Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. febr. 195S MORCVMtLAfílÐ 15 Gyða Óskarsdóttir Minning Fædd 27./3. 1926. Dáin 26./1. 1959 Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er æfin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem) Mig langar til að flytja nokkur kveðju- og þakkeurorð í minningu góðrar og hugljúfrar konu. Þó að æfiárin hér yrðu ekki mörg á okkar mælikvarða, þá urðu þau nógu mörg til þess að reyna á sálargöfgi og hugprýði svo mikla að unun var að. Ég átti ekki því láni að fagna að kynnast Gyðu heitinnj fyrr en um tvítugsaldur hennar, og er mér hún minnis- stæð frá okkar fyrstu kynnum fyrir sína hlýju og prúðu fram- komu. Gyða Óskarsdóttir var fædd hér í Reykjavík 27. marz 1926, dóttir hjónanna Ingigerðar Loftsdóttur og Óskars Jónssonar prentara, sem látinn er fyrir all- mörgum árum, en með móður sinni var hún, þar til hún tvítug að aldrí giftist fyrri manni sín- um, Aðalsteini Gíslasýni. En það hjónaband varð skammvinnt, því að eftir 1 árs sambúð veiktist maður hennar alvarlega, og fékk aldrei heilsu aftur, og lézt eftir tæplega 4 ára hjónaband, þau eignuðust 1 dóttur, sem nú er 11 ára gömul, og syrgir hún nú ást- ríka móður sína. Þremur árum síðan giftist Gyða eftirlifandi manni sínum, Jóni Lárussyni, járnsmið. Og á hann nú um sárt að binda að sjá á eftir sinni hugljúfu og elsku- legu konu frá 2 ungum dætrum þeirra. En það mun verða honum huggun í hans miklu sorg, að vita að hún er nú laus frá þeim þján- ingum, sem þetta líf lagði henni á herðar. Og nú þegar við kveðjum Gyðu hinzta sinni, þá finnst manni að slíkri ævi sem hennar, þó stutt væri, hafi ekki verið lifað til einskis. Því að hvernig hún æf- inlega tók þeirri miklu reynzlu langvarandi sjúkdóms og ástvina missis með rósemi, og þolgæði, og vildi helzt aldrei að minnzt væri á hve sárþjóð hún oft og einatt var, en reyndi eftir mætti að hlúa að manni sínum og börn- um til hinztu stundar, það er lærdómsríkt, hverri manneskju, því svo mikil óeigingirni er ekki öllum gefin. Kæra vina, hafðu þökk fyrir líf þitt og starf. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. A. V. Sími 11530 - 11531 Rúsínu- Krem- Berlínar- Rjóma- Súkkulaði' Punch- B O L L II R Se nd u m hei m, mi n n st 2 5 b o 11 u r % LESBÖK BARNANNA Njálsbrenna og hefnd Kára --—— ---———— — ---- 1. — Kerling var sú að Berg- þórshvoli, er Sæunn hét. Hún var fróð að mörgu og fram- sýn, en þó var hún gömul mjög, og kölluSu Njálssynir hana gamalæra. Það var einn dag, að hún þreif lurk í hönd scr og gekk upp um hús að arfasátu einni. Hún laust arfasátuna og bað hana aldrei þrífast, svo vesöl sem hún var. Skarphéðinn hló að og spurði, hví hún abbað- ist upp á arfasátuna. Kerlingin mælti: „Þessi arfa- sáta mun tekin og kveiktur við eldur, þá er Njáll er inni brenndur og Bergþóra, fóstra mín, og berið á hana vatn“, segir hún, „eða brennið hana sem skjótast“. ,,Eigi munum vér það gera“, segir Skarphéðinn, „því að fást mun annað til eldkveikna, ef þess verður auðið, þótt að hún sé eigi“. Kerling klifaði allt sumarið um arfasátuna, að inn skyldi bera, og fórst það fyrir. ★ 2. — Flosi bjó sig austan og gtefndi tii sín öllum sínum mönnum, þeim er honum höfðu ferð heitið. Hver þeirra hafði tvo hesta og góð vopn. Nú talar Flosi viö sína menn: „Nú munum vér ríða til Berg- þórshvols og koma þar fyrir náttmál“. Þeir gera nú sv*. Dalur var í hvolnum og riðu þeir þang- að og bundu þar hesta sína og dvöldust þar, til þess er mjög leið á kveldið. 3. — Flosi mælti: „Nú skulum vér ganga heim að bænum og ganga þröngt og fara seint og sjá, hvað þeir taka til ráðs“. Njáll stóð úti og synir hans og Kári og allir heimamenn og skipuðust fyrir á hlaðinu, og var það nær þrír tugir manna. Flosi mælti: „Svo lízt mér, ef þeir standa úti fyrir, sem vér munum þá aldrei sótta geta. Það afhroð munum vér gjalda, að margir munu eigl kunna frá að segja, hvorir sigra“. ★ Frá yngstu höfundunum: — Ritfferðasamkeppni — 10. Ferðin til tunglsins ÉG VAR að hugsa um, hvernig ég ætti að kom- ast til tunglsins, þegar ég kom auga á auglýsingu, sem var fest á girðingar- staur þarna skammt frá mér. Á henni stóð að sam keppni ætti að vera um, fcver gæti smíðað beztu flugvélina. Ég ákvað strax að taka þátt í keppninni, og ef ég ynni, ætlaði ég að fara í flug- vélinni til tunglsins og rota verðlaunin til frek- rri undirbúnings. Ég skráði mig þess vegna í keppnina og hóf flugvéla- smíðarnar. Loks var ég tilbúinn og lagði af stað. Ég flaug og flaug og komst brátt upp fyrir öll ský. Þá sá þunga sinn og svifu í lausu lofti. Sem betur fór, hafði ég spennt á mig öiyggisbeltið og sat því kyrr. Þegar ég gætti betur að, sá ég að vélin var íarin að hringsnúast með ofsahraða í kring um jórðina og réði ég ekkert Þegar vélin var full- gerð, fór ég með hana þangað, sem keppnin átti að fara fram. Svo kom dómnefndin og úrskurð- aði hún mína flugvél bezta. Eg fékk 10.000.00 kr. verðlaun fyrir hana. Nú fór eg strax að und- iibúa mig undir ferðina til tunglsins. Eldflaug kom með ofsahraða og stefndi á mig. ég til tunglsins og stefndi bangað. En er ég hafði flogið í langan tíma, fór flugvél- in að mestu leyti að hætta að láta að stjórn. Og það sem meira vaij, allir lauslegir hlutir misstu gjörsamlega allan við hana. Mér til skelf- ingar, sá ég nú, að „Sput- nik 11“ kom með gífur- legum hraða á móti mér cg .... Þegar ég kom til sjálfs mín aftur, lá ég í sand- hrúgu á einhverjum fram pndi hnetti. Flugvélar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.