Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. febr. 1959 MORGVNfíLAÐIÐ 11 Vatnsdeigsbollurnar. Bollur fyrir bolludaginn Nú nálgast bolludagurinn enn og þá verða myndarlegu húsmaeð urnar að byrja að baka bollurnar. Fyrirhafnarminnst finnst mér að baka venjulegar vatnsdeigskök- ur (vandbakkelsi) og fylla í þær kremi og þeyttum rjóma og setja flórsykursglerung með súkkulaði og (eða) einhverju ávextabragði ofan á. Hér kemur handhæg og fljótleg uppskrift: 100 gr smjörl.. 2 dl vatn. 1 tsk. sykur 100 gr hveiti. 3 egg. Smjörlíkið og vatnið er látið í pott og þegar það sýður er hveit- inu hrært upp í smám saman með sleif. Þetta er látið sjóða dálitla stund og þá er potturinn tekinn af eldinum og eggjunum hrært saman við ásamt saltinu. Síðan er hrært vel í þar til deigið verð- ur mjúkt og þá er því sprautað úr kökusprautu á smurða plötu ýmist í aflangar kökur eða kringlótta^, sem eru bakaðar alveg (eins má láta þær með skeið á plötuna) við 250° (C) hita í 6—7 mín. Þá er hitinn lækkaður og eftir 15—20 mín., eru kökum- ar bakaðar. Athugið að opna ekki ofninn á meðan, því það getur orðið til þess að kökurnar falli. Og rétt áður en bollurnar eru framreiddar, eru þær skornar í sundur og inn í þær látið krem og þeyttur rjómi og glerungur ofan á. Rúsínubollur Þér eigið e. t. v. von á ein- hverjum í „bollukaffi“, sem kýs stinga þeim i bollurnar, þegar á að baka þær. Deigið er síðan látið á plötuna með skeið og bollurnar bakaðar við jafnan hita (200—225° C). Bollur með geri H Til eru þær húsmæður, sem eru snillingar að baka allt sem já að vera með geri (oftast er notað pressuger, og er miðað við að það sé notað í eftirfarandi uppskrift). Allt gerbrauð er mjög lystugt og gott og hér koma upp- skriftir: Parísarbollur 225 gr hveiti. 85 gr smjörlíki. 25 gr ger. 1 matskeið sykur. 1 egg. Ca. 1 dl rjómi. Sykur og möndlur til skrauts. Smjörlíkið er mulið saman við hveitið, gerið hrært upp með sykrinum eða rjómanum, sem er aðeins volgur, og er látið saman við deigið ásamt þeyttu egginu og afganginum af rjómanum. Deigið er hnoðað vel og búnar til ca. 8 bollur, sem eru penslaðar og eru látnar lyfta sér á heitum stað í ca. 20 mín. Þá eru þær penslaðar aftur og skreyttar með sykri og möndlum og síðan bak- ■ aðar við góðan hita (250° C) í 8—10 mín. Fínar bollur 2 dl rjómi. 25—30 gr ger. 75 gr smjörlíki. 1 egg. 2—4 matskeiðar sykur. % teskeið salt. um % kg hv.eiti. Hrærið gerið upp í hluta af rjómanum. Hitið afganginn að- Fínar bollur. eins upp með helmingnum af smjörinu og látið í skálina (með gerinu), bætið egginu, sykrinum og saltinu út í og hveiti, þar til deigið er orðið létt og gott í með- förum. Látið deigið lyfta sér á heitum stað. Þá er afgangurinn af smjörinu og meiru af hveiti bætt út í og búnar til kökur, — bæði bollur, horn, fléttur eða kransar. Kökurnar eru penslaðar með eggi og bakaðar við góðan hita (ca. 250° C). A. Bj. Rúsínubollur. heldur bollur, sem ekki eru með þeyttum rjóma, þá koma hér prýðisgóðar og fljótlegar rúsínu- bollur: 100 gr smjörlíki. 1 dl i^ur. 1 egg. 314 dl hveiti. 2 tsk. lyftiduft. 1%—2 dl rúsínur og 2 matsk. hakkaður, sultað- úr appelsínubörkur. Smjörlíkið og sykurinn er hrært vel, ásamt egginu. Hveitið er sigtað út í ásamt lyftiduftinu og loks koma rúsínurnar og app- elsínubörkurinn. Geyma má dá- lítið af rúsínunum til þess að Skóverzlun óskar eftir að ráða til sín súlku til afgreiðslustarfa, aðra allan daginn og hin frá kl. 1. Umsóknir með símanúmeri ásamt uppl. um aldur og fyrri störf, sendist Morgunbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „Skóverzlun — 5078“. Einbýlishús Höfum til sölu 6 herb. einbýlishús við Heiðargerði. 6 herb. einbýlishús við Teigagerði. 6 herb. einbýlishús í Silfurtúni. 5 herb. raðhús við Skeiðarvog. 