Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA9IÐ Stmnudagur 8. febr. 1959 í dag er 59. dagur ársins. Sunnudagur 8. febrúar. Árdegisflæði 1d. 5:50. Sáðdegistlæði kl. 18:08. Slysavarðstofa Reykjavikur j Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Nælurvarzla vikuna 8. til 14. febr. er í Reykjavíkurapóteki, sími 11760. Helgidagavarzla er í Ingólfs- apóteki, sími 11330. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21, laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16. Nætur- og helgidagslæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhann- esson, sími 50056. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 3 = 140298 = 8</2 III. □ EDDA 59592107 — 2 ATKV. Messur Dómkirkjan: — Messa kl. 11 árdegis (altarisganga). — Sr. Ösk ar J. Þorláksson. — Síðdegis- messa kl. 5. — Sr. Jón Auðuns. — Barnasamkoma í Tjarnarbiói kl. 11 árdegis. — Sr. Jón Auð- un,s. Elliheiinilið. — Guðsþjónusta kl. 2 e.h. — Heimilispresturinn. IHjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Dagný Sigurgeirs- dóttir hjúkrunarkona, Spita'iavegi 21, Akureyri, og Sveinn Ölafsson, rennismiður, Barónsstíg 31, Rvík. Bruðkaup I gær voru gefin saman i hjóna-- band Agneg Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri hjá Morgunblaðinu, Hofsvallagötu 16 og Brynjólfur Sandholt dýralæknir, Búðardal. Gefin verða saman í hjónaband 1 dag af séra Jóni Auðuns, ungfrú Edda Bernharðs og Woodrow Fri- ar. I gær voru gefin saman í hjóna band af séra Ingólfi Ástmarssyni, Stefanía Sigurðardóttir og Þór Magnússon, Þinghólsbr. 50, Kópa- vogi. Ymislegt Orð lífsins: Ef hönd þín hneyksl ar þig, þá sníð hana af, betra er þér inn að ganga handarvana til lífsins en að hafa báðar hend- urnar og fara í helvíti, í hinn ó- slökkvandi eld. Og ef fótur þinn hneykslar þig, þá sníð hann af, betra er þér höltum inn að ganga til lífsins, en að hafa báða fæt- urna og verða kastað í helvíti. Mark. 9. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. — Sunnudagur: Kl. 10 f.h. Sunnu- dagaskólinn. Kl. 1,30 Drengjafund ur. Kl. 8,30 Atonenn samkoma. — Gunnar Sigurjónsson cand. theol, taiar. — Allir velkomnir. St. Víkingur efnir til fjölbi'eytts bollufagnaðar í GT-húsinu annað kvöld, til styrktar sjúkrasjóð sín- um. Þar verður einnig minnst af mæla þeirra, sem verið hafa fél- | agar stúkunnar í 10, 15, 20 og 30 ár. Happdrætti Háskóla íslands: — Á þriðjudaginn verður dregið í 2. fl. happdrættisins. Dregnir verða út 845 vinningar, að upp- hæð kr. 1.095,000,00. Hæsti vinn- ingur er kr. 100.000,00. Eru því síðustu forvöð að endurnýja og kaupa miða á morgun. Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna- félagsins Vorboða, Hafnarfirði, verður haldinn á morgun 9. febr. kl. 8,30 e.h. Kvenfélag fjangboltssóknar: — Aðalfundur félagsins verður mið- Aðalfundur félagsins verður mið- vikudaginn 11. febr. kl. 8,30 síð- degis í félagsheimili U.M.F.R. við Holtaveg. — Venjuleg aðalfundar störf. Kvenfélagið Keðjan heldur að- alfund á morgun, mánudag, kl. 8:30 síðdegis í félagsheimili prent ara. — Óskað er eftir að féiags- konur fjölmenni á fundinn. Frá Dónikirkjunni: --- Kirkju nefnd kvenna Dómkirkjunnar hyggst halda bazar í byrjun maí- mánaðar. — Þær konur í sókninni, sem vilja styðja bazarinn og taka sniðinn fatnað eða garn til að vinna úr, hafi góðfúslega sam- band við frú Dagnýju Auðuns, Garðastræti 42, frú Elísabetu Árnadóttur, Aragötu 15, frú ól- 1 afíu Einarsdóttur, Sólvallagötu 25 eða frú Súsönnu Brynjólfsdóttur, Hólavallagötu 3. Sjálfstæðishúsið er opið í kvöld Dansað kl. 9 til kl. 11:30. g^Flugvélar Flugfélag íslands hf.: — Milli- Iandaflug: Hrímfaxi er væntanleg ur til Rvíkur kl. 16:10 