn að hafa orðið. Það verður aldrei upplýst, enda skyldi engan áfellast af þeim sökum. Til siglinga á Norðurhöfum að vetrarlagi þarf óbilandi kjark og árvekni. Tæknin getur létt þar undir en aldrei komið í stað hinna mannlegu eiginleika, sem ómissandi eru í viðureign við frumkrafta náttúrunnar. Þeir, sem þar verða að lúta í lægra haldi, eiga vissulega skilið í senn samúð og virðingu. Kristinn talar við Krúsjev Það hlaut að vera, að fulltrúi íslenzku flokksdeildarinnar léti eitthvað í sér heyra á þingi rússneska kommúnistaflokksins í Moskvu. Samkvæmt skeyti að austan, hélt Kristinn Andrésson þar ræðu, og mælti m. a. svo: „Sósíalistar fagna því, að vin- éttan milli Sovétríkjanna og Is- lands eflist stöðugt. Stöðugt er verið að auka menningarleg og viðskiptaleg tengsl milli ríkj- snna. Vegna víðtækra verzlun- arviðskipta við sósíalíska heim- inn og sérstaklega Sovétríkin, tókst okkur nærfellt að útrýma atvinnuleysi í landi okkar. Allt líf smáþjóðar eins og Is- lendinga byggist á heimsfriði. Við kunnum því sérstaklega að meta það mikla framlag, sem Sovétþjóðin leggur fram til við- halds friðarins með hinni nýju sjö ára áætlun sinni“. Rétt er það, að líf okkar Is- lendinga byggist á heimsfriði og við viljum eiga vinsamleg sam- skipti við alla, m. a. Sovét-Rúss- land. Við fögnum því, að Rússar kaupa af okkur afurðir og láta okkur í té góðar vörur í þeirra stað. Þagði um stjórnar- skiptin í Finnlandi Um áhrif sjö ára áætlunarinn- ar til eflingar heimsfriðarins virðist nokkru óljósara og ekki minntist Kristinn á annað fram- lag Sovétstjórnarinnar til frið- samlegra skipta við smáþjóðir, er £ nágrenni hennar búa. Þó eru ekki nema nokkrar vikur síðan Sovétstjórnin knúði fram stjórn- arskipti í Finnlandi, þvert ofan í vilja meiri hluta finnska þings- ins og þjóðarinnar. Við vitum, að Rússar líta á Finna sem smá- þjóð og eru þeir þó stórir á móts við okkur. Hætt er því við, að ef færi gæfist, yrðu þeir ekki mjúk- hentari á okkur en þeir nú reynd ust Finnum. Hinn 20. desember birti aðal- málgagn sósíaldemókrata í Hels- ingsfors frásögn af ummælum aðalritara finnska kommúnista- flokksins, Ville Pessi, er hann viðhafði á leynilegum kommún- istafundi í Osló 21. marz 1953. I frásögn hins finnska blaðs er m. a. sagt: „Er við erum orðnir nógu háð- ir verzluninni austur á bóginn, er hægt að stöðva hana á auga- bragði. Yfirvarp til slíkrar ráð- stöfunar er hvenær sem er hægt að finna í hegðun afturhaldsins í Finnlandi. Þá skapast stjórn- mála- og fjármálakreppa, sem borgaralegu flokkarnir og sósíal- demókratar geta ekki ráðið við. Þá komum við kommúnistar aft- ur í stjórn, og við látum ekki svíkja okkur á ný, eins og 1958“. Taka Valafells Taka Valafells, sigling þess til Seyðisfjarðar og málarekstur þar sannar, að í þetta sinn hefur rétturinn orðið valdinu yfirsterk- ari. íslendingar hafa með réttu fordæmt valdbeitingu Breta. En þeir viðurkenna og, að vegur Breta vex, þegar þeir láta af valdbeitingu, jafnvel þött í litlu sé. Því fer fjarri, að fullnaðarsig- ur sé unninn, en hér hefur verið snúið við frá Hackness-ofbeldinu og haldið í rétta átt. Hollt er að hugleiða það, sem nú hefur gerzt með afskipti Rússa af stjórnarskiptunum í Finnlandi í huga. Þrátt fyrir allt er það íslendingum mikil gæfa, að land okkar liggur þar á hnett- inum sem það er. Fordæmi Vest- mannaeyinga Islendingum ber að hafa for- dæmi Finna í huga. Ekki svo ,að við eigum að slíta verzlunarvið- skiptum okkar við Sovét-Rúss- land. En við verðum stöðugt að gæta þess að útflutningur okk- ar verði sem allra fjölbreyttast- ur