5 herb. ein- býlishús við Akurgerði. í húsinu er einnig 2ja herb. íbúð í kjallara. Öll eignin er til söiu. FASTEIGNA & LÖGFRÆÖISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala. z Austurstræti 14, II. hæð — Símar 2-28-70 og 1-94-78. — I fáum orðum sagt Framh. af bls. 9 ir en við í Bugtinni þessa nótt. Ég sá minnsta koppinn, þegar hann var genginn til, og sagði við sjálfan mig: — Hann hefur nóg að gera þessi, ef hann klár- ar sig. Það munaði líka litlu, að hann færi í Drangana. Frákastið skellti honum yfir, það bjargaði honum. Nei, maður toldi aldrei úti, ef þorskur var i grjótinu. Það var helvítis ágirndin. Ég sagði líka við sjálfan mig á eftir: — Hafi ég skömm fyrir verkið! Ég hélt hann mundi fara í suð- austan, svo ég gæti látið reka út, en það var ekki. Hann gerði manni oft grikk á skútuöldinni. — Og svo fórstu til Vest- mannaeyja? — Já, svo fór ég til Vest- mannaeyja og ylagðist undir Heimaklett, því þar var logn. Við fengum bát úr landi og fór- um með sjúklinginn í sjúkrahús. Ég bað um, að ég yrði lóssaður inn, en þeir þvertóku fyrir það. Ég sagðist verða að komast inn á höfnina til að laga mig, en þeir hlustuðu ekki á það. — Nú hvers vegna? — Hvernig á ég að vita það. Þetta voru bölvaðir aumingjar. — Þeir hafa haldið að þú vær- ir fullur. — Helvítis auli geturðu ver- ið, fullur utan af sjó! Hvurslags bjánagangur er þetta. — Eitthvað hefur þú nú sagt, Jón. — Ég talaði við þá auðvitað, þakkaði fyrir kurteisina, en ég vitnaði samt ekki í Péturspost- illu, þó hún væri um borð. — Og hvað gerðurðu svo? — Ja, hvað gerir maður í vit- lausu veðri, enginn kopás, ekk- ert logg. Og svo var maður hrip- lekur. — Fórstu heim til Reykjavík- ur? — Já, auðvitað. Ég sá, að skansinn var orðinn fullur af fólki, sem glápti á mig. Aifgun í þessu pakki voru eins og þorsk- augu. Það storkaði mér. Og í þriðja sinn, sem ég náði honum yfir, ákvað ég að skell 1 honum á skansinn til að ná vindi/.um. Ég varð að fara grunnt. Það voru stuttir slagir undan HeimaklettL Svo komst ég út og í öskurok, hvarf Elliðaey, hvarf Bjarnar- ey og hvarf Heimaklettur. Ég tók það ráð að lensa og lensaði upp á líf og dauða, fór í gegnum Húllið án þess að sjá það, en klukkan sjö næsta morgun fékk ég Skagaljósið. Þá var ég góð- ur. En nú tala ég ekki meira við menn í þinni stöðu. Bói, kondu hérna og gefðu mér einn lítinn. Hvurs konar helvítis pukur er þetta eiginlega? — Ja, þú verður þá að splæsa, sagði Bói. Jón Magnússon stakk nálinni í seglið af miklu afli og saup svo á. Svo hvessti hann á mig aug- un: — Einu sinni var ég sjó- skrímsli. Nú er ég bæklaður seglasaumari. Einu sinni var ég í Hull og Grimsby, nú sit ég hér í skugganum af pakkhúsi Sam- bandsins og nýt góðs af bygg- ingalist brezka heimsveldisins. Svo bætti hann við, um leið og hann benti á Bóa: — Hér sitjum við og splæsum hvor á sinn hátt. — Ég kem aftur á fimmtu- daginn, sagði ég. — Til hvers? — Ég ætla að tala við þig um Miðsel og Vesturbæinn og þá tíma, þegar enginn var ríkur í Reykjavík. — Nú-jæja, sagði Jón Magnús- son, en kondu samt ekki mjög oft. — M. Framtíðaratvinna Reglusamur, laghentur maður óskast. Æskilegt væri, að viðkomandi hafi lokið námi i rafvirkjun, útvarpsvirkjun eða hafi unnið hliðstæð störf. Einnig gæti komið til greina loftskeytamaður. Vinnan mun aðallega vera fólgin í við- gerðum og viðhaldi á rafknúnum tækjum. Tilboðum ásamt upplýSingum um menntun og fyrri störf, sé skilað í pósthólf 377 fyrir 15. febrúar næstkomandi. Búðarvogir, Fiskvogir, Pakkavogir, Pakkhúsvogir, o. fl. tegundir voga fyrirliggjandi. > ' Olafur Gíslason & c.o Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370. BUÐsN VARAHLUTIR Fram- og afturfjaðrir, spindilboltar, slitboltar og fóðringar, hjólnöf og hljqðdeifar, vatns- kassapúðar og lok, púströr í flestar gerðir, bremsuborðar og bremsugúmmí, útblásturs- ventlar, kveikjur og kerti o. m. fl. í Skoda- bifreiðir. Gamlar pantanir óskast endurnýjaðar. k. KRtNGLUMYRARVE6 • Sf'Mf 32881

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.