Morgunblaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. maí 1959
Afmælisbarnið hlaut sigur
1:0 eftir mjög jafnan leik
Lakari vorleikur KR og Akraness
nú en í fyrra
FTTRSTI „stórleikur“ ársins i
knattspyrnu, var ekki eins „stór“
knattspyrnulega séð og veðráttan
ásamt ýmsum öðrum skilyrðum
gáfu tilefni til að halda og vonast
eftir. Tvö okkar „stærstu“ og
beztu lið mættust, liðin sem
mestan svip hafa sett á knatt-
spyrnuna undanfarin áratug eða
meir. Mikil barátta var í leikn-
um á köflum, en hvorugt liðið
náði að sýna þann leik er þau
hafa áður oft sýnt. Úrslit urðu
þau að KR, sem efndi til leiksins
í tilefni 60 ára afmælis síns, fór
með sigur 1 mark gegn engu, eftir
mjög jafnan leik.
Bezti kaflinn
Fyrri hálfleikur leiksins einkum
framanaf var bezti kafli leiksins.
Var sýnilegt í upphafi að bæði
lið komu nokkuð taugaóstyrk til
„orustunar". En er „óttinn" rann
af liðunum náðu Akurnesingar
fastari sókn og undirtökunum á
vallarmiðju. Fór þó oftast mjög
í handaskolum hjá þeim sóknin
er að markinu kom, enda stóð
vörn KR þétt fyrir. Þó skall hurð
nærri hælum fjórum sinnum. í
tvö skiptin fór knötturinn fram-
hjá marki, annað skiptið eftir á-
gætt skot Ríkarðar af vítateig,
hitt eftir mistök í vörn KR og
máttu þeir (KR) þá heppni hrósa.
í hið þriðja sinn bjargaði Heimir
af tám Þórðar Þórðarsonar og í
fjórða sinnið tókst honum að
bjarga naumlega.
En er hér var komið sögu voru
30 mín af leik. Snerist þá leikur-
inn og tók KR að sækja fast og
komst í 2 tækifæri. Ellert skallaði
rétt utan við stöng, fallega fyrir-
sendingu frá Þórólfi Beck.
Markið
Og tveim mín. síðar sendir
Gunnar Guðmannsson knött-
inn út til hægri þar sem Þór-
ólfur miðherji var kominn,
hann lék upp kantinn meðfram
endaiínu, Helgi bjó sig undir
að „loka markinu“ fyrir hægri
fótar skoti, en Þórólfur lagði
knöttinn laglega fyrir vinstri
fót og skoraði fallegt mark í
mjög þröngu færi. Var þetta
mjög 'aglega gert.
Þetta hleypti fjöri í Akur-
nesinga. Þeir sóttu fast og
Þórður Þórðar komst í ágætt
færi á vinstri væng, en þá kom
Bjarni Felixson bakvörður til
hjálpar og bjargaði á síðustu
stundu.
Þóf
Síðari hálfleikurinn var þóf-
kenndur mjög á köflum, remb-
ingssóknartilraunir á báða bóga,
án fallegrar uppbyggingar, en
hnoðazt áfram sitt á hvað meira
af vilja en mætti. Tækifæri til
marka urðu ekki fyrr en í lok
hálfleiksins og öll hin betri átti
KR. Örn Steinsen „kiksaði" fyrir
opnu marki og Helga tókst að
verja skot Ellerts Schram af
stuttu færi eftir fallegt upphlaup
Schrams og Óskars á kantinum.
Gunnar Guðmannsson átti og
hörkuskot af stuttu færi, sem
Guðm. Sig. tókst að verja.
Segja má að tækifæri hafi að
tölu til verið lík, en hin hæítu-
legri voru KR-inga. Akurnesing-
ar voru hins vegar öllu meira í
sókn. Leikurinn var því afar jafn
og eðlilegustu úrslit hefðu verið
jafnteflið. En afmælisbarnið
hlaut gjöfina — Helgi Dan. varð
að sækja knöttinn í netið.
Lið KR
Leikur KR-inga var lakari en
liðið sýndi í fyrra. Var það eink-
um er snerti framherjana. Þeir
náðu ekki þeim létta leik sem
athygli vakti í fyrra og ekki þeim
léttu stöðuskiptingum og sam-
leik sem þá. Vörnin var betri
helmingur liðsins og mæddi og
mjög á honum á köflum. Garðar
Arnason framvörður vann mik-
inn sigur. Hann var bezti maður
á vellinum, hafði gífurlega yfir-
ferð vann flest návígi sín, enda
þótt mótherjinn væri Ríkarður
og alltaf skilaði Garðar knetttin-
um vel til samherja. Næstan má
telja Bjarna Felixson sem reynd-
ist traustiir í sinni stöðu og kom
öðrum bakvörðum til hjálpar er
hjálpar þurfti — og bjargaði þann
ig á neyðarstund. Hann var bezti
bakvörður á vellinum. Hörður
Felixson skilaði sinni stöðu vel —
og gersigraði Þórð Þórðarson á
stuttum tíma, svo að Þórður
reyndi annars staðar um gegnum-
brot. Heimir var hinn heppni
markvörður meðan taugaóstyrk-
leikinn var í honum, en síðan
hinn öruggasti milli stanganna, en
útspörkin eru afleit.
