Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 23
Þriðjudagur 12. maí 1959
MORCVJSBLAÐ1Ð
23
Eins ogr kunnugt er söng Guðrún Á. Simonar í Town Hall í New
Ifork 30. apríl síðastliðinn við ágæta dóma gagnrýnenda. — Á
myndinni hér fyrir ofan sést Guðrún á sviðinu í Town Hall,
ásamt undirleikaranum, Kurt Stern.
Fiskaflinn
í SKÝRSLU Fiskifélags fslands
urri aflamagnið miðað við marz-
lok, segir að heildaraflinn hafi þá
verið rúmlega 110,000 tonn og
hafi aflinn skipzt þannig milli
báta og togara, að bátafiskur-
inn var um 75,600 tonn, en afli
togaranna um 34,600 tonn. Sé
miðað við aflamagnið eins og
það var á sama tíma árs í fyrra,
kemur í ljós að aflinn þá var orð-
inn 116,500 tonn.
Síldaraflinn á fyrstu þrem mán
uðum ársins er rúmlega 100 tonn.
Af fiskaflanum í ár höfðu í
marzlok farið rúmlega 66,500
tonn til frystingar, um 22,000
tonn til söltunar og rúmlega
14,600 tonn til herzlu. í fyrra var
fiskmagnið álíka mikið og nú,
sem búið var að frysta í marz-
lok, til söltunar höfðu í fyrra
farið nær 27,000 tonn af fiski, og
herzlan er álíka mikil nú og í
fyrra.
— RáBherrafundur
Frh. af bls. 1
sem eiga að taka þátt í Genfar-
fundinum, eru komnir til borg-
arinnar. 1 morgun ræddi Selwyn
Lloyd, utanríkisráðherra Breta,
við Gromyko um stöðu þýzku
fulltrúanna á fundinum, en ekki
náðist neitt samkomulag. Þess
má geta, að Lloyd á að vera í for-
sæti á fyrsta fundinum.
Eigil Steinmetz, stjórnmálarit-
stjóri Dagens Nyheder í Kaup-
mannahöfn, skrifar grein um
Genfar-fundinn í blað sitt sl.
sunnudag. Hann segir, að enda
þótt Vesturveldin hafi náð sam-
komulagi um stefnuna í megin-
atriðum á Genfar-fundinum, þá
falli skoðanir þeirra ekki alger-
lega saman. Vestur-Þýzkaland og
Frakkland vilji sýna stefnufestu
eða hörku, Bandaríkin einnig, en
þau vilji líka, eins og Bretar,
sýna samvinnuvilja. Vesturveld-
in vilji leysa Þýzkalandsmálin á
þennan hátt: Þar verði fyrst látn-
ar fara fram frjálsar kosningar,
síðan verði mynduð alþýzk ríkis-
stjórn, sem geti undirskrifað frið-
arsamninga fyrir sameinað Þýzka
land, — og þessari stjóm sé í
sjálfsvald sett hvaða stefnu hún
vilji fylgja í utanríkismálum,
þannig að landið geti, ef stjórnin
óskar þess, gengið í Atlantshafs-
bandalagið. Undirbúningsviðræð
ur Vesturveldanna, bæði í París
og Washington, leiddu til þess, að
leiðtogar þeirra ákváðu, að Rúss-
ar skyldu eiga fyrsta leikinn á
Genfar-fundinum. Þegár þeir
hefðu svo leikið sinn leik, þá
ættu Vesturveldin smám saman
að gera sínar tillögur um Þýzka-
lands-vandamálin heyrinkunn-
ar, en samkvæmt þeim á að
bræða báða hluta Þýzkalands
saman stig af stigi og undirbúa
frjálsar kosningar í báðum lands-
hlutum, koma smám saman á af-
vopnunarsvæði í Evrópu og fá
Rússa til að fallast á status quo
í Berlín, þó þannig að borgin
geti orðið höfuðborg sameinaðs
Þýzkalands. Aftur á móti er gert
ráð fyrir, að helztu tillögur Rússa
verði þær, að fyrst af öllu verði
gerður friðarsamningur við
Þýzkaland eða hvorn landshluta
um sig, allt herlið verði flutt frá
Vestur-Berlín, sem verði gerð að
frjálsu borgríki og þá e. t. v.
undir stjórn Sameinuðu þjóð-
anna, —og að lokum verði gerð
áætlun um frekara öryggi Ev-
rópu, sem byggð verði á þessum
tillögum.
Af þessu má sjá, að mikið ber
í milli, enda segja fréttamenn, að
utanríkisráðherrarnir geti aðeins
náð takmörkuðu samkomulagi á
fundum sínum. Þess má þá geta,
að Herter, utanrikisráðherra
Bandríkjanna, sagði skömmu áð-
ur en hann fór frá Washington
til Genfar, að það væri komið
undir árangri á utanríkisráð-
herrafundinum hvort ríkisleið-
togafundur verði haldinn.
Við kenndum íslend-
ingum að fiskal
EXTRABLAÐIÐ í Kaupmanna-
höfn segir í dag, að togaraskip-
stjórar í Grimsby gagnrýni nú
harðlega linkind brezku stjórnar-
innar í landhelgisdeilunni, eins og
komizt er að orði. Skipstjórarnir
krefjist þess, að stjórnin sé harð-
ari í horn að taka. Einn togara-
skipstjóranna, sem segist hafa
veitt við ísland í 40 ár, hefur
komizt svo að orði: Menn segja
við ráðum yfir höfunum. Við eig-
um að sýna íslendingum, að við
víkjum ekki frá valdaaðstöðu
okkar. Við kenndum íslendingum
að fiska. Við eigum að banna
þeim að landa fiski í höfnum okk-
ar.
