Morgunblaðið - 12.05.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.05.1959, Qupperneq 3
Þriðjudíjgur 12. maí 1959 JUORCVNTtLAÐIÐ 3 Bandaríska yfirlitssýningin opnuð sl. laugardag Þar gefst kostur á að sjá fjöl- margar þekktar frummyndir KLUKKAN 16 á laugardag var opnuð í Listasafni ríkisins banda ríska yfirlitssýningin „Níu kyn- slóðir amerískrar myndlistar", að viðstöddum forsetahjónunum, biskupnum, ráðherrum og mörg- um listamönnum. Fyrstur tók til máls Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og bauð hann sýninguna vel- komna. Næst talaði Donald Wil- son, forstjóri Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og flutti kveðju frá sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, sem er fjarverandi um þessar mundir. í>á talaði Lawrence A. Fleischman, sem lánað hefur meiri hluta sýning- armyndanna úr dýrmætu einka- safni sínu, og kom sjálfur fyrr í vikunni hingað til lands, til að vera viðstaddur opnunina. For- maður menntamálaráðs, Helgi Sæmundsson, þakkaði fyrir hönd menntamálaráðs og opnaði sýn- inguna. Gils Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs, kynnti ræðumennina. Kl. 6 var sýningin opnuð almenningi og var hún mjög vel sótt um helgina, enda ekki á hverjum degi tækifæri til að sjá hér í Reykjavík svo margar frummyndir eftir -þekkta málara. Er sýningin hugsuð sem þver- skurður af merkustu tímaskeið- um og stefnum amerískrar mynd listarsögu, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt með sýningu 74 málverka. I sýningarskránni segir E. P. Richardson, forstöðumaður Lista safnsins í Detroit, en það sá um val myndanna á sýningunni og á fjölmargar af myndunum: „Lista safnið í Detroit er stolt af því að hafa jafnan átt í fórum sínum listaverk, sem þótt hafa með því bezta, er land vort hefur upp á að bjóða í menningu og listum, allt frá upphafi lýðveldisins til vorra daga. Vér söknum að sjálf- sögðu myndanna meðan þær eru fjarvista, en það er oss gleðiefni, að listunnendur á íslandi skuli nú einnig fá tækifæri til að njóta þeirra“. Vonandi láta Reykvíkingar slíkt tækifæri ekki úr greipum sér ganga. Kosningar á Alþingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var kosið í milliþinganefnd- ir og fleiri nefndir og einnig kosn ir endurskoðendur Landsbankans og Útvegsbankans. Voru kosnir tveir endurskoðendur Lands- banka fslands og hlutu kosningu þeir Guðbrandur Magnússon og Jón Kjartansson, alþm. Endur- skoðendur Útvegsbanka íslands til tveggja ára voru kjörnir þeir Björn Steffensen endurskoðandi og Karl Kristjánsson alþm. tryggur Klemensson og Karl Guð jónsson, alþm. í fimm manna milliþinganefnd til þess að rannsaka og gera heild artillögur um lausn á atvinnu- málum og félagslegum vandamál um öryrkja í landinu voru kjörn ir Oddur Ólafsson, læknir, Svav- ar Pálsson, endurskoðandi, Pétur Pétursson, alþm., Eysteinn Jóns- son, alþm., og Sigursveinn' D. Kristinsson. Hljómsveitarstjórinn Castagnino. STAKSTEINAR 1.3 milljón nýia- skattar á dag íslendingur, blað SjalfstæðiS- manna á Akureyri ræðir 1. mai - sl. um loforð vinstri stjórnarinn- ar um að „brjóta blað í íslenzk- um stjórnmálum“ og „gripa fast um taumana“ í efnahagsmálun- um. Síðan kemst blaðið að orði á þessa leið: „Efndirnar urðu, sem kunnugt er, þær i efnahagsmálunum, að stjórninni tókst að leggja 1220 millj. kr. í nýjum sköttum á þjóð- ina og þá fyrst og freinst á neyzlu varninginn. Þetta samsvarar því að vinstrl stjórnin hafi lagt 1,3 milljón kr. á dag í nýjum sköttum á þjóðina í þá tæpa 900 daga, er hún sat að völdum. Ástandið var þá orðið þannig í efnahagsmálunum, er ríkisstjórn Hermanns Jónassonar hrökklaðist frá völdum, að „ný verðbólgualda var skollin yfir“. Þótt mönnum muni við þessar kosningar verða tíðrætt um kjör. - dæmamálið, og það hróplega ranglæti, sem Framsóknarflokkur inn vill viðhalda í þeim efnum, mun mönnum ekki gleymast, að það voru einmitt