Lið Akraness
Akranesliðið var í þessum leik
þyngra og getuminnaenþaðhefur
verið um mörg ár í sínum fyrsta
leik hér. Sagnir eru og um það að
liðið hafi illa æft utan 2—3 síð-
ustu vikurnar. Miðað við svo
stuttan æfingatíma er liðið all-
gott, en erfitt verður að mæta í
tvöfalda umferð íslandsmóts með
svo litla þjálfun að baki. Megin-
styrkur liðsins var á vallarmiðju
Landsliðið sigr-
oði 51 gegn 48
A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
fór fram kappleikur í körfu-
knattleik milli „landsliðs“ og
liðs er íþróttafréttamenn
höfðu valið. Var leikurinn tví- j
sýnn og jafn til hins síðasta,'
en landsliðið fór með knappan .
sigur, 51 stig gegn 48.
Telja verður að lítill sem'
enginn munur hafi verið á lið- j
unum og er það athyglisvert j
þegar landsiiðsnefndin velur
fyrst 12 menn, þ. e. fullt lið
og varamenn, áður en „blaða-
liðið“ er valið. Margir blaða-
liðsmenn sýndu mikla hæfni,
en leikurinn varð alharður og
„viti“ mörg.
Dallas Long
1911 í kúlu
Á íþróttamóti, sem var haldið í
Dogan í Utath-fylki í Banda-
ríkjunum á föstudaginn, varpaði
Dallas Long kúlu 19.11 metra.
Long, sem er aðeins átján ára,
var enn einu sinni rétt við hið
viðurkennda heimsmet O’Briens
19.25. Annar í kúluvarpinu var
Bill Nieder, hans bezta kast var
18.97.
Á þessu sama móti kastaði Bud
Held, sem keppti hér í Reykja-
vík fyrir nokkrum árum, 76.83
metra í spjótkasti og bar sigur úr
býtum í þeirri grein. L. J. Silvest
er sigraði í kringlukasti, en hann
kastaði 54.61.
og reyndust Sveinn, Helgi, Jón
Leosson og Ríkarður ötulastir þar.
En þegar kom til samleiks fram-
línunnar brást flest og hin snöggu
tilþrif Þórðar og Ríkarðar sáust
ekki heppnast. Ríkarður virtist
annars mjög þungur og langt frá
sinni fyrri getu. Svo má segja um
marga aðra. Vörnin var sundur-
laus, skipuð mjög ungum og lítt
reyndum mönnum og vantar þar
tilfinnanlega skipulag — harka
og geta einstaklinga er fyrir
hendi, samvinnu vantar. Nýliði
var í stöðu v. framvarðar, fyrst
Hafsteinn Elíasson og reyndist
sæmilega, síðar kom varamaður
inn og reyndist mun verr. í stöðu
h. útherja var nýliði Ingi og virð-
ist þar piltur á ferð sem vaxið
getur í þeirri stöðu.
Dómari var Jörundur Þorsteins
son. Hann dæmdi fulllítið miðað
við hörku leiksins og áberandi
var að oft dæmdi hann of
snemma, þannig að liðið sem
braut gróflega af sér, hagnaðist
á brotinu.
A. St.
Ferðir Cuðmundar Jónassonar
GUÐMUNDUR JONASSON
gengst fyrir þrem 3 daga ferð-
um um hvítasunnuna. Lagt verð-
ur af stað í allar ferðirnar kl. 2
siðd. laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu frá BSR við Lækjargötu.
Farið verður hringferð um Snæ-
fellsnés, gengið á Snæfellsjökul
og m.a. ekið að Lóndröngum og
í Dritvík. Á heimleið verða e.t.v.
skoðaðir hinir merku hellar í Gull
borgarhrauni, sem fundust fyrir
nokkru. — Hinar ferðirnar eru í
Þórsmörk og að Hagavatni, og er
fyrirhugað að ganga á Langjökul,
ef aðstæður leyfa. — Meðfylgj-
andi mynd er tekin, er Guðmund-
ur Jónasson fór fyrstur manna
með farþega hringferð um Snæ-
fellsnes.
Sæluhús Ferðafélags fslands á Snæfellsjökli. Jökullinn i baksýn.
Hvítasunnuíerðir Ferðafél. íslands á
Snæfellsjökul, í Þórsmörk og í Land-
mannalaugar
NÚ um hvítasunnuna efnir Ferða
félag fslands til þriggja skemmti
ferða, en þær eru á Snæfellsjök-
ul, í Þórsmörk og í Landmanna-
laugar.
f Snæfellsnesferðina verður
farið í bílum, sem leið liggur
vestur á Arnarstapa og gist þar
í tjöldum, en félagið hefur tekið
þar á leigu íbúðarhús yfir helg-
ina, þannig að þeir sem það vilja
geta fengið að gista i svefnpokum
þar. Á sunnudagsmorgun er fyr-
irhugað að ganga á jökulinn, en
hann er sem kunnugt er 1446 m.
hár og því mikið og fagurt útsýni
af honum um meginhluta Mið-
vesturlands. Þessi ferð er ágætt
tækifæri fyrir þá, sem vilja kom-
ast á skíði og njóta háfjallasólar-
innar um hvítasunnuna. Þó ekki
verði hægt að ganga á jökulinn
vegna veðurs, er við Arnarstapa
ákaflega sérkennilegt og fagurt.
