Morgunblaðið - 05.04.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 05.04.1959, Síða 15
Sunnudagur 5. apríl 1959 MORGUMJLAÐIÐ 15 Stór kona — „Óttist ekki elli, Islands meyjar, þó fagra hýðið ið hvíta hrokkni og fölni, — Því þá fatið fyrnist fellur það betur að limum og lætur skýrar í ljósi lögun hins innra.“ Bjarni Thorarensen. ALLMARGIR dagar eru liðnir, síðan ég las í blaði að Jóhanna Friðriksdóttir hefði dottið á götu hér í bæ og lærbrotnað. Slíkar fregnir eru alltaf dapurlegar, en einkum þó þegar aldurhnigið fólk eða óhraustir menn eiga í hlut. Jóhanna Friðriksdóttir var, svo sem allir að líkindum vita, yfir- ljósmóðir við fæðingardeild Landsspítalans tæp 20 ár. Flest- ir miðaldra Reykvikingar — og eldri — munu þekkja hana í sjón enda vandalaust. Hún er ekki spegilmynd annarra kvenna. — ★ — Stöku sinnum hef ég mætt Jó- Síðustu daga hefur sterk löng- un sótt á hug minn að skrifa nokkrar línur um þessa sérstæðu konu, og rifja upp gamlar minn- ingar um fáa en bjarta fundi. Frestingin var svo ásækin að mótstaðan er þrotin. — Þá er að lúta og láta skeika að sköpuðu hvernig tekst. — ★ — Kynni mín af Jóhönnu Frið- riksdóttur afmarkast næstum eingöngu af gömlu og góðu bók- arheiti: „Skip, sem mætast á nóttu.“ í ranni minninganna geymast nokkrar myndir frá þeirri nóttu og örfáum öðrum ljósum stundurri. Mig langar til að öldruð sæmd- arkona megi nú í næði skoða myndir móðurinnar, á meðan hún liggur á sjúkrabeði. — ★ — Hugur leitar meir en 14 ár aftur í tímann. Hvort er þetta nútíð eða þá- tíð? Sumar stundar í lífi manns að kalla á Jóhönnu.“ Hin hlýddi. Eftir örskamma stund gengur yfirljósmóðirin inn í stofuna, há og beinvaxin í hvítum kyrtli. Hún er alvarleg, þögul og þurr- leg, heilsar með fáum meitluðum orðum, en handtakið er hlýtt og og stundir sem lifa hönnu á götu og í búðum hin síðari árin. Við heilsumst alltaf, en samt er naumast hægt að segja að við séum málkunnugar. Ég hygg að hún heilsi öllum koirum, sem hún einhverju sinni hefur veitt aðstoð við hlutverk lífgjafans. Hún þarf ekki að vita nöfn manna og kvenna, sem hún mætir á götu. Ljósmóðir þekkir mömmur barna sinna, stundum einnig feður þeirra. Jóhanna Friðriksdóttir er há- vaxin kona, grönn og virðuleg. — Andlit hennar er rúnum rist, enda á hún að baki stórbrotið ævistarf, feril fjölþættrar reynslu. Um hana og hennar líka á að skrifa lífs — fremur en liðna. eru slíkar, að örðugt er að greina sundur það sem er og hitt sem var. Einu gildir hvort það var gleð- in eða sorgin, sem drap á dyr. Þetta eru stóru stundirnar, sem lifa áfram í inni sálarinnar, þótt dagar líði. — ★ — Rétt fyrir miðnætti, föstudags- kvöldið 22. september 1944 — þurfti ég að fara brýnna erinda á fæðingardeild Landsspítalans. — Djúp kyrrð ríkti í musteri ís- lenzkra lækna og líknarkvenna. Tveir ljósmóðurnemar voru hjá mér frá kl. tólf til rúmlega eitt. Þá gerðust þær órólegar og önnur þeirra sagði: „Þú verður þétt. Jóhanna Friðriksdóttir brosti ekki, hún sagði heldur ekki: — Þetta gengur ágætlega, góða mín. — Hún þagði og tók til starfa. Mér fannst ég vera komin inn í gamla hlóðaeld- húsið á bernskuheimili mínu. Nú gat ég róleg beðið þess, sem í