Morgunblaðið - 12.05.1959, Síða 6
f
MORGVTSBLÁÐÍÐ
Þriðjudagur 12. maí 195i>
Þingiff vill samstöðu viff Herter. — Hér sést einn af atkvæðamestu
þingmönnunum, Fulbright, senator, á tali viff Herter.
Fyrstu spor Christians Herters
F Y R IR nokkrum árum síðan
hafði Eisenhower forseti í huga
að kalla saman sérstaka nefnd,
sem hefði með höndum utanrík-
ismál og væri ráðgefandi við
hlið utanríkisráðherrans. Þessi
nefnd skyldi hafa allmikið vald,
þannig að þó hún ætti ekki að
heita nema ráðgefandi var aug-
Ijóst að illt mundi fyrir utan-
ríkisráðherrann að komast fram
hjá henni eða áliti hennar í
mikilsverðum málum. Ekkert
varð þó úr þessari nefndarskip-
un, vegna þess að John Foster
Dulles lagðist eindregið á móti
henni. Dulles vildi vera sem ein-
ráðastur við hlið forsetans. En
nú, þegar Dulles getur ekki
lengur gegnt embætti, þá er
hann gerður að sérstökum ráðu-
naut éftirmanns síns, Hertes og
er talið að Herter hafi sízt af
öllu móti því. Þetta gefur nokkra
vísbendingu um þá breytingu,
sem orðið hefur á starfsháttum
í utanríkismálaráðuneyti Banda-
rílcjanna. Eisenhower forseti
vonar vafalaust einlæglega að
Dulles, þótt sjúkur sé, geti lagt
eftirmanni sínum góð ráð um
nokkum tíma og Herter utan-
ríkisráðherra hefar ætíð verið
talinn fylgjandi því, að þingið
og forsetinn hefðu miklu nánari
afskipti af stjórn utanríkismál-
anha heldur en hefur verið í tíð
John Foster Dulles. Herter tel-
ur það því alls ekki af tor-
tryggni gert við sig, að Dulles
er skipaður ráðunautur hans,
heldur tekur hann því þakksam-
lega og það er í samræmi við
hans eigin skoðanir.
★
Annað sem gerzt hefur og er
vert að benda á, er það, að Dull-
es naut óskoraðs trausts forset-
ans, en hann var ætíð tortryggð-
ur í þinginu. Vel má hins vegar
vera að Herter njóti ekki í sama
mæli trausts Eisenhowers forseta
og fyrirrennari hans, en vafa-
laust mun þingið treysta honum
betur en Dulles. Það hefur líka
sýnt Herter traust með því að
staðfesta í einu hljóði skipun
hans í embætti utanríkisráð-
herra. 'Herter er líka gamall
þingmaður og vinsæll meðal
þeirra. Þinginu er heldur ekki
að öllu leyti um það gefið, að
svo mikilsverður þáttur í stjórn-
málalífi landsins, eins og utan-
ríkismólin eru, séu gersamlega
lögð á vald eins manns, eins og
talið var að hafi verið í tíð Dull-
esar, heldur er þingið meðmælt
því að þar komi til ráð fleiri
manna í hvaða mynd svo sem
það er og treystir Herter til að
stefna í þá átt. Þingmennirnir
segja sem svo, að þó einhver ut-
anríkisráðherra sé góður samn-
ingamaffur, þá sem ekki þar með
sagt, að hann hafi komið auga
á hina réttu stefnu í utanríkis-
málum. Þar þurfi ráð fleiri
manna að koma til og þingið
treystir því að Herter muni ekki
safna að sér svo miklu valdi eins
og Dulles gerði.
Það ? enn eftir að koma á
daginn, hvaða hæfileika Herter
hefur til að bera sem samninga-
maður. En talið er að vestræn-
um stjómmálamönnum hafi yfir-
leitt líkað vel við hann í undir-
búningsviðræðunum undir Genf-
arfundinn, en erlendir stjórn-
málaritarar skrifuðu mikið um
það áður að nú væri Dullesar
sárt saknað. Slíkt heyrist nú
naumast eða sést eftir að Herter
fór í ferðalag sitt til Evrópu og
talaði við stjórnmálamenn þar.
En eitthvað er út á alla að
setja og sumir hafa það við orð,
að Herter sé of mikið Ijúfmenni
til þess að eiga í höggi við aðra
eins „fanta“ eins og Krúsjev, en
til þess skorti Herter alla
„hörku“, eins og það er orðað.