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun: til Ak ureyrar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. Eimskipafélag íslands Ii.f.: —— Dettifoss fór frá Rvík í gær. Fjall foss er væntanlegur til Rvíkur í fyrramálið. Goðafoss fór frá Hafn arfirði í fyrrinótt. Gullfoss fór frá Rvík í fyx-radag. Lagarfoss fór frá Ventspils í fyrradag. Reykjafoss fór frá ?flavík í fyrradag. Sel- foss fór frá Vestmannaeyjum 4. þ.m. Tröllafoss fór frá Hambox-g í gær. Tungufoss fór frá Gdynia 5. þ.m. Eimskipafélag Reykjavtkur lif.: Katla fór frá Cabo de Gata í gær. Askja er á Akranesi. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassa- fell fer frá Gdynia á morgun. Arn arfell fór frá Barcelona 6. þ.m. Jökulfell er í Ventspils. Dísarfell fer frá Hornarfirði í dag. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell átti að fara frá Houston 6. þ.m. Hamrafell er í Palermo. • Gengið • 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Gullverð isL krónu: Sölugengi 1 Sterlingspund ... 1 Bandarikjadollar. 1 Kanadadollar .... 100 Gyllini ......... 100 danskar kr....... 100 norskar kr....... 100 sænskar kr....... 1000 franskir frankar . 100 belgiskir frankar. 100 svissn. frankar . 100 vestur-þýzk 1000 Lírur .......... 100 tékkneskar kr. 100 finnsk n.örk . kr. 45,70 — 16.32 — 16,82 — 432,40 — 236,30 — 228,50 — 315,50 — 33,06 — 32,90 — 376,00 mörk — 391,30 — 26,02 — 226,67 — 5,10 Ég hljóp sem fætur toguðu upp á klettasnös með kúluna í hendinni. Er ég horfði í gegnum sjónaukann, sá ég, að hópur fjandmanna okkar hafði safnazt saman á hæð skammt frú. Þeir höfðu tekið tvo af okkar mönnum til fanga Qg ætluðu nú að hengja þá sem njósnara. -S ypurnincý cíct^óinó dc Teljið þér stundvísi almennnt ábótavant hjá okkur íslendingum? Sigríður J. Magnússon: Eg hef ekki næga þekkingu á því, hvern- ig fólk mætir, t.d. til vinnu og í skóla, til að geta fellt dóm um það almennt. En ég hygg, að okkur hafi samt , ' farið mikið fram í þeim efnum síð- ustu áratugina. Reynslan hefur kennt mönnum, að hvorki flug- vélar, áætlunar- b í I a r né skip hinkra við eftir þeirra hentugleik um. Þ e i r, sem ekki eru komnir á auglýstum burt fax-artíma, verða af fei'ðinni. Sama gildir um skemmtanir. Áður fyrr var það algengt, að fólk ruddist inn á hljómleika eftir að byrjað var að spila eða syngja. Nú kem- ur það tæplega fyrir. Á einu sviði er óstundvísin aftur á móti enn í algleymingi. Það er fundarsókn. Mig rekur ekki minni til, að ég hafi nokkurn tíma verið á fundi hvorki í félögum eða á opinberum fundum, sem hægt væii að setja á auglýstum tíma, vegna óstund- vísi fundarmanna og er slíkt bæði hvimleitt og bagalegt. Árni Kristjáilsson, framkvstj.: — Ég vil taka það fram, að ég er maður mjög óstundvís, og því ekki réttur aðili til þess að áfell- ast neinn fyrir þann löst. Aftur á móti er það staðreynd, að við þreytum síharðn- a n d i kapphlaup við t í m a n n og viljum helzt bera sigur af hólmi h v e r j u sinni, enda þótt leikur- inn sé m j ö g ó- jafn, þar sem annars vegar er klukkan, sem af fullkomnu miskunnarleysi tifar jafn og þétt að einu marki, með- an maðurinn þarf kannski að mæta stundvíslega á fimm stöð- um samtímis. En væri ekki athug- andi á þessum tímum stöðvunar og niðurfærslu, að ríkisstjórnin leyfði mönnum að stöðva klukk- una, eða jafnvel færa hana sem svaraði 5—10 vísitölustigum aft- ur á bak, þegar verst gegnir. Ég held, að þörfin á þessu sé brýn, eins og málum er komið, og myndi áreiðanlega mikill meirihluti Is- lendinga fagna þeirri ráðstöfun. Kristján J. Gunnarsson, yfir- kennari: — Skólanemendur og kennarar eru stundvísasta fólk, sem til er. Þetta stafar af gagn- kvæmu