þessir sömu Framsóknarmenn ,sem lofuðu að lækna efnahagskerfið en efndu það með því að sökkva þjóðinnl enn dýpra í verðbólgufenið. Það mun verða munað á kjördegi í vor“. í þriggja manna milliþinga- nefnd til að endurskoða ábúðar- lög og lög um ættaróðal og erfða ábúð voru kjörnir Jón Sigurðs- son alþm., Ágúst Þorvaldsson, alþm. og Pálmi Einarsson, land- námsstjóri. f fimm manna nefnd til að at- huga á hvern hátt unnt sé óð búa öldruðu fólki skilyrði til að nota starfsorku sína voru kjörin Ragn hildur Helgadóttir, alþm., Kjart- an J. Jóhannsson, alþm., Ólafur Ólafsson, læknir, Sigríður Thor- lacíus og Alfreð Gíslason, alþm. f fjögra manna nefnd til að skipta fjórveitingu til skálda, rit- höfunda og listamanna, voru kjörnir Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. alþm., Helgi Sæmundsson ritstj., Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli og Sigurður Guð- mundsson ritstj. f fimm manna nefnd til að skipta fjárveitingu til atvinnu- og framleiðsluaukningar voru kjörnir Sigurður Bjarnason al- þm., Magnús Jónsson, alþm., Emil Jónsson, forsætisráðherra, Sig- • • Olvun sænskra barna hneykslaði Dani KAUPMANNAHÖFN: — Um helgar og á almennum frídögum fjölmenna Svíar jafnan til Kaup mannahafnar. Óvenjumikill ferða mannastraumur var 1. maí s.l., og segir danska lögreglan, að sjaldan eða aldrei hafi verið jafnmikið að gera á þessum tíma árs og einmitt þennan dag. Mestum erfiðleikum ollu sænskir unglingar, á aldrinum 14—15 ára. Ölvun meðal þeirra var svo áberandi og mikil, að al- veg gekk fram af Dönum. Leituðu margir þessara unglinga á náðir lögi'eglunnar. Höfðu þá drukkið frá sér allt vit og margir tapað armbanlsúrum og peningaveskjum sínum. Mikill f jöldi svaf úr sér öl- vímuna í bækistöðvum lögregl- unnar, en síðan héldu unglingarn- ir heimleiðis úr „skemmtiföriimi“. Stórkostleg hrifning á Rigoletto HÉR í Reykjavík er aðeins eitt hús til, þar sem unnt er að nafn- inu til að flytja óperur, Þjóðleik húsið. En hvorttveggja er, að skilyrði eru þar svo hörmuleg að búizt er við því á hverri stundu að hljóðfæraleikararnir neiti með öllu að láta skipa sér ofaní hina fóránlegu gryfju, enda berst þaðan mjög illa allur hljómur Guðm. Jónsson. og ekki unnt að bæta úr því nema með ærnum kostnaði. Hitt er líka vitað að full þörf er fyrir leik- húsið til að halda hér uppi leik- starfssemi einni, meðan gamla Iðnó er eina leikhúsið við hlið- ina á því. Þegar vitað er að inn- an skamms er von á fullkomnu óperuhúsi í hinni nýju byggingu Háskólans væri barnalegt að fara að kosta milljón krónum til að breyta Þjóðleikhúsinu í viðun- andi óperuhús. Meðal annars af fyrrgreindum ástæðum er vel til fundið að flytja öðru hverju ó- perur annarsstaðar, þó nokkuð skorti á um fullkominn aðbúnað og af öðrum aðilum með annað hitastig í æðum og annarskonar smekk og áhugamál. Samkeppnin skapar meiri fjölbreytni og hærri standard. ★ Hitt er svo einnig mjög um talað víða að æskilegt sé einmitt að flytja sem flestar óperur jöfn um höndum í konsertformi. í stað þess að leika og syngja hlut- verkin, séu þau einvörðungu sungin, en þá er heldur ekki nauðsynlegt að hljómsveitin sýni söngvurunum jafnmikla tilhliðr- unarsemi og hljómsveitarstjórinn fær einnig betur notið sín. En óperur eru nú fyrst og fremst söng- og tónleikar en ekki leik- sýningar. Þannig er á margan hátt mjög ónægjulegt að fá óper- ur jafnframt fluttar eins og hér hefir verið gert. ★ Þetta er þriðja konsertuppfærsl an sem Sinfóníuhljómsveitin stendur að og tvímælalaust ein hin bezta. Hingað er nú ráðinn í annað sinn italski hljómsveitar- stjórinn Castagnino en hann flutti hér áður óperuna La Boheme á vegum Tónlistarfélagsins og Fé- lags einsöngvara og fer ekki á milli mála að það er bezta óperu- uppfærslan hér gerð með inn- lendum söngvurum. ★ Rigoletto undir stjórn Castagn ino var vitanlega flutt í hinum rétta ítalska anda. Það var Verdi