Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 2
2
MORGVNBLAÐib
Þriðjudagur 12. maí 1959
Nýtt Miðjarðarhafs
bandalag í
siglingu?
Karamanlis og Menderes ræ&ast
v/ð í Tyrklandi
Æsifrétt um landhelgismáliö
»4ILT EXFREISS
Bestroycr chfises off {celaruik guuboat
BATTLE IN ABCTIC?
C’hureh
Hcbuo!«i ;
2 shots
V »<•» ««<•>*
«<xy<
'''■'••IWIW WMW>X<
rmm
* zfff» mn r<t'?r >#■.-. íwíwí?
_.....< &' >' '■ ■ /
vyí/.-vS'
i? Wh*X »v -
i I s |!
C 1 c. .
om i .
<•:•>:< ■»■■■■ <•>-•-•< "K-
ÍÍílSÍIlllÍ:
4 y«M<n
rl^
t < «r««> «<*
v S «.«¥•
<i.r-:-:^ --------- :
§?i|l
X«>$•;>*: »<<«*»
Hér að ofan birtist mynd af forsíðu brezka blaðsins Daily Ex-
press frá 6. maí sl. Aðalfrétt blaðsins fjallaði um brezka Iand-
helgisbrjótinn „Arctic Viking“ og segir í undirfyrirsögninni, að
íslenzka varðskipið hafi skotið að honum 12 skotum. 1 grein-
inni segir, að íslendingarnir hafi reynt að skjóta loftnetið nið-
ur, svo að togarinn yrði að gefast upp. En það hafi ekki tekizt.
Síðan segir, að íslenzku varðskipsmennirnir hafi reynt að fara
um borð í togarann fyrir utan 12 sjómílna landhelgina. 1 frétt-
inni er mynd af Þór. Eins og af myndinni hér að ofan má sjá,
er aðalfyrirsögnin rituð með stærsta letri og öll er fregnin í
æsifregnastíl. Á fæst í henni við rök að styðjast. Er þetta dálítið
sýnishorn af öfgaskrifum brezkra blaða um landhelgismálið. —
Brezkur ráðherra
hótar íslendingum
LUNDÚNUM, 11. maí. — I fyrirspurnartíma í Neðri málstofunni,
sagði David Ormsby-Gore, aðstoðarutanríkisráðherra, að gefnu til-
efni síðdegis í dag, að „ef íslendingar eru ekki fúsir til að fallast á
einhverja málamiðlunarlausn í landhelgisdeilunni þangað til hún
verður endanlega leidd til lykta, þá má búast við, að alvarlegir
atburðir geti haldið áfram að gerast á íslandsmiðum“.
KARAMANLIS forsætisráðherra
Grikklands, hefur verið í heim-
sókn í Tyrklandi með Averoff,
utanríkisráðherra sínum, eins og
kunnugt er af fréttum. Hafa þeir
rætt við tyrkneska leiðtoga, þ.
á. m. Menderes, forsætisráðherra.
Með þessari heimsókn er lokið ill
deilum milli Grikkja og Tyrkja
út af Kýpur, sem staðið hafa yfir
linnulaust síðan 1953. Um tíma
var samkomulagið mjög slæmt
og margir óttuðust, að það gæti
haft hinar alvarlegustu afleiðing-
ar í för með sér fyrir Atlants-
hafsbandalagið. í yfirlýsingu,
sem þeir forsætisráðherrarnir
hafa gefið út í tilefni af heim-
sókninni, segir, að vinátta ríkj-
anna hafi aldrei staðið eins djúp-
um rótum og nú og þeir lýsa
yfir algerum stuðningi við
NATO.
