Morgunblaðið - 23.04.1959, Page 10

Morgunblaðið - 23.04.1959, Page 10
10 MORGUlSBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. apríl 1959 ^J^venjyjó&in oc^ heimiíiÉ Þessi kjóll er samkvæmt nýj- ustu tízku. Slíkan kjól er auð- | velt að aauma, og mörgum gömlum flíkum er auðvelt að breyta í svona kjól, t.d. poka- kjólunum frá fyrra ári. ÞETTA heyrist ekki svo sjaldan sagt um stúlkur, sem reyna að vera vel klæddar. Við getum víst flestar fallizt 4 að bak við orðin felst svolítill öfundarvottur, og þá helzt frá þeim sem ekki hafa ráð á eða smekk til að klæða sig fallega og smekklega. Nú á tímum er varla hægt að opna blað eða tímarit án þess að þar blasi við alls kyns góð ráð varðandi útlitið — hárið, and- litið eða klæðnaðinn. Og hver vill ekki líta vel út? Það er þægi- leg tilfinning og ákaflega upp- örfandi að vita sig vel klæddan. Þið skulið samt ekki ímynda ykkur að í því efni skipti aura- ráðin ein máli. Nei, vöruþekking, nasasjón af tízkunni og síðast en ekki sízt skapfesta eru fullt eins þýðingarmikil atriði. Það þýðir t.d. ekki að fara út til að kaupa góða götuskó og koma heim með snotran, lítinn hatt? Þá er öll fjárhagsáætlunin farin út um þúf ur. Á þessu vori ætti að vera auð- velt að klæða sig smekklega. Nýja tízkan fylgir línum líkam- ans og er svo fjölbreytileg, að auðvelt er að finna einmitt það sem fer hverri einstakri vel. Létt ar dragtir og ermalausir, sport- legir kjólar með breiðum beltum eru í tízku handa ungu og vel vöxnu stúlkunum, kvenlegir kjólar með víðum pilsum og stór- um krögum handa þeim róman- tísku, og fyrir þær sem fullorðn- ari eru og varkárari í fatavali eru dragtir með síðum jökkum og sígildu sniði og fjölmargt armað. Það er okkur sjálfum að kenna ef við getum ekki fundið eitt- hvað við okkar hæfi og samt fylgt tízkunni. í þetta sinn hafa frönsku tízkufrömuðirnir skapað tízku sem öllum hentar. En gleymið samt ekki að leggja vel | niður fyrir ykkur hvernig fata- kaupum skuli hagað áður en þið byrjið að kaupa sumarfötin. Það veitir ekki af að láta skynsemina ráða og hvika ekki frá góðum á- setningi. Konur eiga að hafa á- huga fyrir klæðnaði sínum. Það er ódýrara þegar til lengdar læt- ur og árangurinn verður marg- falt sinnum betri. Grár ullarkjóll frá Patou. Belt- ið er úr sama efni og kjóllinn. Björg Andrésdóttir Páll Pálsson, Þúfum 40 óra hjoskaparaimæli ÞANN 24. þ.m. eiga hin þekktu merkis hjón, Páll Pálsson, hrepp- stjóri og oddviti í Þúfum, í Reykj arfjarðarhreppi og kona hans, Björg Andrésdóttir 40 ára hjú- skaparafmæli. Þótt ævistarf þeirra sé orðið bæði mikið og margþætt halda þau starfsþreki sínu með ágætum og búa yfir lífs gleði, atorku og þeirri bjartsýni, sem hefir verið trúfastur föru- nautur þeirra frá fyrstu tíð. Störf þeirra hjóna, búsýsla öll og heimilishættir, frá því fyrst þau hófu búskap í Vatnsfirði og síðar í Þúfum, hafa verið með þeim myndarbrag og ráðdeild er bezt verður á kosið. Hjá þeim báðum fór saman hagsýni og at- Barnagœzluklúbbur ÞAÐ hefur löngum verið erfitt fyrir ungar mæður að fá barn- fóstrur til þess að líta eftir börn- unum kvöld og kvöld, þegar þær þurfa að bregða sér frá. Sú var að minnsta kosti raunin um frú Bruce F. Spilman, sem býr í einu úthverfi borgarinnar Dallas í Texasfylki í Bandaríkjunum. Hún þurfti að hringja í hvorki meira né minna en 30 staði, áður en hún fann stúlku, sem gat liðsinnt henni. Þetta varð til þess, að hún á- I-I Tm lt Nýjar dragtir frá þekktum tízkuhusum i Paris. kvað að hafa samband við aðrar ungar konur í nágrenninu, sem áttu smábörn, og ráðgast við þær um, hvað hægt væri að taka til bragðs til þess að ráða bót á þessu vandamáli. Árangurinn af þeirri málaleitan varð sá, að viku seinna stofnuðu tíu ungar mæður með sér svonefndan barnagæzlu- klúbb, og skuldbinda meðlimirn- ir sig til þess að skiptast á um að líta eftir börnum hinna eftir vissum reglum. Samkvæmt starfsreglum klúbbs ins er enginn meðlimanna skyld- ur til að „sitja yfir“, þegar illa stendur