Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 12. mai 1959
líuM&Mtn
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
ASalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ALÞINGI ROFIÐ
ÞÁ HEFUR Alþingi það,
sem kosið var síðasta
sunnudag í júní 1956,
verið rofið. Ástæðan til þess er
samþykkt stjórnarskrárbreyting-
ar um nýja kjördæmaskipan.
Um þá breytingu hefur mikið
verið rætt og hún verður eitt
höfuðatriðanna, er kjósendur
kveða á um með atkvæði sínu í
kosningunum, sem nú hafa verið
ákveðnar 28. júní n. k.
Engum blandast hugur um, að
kjördæmabreytingin muni hafa
úrslitaþýðingu í stjórnmálum
landsins. Framsóknarmenn, sem
einir hafa hag af hinum úreltu
ákvæðum, er nú gilda, tala svo
sem velferð landsins sé í voða
vegna breytingarinnar. Meiri
menn en Framsóknarbroddarnir
íslenzku hafa spáð ógnartíðind-
um, þegar þeir töldu sérréttindi
sín í hættu. Þegar kjördæma-
breytingin mikla var gerð í Bret-
landi 1832 og reynt var að skipa
þingmönnum nokkuð niður eftir
fólksfjölda, en afnema það er þá
var kallað „the rotten boroughs",
(„rotnu bæina“), sagði hertoginn
af Wellington:
„Eftir þessa breytingu verður
ómögulegt að stjórna ríkinu“.
Eftir nokkur ár voru allir,
nema þröngsýnustu sérréttinda-
mennirnir, orðnir sannfærðir um,
að breytingin hafði ekki aðeins
verið óhjákvæmileg, heldur hafði
hún heillarík áhrif á alla stjórn-
málaþróun í Bretlandi.
Eins mun fara hér. Reynslan
mun sannfæra alla, nema of-
stækisfyllstu valdabraskara
Framsóknar, um, að breytingin,
sem nú er verið að gera, er ekki
aðeins óhjákvæmileg, heldur ger-
breytir stjórnmálaástandinu á ís-
landi til bóta. Að vísu má segja,
að of snemmt sé að tala um á-
hrif breytingarinnar, af því að
ekki sé búið að samþykkja hana.
Rétt er það. Kjósendur eiga eftir
að láta uppi vilja sinn með at-
kvæðaseðli sínum nú í sumar.
En allir vita, að breytingin er
einmitt gerð eftir kröfum kjós-
enda, svo að enginn vafi leikur
á því, hver úrslitin verða. Fram-
sóknarmenn gera sér þetta jafn
ljóst og aðrir. Þeim kemur ekki
til hugar, að þeir geti stöðvað
framgang kjördæmabreytingar-
innar. Það er allt annað, sem
þeir hyggjast nú að ná með
hamagangi sínum.
Von Framsóknarmanna er sú,
að þeim takist vegna glamursins
út af kjördæmabreytingunni að
láta kjósendur sína gleyma axar-
sköftum flokksins og misferli
hans á undanförnum árum, og
þá einkum á kjörtímabilinu, sem
nú er komið að lokum.
Enda leynir sér ekki ákefð
Framsóknarmanna í að draga
sem allra lengst að þurfa að
standa kjósendum sínum reikn-
ingsskap frammistöðunnar á
þessu tímabili. Þess vegna
reyndu þeir með öllu móti að fá
kosningum frestað fram á næsta
ár, létu jafnvel líklega um, að
þeir mundu viðmælandi um að-
gengilega samninga um kjör-
dæmabreytingu, ef kosningum
væri frestað. Þeir hétu á Sjálf-
stæðism. til myndunar þjóðstjórn
ar í því skyni, þó að Hermann
Jónasson hefði skömmu áður
hælt sér af því sem sínu mesta
afreki, að hann væri búinn að
víkja Sjálfstæðismönnum til
hliðar!