og koma honum á sem flesta markaði, þannig að missir eins þeirra verði okkur ekki of til- finnanlegur. Á framleiðslunni lifum við. Það er magn hennar og verðlag, sem ræður raunverulegum lífs- kjörum í landinu. Togstreita á mili stlétta hefur þar sáralitil áhrif. Eitt af hinu ánægjulegra í íslenzku þjóðlífi nú er, að skiln- ingur æskulýðs og uppalenda á þessum frumsannindum virðist fara vaxandi. Fyrir fáum dög- um birtist t. d. í Vísi þessi frétt frá Vestmannaeyjum: „Fjórða bekk Gagnfræðaskól- ans í Vestmannaeyjum var slitið sl. laugardag.---- „Þetta er í annað sinn, sem fylgt hefur verið þeirri reglu, að stytta námstíma 4. bekkjar gagnfræðaskóla um tvo mánuði í þeim tilgangi að unglingarnir geti tekið þátt í framleiðslustörf- um þjóðarinnar. Þetta nýmæli er mjög vel séð af unglingunum, foreldrum þeirra og yfirleitt öll- um hér í Eyjum. Reynslan hefur sýnt, að árangur af náminu er sízt minni en þótt bekkurinn væri látinn sitja til vorsins. Þau leggja harðara að sér við nám- ið, þar sem þau þurfa að nema jafnmikið og aðrir nemendur á skemmri tíma“. Samþykktir nemenda Menntaskóla og Kennaraskóla Samþykktir nemenda í Mennta skóla Reykjavíkur og Kennara- skóla, er sagt var frá í blöðum fyrir skömmu, stefndu mjög í sömu átt og samkvæmt fregn Vísis hefur verið farin þar nú um tveggja ára bil. Samþykktir þess- ar eru harla athyglisverðar. Þær sýna, að æskulýðurinn skilur, hvert framlag hann verður að leggja til þjóðarheildarinnar, svo að öllum farnist vel. Þann hug, sem þarna kemur fram, ber að meta og styrkja eftir föngum. Annað mál er, að e. t. v. kann þetta að vera erfiðara í fram- kvæmd en í fljótu bragði virðist. íslenzkir námsmenn starfa nú þegar í leyfum sínum miklu meira en títt er um námsmenn annarra þjóða. Hér á landi telst það til undantekninga, ef náms- maður leggur ekki hönd að nyt- sömu verki í sumarleyfi sínu. Er- lendis er það aftur á móti und- antekning, að svo sé gert. Islend- ingar telja vinnunna og þau kynni af þjóðarháttum, er henni fylgja, ómissandi þátt í uppeldi æskulýðs. Þetta er nú þegar við- urkennd staðreynd í okkar þjóð- lífi. Ný námsefni Á hvern hátt unnt sé að auka þátttöku unglinga í atvinnuveg- um þjóðarinnar, er rannsóknar- atriði fyrir sig. Skólatími hér er nú þegar styttri en víðast hvar annars staðar. Vísindaframfarir síðustu áratuga hljóta að ]aada í för með sér verulega breytingu ó námi, vegna þess að því mið- ur krefjast þær þess, að það sé fleira og fleira, sem fullvaxnir menn kunni skil á. Ekki einung- is þeir, sem „lærðir“ eru kall- aðir, heldur allur almenningur. Með þetta fyrir augum þarf stöðugt að fara yfir námsskrár, fella niður það, sem úrelt er orðið og bæta við hinu, sem menn verða nú að vita eitthvað um. Þeim, sem lærðu latínu í æsku, er vafalaust ýmsum eftirsjá í, ef hún hverfur alveg af náms- skrám menntaskóla. En því mið- ur verður að horfast í augu við, að menn hafa ekki lengur tíma til að læra jafn gagnslítil fræði. Þá andlegu þjálfun, sem latínu- nám óneitanlega veitir, má áreið- anlega láta í té með nytsamlegri fræðslu. Ef þessa er ekki gætt, lengist námstími úr hófi, eða menntun manna verður svo glompótt, að óviðunandi sé nú á dögum. Misnotkun bún- aðarsamtaka Starfshættir Framsóknar- manna og kommúnista eru í ýmsu merkilega líkir. Ósagt skal látið að sinni, hvort það er sams konar hugarfar beggja undir niðri, sem ræður svipuðum til- tektum, eða hvort Framsóknar- menn hafa af ásettu ráði kynnt sér undirróðursaðferðir komm- únista og fylgja þeim vísvitandi, vegna þess að þær séu gott ráð til að halda rangfengnum