Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. apríl 1959 MORGVKBLAÐIÐ 17 K^stmann Guðmundsson skrifar um M E N N T I R „THE Black Orchid“, (Para- mount Picture) er nýjasta kvik- myndin, sem Sophia Loren hefur lokið við. Hún leikur unga sorg- mædda ekkju. Maðurinn hennar hafði lent í slæmum félagsskap með þeim afleiðingum að hann deyr í áflogum, sem hann hafði tekið þátt í með misjöfnum fé- iögum sínum. Hún stendur ein uppi með ungan son þeirra, Ralp- hie, og ásakar sjálfa sig fyrir dauða manns síns, sem stal til þess að hún gæti lifað í allsnægt- um. Stuttu síðar kynnist hún Frank, sem er vinur nágranna- konu hennar. Frank er leikin af Anthony Quinn, af mikilli snilld. Hann er ekkjumaður en á uppkomna dóttur, sem er að því komin að gifta sig. Hann leggur ÆRLÆK, 31. marz. — Heilsufar í héraðinu mua yfirleitt hafa verið gott, og farsóttir ekki geis- að nema hvað mislingar stungu sér niður á þremur bæjum á Sléttu, án þess þó að þeir breidd- ust út. Er það mikið lán í okk- ar fámenna dreifbýli, þar sem enga hjálp er að fá — þó að líf liggi við — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir kvenfélaganna til að út- vega heimilishjálp. Verða því konurnar sjálfar að hjálpa hver annarri, og sannast það nú, að mikið má ef vel vill. Sem dæmi má nefna, að einyrkjakona hér í sveit, sem á 8 ung börn, þurm nauðsynlega samkvæmt læknis- ráði að komast á sjúkrahús til Uppskurðar. Reynt var að útvega stúlku, en engin fékkst. Var þá það ráð tekið að leysa upp heim- ilið, og buðust konurnar á næstu bæjum til að taka börnin Ein, sem ááti átta börn fyrir, bauðst t. d. til að taka þrjú. Konan var mánuð á sjúkrahúsi og fékk góð- an bata. Fram á síðustu ár vorum við hér í þessum sveitum venjulega inni lokuð allan veturinn og fram á sumar, stundum allt að 9 mánuði ársins. Fyrir tveimur árum var vegurinn lagður fyrir Tjörnes, og má heeita, að hann sé alltaf fær svo lengi sem leiðir innan sveit ar lokast ekki vegna snjóa. Á þeim stutta tíma, sem liðinn er, síðan vegurinn var opnaður, hefir hann margsinnis komið að ómet anlegu gagni, ekki sízt þegar um veikindi hefir verið að ræða. Það er því hugsað með þakklátum huga til þeirra manna, sem mest og bezt börðust fyrir vegalagn- ingunni. Nú er sá tími ársins, sem dauf- legast er í sveitinni, enda eðli- legt, þar sem æskufólkið, sem eftir var í haust er nú flest farið til verstölBvanna, svo að heita má, að aðeins séu eftir hjón með börn og gamalmenni. 111 nauðsyn knýr fólkið til að fara burtu í atvinnu- leit til að geta með því fé, sem þannig aflast, borgað .heyvinnu- vélar, jeppabíla, jarðrækt o. fl., sem búskapurinn getur ekki stað ið undir. Nokkur býli — og fleiri en áður — vel hýst standa nú mann- laus í vetur, og á hangandi hári er fljótt hug á ungu ekkjuna, sem vill ekki þýðast hann um langan tíma, en brátt fella þau hugi sam- an, dóttur hans til mikils ama, hún getur ekki trúað því að hún sé „heiðvirð" kona. Misskilningur brýzt út, dóttirin lokar sig inni í herbergi, sér engan mann og er að því komin að verða vitskert, þegar unga ekkjan heimsækir hana og býðst til þess að fórna ást sinni til þess að gera hana hamingjusama. Með slíkri fórn skilst ungu stúlkunni að hér er um „heiðvirða" konu að ræða og tekur hana í sátt! Það má segja að efnið, sé ekki djúptækt en Sophia Loren með mótleikara sínum Anthony Quinn, sýnir að hún á yfir leik- hæfileikum að ræða. um mörg til viðbótar, að þau fari ekki