vændum var. öllu var borgið. Ég horfði inn í glóðina og hlýddi á næturþytinn. Klukkan tæplega hálftvö fædd ist lítil stúlka, fjórða barn for- eldra sinna. Yfirljósmóðirin tók á móti henni, laugaði hana, mældi, vóg og færði í föt. Jóhanna Friðriksdóttir gerðist glöð og ræðin, á meðan athug- ul augu og þaulvanar hendur veittu nýfæddu barni fyrstu að- hlynningu. Ég þekkti hana ekkert, en mér fannst við vera samherjar og vinir á leið heim úr sigursælu stríði. — ★ — „Hún er 12 merkur, 150 grömm, 49 sentimetrar", sagði ljósmóð- irin. Ekki var örðugt að muna orð- in, þó að sú sem mælti þau notaði ekki samtengingar. — Jó- hanna sagði ekki: — En hvað hún er sæt elskan litla. — Hún sagði annað, sem móðirin man örugglega orðrétt: „Nú heyrast konur sjaldan spyrja hvort barn- ið sé rétt skapað. Þær segja oft- ast með misjafnlega fögrum framburði: Er ekki allt í lagi? Ég kann aldrei við þetta. Það er engu líkara ,en að fólk kunni ekki lengur móðurmálið. Oft þegar spurt er eftir mér í síma heyri ég ávarpið: Fröken Jó- hanna. Stundum er spurt hvort þetta sé forstöðukonan. Kristín Thoroddsen er forstöðukona hér en ekki ég. Það er víst ekki í tízku lengur að tala um yfir- setukonu. Það væri þó betra en hitt, og þótti fullgott orð í mínu ungdæmi." Ekki hafði Jóhanna Friðriks- dóttir orð á því að bezt ætti við að spyrja, hvort yfirljósmóð- irin væri til viðtals. Til eru ein- staklingar, sem ekki þurfa að skreyta embættisheiti sitt með forskeyti til að varðveita virð- ingu sína. Tíu ár og fjórir mánuðir líða. — Nú erum við stödd í Sjálf- stæðishúsinu í sextugsafmæli þjóðskáldsins Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi. Við hjónin sátum þar í miðj- um sal. Andspænis okkkur sat Jóhanna Friðriksdóttir. Hún var fjórða í röð frá enda borðs. Næst henni sat Margrét Jóns- dóttir skáldkona, og fór vel á því. Margrét bar þjóðbúninginn. — Vel sómir hann sér á íslenzkum ! konum. Jóhanna var klædd fall- egum svörtum kjól, með smekk- víslega liðað hár. Ég minnist ekki að hún bæri skartgripi — þó er hugsanlegt að svo hafi verið, en ég ekki veitt þeim athygli. Augun ljómuðu. — Það var nóg. Bjart var í Sjálfstæðishúsinu þetta kvöld og góður matur á borðum. Þjóðkunnir menn og ræðuskörungar fluttu snjallar ræður um lárviðarskáldið, sem íslenzka þjóðin ann og dáir. Minnt var á orðsnilld og ljóða- gjörð Davíðs, — „Egils dýru íþrótt vammi firrða.“ Þannig komst menntamálaráðherra að orði ,ef ég man rétt. Annar vitnaði í kvæði skálds- ins, í Brennerskarði, og fór með síðasta erindið: „Ég er á heimleið, herra, og hræðist ei storm né ís. Það er mín köllun að kveða í kuldans Paradís." Af tilviljun leit ég yfir borðið. Aldrei gleymi ég svip Jóhönnu Friðriksdóttur. — Hafið þið séð drifhvítan svan hljóta sár? — Hún laut að Margréti og sagði yfirlætislaust, en með undra sárum þunga: „Hann fer ekki rétt með þetta. Davíð segir — klakans Paradís.