Á hinn bóginn velta menn því
svo fyrir sér, hvort einmitt þessi
eiginleiki Herters, að vera samn-
ingalipurt ljúfmenni, sem þó
veit hvað hann vill, sé ekki ein-
mitt stór kostur sem geri hann
enn hæfari til að ná samkomu-
lagi við Sovét-Rússland, ef að
það er þá mögulegt, heldur en
Dulles var
„hörku“ .
með alla sína
Þeir stjórnmálamenn, sem
hafa haft tækifæri til að vinna
með Herter og kynnast honum
á þeim stutta tíma, sem hann
hefur gegnt embætti, segja að
það sé sízt af öllu hægt að bregða
honum um nokkra vægð eða
mildi í afstöðunni til átakanna
milli Austur og Vesturs. Hann
horfi opnum augum á það, hvert
Sovét-Rússland og Rauða-Kína
stefni og sé ekki haldinn neinni
blindu. En því er bætt við að
Herter sé a. m. k. enn sem komið
er allvongóður um að komast að
einhverju takmörkuðu samkomu
lagi við kommúnista og miklu
bjartsýnni á það en Dulles var.
Bak við þetta liggur sá grunur
Herters að Krúsjev leggi nú
megin áherzluna á að koma sér
fyrir í völdunum innanlands en
til þess þurfi hann frið út á við.
Hann á í miklum örðugleikum út
af rússneskum landbúnaði og
ýmsum fleiri innanlandsmálum,
og vel má vera að Krúsjev standi
ekki svo föstum fótum, sem sýn-
ist, út á við. Út frá þessu hefur
svo Herter talið, að þrátt fyrir
stór orð um að „afmá vestræn
ríki af yfirborði jarðar", eins og
Krúsjev hefur látið sér um munn
fara, þá sé bak við gífuryrðin
vilji til samninga, sem nú þurfi
að nota sér.
Framtíðin sker vafalaust úr
því mjög fljótt, hvort Herter
hefur á réttu að standa í skoð-
un sinni á afstöðu Krúsjevs og
svo hvernig Herter yfirleitt
reynist, en hann fær nú sína eld-
skírn á Genfarráðstefnunni.
Slys á Nílar-fljóti
KAÍRÓ, 8. maí. (NTB). — Það
er óttazt, að 40 manns hafi farizt
af fljótabát, sem sökk á Níl í
morgun með 200 manns innan
borðs. Slysið varð um 25 km
fyrir neðan Kaíró, með þeim
hætti, að sprening varð í skip-
inu. í kvöld höfðu þegar fund-
izt 10 lík sem rekið hafði upp
á bakka fljótsins. Þegar báturinn
sökk mun uallmargir hafa lokazt
inn í farrýmunum og munu mörg
lik vera í sjálfu skipsflakinu á
botni fljótsins.
íslenzkur söngvari
vekur athygli
Sigurður Björnsson nýkominn
úr songför á Spáni
MUNCHEN, 10. apr,l. — Hinn
21. og 23. marz hélt tónlistarhá-
skólinn í Múnchen tónleika í
Bilbao á Spáni. Komu þar fram
fjórir nemendur skólans, og var
Sigurður Björnsson þeirra á með-
al. Söng Sigurður hlutverk Uriels
í Sköpuninni eftir Haydn og guð-
spjallamanninn í Mattheusar-
passíu Bachs. Dómar spænskra
blaða voru mjög lofsamlegir, og
vakti tenórinn Sigurður Björns-
son sérstaka athygli þeirra. Eink-
um lofuðu gagnrýnendur hina
miklu tónlistargáfu Sigurðar,
fagra, tæra og hljómmikla rödd
hans og fágaðan og hnitmiðaðan
framburð. Sigurður Björnsson er
fæddur 1932 í Hafnarfirði. Að
loknu gagnfræðanámi í Flens-
borgarskólanum hóf hann nám í
fiðluleik við Tónlistarskólann í
Reykjavík undir handleiðslu
Björns Ólafssonar fiðluleikara.
Stundaði hann þar nám í sex
ár. Jafnframt fiðluleiknum lagði
hann stund á söngnám hjá Pétri
Jónssyni, Guðmundi Jónssyni og
Primo Montanari. Stundaði hann
síðan söngnám sem aðalfag við
Tónlistarskólann í Reykjavík, að-
alkennari hans var Kristinn Halls
son, og eftir eins árs nám lauk
hann burtfararprófi þaðan. Er
Sigurður því fyrsti söngvarinn,
er lýkur söngprófi á Islandi.
