Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 15
Þriðjudagur 12. maí 1959
MORGUNBLAÐ1Ð
15
- Ræða Ólafs Thors
Framh. af bls. 13.
jafnvel, að þeir ráði þó nokkru.
Ekkert varð heldur úr einræði
eyðimerkur-leiðtogans. Sumir
segja jafnvel, að hann sé yfir-
gefinn og áhrifalítill o. s. frv.
★
Vissulega olli þetta öllum þeim
miklum vonbrigðum, sem trúðu
á vinstra samstarf, eða óskuðu
þess vegna beina og bitlinga. En
nú var komið, sem komið var.
Það mun því ekki ofmælt, að
forystumenn Framsóknarflokks-
ins utan af landsbyggðinni komu
kvíðnir til mótsins. En fæstir
munu þó hafa gert sér fulla
grein fyrir því, hversu hörmu-
lega flokksforystan hafði haldið
á málum og hversu herfilega
hún hafði gloprað úr höndum
sér og mölbrotið fjöregg flokks-
ins. Sagt er, að mörgum hafi
brugðið, er þeir horfðust í augu
við grímulausan sannleikann.
En í liðinu er margur röskur
kappi, hertur í eldi áratuga þrot-
lausrar baráttu. Ekki að brotna,
sögðu þeir. Við snúum vörn í
sókn. Við drekkjum syndum og
svikum foringjanna í Reykjavík í
orðaflaumi um kjördæmamálið.
Við teljum sveitunum trú um,
að þær verði sviptar valdi sínu
og heitum þeim forystu um
vandamál þeirra og hugsmuni.
Undir vígorðinu „verndum sveit-
irnar“ mörkum við fasta,
kveðna og óbifanlega stefnu í
stærsta máli þjóðarinnar, kjör-
dæmamálinu.
sóknar á strjálbýlinu biðu með
mikilli eftirvæntingu boðskapar
liðsodda þeirra í Reykjavík og
þóttust þess vissir, að við hinir
fengjum maklega hirtingu. Þetta
fór nú nokkuð á annan veg, en
það er önnur saga og kannske
engin nýjung. Hin miklu tíðindi
voru hinar óvæntu yfirlýsingar
eins höfuðleiðtoga Framsóknar-
flokksins.
Framsóknarmenn um land allt
voru sem þrumu lostnir. Menn
spurðu sjálfa sig: Heyri ég rétt?
Var hugsanlegt, að hin fámenna
Framsóknarklíka í Reykjavík
dirfðist að gera heyrinkunnugt,
að hún ætlaði að þurrka gersam-
lega út glænýjar samþykktir
flokksþingsins og það í sjálfu
því máli, sem flokksþingið hafði
ákveðið að reyna að láta kosning-
arnar snúast um? Voru þessir
menn algjörlega heillum horfnir?
Fór þá allt saman: fyrirlitning
þeirra fyrir öllu forystuliði
flokksins úti á landsbyggðinni, ó-
skammfeilni þeirra og fyrir-
hyggjuleysi?
1 það vígi skyldi nú liðinu
stefnt. Þaðan skyldi varizt til
hinztu stundar. í nafni ástar til
sveitanna skyldu gerðar útrásir
og stóra sigra átti jafnvel að
vinna.
Þeir, sem ætluðu að dr'epa
sveitavaldið með 11 uppbótar-
þingmönnum, skyldu sjálfir
drepnir.
Þeir, sem ætluðu að éta upp
ríkissjóðinn með því að fjölga
þingmönnum í 60, skyldu sjálfir
étnir.
Þeir, sem ætluðu að svíkja
byggðavaldið með því að fjölga
þingmönnum Reykjavíkur,
skyldu sjálfir svikarar o.s.frv.
Stefnan var ein, óbrotin og
hrein: Afnám allra uppbótarþing
manna. Enga þingmannafjölgun,
ekki um svo mikið sem einn ein-
asta. Enga fjölgun þingmanna í
Reykjavík. Engar hlutfallskosn-
ingar.
Og hjörðin hélt heim, uggandi
að sönnu og raunamædd, en þó
ekki svipt Síðuslu voninni. Sveit-
irnar skyldu þeir vernda, eða öllu
heldur, seitirnar skyldu vernda
þá.