“ Þunnt er móðureyrað, segir máltækið, — einnig eyra ást- ríkrar fóstru. — ★ — Hljómsveitin leikur fagurlega. Heitir tónar blandast ómi glað- værra radda. Þægilegur kliður fer um salinn. Fágæt hugarkennd liggur í lofti. — Öllu slær í dúnalogn. —■ Skáldið rís úr sæti sínu og tekur til máls. Djúp og fögur mannsrödd fyllir salarkynni. — Löngum hefur bergmálskynngi hárra tinda heillað íslendinga. Framh. á bls 16. % LESBÓK BARNANNA Njálshrenna og hefnd Kára St Kárl b&ð Hj&lta fara &« letta beina Njála. •■& hann kvaðst þa« gjarnan gera vUja. Þeir koma til Bergþórshvols af hádegft dags. Hjalti spurði Kára, hvar Njáll myndi undir liggja, en Kárft vísaói þeim til, •g var þar aaikilU ösku a£ að * moka. Þar fundu þeir undir húðina, og var sem hún væri skorpnuð við eld. Þeir tóku ipp húðina og voru þau bæði óbrunnin undir. 32. Síðan var tekinn sveinn inn, er legið hafði í milium ' þeééra. og var af honum brunn inn fingurinn. Hjaltft mæltft: „Líkami Bergþóru þykir mér að líkindum og þó vel, en iík- ami Njáls og ásjóna sýnist nér svo björt, að eg hefi engis lauðs manns líkama séð j&fa> bjartan“. AUir sögðu, að svo værL 33. Þá leltuðu þeir Skarp- héðins. Þeir fundu líkama Skarphéðins, þar sem þekjan hafði fallið að gaflhlaðinu, og hafði hann st&ðið upp við gafi- hlaðið. Voru brunnftr fætur af honum mjög svo neðan til knjáa, en allt annað óbrunn- ftð á hoauaa. Hana hafði bitftð á kampinn. Augu hans voru opin og óþrútin. Hann hafði rekið öxina 1 gaflhlaðið svo fast, að gengið hafði allt upp á miðjan fetann, og var ekki dignuð. 34. Hjalti tók upp öxina og mælti: „Þetta er fágætt vopn, og munu fáftr bera megaM. Kári mælti: „Sé ég mann tll, hver bera skal öxina“. „Hver er sá?“, segir HjalU. „Þorgeir skorrageir“, segftr Kári, „sá er ég ætla nú mest- an mann i þeirri ætt vera“. Þá reið Hjaltft heftm og Kárft með honum. 13 --------------------------------------------------------------------------- i 3- árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 5. apríl 1959 Fró. yngstu höfundunum: Ritgerðasamkeppni — 18. Hrafnsimginn A SÍÐASTLIÐNU vori, var eg einn bjartan morgun að ganga við lambærnar. Þegar eg kom á móts við klettabelti, sem er hér uppi í fjallinu, sá ég hvar eitthvað dökkt hreyfðist í grasinu rétt við fæturna á mér. Eg hrökk við, en fór samt að athuga, hvað þetta væri. Það var þá ofurlítill hrafnsungi, sem hafði gert mér svona bilt við. Eg tók þennan vesa- ling upp, en hann titraði af hræðslu og gargaði af öllum mætti. Með því að strjúka hann og gæla við hann, tókst mér að róa hann. Nú fór eg að hugsa um, hvað eg ætti að gera við þetta litla grey. Ætti eg að fara með hann heim? Eg var hræddur um, að pabbi vildi ekki hafa hrafn á heimilinu, því að hrafnar eru mestu skað- ræðisskepnur, sem ráðast stundum á nýfædd lömb og drepa þau. En ef eg skildi ungann eftir, mundi hann áreiðanlega krókna úr kulda. Eg af- réð því að fara með hann heim, enda bjóst ég við, að mamma vildi lofa hon- um að vera. Eg hafði lok- ið við að líta eftir ánum, svo að ég hélt heimleiðis. Þegar heim kom, fór eg strax með ungann til mömmu, og hún sagði, að sín vegna mætti eg hafa hann. En þegar pabbi sá ungann sagði hann: — „Hvar fannst þú þennan hrafnunga, strákur, ég held, að það sé bezt að lóga honum strax.“ ég, „lofaðu mér að hafa hann“. „Jæja, þú mátt það þá, ef mamma þín leyfir þér það“, svaraði pabbi. „En þú verður að sjá um, að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.