eftirlits- kex-fi, handhægu o g þægilegu í framkvæmd. — Verði nemenda á að sofa yfir sig fær hann á- vítur kennarans og að auki stríðni þeirra 29 félaga sinna, sem gjarn- Ég kastaði kúlunni af alefli, og þar sem ég er maður sterkur, lenti kúlan mitt á meðal fjandmaimanna. Um leið og kúlan nam við jörðu, sprakk hún og allir fjandmennirnir biðu bana. Kúlubrotin þeyttust í allar áttir m. a. í gálgatrén, sem brotnuðu. Okkar menn höfðu því innan skamms fast land undir fótum. Þeir hjálpuðu hvor öðrum við að losa snörurnar, sem auðvitað var mjög óþægilegt að hafa um hálsinn. Síðan hrundu þeir fram báti og reru til okkar heilir á húfi. an hefðu kosið að sofa lengur. Og verði kennara á að láta 30 nem- endur bíða eftir sér, þá--------- óckar hann einskis fremur en að það komi aldrei fyrir aftur. Sem sagt: Ef krafizt væri meiri stund vísi mundi mannlegum breizkleika í hættu stefnt og það væri ekki til bóta. Að skólafólki slepptu eru það þeir starfsömustu og önnum köfnustu, sem stundvísastir eru. Þe.ir neyðast til að skipuleggja tíma sinn og geta ekki látið ó- stundvísina eftir sér. Kvörn tím- ans snýst stöðugt hraðar og flest- ir eru í æðisgengnu kapphlaupi við að verða sér úti um hjarta- sjúkdóm á miðjum aldri. Þess vegna hefur fólk vart tíma til þess að vera óstundvíst lengur, þeir gömlu, góðu dagar eru senn taldir, þegar stúlkurnar gátu leyft sér að koma of seint á stefnumót. Ef vel væri leitað fyndust þó e.t. v. ein eða tvær sálir, sem lifa í gamla tímanum og geta tekið und- ir með enska rithöfundinum Char- les Lamb, sem eitt sinn vann á skrifstofu og ávítaður var fyrir að mæta of seint: „Það jafna ég upp með því að fara snemma“. Gunnbjörn Gunnarsson, eftir- litsmaður SVR: — Östundvísi er mjög leiður vani svo ekki sé meira sagt, ég held jafnvel að hún fylgi okkur Islending- um. V i ð erum allt of oft á eft- ir tímanum. Það er a. m. k. mjög algengt a ð s j á f ó 1 k á harða- hlaupum á eftir almenningsvögn- um — o g oft hlaupa menn með vögnunum langar leiðir og berja þá utan til þess að fá vagnstjór- ana til að stanza. Sama má segja um kvikmyndahúsin enda þótt síðbúnir biógestir fái ekki sýning armenn til að byrja sýninguna upp á nýtt með því að „berja í borðið“. Óstundvísi hefur sem sagt mjög truflandi áhrif á daglegt líf okkar og færi vel á því, að fólk hugsaði oftar um stundvísina en raun ber vitni — þó ekki væri nema einn dag í viku. Magnús Jochumsson, póstmeist- ari: — Ég held, að þessaxó spurn- ingu verði ekki svarað enn som komið er nema með einu Jái og það með stórum staf. Að vísu er m i k i 1 afsökun fyrir þ e s s um hvimleiða galla í fari okkar. Þjóð- in hefur frá upp- hafi v e g a búið strjált og átt við erfið ferðalög að stríða, svo sjald- an eðan nánar tiltekið aldrei þýddi að reikna upp á stund eða jafnvel dag. Og þótt við höfum nú yfir að ráða hraðsk reiðum skip um, ágætum bifreiðum og flug- vélum með hnitmiðuðum áætlun- um, mun þessum öllúm örðugt um stundvísina, en þá eru það vita- skuld ytri ástæður, sem valda, en hið sama á í rauninni við um mannfólkið sjálft. Enginn, sem ég þekki e.r óstundvís af því að það sé honum meðfætt, heldur hefir alltaf eitthvað komið fyrir. 1 svip inn man ég ekki eftir neinni stund vísri manneskju, sem ég hef kynnst, ekki einu sinni á stefnu- mót, en ég hef heyrt um einn mann stundvísan og það svo um mun- aði. Hann átti nefnilega að sker- ast upp kl. 9 einn morgun. Hann fékk sér bifreið til sjúkrahússins og bað bifreiðastjórann að aka greitt, „því ég á“, sagði hann ,,að mæta kl. 9 til uppskurðar og kann ékki við, að þeir séu byrjaðir á I uppskurðinum áður en ég kem“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.