Sveitungum mínum og öðrum kunningjum og vinum,
sem sýndu mér á sjötugsafmæli mínu hinn 27. febrúar
s.l. vinarhug, sem fram kom í heimsóknum, gjöfum og
góðum óskum (símtölum, bréfum og heillaskeytum),
votta ég alúðarþalckir.
Láfið öll heil!
Hnausum í Meðallandi, 12. marz 1959
Eyjólfur Eyjólfsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför eiginkonu minnar og dóttur,
IDU NIKULÁSDÖTTUR
Sérstaklega viljum við færa frk. Maríu Maack, Far-
sóttarhúsinu og öllu starfsfólki hennar, innilegar þakkir
okkar fyrir góða umönnun í veikindum hennar.
Jóhann Björgvinsson,
Ragnheiður Sölvadóttir.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðfarir
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
og ÓLAFS H. GUÐMUNDSSONAR
Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Guðmundsson,
Anna Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Herdís Guðmundsdóttir,
Stefán Guðmundsson,
Soffía Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Benediktsdóttir,
Stefanía Frímannsdóttir,
Jóhanna Þórðardóttir,
Þóra Jónsdóttir,
Sveinn Þorsteinsson,
Þorsteinn Guðbrandsson,
Páli Pálsson,
Hulda Stefánsdóttir,
Frímann Guðmundsson,
Jón Jónsson,
Adolf Björnsson,
Sigurlína Gísladóttir.
Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför okkar ást-
kæra eiginmanns og fósturföður
ÓLAFS HELGA GUÐMUNDSSONAR
Jóhanna Þórðardóttir, Sigurlína Gísladóttir,
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
útför fbður okkar og tengdaföður
DANÍELS JÓHANNS ÐANÍELSSONAR
Magnús Daníelsson, Páll Danieisson
Margrét Kristinsdóttir, Þorbjörg Jakobsdóttir
Eiginmaður minn og faðir okkar
SÖLVI JÓNSSON,
Langholtsvegi 146,
lézt f Landspítalanum, mánudaginn 11. þ.m.
Lilja Matthíasdóttir,
Ragnheiður Sölvadóttlr,
Karl Sölvason,
Jónmundur Sölvason,
Guðmundur Sölvason,
Kristín Sölvadóttir,
Ellert Sölvason
Faðir okkar
HJÖRLEIFUR ÞÖRÐARSON
frá Hálsi í Kjós,
lézt að morgni 11. þessa mánaðar.
Börnin.
Maðurinn minn
SVEINN GÍSLASON
verkstjóri, andaðist í Landakotsspítala 11. þ.m.
Arndís Andrésdóttir.
EIÐUR EIRlKSSON,
trésmiður
Hverfisgötu 80 andaðist á Landakotsspítala, 10. maí.
Eiginkona og börn
Útför eiginmanns míns og föður
KARLS SIGURÐSSONAR
fyrrv. eftirlitsmanns og skipstjóra,
fer fram fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 2 e.h. í Fossvogs-
kirkju. Athöfninni verður útvarpað.
Blóm og kransar afbeðin, en þeim, sem vildu minnast
hins látna, er bent á Minningarspjöld Landsspítalans,
sem fást hjá Landssímanum, Bækur og Ritföng, Verzl.
Vík.
Sigurbjörg Ingimundard. og börn.
Drengirnir okkar
KRISTÓFER og GUÐMUNDUR
sem önduðust 5. og 7. þ.m., verða jarðsungnir frá Akur-
eyrarkirkju miðvikudag. 13. maí kl. 2 e.h.
Ólöf Guðmundsdóttir,
Bjami Jónsson.
Útför móðursystur minnar,
HERDlSAR ÁRNADÓTTUR
frá Setbergi,
fer fram fimmtudag. 14. þ.m. Athöfnin hefst með bæn
að heimili mínu, Vesturgötu 81, Akranesi, kl. 2 e.h.
Blóm og kransar afbeðnin, en þeim, sem vildu minnast
hinnar látnu, er vinsamiegast bent á Sjúkrahús Akra-
ness.
Jónína Sveinsdóttir
Jarðarför móður minnar,
HALLDÓRU VILHJÁLMSDÓTTUR
fer fram föstudaginn 15. maí og hefst með húskveoju
á heimili hennar kl. 2 e.h. Jarðsett verður að Borg á
Mýrum.
Fyrir hönd aðstandenda.
Friðrk Þórðarson
Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og
vinarhug við fráfall
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR
Hverfisgötu 69.
Gunnar Jónsson, Gunnar Gunnarsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Sverrir Gunnarsson,
Fríða Gísladóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir,
Friðrik Ásmundsson, Ævar Gunnarsson,
Hrefna Þórarinsdóttir
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og
kærleikshug vegna fráfalls eiginmanns míns,
VILIIJÁLMS ÞORSTEINSSONAR
skipstjóra,
Sérstaklega þakka ég Útgerðafélagi Akureyrar, sem
önnuðust útför hans og skipshöfninni á „Sléttbak“
fyrir fagra minningargjöf. Guð blessi ykkur Ö8L
Svanhildur Þóroddsdóttir