í eyði þá og þegar. Er þó ekki ennþá um að kenna fyrir- hugaðri breytingu á skipan kjör- dæma og kosningafyrirkomulagi, sem andstæðingar málsins segja, að valda muni landauðn í sumum byggðarlögum, ef það nær fram að ganga. Eins og kunnugt ér var ein- dæma góð tíð hér norðaustan lands frá 1. sept. s. 1. og fram í byrjun desember. Kartöflur spruttu fram eftir öll'u hausti, bláber héldust lengi óskemmd, og krækiber voru týnd uppi um heiðar síðast í október. Jörð hélzt græn og ósölnuð jafnt til heiða sem niður í byggð. Sauðfé hélt sig meira til heiða en venjulega, og gekk mjög treglega að hafa það til byggða. Forystufé, sem venjulega hefir haft þann vana að skila sér til heimahaga sinna, þegar tekið hefir að snugga að, brá nú nokkuð út af þessu. For- ystusauðurinn Hmífill, 13 vetra gamall, eign Theodórs frá Bjarma landi, slapp að heiman, sem aldrei hann var kominn úr afréttinni. Sást hann í nóvember uppi á Hólssandi á sínum sumar stöðvum við Krókavötn með kindum úr Axarfirði. Krókavötn eru ofarlega á sandinum um klukkustundargang í norðvestur frá eyðibýlinu Fagradal. Snemma í desember skall á ótíð, sem hélzt óslitið fram að þorrakomu, en þá komu hlákur og góð tíð. Var þá farið á skíðum nokkuð um Hólssand til að leita Hnífils, en hann fannst ekki. Þann 22. febrúar var komið hjarn færi um allar heiðar. Var þá aftur farið að leita Hnífils og þá á jeppabíl. Leitað var um allan Hólssand, og fannst þá hræið af honum undir háum börðum við Krókavötnin, þar sem hann hafði fennt. Tvær forystuær frá Birni hrepp stjóra í Skógum sáust framan af vetri austur í afréttum Þistil- fjarðar, án þess þó að þær yrðu handsamaðar, enda treyst á, að þær myndu skila sér heim til sin, eins og þær höfðu jafnan gert. En það brást. önnur ærin náðist í hús austur í Þistilfirði eftir B 6 K Frá lidne dagar. Eftir Stefán frá Hvítadal. Þýðingar á nýnorsku, eftir Ivar Orgland. Fonna Forlag. Ósló. IVAR ORGLAND, hinn ágæti norski sendikennari við háskól- ann, sem árið 1955 gaf út safn ljóðaþýðinga úr íslenzku, hefur nú gefið út allstóra bók með þýðingum á kvæðum Stefáns frá Hvítadal. Útgáfan er öll hin prýðilegasta, með mynd af Stefáni og tveim formálum, öðr- um eftir Halldór Kiljan Laxness og hinum eftir Ivar Orgland. Frá- gangur forlagsins er með ágæt- um, og er þó allmikið í ráðist, þar eð ljóðabækur ókunnra höf- unda seljast jafnan mjög illa í Noregi. Eins og flestum er nú orðið kunnugt vinnur Ivar Orgland að stóru ritverki um líf og starf Stefáns frá Hvítadal og mun vera langt kominn að ljúka þ'd. Hann hefur nú dvalið hér í a1 Imörg ár og er orðinn mjög vel að sér í málinu. En auk þess ritar hann afburðafagra nýnorsku, hefur gefið út ljóðabók, sem vakti at- hygli í heimalandi hans og nýlega lokið við aðra, sem vissulega mun gera nafn hans góðkunnugt. Þá hafa þýðingar hans úr íslenzku vakið allmikla athygli, þótt lítt hafi þær verið þakkaðar hér á landi. Þess verður fljótlega vart við lestur þýðinganna, hversu ná- skyldar íslenzka og nýnorska eru, og hversu snilldarvel Org- land kann bæði málin. Hér skulu tilfærð nokkur erindi til saman- burðar: Úr kvæðinu: „Hún kyssti mig“. Heyr mitt ljúfasta lag, um hinn dýrlega dag þennan lífsglaða eld, og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðst hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlingabros. Höyr min sældaste song, född í solljus og eld, om min dyraste dag og min draumfagre kveld. I eit skarlak-raudt skrud