sjálfur sem hér er að baki, á því var enginn efi. Rigoletto söng Guðmundur Jónsson eins og áð- ur og á þar aðeins eitt orð við: Stórkostlegur. Sjálf Scalaóperan væri fullsæmd af slíkum söng, enda fór stjórnandinn ekki dult með þá skoðun. Þuríður Pálsdótt- ir söng Gildu ákaflega fallega, en frúin mun rétt nýstaðin upp úr inflúenzu og fékk ekki notið sín fyllilega. Sama er að segja um ítalann Bichini, sem söng hlut- verk hertogans. Hann var svo kvefaður að til mála kom að fresta leiknum, en hér er um heljarrödd að ræða, sem við fá- um nú vonandi að heyra í essinu sínu á næstu sýningunum. önn- ur aðalhlutverk sungu Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson, Einar Sturluson, og var söngur þeirra allra með miklum ágæt- um, en sérstaka athygli vakti nú söngur Sigurveigar Hjaltested, sem er mjög vaxandi söngkona. Karlakórinn Fóstbræður aðstoð- aði með mikilli prýði. Á Sýningin var rofin margsinnis af hrifningu áheyrenda og að lok um var hljómsveitarstjórinn hylltur ákaflega og hrópað fer- falt húrra. ★ Þessi uppfærsla á Rigoletto þurfa allir tónlistarunnendur og allir sem vilja njóta veruleg skemmtilegrar kvöldstundar að sjá og heyra. — Vikar. Unáurfag>, ar kvikmynáir frá Kanaáa SL. laugardag bauð aðalræðis- mannsskrifstofa Kanada á ís- landi fjölmörgum gestum að sjá undurfallegar kvikmyndir frá Kanada, sem gerðar hafa verið á vegum kanadíska ríkisins. Var sýningin í Nýja bíó kl. 2,30. Fyrsta myndin sýndi þjóðveg- inn mikla, sem lagður hefur ver- ið þvert yfir Kanada, frá New Foundland og" alla leið vestur að Kyrrahafi. Um leið og veginum var fylgt, var brugðið upp svip- myndum af landslagi eg atvinnu- vegum meðfram honum. Þá var mynd af vetrarhátíð hinna frönskumælandi íbúa Que- bec-borgar, hinu fjöruga og frum lega „karnevali“. Að lokum var mynd um lifnaðarháttu Eskimóa á Baffinseyju, og gerð listaverka þeirra, sem Eskimóarnir höggva úr grjóti. Er þar um sérkennilega og forna list að ræða. Myndirnar voru allar í litum, ákaflega vel gerðar, fróðlegar og skemmtilegar. Fær hann að fljóta með? Kommúnistar eiga nú í miklum þrengingum með undirbúning framboðslista síns hér í Reykja- vík. Þeir gera sér ljóst að formað- ur „Alþýðubandalagsins“, Hanni- bal Valdimarsson, er svo óvin- sæll í bænum að allar líkur benda til að hið stórfellda tap flokksins sem hófst í bæjarstjórnarkosning unum muni halda áfram, ef þeir sýna Reykvíkingum Hannibal að nýju í öruggu sæti á lista sínum. Af þessum ástæðum eru miklar bollaleggingar uppi um það með- al kommúnista að senda þennan ólukkufugl sinn vestur á Vest- firði, og er þá helzt rætt um að hafa hann í kjöri annaðhvort á ísafirði eða í Norður-ísafjarðar- sýslu. En ekki þykir það heldur vænlegt til fylgis fyrir flokkinn fyrir vestan. Eins og kunnugt er féll hann með miklum vábresti á ísafirði í kosningunum 1953. Og í Norður-ísafjarðarsýslu hefur hann falhð tvisvar. Tillaga Páls Zóphóníassonar Sú tillaga Páls Zóphoníasson- ar, er hann setti fram í þingræðu í efri deild fyrir skömmu, að allt landið skyldi gert að einu kjör- dæmi og þar kosið með hlutfalls- kosningu til stjórnlagaþings, sem Framsóknarmenn vilja láta kalla saman ,hefur vakið mikla athygll um land allt. Er fólki í sveitum landsins farið að ofbjóða hringi- andaháttur Framsóknarmanha. Á' flokksþingi sínu samþykkja þeir að öllu landinu skuli skipt í ein- menningskjördæmi og uppbótar- þingsætin lögð niður. Örfáum vik um síðar vilja þeir halda uppbót- arþingsætunum og fjölga þing- mönnum þéttbýlisins jafn mikið og lagt er til í stjórnarskrárfrum varpi því, sem nú hefur verið af- greitt á Alþingi. Loks leggur sv« einn þingmaður þeirra til að land ið skuli gert að einu kjördæmi með hlutfallskoisningu, þegar kjósa skal til stjórnlagaþings, sem vitanlega fengi það hlutverk mei j al annars að ákveða framtíðar- 1 skipulag kjördæma landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.