★
Rétt er að skýra frá því, að
þegar þessir loftkastalar voru
byggðir, mun Reykjavíkurvald
Framsóknarflokksins hafa treyst
því, að kjördæmabreytingin næði
ekki fram að ganga ,enda haft til
þess ærna ástæðu, sem ég ræði
ekki að þessu sinni. En þrátt fyr-
ir það var mikill uggur í flokks-
þingsmönnum Framsóknarflokks
ins og heldur ekki að ástæðu-
lausu.
★
Nú leið og beið, þar til hinn 11.
apríl, að um landið spurðust þau
tíðindi, að formenn allra flokka
Alþingis, að Framsóknarflokkn-
um undanskildum, hefðu sameig-
inlega flutt frumvarp um kjör-
dæmabreytingu. Hvað var nú á
seyði? Höfðu þá forystumenn
Framsóknar enn reynzt falsspá-
menn. Myndi kannske kjördæma-
málið ná fram að ganga eftir allt
saman?
Þannig spurðu margir, en eng-
ir ákafar en hinir nýheimkomnu
flokksþingsmenn Framsóknar.
Reykjavíkur-forystan mun enn
þótzt hafa haft örlög málsins í
höndum sér og því talið sér fært
að róa liðið.
Bar nú ekki til tíðinda fyrr en
14. apríl, að fram fóru útvarps-
umræður frá Alþingi um kjör-
dæmamálið. Forystumenn Fram-
Um allt þetta og margt fleira
spurðu menn.
Þeir þurftu ekki lengi að bíða
í óvissunni. Leiðtoginn lýsti yfir,
að það væri allsendis ástæðu-
laust að halda fast við 52 þing-
menn og þaðan af síður að af-
a~ nema uppbótarþingsætin. Þvert
á móti. Þingmenn ættu einmitt
að vera 60 og uppbótarþingmenn
ekki færri en 10. Reykjavík væri
vel að því komin að fá 12 þing-
menn í stað 8. Og hlutfallskosn
ingar væru alls ekki forboðnar,
heldur gætu þær einmitt verið
ágætar. Þó með fyrirvara, þ.e.a.s
þeim, að þær ættu aðeins að gilda
þar, sem Framsóknarflokkurinn
græddi á þeim. Annars staðar
væru þær sama og útrýming
bændamenningarinnar á íslandi!!
Við þetta vil ég bæta því, að
á nær hálfs fjórða áratugs þing-
mennskutíð minni hefi ég aldrei
heyrt jafn-fjarstæðukenndan
málflutning sem Framsóknar-
menn hafa nú haft í frammi
kjördæmamálinu. Hafa þeir sér
til afsökunar, að í málinu verður
engum vörnum við komið. Það
er t.d. á einskis manns færi að
verja þá óhæfu, að 15% kjósenda
fái kosna 17 þingmenn, þegar
42% fá aðeins 19, svo aðeins eitt
dæmi sé nefnt.
★
Um rökin læt ég nægja eina
eínustu tilvitnun — í ritstjórnar
grein Tímans, dags. 25. f.m. Hún
er kjarni í málsvörn Framsóknar
manna og táknræn fyrir allan
þeirra málflutning. Þar segir, að
höfuðtilgangur kjördæmabreyt
ingarinnar sé að veikja Framsókn
arflokkinn. Síðan heldur áfram
„Einnig það er örvona tilraun
Framsóknarflokkurinn mun síður
en svo veikjast við þessar til
tektir. En dreifbýlið allt er ver
farið en áður“.
Þessi örfáu orð sýna prýðilega
mynd af Framsóknarmönnum um
þessar mundir. Allir drættir eru
skýrir. Tilgangur okkar með
kjördæmabreytingunni er ekki
réttlæti, heldur refsing. Hamf'ar
ir Framsóknar eru sízt vegna eig
inhagsmuna. Það er nú eitthvað
annað. Enda engin ástæða til, því
„Framsóknarflokkurinn mun síð-
ur en svo veikjast við þessar til-
tektir“. Markið er hærra og göf-
ugra. Hugsjónin stærri og háleit-
ari. Nú skal bitið í skjaldar-
rendurnar, því „ — dreifbýlið
allt er ver farið en áður“.
Langar skýringar eru óþarfar.
Aðeins spyrja menn:
Hvernig má það vera, ef „Fram
sóknarflokkurinn mun síður en
svo veikjast", þ.e.a.s. styrkjast,
þá skuli leiða af því, að „ — dreif-
býlið allt er ver farið en áður“?
