Morgunblaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. maí 1959
MORGIHSBLAÐÍÐ
17
Vilhjálmur Magnússon
Stóru-Heiði sjötugur
Vilhjálmur Magnússon. bóndi
að Stóru-Heiði í Mýrdal, var
sjötugur í gær.
Hann er fæddur að Kauðafelli
undir Eyjafjölium 11. maí 1889.
Sex ára gamall fluttíst hann með
foreldrum sínum að Felli í Mýr-
dal og dvaldi þar eitt ár, en þá
fluttust foreldrar hans að Stóru-
Heiði og hefur Vilhjálmur átt þar
heima síðan.
Foreldrar Vilhjálms voru þau
hjónin Magnús Þóroddsson frá
Drangshlíð og Guðlaug Ásgríms-
dóttir frá Heiðarseli á Síðu,
mannkosta og dugnarfólk og vel
metin í sveit sinni.
Magnús lézt árið 1919 og bjó
Vilhjálmur með móður sinni til
ársins 1928, er hann kvæntist
Arndísi Kristjánsdóttur frá Ket-
ilsstöðum í Holtum, myndarlegri
og góðri konu, sem hefur reynst
manni sínum hinn ágætasti lífs-
förunantur í miklu uppeldisstarfi,
stundum við fremur þröngan kcst
eins og oft var á barnmörgum
heimilum.
Þau hjónin eignuðust 8 börn,
tvo syni og sex dætur, sem öll
eru uppkomin og myndar fóllc
sum gift og flutt í burtu, en sum
ennþá í foreldrahúsum.
Það er mikið lífsstarf að koma
upp 8 börnum, og þó voru ástæð-
urnar til þess að því er virðist,
erfiðari fyrr en nú. Ekki nutu
Heiðarhjónin styrks frá Almanna
tryggingunum til þess að ala upp
börnin sín, og ekki var véltæknin
í landbúnaðinum komin á það
stig, sem hún er nú á, er börnin
þeirra voru í ómegð. En enginn
mun hafa heyrt þau hjónin kvarta
um erfiði eða lítil efni, enda
björguðust þau áfram með hóp-
inn sinn með samheldni og dugn-
aði. Erfiðið gleymist þegar sig-
ur er unninn, og býst ég við því,
að þau Vilhjálmur og Arndís hafi
verið búin að . gleyma erfiðleik-
unum þegar þau giftu þrjár dæt-
ur sínar sama daginn fyrir fáum
árum, og buðu vinum sínum og
venzlamönnum til veglegrar
Veizlu í tilefni þess.
Vilhjálmur á Heiði er glaður
maður og reifur og hinn mesti
höfðingi heim að sækja. Hann er
manna ólíklegastur til þess að
vera með víl eða vol út af smá-
mununum, en tekur á erfiðleik
unum með karlmennsku og vilja
festu. Það er engum vafa undir-
orpið að þessi góðu skapgerðar-
einkenni hans hafa fleytt honum
yfir margan erfiðan hjallann á
lífsleiðinni. Auk þes nýtur hann
trausts manna fyrir það hve mik
ils hann metur loforð sín. Vil-
hjálmur hefur sjálfur sagt það,
að hann hafi alltaf reynt að
standa við loforð sín þótt erfitt
hafi verið framundan, Hann seg-
ist oft hafa flotið á því, þegar
honum 7 . á, að menn vissu að
hann reyndi ætíð að standa við
gefin heit, og þetta er reynsla
allra þeirra ,er viðskipti hafa haft
við hann. Þetta er ómetanlegur
eiginleiki hjá hverj.im manni, og
þeim, sem temja sér þetta verð-
ur alltaf eitthvað til liðs.
Vilhjálmur á Heiði er maður,
sem hefur ákveðnar skoðanir á
hlutunum, og lætur þær í ljós ó-
hikað, hver sem í hlut á. Hann
kemur beint framan að mönnum
og er laus við allt baktjaldamakk
og undirferli. Fyrir hreinlyndi
sitt, glaðværð og gestrisni er
hann vinsæll af sveitungum sín-
um og öllum, sem hafa af honum
nokkur kynni.
Vilhjálmur er gæfumaður og
getur með góðri samvizku litið
yfir farinn veg. Hann á góða konu
og mörg efnileg börn, tengdabörn
og barnabörn, og hann nýtur vin-
áttu samferðamanna sinna. Þau
hjónin hafa kynnzt fátækt og erf-
iðleikum, en þau hafa eflaust att
ótalmargra sólskinsdaga saman,
og séð erfiðleikana hvern af öðr-
um breytast í sameiginlega sigra.
Vinir þeirra og velunnarar
þaklca þeim góð kynni á liðnum
árum um leið og þeir óska Vil-
hjálmi allra heilla og blessunar
í tilefni afmælisins.
Sveitungi.
+ KVIKMYNDIR *
Blóðuga eyðimörkin
ÞETTA er ítölsk mynd, er fjall-
ar um bardagana við E1 Alamein
árið 1942. Montgomery hefur
með hersveitum sínum brotizt
gegnum víglínur Þjóðverja og
ítala og sækir fram til Lýbíu.