völd- um. Allir þekkja aðfarir komm- únista í verkalýðsfélögum. Hvar vetna þar sem þeir treysta sér til, láta þeir félagsfundi sam- þykkja álytkanir um hin fjar- skyldustu mál verkalýðsbarátt- unni, einungis ef þau eru áróð- ursefni kommúnista. Lýðræðis- sinnar alls staðar um heim for- dæma þessar aðferðir og vara al- menning við þeim. Framsóknar- menn hafa og öðru hvoru tekið undir þær aðvaranir. I sumar töluðu þeir t. d. fagurlega um, að verkalýðsfélögin þyrftu að verða ópólitísk og fást einungis við fagleg efni, eins og nú væri orðið í búnaðarsamtökunum. En jafnskjótt og Framsóknar- menn sjá sérréttindaaðstöðu sinni ógnað, grípa þeir einmitt innan búnaðarsamtakanna til sams konar ráða og kcmmún- istar í verkalýðsfélögunum. Bún- aðarsamband Eyjafjarðar hélt aðalfund sinn 29. og 30. janúar sl. Á fundi þessum höfðu Fram- sóknarmenn öll ráð. Þeir notuðu þau til þess að fá þar sam- þykkta tillögu gegn endurbót- um á kjördæmaskipuninni, orð- aða eins og hún kæmi beint út af flokksskrifstofu Framsóknar- manna. Bent var á, að mál þetta heyrði alls ekki undir verkefni fundar- ins. En Framsóknarmenn neyttu á kommúnistavísu atkvæða- magns síns og fengu Framsókn- artillöguna samþykkta. Vafa- laust eru þeir hróðugir af sigri sínum. Allir sannir unnendur lýðræðis sjá aftur á móti, hvert ofstæki er á ferðum, þegar þess er ekki svifist að blanda slíkri stjórnmáladeilu inn í hrein fag- legan félagsskap, eins og bún- aðarsamband á að vera. Þau vinnubrögð munu áreiðanlega herða sókn fyrir framgangi rétt- lætisins en ekki draga úr henni. Er Framsókn f jand samleg strjálbýl- inu? I umræddri Framsóknartillögu segir: „--------lýsir fundurinn yfir því, að hann telur slíka breyt- ingu stórum rýra áhrifavald dreifbýlisins og stuðla að mis- vægi í byggð landsins------ Menn hljóta að spyrja, hvernig þau ósköp megi verða við það eitt, að þingmenn hætti að vera kosnir í smáum kjördæmum og verði í þess stað kosnir 5 eða 7 saman. Ibúar strjálbýlisins fá ekki vegna þeirrar breytingar einnar minni rétt, heldur þvert á móti aukinn rétt. I stað þess að hafa aðgang að einum þing- manni eða tveimur, verða þing- menn þeirra 5 eða 7. Hitt er rétt, að með því að fjölga þingmönnum í þéttbýli, þá verður styrkur þingmanna strjálbýlis hlutfallslega minni á Alþingi en áður. Einmitt sú breyting er hið eina, sem menn vita, að Framsóknarmenn á Al- þingi séu fúsir til að fallast á. A. m. k. lýsti Eysteinn Jónsson því í útvarpsumræðunum á dög- unum, að Framsókn teldi nauð- synlegt að breyta kjördæmaskip- uninni á þennan veg. Hann gaf enga frekari skýringu á, hvernig þetta skyldi gert eða í hversu ríkum mæli. Yfirlýsing Eysteins Jónssdliar sýnir, að Framsóknar- menn eru reiðubúnir til að fall- ast á hið eina í kjördæmabreyt- ingu, sem túlka mætti sem and- stætt strjálbýlinu. Hverjar eru til- lögur Framsóknar? Auðvitað er þó hér ekki um að ræða andstöðu í raun og veru, a. m. k. ekki af hálfu Sjálfstæð- ismanna. í tillögum þeirra á hlut- ur strjálbýlisins eftir sem áður að vera miklu meiri en þéttbýl- isins. Játað skal, að menn vita ekki, hversu langt Framsóknar- menn vilja í þessu ganga. Þeir fást með engu móti til að segja hverjar tillögur þeirra eru í ein- stökum atriðum. Þeir reyna um- fram allt að drepa málinu á dreif, en komast þó ekki hjá að játa, að breytinga sé þörf. En hverra? Enginn þarf að efast um, að erindrekar Framsóknar geta hó- að saman öruggum fylgismönn- um sínum til að gera einhverjar samþykktir á móti réttlætinu. Þvílíkar samþykktir hafa þó Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.