á hjá honum, en alls eiga konurnar yfirleitt að verja 20 klst. á mánuði til þessara starfa. Oft er það svo, að barnagæzlan þarf ekki að tefja viðkomar.di við heimilisstörfin eða önnur, því að degi til er komið með börnin á heimili þéss, sem skal gæta þeirra. Meðlimir slíks klúbbs geta flestir verið 25, og verða þeir allir að búa í sama borgarhverfi. Ef tveir mánuðir líða án þess að einhver meðlimanna geti annazt barnagæzlu eða ef hann þarf ekki á aðstoð annarra klúbbkvenna að halda nema þrjár klst. á mán- uði, er hann beðinn að víkja fyr- ir annarri ungri móður, sem þarf meira á slíkri aðstoð að halda. Barnagæzluklúbbur þessi varð svo vinsæll, að nú er búið að stofna fimm svipaða klúbba í borginni, og bíður fjöldi kvenna upptöku í þá. r Iþróttaneínd f LöGBIRTINGl, sem út kom í sl. viku, er skýrt frá skipan íþróttanefndar, en það er mennta málaráðherra sem skipar nefnd þessa. Þannig er nefndin skipuð, að Guðjón Einarsson fulltrúi, er lormaður, Gísli Ólafisson for- stjóri skipaður samkvæmt til- nefningu fþróttasambands ís- lands og Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri, sem skipaður er samkv. tilnefningu Ungmenna- fél. fslands. Varamenn nefndar- manna eru: Kristján L. Gestsson forstjóri varaformaður, Stefán Runólfsson rafvirkjam. og Skúli Þorsteinsson kennari. Nefnd þessi er skipuð til 2. marz 1962. orka starfsgleði og skyldurækni, enda mótuðust allir heimilis- hættir þeirra af þessum fornu dyggðum, sem lengst af hafa ver- ið hornsteinar íslenzks þjóðlífs og menningar. Heimili þeirra hefir ávallt borið háttbprýði og reglusemi húsbændanna fagurt vitni. — Páll í Þúfum hefir um langt skeið verið forvígismaður og full- trúi hrepps síns og héraðs í flest- um opinberum málum. Hafa því leiðir margra legið að Þúfum, bæði fyrr og síðar, til þess að leita ráða og leiðbeininga í hin- um ólíkustu málum. En hið mynd arlega og risnumikla heimili þeirra hjóna laðaði einnig gesti og aðkomumenn að garði. Ar- inn húsfreyjunnar var ávallt hlýr, — hann var sem opinn faðmur, þar sem allir mættu alúð, risnu og hvers konar fyrir- greiðslu, bæði í orði og athöfn. Það hefir hvílt mikil hamingja yfir störfum þeirra Þúfna hjón- anna, Páls og Bjargar. Blessunar- rík hönd hefir breiðzt yfir lífs- feril þeirra og verksvið. Þau hafa eignazt fjölda tryggra vina og hafa notið trausts og virðingar samferðamannanna, sem hafa kynnst störfum þeirra og fögrum heimilisháttum. Þau hjónin eiga 2 börn á lífi: Pál, hreppstjóra á Borg á Snæ- fellsnesi, kvæntan Ingu Ásgríms- dóttur og Ásthildi, gifta Ásgeiri Svanbergssyni. — Hjá hinum mikilhæfu Þúfna hjónum hefir auk þess ávallt dvalið mikill fjöldi barna, — bæði nákomin og vandalaus og hafa sum þeirra alist þar upp frá bersku til full- orðinsaldurs. Vér vinir þeirra, fjær og nær, færum þessum merku hjónum, kærar þakkir fyrir vináttu þeirra, drengskap og tryggð og sendum þeim á þessum tímamót- um innilegar hamingjuóskir og árnum þeim, heimili þeirra og ástvinum allrar blessunar um ó- komin ár. Þ. J. Námskeið í Jiu Jitsu ÞRIÐJUDAGINN 21. apríl, hófst námskeið í Jiu Jitsu á vegum Glímufélagsins Ármanns. Er það haldið í íþróttahúsi Jóns Þor steinssonar Lindargötu 7, og verða æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7—8 s.d. allt til 1. júní. Kennari verður jap- aninn Matsoka Sawamura. Á námskeiði þessu mun hann aðallega kenna og sýna JiuJitsu sem sjálfsvörn, en Jiu Jitsu og Judo eru svo margbrotnar glímur að ekki er hægt að taka fyrir á svona námskeiði nema lítið af því, sem þar kemur fyrir. Allir ungir jafnt og gamlir geta tekið þátt í þessu nám- skeiði og ekki síður kvenfólk en karlmenn geta lært hina mjúku sjálfsvarnarlist Jiu Jitsu, því að hún byggist ekki á kröftum og er ekki nein slagsmál. Skrifstofa Ármanns verður opin frá kl. 6.30 á þriðjudögum og fimmtudögum og þurfa vænt- anlegir þátttakendur að mæta þar og láta skrá sig. ,,Hún hefur ekki áhuga á öðru en fötum"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.