Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 1

Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 1
24 síður # kosningunum í sumar gerir Jb/óð- in upp reikningana við V-stjórnina Kjördœmabreyfingin sfyrkir og eflir a&stöðu sveitanna. Hermann viður- kennir að hafa tapað í baráttunni um málið Frá eldhúsdagsumrœðunum í gœr ELDHÚSDAGSUMRÆÐURNAR frá Alþingi í gær báru fyrst og fremst svip reikningsskila þings og þjóðar við V-stjórnina. En það vakti einnig mikla athygli að sjálfir flokkar fyrrverandi stjórnar báru hvorir aðra þungum sökum og brigzlyrðum um svik og undir- ferli. — Fyrsti ræðumaður Sjálfstæðisflokksins var Ólafur Thors, for- maður flokksins. Rakti hann aðallega ólánsferil V-stjórnarinnar og hvatti þjóðina til nýrrar sóknar fyrir viðreisn og uppbyggingu. Er ræða hans birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Sigurður Ágústsson, þm. Snæfellinga, talaði næstur af hálfu Sjálfstæðismanna og ræddi aðallega baráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir hagsmunamálum sjávarútvegsins. Ilann kvað reikningsskilin við V-stjórnina verða eitt helzta málið við kosningarnar í sumar. Pétur Ottesen, þm. Borgfirðinga, var þriðji ræðumaður Sjálf- stæðisflokksins í umræðunum. Hann kvað algera stöðvun atvinnu- lífsins hafa vofað yfir er vinstfi stjórnin hrökklaðist frá völdum. Hann ræddi kjördæmabreytinguna ítarlega og kvað hana styrkja og efla aðstöðu sveitanna verulega, Síðasti ræðumaður Sjálfstæðisflokksins var Kjartan Jóhanns- son, þm. ísfirðinga. Gerði hann fyrst og fremst að umtalsefni for- ustu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu atvinnulífsins úti um land. Kvað hann nauðsynlegt að vinna að öflun nýrra og fullkom- inna framleiðslutækja og sköpun atvinnuöryggis í öllum lands- hlutum. — ar afsöluðu sér kaupi, svo hægt væri að stöðva þá dýrtíð, sem hefði ekki sízt stafað af óhóf- legri skattheimtu. Ólafur Thors talaði næstur og er ræða hans birt í heild inni í blaðinu. Sigurður Ágústsson talaði einn- ig í fyrri ræðutíma Sjálfstæðis- flokksins. Ræddi hann í upphafi máls síns samninga þá, er ríkis- stjórnin hefði ætíð gert við sjó- menn í ársbyrjun um kaup og kjör á komandi vertíð. Slíkir isamningar hefðu einnig verið gerðir í ársbyrjun 1958 og gert ráð fyrir að þeir giltu allt árið. En með lögunum um útflutnings- sjóð í maí 1958 hefði þessum samningum verið kollvarpað. Fór ræðumaður því næst nokkr- um orðum um „Bjargráðin" og þau óheillaáhrif, sem þau hefðu haft á allt atvinnulíf þjóðarinn- ar. Nú hefði fyrir forgöngu Sjálf stæðismanna verið leiðrétt nokk uð sú kjaraskerðing, sem bændur hefðu hlotið vegna „Bjargráð- anna“. Sigurður Ágústsson ræddi nokk uð nauðsyn þess að auka fiski- skipaflotann, sem hann kvað þurfa að vinna markvisst og stöð- ugt að og einnig nauðsyn þess að Forsætisráðherra les forseta- bréf um að Álþingi sé rofið. hvetja unga menn til að stunda sjóinn. Þá fór hann nokkrum orð- um um hafnarframkvæmdir þær, sem nú eru fyrirhugaðar. Framh. á bls. 2. UfanríkisráBherrafundurinn í Genf hófst i gær Málamiðlunartillaga um stöðu þýzku fulltrúanna samþykkt GENF, 11. maí. — Fundi utan-1 hefur nú verið frestað á síðustu ríkisráðherra stórveldanna, sem | stundu vegna þess að ekki hefur átti að hefjast hér í borg í dag,1 náðst samkomulag milli Gromy- kos annars vegar og sendiherra Vesturveldanna hins vegar um stöðu utanríkisráðherra Austur- og Vestur-Þýzkalands á fundin- um. Vesturveldin vilja með sam- þykki Bonnstjórnarinnar að utan ríkisráðherrar þýzku stjórnanna sitji Genfar-fundinn sem áheyrn- □- Síðari fréttir Hermann Jónasson tók fyrstur til máls. Kvað hann oft haldið uppi ádeilum á ríkisstjórnir og því vildi hann nefna nokkrar staðreyndir um störf og stefnu vinstri stjórnarinnar. Nefndi hann síðan nokkrar staðreyndir um vinstri stjórnina, sem hann