En hvort sem kjördæmabreyt-
ingin hefði verið samþykkt eða
ekki, voru kosningar nú óhjá-
kvæmileg nauðsyn og alger for-
senda af hálfu Sjálfstæðismanna
fyrir aðild þeirra að stjórn lands-
ins. Vegna Hræðslubandalagsins
var Alþingi það, sem kosið var
1956, enn rangsnúnari mynd af
vilja kjósenda og þjóðarinnar, en
jafnvel hin úrelta kjördæmaskip-
un réttlætti. Sterk rök voru á
sínum tíma færð fyrir því, að
þingið væri beinlínis ranglega
skipað, samkvæmt hinum ófull-
komnu kosningareglum, sem fara
átti eftir.
Meiri hluti Alþingis samþykkti
að vísu þá úthlutun uppbótar-
sæta, sem átt hafði sér stað, en
sú ákvörðun var gerð á grund-
velli þess, að Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur rufu lof-
orð sín um að vinna ekki með
kommúnistum og kommúnistar
brugðust heitstrengingunum um,
að þeir myndu ekki taka rang-
indi Hræðslubandalagsins gild.
Það mátti því með sanni segja,
að ógiftusamlega væri af stað
farið í upphafi kjörtímabilsins.
Framhaldið reyndist því miður í
samræmi við upphafið. Flest af
loforðunum, sem V-stjórnin gaf
í fyrstu, voru hreinlega vanefnd.
Allur sá syndalisti yrði of lang-
ur til að telja upp að þessu sinni.
Enn eru togararnir 15 ósmíð-
aðir. Vanefndamönnunum kemur
ekki einu sinni saman um, hverj-
um þeirra það sé að kenna, að
útvegun þeirra er engu nær fram
kvæmd en var þegar V-stjórnin
settist að völdum.
Enn situr varnarliðið á landi
hér. Þar er ekki um að villast,
að allir V-stjórnarflokkarnir bera
jafna ábyrgð. Allir sættu þeir sig
við að falla frá endurskoðunar-
kröfunum síðara hluta árs 1956.
Allir áttu þeir hlut að lántökun-
um, sem gerðar voru í skjóli þess
arar ákvörðunar. Kommúnistar
voru ekki síður ákafir í að fá
samskotalánið en starfsbræður
þeirra. Enda sýndu kommúnistar
hug sinn svo að ekki verður um
villzt, með því að flytja ekki til-
lögu á Alþingi um brottrekstur
liðsins fyrr en þeir voru komnir
úr stjórn og þar með lausir und-
an skuldbindingunum, sem þeir
gengust undir í nóv. 1956.
Ekki var ferill V-stjórnarinnar
fegurri í viðureign hennar við
verðbólguna. Stjórnin hljóp af
hólmi og kunni engin ráð til
bjargar, þegar ný verðbólgualda
var skollin yfir. Framlag henn-
ar var það eitt að leggja á þjóð-
ina nýja skatta, nokkuð á annað
þúsund milljóna króna.
, Von er, að þeir, sem svona
hafa farið að, vilji láta verk sín
gleymast og reyni að finna hulu,
er þau geti dulið. En það mun
ekki takast. Þjóðin mun í senn
samþykkja endurbætur á kjör-
dæmaskipuninni og veita traust
þeim, er hún telur megnuga til
að stjórna svo, að auðlindir lands
ins verði nýttar og hagur hennar
blómgist í bráð og lengd.
Samtök, sem vakið hata menn til um-
hugsunar um ógnvald vorra daga
í LOK síðari heimsstyrjaldarinn-
ar sölsuðu Rússar undir sig lönd.
sem samtals voru byggð yfir 100
milljónum manna. Þetta var ekki
fyrsta dæmið og ekki það
minnsta um heimsvaldastefnu
einræðisherrans í Kreml. Með
taumlausri ógnarstjórn var öll
andstaða þessara 100 millj. brotin
á bak aftur. Þeir, sem reistu hönd
gegn rússneska hervaldinu voru
miskunnarlaust skotnir eða flutt-
ir í útlegð, til fjarlægra þræla-
búða. Alveg eins var farið með
þá, sem dirfðust að andmæla
hinu kommúniska flokksræði,
allt frelsi var afnumið í þessum
löndum og öll mannréttindi fyrir
borð borin.
