Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Vaxandi suðaustanátt. Hvass- viðri og rigning með köflum. e* Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 32. tbl. — Sunnudagur 8. febrúar 1959 Iðjufélagar munu slá skjaldborg um félag sitt Kommúnistar vilja gera félagið aftur að flokks- tœki sínu KOMMÚNrSTAR gera um þessa helgi harða atlögu að einu mikil- vægasta stéttarfélagi landsins — Iðju — félagi verksmiðjufólks. — Þykir þeim að vonum illt að geta ekki beitt þessu volduga stéttar- félagi fyrir flokksvagn sinn, svo sem þeir áður gerðu — flokknum til mikils gagns, en iðnverka- mönnum til hins mesta tjóns. Vegna hins hörmulega viðskiln aðar Björns Bjarnasonar við fé- lagið, þótti ekki henta að sýna Iðjufélögum hann um skeið, en í trausti þess, að fyrnzt hafi yfir þessar sakir, bjóða kommúnistar nú Iðjufélögum hann aftur sem formannsefni. Eftir meðferð Björns Bjarnasonar og félaga hans á sjóðum Iðju, er það næsta kaldhæðnislegt, þegar Björn sér staklega gerir fjármál Iðju að umræðuefni í grein í Þjóðviljan- um í gær — rétt eftir að dóms- stólarnir hafa staðfest hina víta- verðu misnotkun hans á sjóð- um Iðju. f því efni er það eitt haldreipi Björns, að ekki sé að marka dómstólana!! Það er rétt eins og hann haldi, að hér séu alþýðudómstólar á austræna visu. Iðjufélagar munu eins og á síð- asta ári skipa sér þétt til varnar félagi sínu gegn hinni kommún- isku árás. Það hefur fundið kjör sín batna og félag sitt blómgast undir forystu núverandi stjórnar félagsins. Iðjufélagar vilja láta félag sitt starfa á stéttarlegum gruncívelli, en ekki verða deild í áróðurskerfi kommúnista. 1. Kjör iðnverkafólks hafa ver- ið stórbætt, enda þótt miðað sé við vísitölu 175, og sér- stök aherzla hefur verið á það Iögð með góðum árangri að samræma kaup karla og kvenna við sambærileg störf. t. Stofnaður hefur verið líf eyrissjóður. Er þar um að ræða svo mikilvæg réttindi, að allir starfshópar og stéttir keppast um að tryggja sér þau. Það er eftirtektarverþ að formannsefni kommúnista hefur af alefli snúist gegn þessu réttindamáli, en iðn- verkafólkið hefur skilið þýð ingu málsins og óska flestir eftir að gerast sjóðsfélagar. 3. Með stofnun lífeyrissjóðsins er lagður grundvöllur að þvi mikla hagsmunamáli iðn- verkafólks að geta fengið hag 'æmt lán til þess að eignast þak yfir höfuðið. Að frumkvæði félagsstjórnarinn ar hefur verið stofnað bygg- ingarsamvinnufélag, og þeg- ar er hafin bygging 24 íbúða fjölbýlishúss. Þetta mikla framtak er kommúnistum svo óskiljanlegt, að þeir köll- uðu byggingar þessar „skýja borgir“. Fjármálum öllum og reikn- ingshaldi hefur verið komið í fast form og tryggt, að sjóð- ir félagsins verði ekki not- aðir á þann hátt, sem komm- únistar gerðu. 5. Félagslif allt er nú með mikl um blóma, en í valdatíð kom múnista var félagslífið lam- að og félagsstjórnin sofnaði á því sviði sem öðrum. Hér er aðeins fátt eitt nefnt, *em grundvallarþýðingu hefur fyrir iðnverkafólk. Undir forustu lýðræðissinna hefir Iðja sótt fram til bættra lífskjara fyrir félaga sína og lífræns félagsstarfs. Iðjufélagar kjósa ekki að fá úrræðalausa forystu Björns Bjarnasonar og félaga hans, sem myndi leggja kapp á það eitt að misnota félagið í þágu komm- únista. Iðjufélagar vilja halda áfram á þeirri braut, sem gengin hefur verið undir forystu lýðræðis- sinna. Það mun því fylkja liði félagi sínu og hagsmunum til verndar og kjósa B-listann. SIGUR B-LIST.