Fréttamenn segja, að meðal
þeirra mála, sem þeir hafi rætt,
hafi verið efnahagsaðstoð
Grikkja og Tyrkja við Kýpur-
búa. Nú á að hefjast mikil upp-
bygging á eyjunni og þar er við
fjölmörg vandamál að glíma, þeg
ar Kýpursáttmálinn er farinn að
hafa tilætluð áhrif. Þá munu þeir
hafa rætt um Balkanbandalagið
og hvernig hægt væri að gera
Krúsjeff til
San Francisko
LUNDÚNUM, — Fréttamenn
segja, að Krúsjeff hafi látið í ljós
ósk um það, að væntanlegur rík-
isleiðtogafundur verði haldinn í
San Franciskó. Fréttamennirnir
segja, að rússneskir stjórnarer-
indrekar hafi skýrt frá þessari
ósk forsætisráðherrans í einka-
samtölum við ráðamenn á Vest-
urlöndum. Þá fylgir það fregn-
inni, að Krúsjeff vilji helzt, að
ríkisleiðtogafundur verði hald-
inn annaðhvort í júní í sumar eða
þá ekki fyrr en í september í
haust.
Vepn til íroks
LUNDÚNUM — Kassem forsæt-
isráðherra íraks hefur farið þess
á leit við brezku stjórnina, að
hún sendi vopn til íraks. Frétta-
menn segja, að Bretar séu fúsir
til þess, ef það mætti verða til að
afstýra kommúnistahættunni í
landinu og styrkja þau öfl, sem
vilja minnka áhrif kommúnis-
mans í landinu, og auk þess vill
brezka stjórnin fremur, að íraks-
stjóm kaupi vopn af henni en
Sovétstj óminni.
Dagskrá Alþingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis kl. 1,30. —
Á dagskrá efri deildar eru þrjú
mál:
1. Almannatryggingar, frv. —
2. umr.
2. Rithöfundaréttur og prent-
réttur, frv. — 2. umr.
3. Útflutningssjóður o. fl., frv.
—• 3. umr.
Fjögur mál eru á dagskrá neðri
deildar:
L Eftirlit með skipum, frv. —
3. umr.
2. Tekjuskattur og eignarskatt
ur, frv. — Ein umr.
3. Húsnæði fyrir félagsstarf-
semi, frv. — 3. umr.
4. Dragnótaveiði í fiskveiði-
landhelgi, frv. — Frh. 2. umr.
það áhrifameira en nú er. Eins
og kunnugt er, eiga Júgóslavar
aðild að því, en það hefur varla
verið meira virði en pappírinn,
sem það er skrifað á síðan erj-
urnar hófust út af Kýpur. Nú á
að reyna að kippa því að ein-
hverju leyti í lag, en ekki er víst,
hversu mikinn áhuga Tító hefur
á því. Karamanlis ræddi við Tító
á Ródos í marz s.l. og bar Balk-
anbandalagið þá á góma.
Loks má geta þess, að frétta-
menn eru sumir þeirrar skoðun-
ar, að í uppsiglingu sé nýtt Mið-
jarðarhafsbandalag með þátttöku
Balkanbandalagsríkjanna, ítalíu,
Spánar og Marokko. Bæði á Ítlíu
og Spáni er mikill áhugi á því
máli og mun það hafa komið
fram, þegar Menderes ræddi ný-
lega við leiðtoga á Spáni og utan-
ríkisráðherra hans, Zorlu, skrapp
til Ítalíu nú ekki allt fyrir löngu.
Kjötþjófur
TEKIZT hefur að upplýsa þjófn-
að á ýmiskonar kjöti sem framið
var fyrir nokkrum nóttum í verzl.
Síld & Fisk við Bergstaðastræti.
Hér var um að ræða ungan mann
utan af landi, sem fengið hafði
lánaðan bíl hjá kunningja sín-
um. Var hann gripinn miklu
hungri og ákvað hann að brjótast
inn í hina kunnu verzlun. —
Þar lét hann greipar sópa um
hangikjötslærin ,eina svínssíðu
tók hann með sér svið, niðursoðna
ávexti og nokkra hraðfrysta stór-
laxa.