Hvernig fær þetta staðizt nema í
því felist játning á, að ekkert
samband sé á milli styrkleika
Framsóknarflokksins og hags-
muna sveitanna?
Náttúrufegurð er miksl í Þórsmörk--Hér sést niður í Sleppugil.
Skógræktarferð I ÞórsmÖrk
um hvltasunnuna
EINS og ui„.^nfarin ár, efna
Farfuglar til skógræktarferðar í
Sleppugil í Þórsmörk um hvíta-
sunnuna. Slík ferð var fyrst farm
um Hvítasunnuna 1952 og var þá
plantað um 1800 plöntum, en tala
þeirra mun nú vera komin á ell-
efta þúsund. Útkoman hefur
reynzt mjög góð, þar sem um
80—90% plantnanna hafa lifað.
Ferðir þessar hafa ætíð tekizt
með ágætum og þátttaka í þeim
verið mikil, 50—60 manns hin
síðari ár. Er þess að vænta að
Farfuglar og annað áhugafólk
fjölmenrti sem fyrr.
Vert er að geta þess, að góður
tími gefst til þess að skoða sig
um, því að auk þess sem unnið er
að skógræktinni, eru farnar
lengri og skemmri gönguferðir
um Mörkina.
Skrifstofa Farfugla að Lindar.
götu 50, verður opin á miðviku-,
fimmtu- og föstudagskvöldum kL
8%—10, sími 15937. Þar sem bú-
ast má við mikilli þátttöku, er
nauðsynlegt að fólk snúi sér þang
að sem fyrst. Verð farmiða er
175 krónur.
Annars er óþarfi að fjölyrða
um kjördæmamálið. Því er lokið
á þessu þingi. Það er fagnaðarefni
svo langt sem það nær. En aðal-
atriðið er, að sigur þess í kosn-
ingunum er fyrirfram tryggður.
Það er vegna þess, að við, sem
að málinu stöndum hér á Alþingi,
höfum sameinazt um það, þótt við
að öðru leyti litla samleið eigum,
eftir beinum og óvenju-ótvíræð-
um fyrirmælum kjósenda okkar.
Og það er þjóðin öll, sem ræður
í þessu mikla máli, en ekki ein-
göngu Framsóknarmenn.
Að lokum spyr ég:
Hefir nokkru sinni nokkur
flokkur nokkurs staðar leikið
þjóð sína jafnilla á jafnstuttum
tíma, jafnt inn á við sem út á við,
eins og Framsóknarflokkurinn
hefir gert undanfarin "IVz ár með
stjórnarforystu sinni?
Allur þorri fslendinga, þ.á.m.
margir Framsóknarmenn, segja
nei.
Samt sem áður hefir þessum fá-
menna hópi forystumanna Fram-
sóknarflokksins tekizt að leika
flokk sinn ennþá verr.
Allt er þetta rétt, segja menn,
— en er það kannske eitthvert
gleðiefni?
Sannarlega ekki allt. Vissulega
er hörmulegt, hvernig búið er að
leggja margt í rúst og hversu örð
ugt þeim hefir verið gert, sem
við eiga að taka. En fram úr því
ræðst eins og öllu öðru, ef hvorki
vantar vit né vilja. Miklu þyngra
áfall er vansæmdin út á við og
vantraustið á þjóð okkar, sem af
atferli vinstriliða leiðir. Þann
blett tekur tíma að afmá. En um
það dugir heldur ekki að fást.
Fram úr því ræðst líka, ef þjóðin
þekkir sinn vitjunartíma og fel-
ur þeim völdin, sem kunna að
gæta sóma hennar með festu, án
stirfni, einurð án hroka.
Við skulum ekki mikla fyrir
okkur tjón okkar. Ýmislegt hefur
unnizt. Þjóðin er nú reynslunni
ríkari. Vinstri villan er dauð og
verður ekki endurvakin, a. m. k.
ekki á næstunni. Framsóknargutt
inn hefir sett hæfilega niður,
flestum til farsældar. Og hinu
hróplega ranglæti kjördæma-
skipunarinnar er nú loksins ver-
ið að ryðja úr vegi, en það var
undirrót mikillar spillingar.
Með lögum skal land byggja.