-NS, er sigur Iðju. Fyrsti róður eftir landleguna AKRANESI, 7. febr. —Fjórtán bátar héðan voru á sjó í gær. Var það fyrsti róður þeirra eftir langa landlegu. Afli bátanna í þessari veiðiför var samtals 71,5 lestir, en þessir voru aflahæstir: Ólafur Magnússon 7,5, Sigrún 7,4, Reynir 7,0 og Sæfari 6,3 lestir. — Oddur. Frammistaða Eiríks Kristóferssonar og skipsmanna hans á Þór í átökunum um togarann, var i alla staði til fyrirmyndar og sýndu þeir djörfung, festu og snarræði. Voru Þórs-menn þjóð sinni til sóma. Hér er Eirikur skipherra á brúarvæng Þórs, með skipherranum af H.M.S. Agincourt, Earl Sinclair. Danski fáninn í hálfa stöng UM alla Danmörk, bæði á skipum og húsum, var í dag flaggað í hálfa stöng til að heiðra minningu þeirra 95 manna sem fórust með Hans Hedtoft. Ríkti sannkölluð þjóðarsorg meðal Dana, er því var lýst yfir í dag, að öll von væri úti um björgun manna af skipum og að skipu lagðri leit væri hætt. Bandaríska eftirlitssskipið Campbell hætti leitinni í dag og sömuleiðis bandarískar og kanad ískar flugvélar, sem starfað hafa að henni. Fjögur eða fimm lítil grænlenzk skip munu halda áfram að leita meðfram strönd- inni. Dönsku Katalínu-flugbátarnir tveir, sem sendir voru frá Dan- mörku til að taka þátt í leitinni komust aldrei lengra en til Kefla víkur. Þar bíða þeir enn veður- tepptir, en munu fljúga yfir slys staðinn strax og veður leyfir. Lindberg, Grænlandsmálaráð- herra, mun brátt birta þjóðþing- inu skýrslu um hvarf Hans Hed- tofts og um vetrarsiglingarnar til Grænlands, sem svo mjög er deilt um. í dag var hafin landssöfnun til styrktar vandamönnum þeirra 95 sem fórust með Hans Hedtoft. Byrjuðu gjafirnar þegar að streyma inn. Þar voru bæði 10 króna framlög frá öldruðu fólki og 10 þúsund og 20 þúsund kr. framlög frá stórum iðnaðar- og útgerðarfyrritækjum. Bjami Benediktsson Togararnir sigla með lítinn afla NÚ fyrir helgina seldu fjórir ís- lenzkir togarar afla sinn erlend- is. Fengu þeir allir fremur lágt verð fyrir aflann. Aflamagnið var líka lítið, enda hefur verið slæm tíð á miðunum undanfarið og veiði treg. Surprise seldi afla sinn í Grimsby sl. fimmtudag — 152 lestir — fyrir 7.142 sterlings- pund. — Sama dag seldi Akurey í Bremerhaven. Aflinn var 121 lest og seldist fyrir um 50 þús- und mörk. Á föstudaginn seldi svo Skúli Magnússon 124 lesta afla í Hull fyrir 6.911 pund, og Ágúst seldi sama dag í Grimsby 105 lestir fyrir 3.918 pund. Nú fyrstu dagana eftir helgina munu fjórir togarar selja í Bret- landi og Þýzkalandi. Stjórnmálaskóli Varðar hefst annað kvöld Stjórnmálaskóli Varðar verður settur í Valhöll við Suðurgötu i morgun kl. 8.30 e.h. — Bjarni Benediktsson ritstjóri flytur erindi um stjórnskipun hins íslenzka lýðveldis. Komið hefur < ljós mikill áhugi fyrir þessu stjórnmálanám- skeiði og hafa menn innritað sig, eldri sem yngri. Einnig gcta Varðarfélagar