Sigurður hefur oft sungið í
ríkisútvarpið og ennfremur með
karlakórnum Fóstbræður og Þjóð
leikhúskórnum. Kunnastur mun
hann þó vera fyrir Indriða í sjón-
leiknum Piltur og stúlka, sem
sýndur vár í Þjóðleikhúsinu
1953—54. Að loknu söngnámi á
íslandi heldur Sigurður hingað til
Múnchen haustið 1956. Hann inn-
ritast í „Staatliche Hochschule
fúr Musik" hér í borg og hefur
síðan stundað nám hjá hinum
skrifar úr dagðega lífinu ^
Verffmunur á lyf jum
MIKIL veikindi hafa verið í
bænum að undanförnu og
mörg heimili hafa haft mikil við-
skipti við lyfjabúðir. Maður nokk
ur, sem tal átti við Velvakanda,
er allt annað en ánægður með
viðskipti sín við þrjár af lyfja-
búðum bæjarins. Hann segir:
Þann 22/11 keypti ég lyf, sam
kostaði þá 34,50, þann 16/1 kost-
ar sama lyf 38,50 í sömu lyija-
búð og svo þann 9/3 kostar lyfið
33,10 í annarri lyfjabúð. H /er
ákveður verð lyfja? Verðjafnar
Lyfjaverzlun ríkisins ekki lyf,
þannig að fólk geti óhrætt lagt
lyfseðil í hvaða lyfjabúð sem er,
án þess að kynna sér fyrst verð
annars staðar? Er ekki verðlags-
eftirlit á lyfjum og er óskað eftir
því, að iólk tilkynni verðmun,
eins og óskað hefur verið eftir
að gert sé í viðskiptum við mat-
vöruverzlanir?
Þá langar mig til að segja frá
atvikum í sambandi við afgreiðslu
lyfja. 30. jan. sótti ég í eina af
lyfjabúðunum Atrocol, 500 g á
98,65 (þetta sama lyf kostaði 9/3 i
9380). Þetta er svart duft, og j
voru umbúðirnar glerkrukka, sem j
virt var á kr. 10.00. Ég óskaði
eftir að fá lyfið afhent í bréf-
poka, þar eð ég átti nóg af gler-
ílátum heima, en var sagt, að
bannað væri að afhenda þetta j
lyf öðru vísi. Þegar ég spurði,
hvað greitt yrði fyrir glerílátið
tómt, var mér svarað, að fyrir j
það fengi ég ekki nema kr. 4.00. j
Finnst mér það ágætar tekjur j
að reikn: kr. 6.00 fyrir þvott ál
hverju íláti. Hver ákveður hvað |
lyfjabúð má leggja mikið á þvott
á glösum og krukkum?
Jæja, þegar ég fór að leggja
saman verðið á lyfseðlinum, fékk
ég út 126,90. Annað lyfið kostaði
93,80 og hitt 33,10, en hafði greitt
fyrir þetta 160.90. Mismunurinn
var kr. 34.00. Daginn eftir fór ég
með lyfseðilinn, hitti að máli
sömu stúlkuna, sem viðurkenndi,
að vitlau-t væri lagt saman, og
endurgreiddi mismuninn, en bað
ekki afsökunar. Hefði nú Sjúkra-
samlagið greitt annað hvort þess-
ara lyfja, þá hefði ég aldrei feng-
ið leiðréttingu, þar sem lyfseðill-
inn hefði þá orðið eftir í lyfja-
búðinni. Seinna fór kona mín í
aðra lyfjabúð með lyfseðil á sama
lyf, en verð til samanburðar hef
ég ekki þar eð Sjúkrasamlagið
greiddi annað lyf sem á honum
var, og Lyfjabúðin tók lyfseð-
ilinn.
Of gamalt lyf.
JÆJA, hér var þetta lyf borið
fram í pappaöskju, ekki gler
iláti, en askjan kostaði kr. 10.00,
sem virðist vinsæll prís á umbúð-
um. Áður hafði konan mín hringt
og spurt um verð á iyfjunum.
Nú kom hún með glerkrukku og
skilaði henni, en samt kostaði
lyfið það sama og sagt var í sím-
anum. Kona mín vildi fá frá-
drátt fyrir krukkuna, en það eina
sem hún fékk út úr afgreiðslu-
stúlkunni var, að krukkan kæmi
upp í umbúðirnar án frádráttar,
og ómögulegt að koma henni í
skilning um annað. Kona mín
nagar sig enn í handarbökin fyrir
heimsfræga söngvara Gerhard
Húsch. Hefur Sigurður oft kom-
ið fram á hinum opinberu hljóm-
leikum Tónlistarskólans og fleiri
hljómleikum hér í borg og hlotið
mjög lofsamlega dóma. í viðtali
við Gerhard Húsch fer hann mjög
lofsamlegum orðum um Sigurð.