En í bækistöðvum ítala að baki
víglínunni, halda nokkrir eftir-
lifandi ítalir úr „Folgore-her-
deildinni" enn stöðu sinni og
reyna að vinna óvininum sem
mest tjón. — Um þessa von-
lausu en hetjulegu baráttu ftala
snýst öll myndin. Þar er eng-
inn söguþráður, en allt sýnt þar
með því meira raunsæi, svo að
áhorfandanum finnst nærri því,
að hann hafi verið þarna vitni
að raunverulegum atburði. —
Hildarleikurinn er hræðilegur,
þjáningar mannanna ógurlegar,
ekki aðeins af völdum vígvél-
anna, sem limlesta menn og
tæta í sundur, heldur einnig af
völdum náttúrunnar, þvi að svo
langt sem augað eygir er ekki
annað að sjá en endalausa sand-
auðnina, og þegar stormar geisa
fyllist allt af sandi, öll vit
manna, fátnaður og vistarverur
og þar við bætist óslökkvandi
þorsti og hungur, sem lítil eða
engin tök eru á að bæta úr. —
Og hjá áhorfandanum vaknar sú
mikla spurning, sem svo oft hef-
ur verið borin fram: Hvenær
rennur upp sú hamingjustund,
er mannkynið leggur frá sér
drápsvopnin og gengur fram til
fegurra lífs í kærleika og bróð-
urhug?
Myndin er vel gerð og stór-
brotin, á sína vísu, en óhugnan-
leg. — EGO.
GAMLA BÍÓ:
Dýr sléttunnax
ÞETTA er ein af hinum frægtt
og snilldarlegu dýralífsmyndum
Walt Disney’s, tekin í litum.
Hefur Disney fengið, hvorki
meira né minna, en átta sinnum
Oscar-verðlaunin fyr'r þessar
dýramyndir sínar og auk þess
fjölda verðlauna annars staðar
frá. f mynd þeirri, sem hér ræð-
ir um er sýnt dýralíf á sléttun-
um miklu í Norður-Ameriku,
sem nær yfir landflæmi frá
Mississippi-fljóti vestur " til
Klettafjalla og frá Kanada og
suður að Mexíkóflóa. — Hér var
í öndverðu mikið og fjölskrúðugt
dýralíf, en eftir að mennirnir,
fyrst Indíánar og síðar hvítir
menn, komu þarna við sögu hófst
mikil eyðing dýralífsins. Eru
sumar dýrategundir útdauðar
með öllu og af ýmsum öðrum að-
eins fáir einstaklingar eftir, er
hafast nú við á friðlýstum svæð-
um.
Myndatökutæknin er nú kom-
in á það stig, að hægt er að ná
myndum af dýrum eins og þær
væru teknar rétt hjá þeim, enda
þótt myndatökumaðurinn sé í
raun og veru í töluverðri fjar-
lægð. Með þessu móti fáum við
að sjá dýrin eins og þau eru 1
sínu rétta eðli, í leik og lífsbar-
áttu, sem er bæði hörð og vægð-
arlaus. Alls staðar leynast hætt-
urnar, en þeim, sem minnimátt-
ar er, hefur náttúran af alvizku
sinni, séð fyrir einhverjum hent
ugum vopnum, eða yfirburðum
gegn þeim sem stærri er og
sterkari, svo að furðulegs jafn-
ræðis gætir oft þegar til átaka
kemur.
Mynd þessi er stórfróðleg og
bráðskemmtileg, jafnt fyrir full
orðna sem börn. Ættu sem flest-
ir að sjá hana. — EGO.
Ferðafélagið UTSYN
Sumarstarfsemi félagsins er hafin. Fjölbreyttar utanlandsferðir í sumarleyfinu fyrir lægsta fáan-
legt verð. Skrifstofa félagsins í Nýja Bíó Lækjargötu 2 e»r opin kl. 5—7 síðdegis.
Tryggið yður sæti í vinsælustu hópferðum til útlanda, áður en það verður of seint.
Ferðafélagið ÚTSÝN
Nýja Bíó. — Sími 23510.
7. heimsmét æsku og stúdenta
Vínarborg 26. júlí
4. ágúst
☆
Um 17.000 manns frá 130 löndum munu taka
þátt í mótinu.
Einstætt tækifæri til að kynnast ungu fólki
frá öllum löndum heims.
Hver hópur sýnir sumt liið sérstæðasta úr
menningu þjóðar sinnar (dansar, tónlist, leik-
sýningar o.fl.)
Fundir ungs fólks úr sömu starfsstétt og
með sömu áhugamál.
Samkeppni ungs listafólks í yfir 20 listgrein-
um, píanóleik, ballett, einsöng o.fl.
Sérstök stúdentadagskrá.
Sérstök dagskrá fyrir ungar stúlkur, tízku-
sýningar o.fl.
Geysimíklir íþróttaleikar, þar sem vmsir
frægustu íþróttainanna heimsins munu keppa.
☆
☆
Islendingar mega senda 80 manns til mótsins.
Farið verður með Gullfossi 18. júií til Kaup-
mannahafnar. Þaðan yfir Þýzkaland og Tékkó-
slóvakíu til Vínar.
Þátttökugjald er kr. 7,500,— miðað við að
farið sé með Gullfossi báðar leiðir
Skrifstofa undirbúningsnefndarinnar er að
Bröttugötu 3A, (upp af Aðalstræti hjá
Verzlun Silla & Valda), sími 1-55-86.
Umsækjendur gefi sig fram þar eða sendi um-
sóknir sínar í pósthólf 238.
Njótið sumarteyfisins
i Vinarborg
íslenzka Undirbúningsneíndin