Þar sem brimið hefur sorfið berg
ið og myndað hella í það, er nú
orðið auðvelt að fara út að Lón-
dröngum og í Dritvík, að ógleymd
um Sönghelli, sem margir hafa
haft ánægju af að koma í.
í Þórsmerkurferðinni verður
gist í sæluhúsi félagsins í Langa-
dal og er sú ferð ágætt tækifæri
fyrir þá er kynnast vilja hinu
undurfagra landslagi Þórsmerk-
ur og gróðri þar að vorlagi.
í Landmannalaugum verður
einnig gist í sæluhúsi félagsins og
þaðan verður, eins og líka í Þórs-
merkurferðinni, farið í göngu-
ferðir um nágrennið, en það er
eins og kunnugt er einna litauð-
ugst á landi hér.
í allar þessar ferðir verður lagt
af stað kl. 2 á laugardag, en
komið aftur að kvöldi annars í
hvítasunnu. Nánari upplýsingar
um ferðirnar og farmiðasala er í
Túngötu 5.
Staða íslenzku-
kennara laus
í NÝJU Lögbirtingi er auglýst
kennarastaða við Menntaskólann
hér í Reykjavík. Er hér um að
ræða íslenzkukennara við skól-
ann. Eru fastir íslenzkukennarar
skólans fjórir, en auk þess hef-
ur verið fastur stundakennari ef
svo mætti að orði kveða, Finn-
bogi Guðmundsson.
Umsóknir um þessa kennara-
stöðu eiga að hafa borizt mennta-
málaráðuneytinu fyrir 28. þessa
mánaðar.
Fyrsta mjólkurbú-
ið í Múlasýslum
tekið til starfa
N Ý T T mjólkurbú tók fyrir
skömmu til starfa í Egilsstaða-
kauptúni, hið fyrsta í Múlasýsl-
um. Kaupfélag Héraðsbúa leigir
framleiðendum mjólkur á Héraði
húsið, þar sem mjólkurvinnslan
fer fram. — Hið nýja mjólkurbú
mun selja gerilsneydda mjólk,
rjóma, smjör og skyr niður á
firði og víðar, þar sem markaður
er fyrir vörur þess. — Búið tek-
ur daglega við mjólk frá fram-
leiðendum, og eru lélegir gæða-
flokkar endursendir til þess að
tryggja neytendum góða vöru.
Vélar mjólkurbúsins voru
keyptar frá Silkeborg í Dan-'
mörku, og sá danskur maður,
Richard Andersen að nafni, um
uppsetningu þeirra. Húsið er hið
vandaðasta, og vélum öllum vel
fyrir komið, svo að vinnuskilyrði
eru hin beztu. — Framleiðslan
hefur gengið vel, en í undirbún-
ingi er að auka hana á næstu
vikum með því að bæta við véla-
kosti. Þegar því er lokið, mun
mjólkurbúið geta unnið úr 1200
lítrum mjólkur á dag.
Starfslið er ekki fjölmennt,
enn sem komið er a. m. k. — þrír
karlmenn og ein stúlka. Verk-
stjóri er Svavar Stefánsson.
Stjórn félagsins skipa þessir
menn: Björn Guttormsson, Ket-
ilsstöðum, Snæbjörn Jónsson,
Geitdal, og Stefán Sigurðsson,
Ártúni.
Leikflokkur heim-
sækir Neskaupstað
NESKAUPSTAÐ, 11. maí. — í
gærkvöldi brauzt yfir Oddsskarð
á jeppabílum og trukk, leikflokk
ur frá Reyðarfirði, sem hér setti
svo á svið gamanleikinn Deleri-
um Búbónis, eftir þá Jónas og
Jón Múla Árnasyni.
Ingibjörg Steinsdóttir var leik-
stjóri fyrir þessum ágæta leik-
flokki, en að honum standa ung-
mennafélagið í Reyðarfirði og
kirkjukórinn þar. Húsfyllir var
og gerðu áheyrendur góðan.róm
að leiknum. — Fréttaritari.
Oddsskai ðsvegur
blautur
NESKAUPSTAÐ, 11. maí. Um
nokkurt skeið hefur vegurinn
um Oddsskarð verið fær jeppa-
bílum. Það eru aðallega aur-
bleytur Eskifjarðarmeginn sem
tálmunum valda. Það mun þó
ekki vera mikið né kostnaðar-
samt að lagfæra þessar skemmd-
ir. Þá hafa vegfarendur bent á,
að haga ætti snjómokstri í skarð-
inu þannig, að snjóruðningunum
verði rutt alveg af veginum, svo
leysingarvatnið renni ekki út á
véginn og skoli burt slitlaginu.
— Fréttaritari.