Það var maður, er var á leið til
vinnu sinnar er tók eftir bílnum
og hinum óvenjulega flutningi
og gerði hann lögreglunni aðvart
um númer bílsins, en það leiddi
til þess að kjötþjófurinn náðist.
Hann hafði gætt sér á nokkru af
matnum, en gefið annað, t.d.
hafði hann boðið bíleigandanum
í sviðagildi!!
Fyrirspyrjandinn, sem er Verka
mannaflokksþingmaður, sagði, að
eitthvert bráðabirgðasamkomu-
lag yrði að nást í deilunni og varp
aði fram þeirri hugmynd, að land
helgin við ísland verði 6 mílur
annan hvern mánuð, en 12 mílur
hina 6 mánuði ársins. Vildi hann
láta brezku stjórnina beita sér
fyrir slíkri málamiðlun, þangað
til landhelgisdeilan verður endan-
lega leyst á alþjóðavettvangi.
Ormsby-Gore sagöi, að brezka
stjórnin hefði margreynt að fá
íslendinga til að semja um bráða-
birgðalausn, en án árangurs. Með-
al annars hefðu Bretar komið
þeirri tillögu á framfæri við ís-
lendinga gegnum NATO. að Bret-
ar sendu herskip sín heim með
því skilyrði, að þeir tækju brezka
togara ekki fyrir utan sex sjó-
mílna landhelgi, en fslendingar
hefðu ekki viljað hlusta á slíkt.
— Umræburnar
Framh. af bls. 1.
Sigurður Ágústsson sagði, að
Framsóknarmenn héldu því fram,
að nú yrði eingöngu kosið um
kjördæmamálið. Framsóknar-
menn kæmust þó ekki undan því,
að standa reikningsskil gerða V-
stjórnarinnar í kosningunum, sem
framundan væru. Hitt væri svo
annað mál, að réttlát kjördæma-
skipun væri hyrningarsteinn lýð-
ræðisins.
Sigurður Ágústsson sagði að
lokum, að það væri á valdi kjós-
enda í sveit og við sjó, að koma
í veg fyrir, að annað valdatíma-
bil vinstri stjórnar yrði leitt yf-
ir þjóðina.
Guðmundur f. Guðmundsson
talaði næstur. Drap hann fyrst á
valdatöku V-stjórnarinnar og
minnti á hvernig hennar fyrsta
verk hefði verið að lækka verð-
lag og kaupgjald í landinu.
í síðari umferð töluðu þeir
Halldór Sigurðsson og Ágúst Þor
valdsson af hálfu Framsóknar-
flokksins. Þá talaði Alfreð Gísla-
son af hálfu Alþýðubandalagsins.
Pétur Ottesen talaði af hálfu
Sjálfstæðisflokksins í síðari um-
ferð. Sagði hann m. a., að ef ekki
hefði verið spyrnt við fótum um
sl. áramót, hefði enn nýtt dýr-
tíðarflóð skollið yfir þjóðina og
atvinnurekstur stöðvazt að mestu
leyti. Þar hefði verið tekin ný
stefna í rétta átt. — Þá hefði ver-
ið tekin jákvæð afstaða í fisk-
veiðadeilunni við Breta, og Al-
þingi hefði innsiglað einhug
þjóðarinnar í því máli með sam-
þykkt sinni nú nýlega. — Þessi
samþykkt hefði verið skýlaus
viljayfirlýsing til Atlantshafs-
bandalagsins í þessu máli, þar
sem skýrt hefði komið fram, að
markið væri sett hærra en 12
mílur.
í þriðja lagi hefði verið tekin
jákvæð afstaða í kjördæmamál-
inu, og samþykkt að koma á rétt-
látari kjördæmaskipan í landinu.