taldi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert ókleift að stjórna landinu og fékk Sjálfstæðisflokkurinn ámæli fyrir það af þingmanni Stranda- manna. Þó kvað hann framkomu Sjálfstæðismanna í landhelgis- málinu mesta óþurftarverk, sem flokkurinn hefði unnið og taldi að Bretar mundu ekki hafa beitt því ofbeldi, sem þeir hafa beitt, ef ekki hefði komið til framkoma Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þá kvað Hermann skoðanir og stefnu Framsóknarflokksins í her stöðvamálinu enn óbreytta frá 28. marz 1956 en ástandið í heims málum hefði hins vegar breytzt. Hann kvað eiga að gera byltingar kennda breytingu á kjördæma- skipun landsins. Að vísu gætu Framsóknarmenn ekki hnekkt henni en það væri ekki víst, að þyrfti fullan helming atkvæða til þess. Ef fylgjendur málsins sæju, að Framsóknarmenn ynnu á í kosningunum í sumar mundu ef til vill einhverjir þeirra, sem nú fylgja málinu, snúast gegn því. Karl Guðjónsson talaði næst- ur og ræddi hann einkum um fjármál. Kvað hann mikinn á- greining hafa verið um fjármála stefnuna innan fyrrverandi ríkis- stjórnar milli Alþýðubandalags- ins og Framsóknarflokksins. Ey- steinn hefði stöðugt viljað hækka skattana, en Lúðvík hefði staðið gegn því. Reynslan hefði sýnt, að sú stefna, sem fyrrverandi ríkis- stjórn hefði fylgt í fjármálum, hefði verið röng því með þeim ráð stöfunum, sem stjórnin hefði gert hefði dýrtíðin orðið slík, að jafn- vel hefði flóð út af kassanum. Það hefði svo orðið fyrrverandi ríkisstjórn að falli, er Eysteinn hefði krafizt þess, að launastéttirn FYRSTA mál á dagskrá sam- einaðs Alþingis í gær var tilkynn ing frá forsætisráðherra. Er for- seti sameinaðs þings, Jón Pálma- son, hafði sett fund, gaf hann Emil Jónssyni forsætisráðherra orðið og las hann svohljóðandi forsetabréf um þingrof og al- mennar kosningar til Alþingis 28. júní 1959: Þar eð Alþingi, 79. löggjafar- þing, hefur samþykkt frumvarp til stjórnskipunarlaga um breyt- ing á stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands 17. júní 1944, ber sam- kvæmt 79. gr. stjórnarskrárinn- ar að rjúfa Alþingi og stofna til almennra kosninga. Samkvæmt þessu er Alþingi hér með rofið frá og með 28. júní 1959. Jafnframt ákveð ég, að almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram þann dag, sunnu- daginn 28. júní 1959. Alþingi er nú situr, mun verða slitið, er það hefur lokið störf- um. Gjört í Reykjavík 11. maí 1959. Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson. Bls. J: Stórkostleg sýning á Rigoletto. — 6: Fyrstu spor Herters. — 8: Af sjónarhóli sveitamanns. — 12: Forystugreinin: Alþingi rofið. Ógnvald vorra tíma (Utan nr heimi). — 13: íslendingar sækja fram undir merki Sjálfstæðisflokksins (Ræða Ólafs Thors við útvarpt- umræðurnar. — 15: Lyktin frá Kletti (Bréf). — 22: íþróttir. □----------------------------n Kosningar Alþmgi að storfum í gær. Alhingi rofið: ákveðnar 28. júni JMiorgpittMaSiiit Þriðjudagur 12. maí Efni blaðsins er m.a.: í síðari fréttum í gærkvöldi af Genfar-fundinum segir, að samkomulag hafi náðst um stöðu Þjóðverjanna á fundin- um. Þeir eiga að vera einskon ar ráðgjafar, en þó þannig að þeir mega halda ræður, ef ekki verður á móti mælt. Segja fréttamenn, að hér hafi verið um málamiðlun að ræða. Með þessu hafi Vestur- veldin getað staðið fast á sín- um málstað, en þó orðið að gefa eftir til málamiðlunar. Talsmaður rússnesku sendi- nefndarinnar sagði í kvöld, að enn væru mörg formsatriði ó- leyst, en samt var utanríkis- ráðherrafundurinn settur I gærkvöldi. — Hammarskjöld flutti ávarp og Selwyn Lloyd flutti stutta ræðu. arfulltrúar, en Rússar vilja láta þá vera fullgilda aðila á fundin- um og með því reyna að þvinga Vesturveldin til að viðurkenna austur-þýzku stjórnina óbeint. Allir utanríkisráðherrarnir, Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.