og þeir, sem vilja gerast nýir félagar tilkynnt þátttöku sína á morgun til skifstofu félagsins í Valhöll. Pretious varð eftir er tog- lét úr höfn armn ROLAND Pretious skipstjóri á togaranum Valafelli var enn nið- urbrotinn og fjársjúkur maður í gær, þegar réttarhöldin í máli hans og dómur var upp kveðinn yfir honum. Sjálfur hafði hann vonazt til að geta hvílzt og nærzt um borð í togara sínum og geta sjálfur farið með skip- stjórn á togaranum það sem eftir væri af hinni afdrifariku veiði- för. í fyrrinótt fór enn á sömu leið, sem hinar fyrri nætur, að hon- um varð ekki svefnsamt og hann þjáðist af uppköstum. Var aug- ljóst mál, að maðurinn var ekki ferðafær og að hann varð að hlíta þeim úrskurði Kjartans Ólafsson- ar, héraðslæknis, að leggjast á sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Togarinn Valafell lét úr höfn á Seyðisfirði í gærkvöldi eftir að umboðsmaður útgerðarinnar hafði sett 220 þús. kr. tryggingu fyrir greiðslum, vegna máls Óvenju mikil silungs veiði í Mývatni GRÍMSSTÖÐUM, 6. febr. — Óvenjumikil silungsveiði er nú í Mývatni. Byrjað var að veiða 1. febr., en silungurinn er friðaður frá septemberlokum og fram að þeim tíma. Er nú prýðileg veiði, bæði í net og á öngul. Netjaveiðin er með bezta móti, en einkum er þó fágætt að svo vel veiðist á öngul. Vatnið er ísi lagt og fara menn á jeppum og dráttarvélum til veiðanna. Er brotið gat á ísinn og netin sett inn undir skörina. Veitt er frá flestum bæjum og er dagsaflinn sendur á bíl til Húsa- vikur til frystingar. Hlákur hafa verið undanfarið og vegir færir. í sumar var silungsveiðin einn- ig með bezta móti, var þá sent um eitt tonn á dag til Húsavíkur. Er útlit fyrir að áframhald verði á þessari góðu veiði í vetur. Silungurinn er góður. Virðist hér aðallega vera um 1—2 ár- ganga að ræða. Byrjaði silungur- inn að veiðast í fyrrasumar, eu þá var hann smár. Síðan hefur hann vaxið mikið og er hann nú orðið vænn. — J. S. þessa. En þá hafði tekið við skip- stjórn 1. stýrimaður togarans, Potter að nafni. , Pretious skipstjóri bar enn í gær augljós merki taugaáfallsins. En við alla þessa áreynslu og taugastríð og næringarleysi, hef- ur hann fengið bólgur í maga. Ekki er vitað, hve lengi hann þarf að dveljast á sjúkrahúsinu. Hann mun fljúga heim til Bret- lands, þegar hann hefur fengið bata. Svo fór, sem búizt hafði verið við, að skipstjórinn á Valafelli þurfti að komast undir læknis- hendur í sjúkrahúsi. Sjálfur hafði hann gert sér vonir um, að geta farið með togaranum. Málfundur Heimdallar FYRSTI fundur námskeiðsins verður í Valhöll nk. þriðjudags- kvöld og hefst kl. 20,30. — Þá mun Ævar R. Kvaran, leikari, leiðbeina þátttakendum um fram sögu. Látið skrá ykkur til þátttöku í skrifstofu Heimdallar (sími 17100). Stjórnarkosningin í Iðju STJÓRNARKOSNINGIN í Iðju hefst kl. 10 árdegis í dag ) og lýkur k). 10 í kvöld. j Kosningaskrifstofa B-listans er í félagsheimili verzlunar-) manna, Vonarstræti 4, 3. hæð. Símar 1 54 11 og 1 90 41. \ Iðnverkafólk er vinsamlega beðið að hafa samband við S skrifstofuna og veita aðstoð við kosninguna. $ X B-listinn. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.