Eftir væntanlega kjördæmabreyt-
ingu gæti kjósandi snúið sér til
fleiri þingmanna en áður með
vandamál sín, og með stækkun
kjördæmanna væri stofnað til
kynningar og samstarfs með fólk-
inu við sjávarsíðuna og í sveit-
um. Tók ræðumaður Miðvestur-
landskjördæmi sem dæmi, sem
væri óumdeilanlega ein heild á
sviði framleiðslu og atvinnulífs,
enda þar þegar hafið samstarf á
ýmsum sviðum. — Kvað hann
það tyllirök hjá Framsókn að ver
ið væri að skerða rétt sveitanna
með kjördæmabreytingunni. —
Framsóknarmenn töluðu um bylt-
ingu í þessu sambandi — en sann
leikurinn væri sá, að ef forrétt-
indi Framsóknar aðeins væru
tryggð, þá mætti öllu öðru gjarna
um bylta þeirra vegna. — Aldrei
hefði Framsókn barizt vonlaus-
ari baráttu en nú, enda væri hún
að einangrast á stjórnmálasvið-
inu. — Endaði ræðumaður máli
sínu með því að segja, að sveit-
unum væri nauðsynlegt að eiga
samstöðu með þéttbýlinu og að
kjördæmabreytingin væri tvi-
mælalaust til bóta.
Ræðumaður kvað einu réttu
leiðina út úr efnahagsörðugleik-
um okkar vera þá að auka fram-
leiðsluna. Væri nú stefnt að heil-
brigðari þróun í efnahagsmálum
en uppi hefði verið á undanförn-
um árum.
Síðasti ræðumaður í útvarps-
umræðunum í gærkvöldi var Pét
ur Pétursson ,sem talaði af hálfu
A! þýðuf lokksins.
Annar ræðumaður Sjálfstæðis-
flokksins í síðari umferð var
Kjartan J. Jóhannsson. Ræddi
hann einkum um alhliða uppbygg
ingu atvinnuveganna úti um land,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði
beití sér fyrir. I því sambandi
benti ræðumaður á þá staðreynd
að á árunum 1934—38 — valda-
dögum vinstri stjórnarinnar fyrri
— hefðu ísfirðingar t.d. ekki
fengið leyfi til að kaupa eitt ein-
asta fiskiskip. Síðar hefðu Sjálf-
stæðismenn hins vegar fengið því
framgengt, er þeir höfðu stjórn-
arforystu, að fiskiskip og önnur
atvinnutæki hefðu verið keypt og
þeim dreift um byggðir landsins
til þeSs að stuðla að gróskufullu
athafnalífi. — Kvað hann áður-
nefnda vinstri stjórn hina verstu,
sem landsmenn hefðu haft, þar til
fyrrverandi stjórn kom til sög-
unnar.
Athuganir á bygg-
af brigðum á Hvann
eyri
Á HVANNEYRI eru ekki aðstæð-
ur til að gera kornræktartilraun-
ir, vegna vöntunnar á nothæfri
þreskivél. Hins vegar voru gerð-
ar athuganir á nokkrum afbrigð-
um 1957 og 1958.
1957 var kornið vel þroskað, en
í ár skortir nokkuð á að það
næði fullum þroska, enda ekki
sáð fyrr en 15. maí. Eddabygg
virtist bæði árin vera bezta af-
brigðið, þó mun Flojabygg hafa
náð meiri þroska en líklega gef-
ið minna korn. Stellabygg virt-
ist líka þroskast nokkuð vel. Lak-
ari voru Tanipakorn og Presta-
bygg. Tvö afbrigði, Hertabygg og
Frejabygg, voru mjög falleg.
Það var mikil gleði ríkjandi á götum Reykjavíkur í gær, enda
var dásamlegt veður, logn og hlýindi. Alls staðar mátti sjá börn
á öllum aldri að leik. Skólastrákarnir sporléttir í spánýjum
„,fótboltaskóm“, komust yfir alia farartálma, ef því var að
skipta. Og þessir snaggaralegu strákar, léttklæddir í góða veðr-
inu, voru á svipstundu komnir upp á grindverkið við skólann
sinn, Miðbæjarskólann, sem þeir munu innan fárra daga kveðja
að sinnL Ljósm. MbL: ÓL K. M.