Telur hann mjög heppilegt, að
Sigurður skuli hafa lært' fiðlu-
að hafa látið krukkuna af hendi.
Fyrir nokkrum dögum kom
læknir á heimili mitt vegna in-
flúensunnar og skrifaði lyfseðil,
sem ég sótti. Á pappaumbúðunum
stóð LOF 12108 exp. March ’59
Þetta lyf fæ ég afgreitt í maí.
Þýðir ekki exp. March ’59, að lyfið
sé búið að missa giidi sitt. og ef
svo er, hvernig leyfir lyfjabúðin
sér þá að selja það. Fólk treystir
því, að það lyf, sem það kaupir
sé í fullu gildi, en ekki að á það
sé skrifað af framleiðanda að það
sé orðið ónýtt. Hefur Lyfjaverzl-
un ríkisins ekki eftirlit með því
að lyf sem seld eru séu ekki
svikin?
Viffskiptavinirnir greiffa
í lífeyrissjóff apótekara.
SVO kemur rúsínan í pylsuend-
anum. Ég sem var svo ólán-
samur að verða fyrir öllum þess-
um lyfjakostnaði, varð að greiða
kr. 4.00 í lífeyrissjóð apótekara
og lyfjafræðinga. Af hverju eiga
þeir, sem kannski þurfa að draga
við sig af lífsnauðsynjar til að
láta læknishjálp og lyf sitja fyr,
ir, að greiða af sínum launum
í lífeyrissjóð apótekara. Þetta er
hróplegt ranglæti, sem ég skora
á félagsmálaráðherra að afnema
undireins. Geta ekki apótekarar
greitt lífeyrissjóð lyfjafræðinga
sinna, eins og aðrir atvinnurek-
endur. Hvaða heimild hafa þeir
til slíkrar innheimtu?
Vafalaust vilja fleiri en þessi
umræddi maður fá svo við þeim
spurningum sem hann setur fram.
Og geri nú viðkomandi aðilar
grein fyrir málinu.
Sigurffur Björnsson.
leik, því á þann hátt hefur hann
lært tækni tónlistarmannsins, en
slíkt er fremur fágætt meðal
söngvara. Kallar Húsch Sigurð
hinn syngjandi musiker.
Gerhard Húsch er íslendingum
mjög vel kunnur og þekktastur
sem ljóðasöngvari. Sameinar
hann eiginleika mikils kennara
og frábærs listamanns. Húsch
söng við óperuna í Bremen með
Pétri Jónssyni, og voru þeir góðir
kunningjar. Minnist Pétur á
Húsch í endurminningum sín-
um. Húsch er mjög ánægður með
Spánarför Sigurðar, og kvað
hann þá för haf-a sannað ágæti
Sigurðar sem söngvara og einnig
hinn fullkomna stíl hans. Spáir
Húsch Sigurði mikilli framtíð, og
er það einkum þrennt, sem hann
vill, að Sigurður leggi stund á:
Mozart-óperur, hlutverk guð-
spjallamannsins í Mattheusar-
passíunni og ljóðasöng.
Um þessar mundir er Sigurð-
ur Björnsson í Tékkóslóvakíu
ásamt fleirum íslenzkum tónlist-
armönnum í boði Tónlistarhá-
skólans í Prag.
Sigm. Guðbjarnason
Nýít togskip vænt-
anle«t til Bíldudals
o
BÍLDUDAL, 9. maí. — Hingað
er á næstunni væntanlegt nýtt
togskip, 250 lestir að stærð, sem
smíðað hefir verið í Þýzkalandi.
Hið nýja skip hefir hlotið nafnið
Pétur Thorstéinsson, en eigendur
þess eru nokkrir Bílddælingar,
ásamt hreppsfélaginu. — Munu
menn fara utan næstu daga til
þess að sækja skipið.
Pétur Thorsteinsson verður
langstærsta skip, sem gert hefir
verið út frá Bíldudal, og eru
miklar vonir við útgerð þess
tengdar hér í plássinu. Ætti það
að geta bætt allmjög úr atvinnu-
leysi því, sem löngum ríkir hér
um sumartímann. — Vonir
standa til, að hið nýja togskip
geti farið á veiðar um 10. júní
n.k. — Frjttaritari
Gólfslípunin
Barmahlið 33. — Simi 13657
Hútteigendafélag Reykjavíkur
Austurstræti 14. — Sími 15659.
Opið kl. í—7, laugardaga kl. 1—3.