har all skogen seg hylt. Sjá kor dagen som döyr i ein draum seg har gylt. í „Förumannsóði" er fyrsta er- indið svona: Þér finnst ég eflaust orðinn undarlegur til reika. Grátlega brenndi oft gleðinnar hyr og gáski æskunnar leika. Du tykkjer eg tvillaust er vorten . underleg tilreidd i kledom. Tárekjövd brann oftast leikens eld og kjæte i ungdomsgledom. Mál Orglands er hljómnæmt og litfagurt og orðgnótt hans mikil. Og þar eð fegurð og fersk- áramót, en hin er ófundin enn. Sunnudaginn 15. marz fór Sig- valdi í Hafrafellstungu í eftir- leit í Tunguheiði. Fann hann gráa dilká með gráu hrútlambi syðst í Tunguheiði, þar sem heita Flár. Bæði lambið og ærin voru orðin mjög mögur, en þó var ærin stygg og reyndust bæði vel gang- fær niður í Hafrafellstungu. Kind urnar átti Björn Stefánsson, bóndi í Akurseli. Frá því um þorrakomu hefir verið góð tíð, að vísu óvenju um hleypingasöm fyrst, en nú síðustu vikurnar blíðviðri flesta daga. Láglendi er allt orðið autt og far ið að grænka á túnum. — J.S. leiki málsins er einmitt einn að- alstyrkur Stefáns, þá mætast þarna tveir seigir. Það er unaður ljóðelskum manni að lesa þá saman, lesa þá báða! Athugum t.d. „Seytjánda maí“í Þann seytjánda maí var sólskin og suðræn angan í blænum, og kveldið í gullnum klæðum og klukknahringing í bænum. Den syttande mai var solskin og linnaste sunnanvind-angen. I gullkledde várkvelden tona frá klokkone malmtunge klangen. Ó, góða, þú mans-t hvað gerðist í geislaflóðinu bjarta. Við vorum svo ung og ölvuð af angan frá dagsins hjarta. Á, kjære, du minnest kva hende i solstrále-flodi bjarte. Vi var sá unge og öre av ang^n frá dagsens hjarte. Svona mætti lengi halda áfram, því um mörg af kvæðunum er farið meistarahöndum, og um það lakasta verður ekki verra sagt en að það sé gott! — En svona mann á þjóðin að taka í þjónustu sína, sleppa honum ekki, en láta hann vinna ævi- langt að þýðingu íslenzkra ljóða — á prófessorslaunum og gjarn- an með prófessorsnafnbót, ef hann kærir sig um slíkt. Bók- menntirnar eru nú einu sinni okkar landvörn og þetta væri mjög hyggilegt herbragð, er auka myndi styrk vorn og sóma. Skrifstofustúlka óskast hálfan daginn frá kl. 1 e.h. til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Vinna allan daginn, getur einnig komið til greina. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka—9571“, sendist afgr. Mbl. fyrir 27. þ.m. Sumardags-fyrsta blómin verða seld í dag á Laugavegi 63 og Vitatorgi. Ath. Mikið v val af pottaplöntum W Að loknu próli í skólaborginni Reykjavík er þessa dagana í mörgum fjölskyldum beðið úrslita fullnaðarprófsins og þess fagnaðar er hið unga skólafólk leggur námsárin að baki. Fjölmargatr fjölskyldur minnast þessara tímamóta með fagurri minja- gjöf árnaðaróskum sínum til staðfestingar að lokinni prófþrautinni. Listsmíði í gulli, silfri og dýrum steinum hefir um aldir þótt til þess kjörið, að bera góðar óskir og árnaðar- orð vina og ættingja milli og varðveita um ókomin ár minningu um sigra og fagnaðar- stundir. Við bjóðum yður að líta á safn okkar af íslenzku listsmíði og vonum að þér getið þar fundið grip við hæfi hins merka tilefnis. Um leið viljum við beina athygli yðar að hinum fjölbreyttu litum í steinum, kóröllum, fílabeini, emalje og niello sem nú auðkenna smíði okkar. Jðn Sipunilsson Skorlpripawrelnn Hlutafélag „Fagur gripur er æ til yndis' Krf. Fréttabréf úr Axarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.