★
Milljónir manna hafa flúið lepp
ríki Rússa þrátt fyrir mikla
áhættu. Margir voru gripnir á
flóttanum, þeirra örlög voru
ráðin. En margir komust lika yfir
járntjaldið, þeir voru hólpnir. Og
það er heitasta ósk allra flótta-
manna að sjá ættjörð sína og
landa leysta úr hlekkjum ein-
ræðisins. En einstaklingarnir
mega sín lítils gagnvart her-
veldinu. Þess vegna hafa flótta-
menn í öllum frjálsum löndum
bundizt samtökum, sterkum sam.
tökum — í von um að með sam-
eiginlegu átaki takist að koma
einhverju góðu til leiðar, fyrst og
fremst með því að vekja hinar
frjálsu þjóðir til umhugsunar
um ógnir kommúnismans.
★
Haustið 1954 komu fulltrúar
samtaka flóttamanna frá Al-
baníu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu,
Eistlandi, Lettlandi, Lithauen,
Póllandi og Rúmeníu saman í
New York og stofnuðu alheims-
samtök flóttamanna frá löndum
undirokuðum af kommúnistum.
í stjórn þessara samtaka eru
margir nafntogaðir menn, sem
hver á sínu sviði stóðu framar-
lega í ættlandi sínu áður en það
varð kommúnismanum að bráð.
f stofnskrá þessara samtaka er
lögð áherzla á það, að sérhver
þjóð eigi siðferðilegan rétt til
þess að varðveita menningu sína
án afskipta annarra þjóða. Var
ákveðið, að veita samtökum
flóttamanna frá öllum löndum
inngöngu í alþjóðasamtökin.
★
Þegar var sendinefnd þessara
flóttamannasamtaka send til Sam
einuðu þjóðanna til þess að vekja
athygli frjálsra þjóða á þeim öfl
um, sem ógna mannkyninu á
vorum dögum. Fulltrúar tékk-
neskra og pólskra flóttamanna
báru h'ka fram kröfu um það, að
þeim mönnum, sem skipuðu sæti
Tékka og Pólverja hjá Samein-
uðu þjóðunum yrði vísað heim.
Þeir hefðu ekki umboð þjóðar
sinnar til þess að koma fram á
alþjóðavettvangi, í þessum lönd-
um sem öðrum löndum kommún.
istaríkjum hefðu engar frjálsar
kosningar farið fram, þar ríkti
einræði og öllu væri þar stjórnað
með - hervaldi. Eistneskir, lett-
neskir og lithauiskir flóttamenn
kröfðust þess líka, að Rússar
stæðu við gerða samninga við
Eystrasaltsríkin — og afléttu of-
beldisstjórn sinni. Eystrasalts-
ríkin hefðu aldrei undirritað
annað en vináttusamning við
Rússa, en vinátta Rússa hefði
birzt í hálf óhugnanlegri mynd.
★
í þau fimm ár, sem þessi al-
heimssamtök flóttamanna hafa
starfað, hafa þau komið mörgu
góðu til leiðar. Þau hafa verið
vakandi yfir allri þróun mála í
leppríkjunum og unnið mikið
fræðslustarf og upplýsingastarf
um ástandið í löndum kommún-
ismans, kommúnismann í fram-
kvæmdinni. Hundruð þúsunda
flóttamanna hafa sagt frá reynzlu
Sameinuðu þjóðirnar styðja flóttamenn.