Undir forystu Sjálfstæðis-
manna munu íslendingar nú
hefja nýja og öfluga sókn. Ekki
aðeins á hendur erlendum kúg-
urum, heldur og alhliða sókn til
betri og fullkomnari hagnýting-
ar á auðlindum landsins, íslend-
ingum öllum til velfarnaðar og
blessunar.
Vígsíumótið
ÆFINGAR fyrir fimleikasýningu
Vígslumóts Laugardalsvallarins í
sumar verða þannig fyrir fram-
haldsskólana:
Stúlkur mæti kl. 8 á miðviku-
dögum og föstudögum og piltar
mæti kl. 8 á þriðjudögum og
fimmtudögum á þessum stöðum:
KR-húsið:
Gagnfræðaskóli Vesturbæjar
Gagnfræðaskólinn við Hagatorg
V erzlunarslcólinn
Menntaskólinn
Miðbæjarskólinn (gagnfr.deild)
Gagnfræðaskóli Austurbæjar:
Gagnfræðaskóli Austurbæjar
Gagnfræðaskólinn við Lindargötu
Laugarnesskólinn
Gagnfræðad. Laugarnesskólans
Hálogaland:
Gagnfræðask. við Réttarholtsveg
Vogaskólinn
Æfingar falla niður í kvöld í
Miðbæjarskólanum (nemendur
mæti í KR-húsinu) og Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, en þar
hefjast æfingar pilta á fimmtu-
dag.
Tvær merkis-
konur 75 ára
ÞÚFUM, N.-ís., 8. maí. — Tvær
merkiskonur hér vestra áttu 75
ára afmæli fyrir skömmu. Þor-
gerður Halldórsdóttir, Hörgshlíð,
varð 75 ára 2. þ.m. og Salvör
Friðriksdóttir, Vogum, þann 3.
Báðar eru konurnar ekkjur, vel
metnar dugnaðarkonur sem lengi
bjuggu hér í sveit meðan menn
þeirra lifðu. — P.P.
— Minningarorð
. Framh. af bls. 10
veit ég hvort það byggðist á réttu
mati hans, en hitt var mér vel
ljóst að ég var í náðinni hjá hon-
um í þessu efni; marga fágæta
bók lagði hann til hliðar sökum
þess að hann vissi að mig vant-
aði hana, og sömu hugulsemi nutu
víst margir aðrir hjá honum. Á.
hinn bóginn vissi ég vel um þá
menn, er honum var lítil þægð í
að sjá í búð sinni þó að bókamenn
væru.
Um allt það, er ég þekkti til
Kristjáns Kristjánssonar var hann
gagnmerkur maður. Hann var
maður ágætlega gefinn, t. d. veru
lega góður reikningsmaður, enda
þótt það væri sagan og hljómlist-
in sem mest heilluðu hann. Rit-
hönd hans var tiltakanlega skýr
og fögur. Hann hugsaði skýrt, var
gætinn í orðum, traustur sem stál
og fastur fyrir í hverju máli. Var
orð á því haft áður fyrr hve óveill
hann væri í fylgi sínu við Björn
Jónsson, og alla tíð var hann
mjög eindreginn flokksmaður í
stjórnmálum; fylgdi Sjálfstæðis-
flokknum eftir að sú flokkaskipt-
ing komst á, sem nú ríkir, og er
þó ekki þar með sagt að hann
væri ánægður í blindni með allt
það, er flokkur hans gerði. Alltaf
vildi hann líka láta menn annarra
flokka njóta sannmælis. Þannig
varð hann fyrstur til þess að
vekja athygli mína á Jónasi Guð-
mundssyni sem stjórnmálamanni,
og mundi þá ekki samflokksmað-
ur hafa farið lofsamlegri orðum
um Jónas. I öllu sínu fari var
| Kristján drengur, eftir mínum
kynnum af honum
Hann átti ágæta konu, Sigur-
laugu Traustadóttur, og heimili
þeirra var friðsælt og vingjarn-
legt, með miklum menningarbrag
hvar sem litið var. Þau hjón eigti-
uðust eina dóttur, en urðu fyrir
þeirri þungu raun að þessi frá
bærlega vel gefna efnisstúlka lam
| aðist af mænuveiki á unglingsár-
um og hefir aldrei náð fullri
I heilsu, en hefir menntast ágæt-
lega og notast þannig nokkuð að
! sínum miklu hæfileikum
I Sn. J.