sinni, sagt frá fjöldaaftökum,
þrælabúðum, trúarofsóknum,
nauðungarflutningum, sagt frá
því hvernig saklaust fólk er
hneppt í ævilangan þrældóm, eða
hreint og beint líflátið án dóms
og laga í löndum kommúnis-
mans. Þrátt fyrir að kommúnist-
ar hafi kallað þessa flóttamenn
„leiguþý auðvaldsins", „fasis-
tiska ævintýramenn“ eða „land-
flótta afbrotamenn“ og sagt ekki
einu orði trúandi af því sem þeir
hafa sagt, þá hefur rás viðburð-
anna oft á tíðum fært sannanir
fyrir mestu hryllingsfrásögnum,
sem heiðarlegt fólk hefur átt
bágt með að trúa að væru sann-
leikanum samkvæmar. Nægir að
benda á afhjúpun Stalnís og upp
reisnina í Ungverjalandi.
Upplýsingakerfi flóttamanna-
samtakanna er nú orðið svo full-
komið, að Rússar þora nú orðið
aldrei að kæra flóttamenn og
krefjast dóms yfir þeim fyrir frá
sögur þeirra. Það er hægt að færa
sönnur á svo mörg hryðjuverk
Rússa með aðstoð flóttamanna-
samtakanna, að nú láta þeir sér
nægja að ausa fúkyrðum.
Flóttamenn um allan heim hafa
fylgzt vel um undirbúningi utan.
ríkisráðherrafundarins í Genf. A1
þjóðaflóttamannasamtökin hafa
borið þær óskir fram við Vestur-
veldin, að aldrei verði gerðir
samningar við Rússa um vopn-
laust belti í Mið-Evrópu, með
því móti mundu Vesturveldin
viðurkenna samningsrétt Rússa
fyrir hönd hinna undirokuðu
þjóða — og þar með viðurkenna
sjálft hernám þessara landa.
Frjálsar þjóðir geta ekki fallizt
á aðra lausn Evrópuvandamáls-
ins en með frjálsum kosningum.
Þær milljónir manna, sem flúið
hafa vestur yfir járntjaldið,
þekkja kommúnismann af eigin
raun — og vita við hvílík öfl er
að etja. Það er líka einlæg von
flóttamanna, að ekki verði rasað
um ráð fram, að sagan frá Munc-
hen endurtaki sig ekki.
— Eðvard Hinriksson
Vilja að veitingahúsín og
dansstaðirnir sé lokað ú sama
tíma
SAMBAND veitinga- og gisti-
húsaeigenda hefur fyrir nokkru
skrifað bæjarráði bréf- varðandi
lokunartíma veitingahúsa hér í
bænum.
Þyykir sambandinu þar gæta
mikils ósamræmis og séu fyrsta
flokks veitingahús bæjarins sett
skör lægra en almennir dansstað-
ir, hvað þessu viðvíkur. Telur
sambandið svo mikið ósamræmi í
því, að skylda fyrsta flokks veit-
ingahús, til þess að loka stund-
víslega kl. 11,30 og vísa þá gest-
um sínum á dyr, á sama tíma,
sem allir dansstaðir fá að hafa
opið til kl. 1 á nóttinni, virka
daga og til kl. 2 á laugardags-
kvöldum.
Vill sambandið að einn og sami
lokunartími skuli gilda varðandi
veitingahúsin og dansstaðina.
í bréfi sínu bendir Samb. veit-
ingamanna og gistihúsaeigenda á
hve óeðlileg slík mismunun sé,
ekki aðeins með tilliti til veit-
ingahúsanna sjálfra, heldur og til
gestanna.
Á fundi sínum á þriðjudaginn
var tók bæjarráð þetta bréf til
meðferðar og vísaði því til lög-
reglustjóra til umsagnar.
Asplund 64,02
í sloggjukasli
SÆNSKI sleggjukastarinn Birgir
Asplund setti sænskt met á upp-
stigningardag, er hann kastaði
64.02. Fyrra metið átti hann sjálf-
ur, en það var 63.12. Asplund
hefur slegið sænska metið þrett-
án sinnum síðan hann jafnaði
met Bo Ericksons áril 1955, en
það var 57,19.