Morgunblaðið - 12.05.1959, Blaðsíða 24
RœÖa Ólafs Thors
Sjá bls. 13
Maðurirm sat i stofu meðan
hans var leitað dauðaleit
Bjarni. Sigurður Ó. Friðjón. Sigurður B.
Ú tvarpsumræðurnar
AKKANESX, 11. apríl. — Kl. 4
s.d. á laugardaginn, var lögregl-
unni hér gert aðvart um að mað-
ur frá Reykjavík hefði týnzt í
Akrafjalli á laugardagsmorgun-
inn. Fór lögreglan þegar á stúf-
ana og lét það jafnframt verða
sitt fyrsta verk, að hringja á bæ-
ina allt í kringum fjallið. Svarið
var á eina lund, að enginn hafði
séð til þessa manns. Voru þessu
næst skipulagðir leitarflokkar.
Kl. 6 s.d. lögðu af stað héðan úr
bænum 15 menn úr hjálparsveit
skáta og kl. 9 um kvöldið 12 sjálf-
boðaliðar á öllum aldri, undir for
ustu lögreglunnar. Margir leitar-
mannanna komu heim aftur um
miðnættið, en þeir síðustu um
kl. 3 um nóttina. Allir önduðu
þó léttar er það spurðist, að
maðurinri væri heill á húfi í
Reykjavík, meðan um 27 manns
leituðu hans dauðaleit « fjall-
Svo er mál með vexti, að fjór-
ir menn frá Reykjavík voru á
ferð á laugardagsmorguninn.
Vormorguninn heillaði þessa
brattgengu ferðamenn og þeir
réðust til uppgöngu á Akrafjall.
Kannske svartsbakseggin hafi
Gott veður um
land allt
ÞAÐ virðist nú nokkurn veginn
öruggt, að vorið hafi haldið inn-
reið sína, því um land allt er nú
hið bezta veður. Það liggur við
að fyrsta „hitabylgjan“ hafi skoll
ið yfir Norðurland, því þar eru
nú hitar og stillur dag eftir dag.
A Akureyri t. d. var síðdegis í
gær 18 stiga hiti, þegar hér í
Reykjavík var 13 stiga hiti, og
jafnhlýtt norður á Grímsstöðum
á Fjöllum.
líka freistað þeirra. Þeir ákváðu
stundina er þeir skyldu aftur
hittast við bílinn. Þegar sú stund
kom, vantaði einn í hópinn. Hann
mun hafa komið seinna, en þá
höfðu ferðafélagar hans fært bíl-
inn lítið eitt til. Mun hann hafa
haldið að ferðafélagarnir hafi
farið á undan sér. Náði hann í
bíl og ók til Reykjavíkur, eins
og félagar hans, sem svo báðu
lögregluna hér, um að hefja
dauðaleitina.
Hér furða menn sig á barna-
skap þessara ferðalanga, sem
allir munu þó hafa verið menn
milli tvítugs og þrítugs.
— Oddur
í kvötd
SÍÐARI huti edhúsdagsumræðn-
anna fer fram á Aþingi í kvöld
og hefst útvarp frá þeim kl.
20,10. —
taka þátt í umræðunum þeir
Bjarni Benediktsson, Sigurður Ó.
Ólafsson, Friðjón Þórðarson og
Sigurður Bjarnason.
Þrjár ræðuumferðir verða;
tvær 20 mínútna umferðir og ein
15 mínútna.
Röð flokkanna verður þannig,
að fyrstur er Framsóknarflokkur
og síðan Sjálfstæðisflokkur, AI-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag.
Af hálfu Framsóknarflokksins
taka þátt í umræðunum í kvöld
Karl Kristjánsson, Bernharð Stef
ánsson og Eysteinn Jónsson; af
hálfu Alþýðuflokksins Friðjón
Skarphéðinsson, Eggert G. Þor-
steinsson og Gylfi Þ. Gíslason og
af hálfu Alþýðubandalagsins
Hannibal Valdimarsson og Lúð-
vík Jósefsson.
Vinningar
ínu.
Tilraunir með skjólbelta
rœkt gerðar á Hvanneyri
Birkiplönturnar reyndusf harðgerðasfar
ÁRIN 1957 og 1958 var gróður-
sett 280 m langt skjólbelti úr
Merki Slysavarnafélagsins, sagði
hnátan og gekk að manninum,
því að hún sá að hann var ekki
með merki í barminum. Síðan
voru kaupin gerð. En litla stúlk-
an var meðal fjölda hvítklæddra
barna, sem merki seldu í gær hér
á götum Reykjavíkur og virtist
sem merkjasalan gengi mjög vel.
trjám á Hvanneyri. Framkvæmd-
irnar voru styrktar af Skógrækt
Ríkisins, Einar Sæmundsen
skipulagði beltið og sá um fram-
kvæmdir.
í öllu beltinu er tvöföld trjá-
röð. Yztu raðirnar báðum megin
eru úr viði (þingvíði, viðju og
gulviði) Næst yztu raðirnar eru
úr birki. Xvær innstu raðirnar
eru úr greni (sitkagreni og bast-
arði milli hvitgrenis og rauð-
grenis). Alls voru gróðursettar
í beltinu 1873 plöntur. Af plönt-
um, sem voru gróðursettar 1957,
voru lifandi haustið 1958, 83,3%
af víðiplöntunum, 89,3% af gren-
inu og 61,0% af birkinu.
1629 toníi af fiski
NESKAUPSTAÐ, 11. maí. — Frá
áramótum hefur Gerpir, togari
Norðfirðinga, lagt hér upp til
vinnslu 1629 tonn af fiski. Á
laugardaginn fór togarinn til
veiða á Nýfundnalandsmið.
— Fréttaritari.
Ferðadeild
Heimdallar
EFNX verður til ferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna og
gengið á Snæfellsjökul. Lagt verður af stað á laugardag
kl. 2 e. h. og komið til baka á mánudagskvöld. Væntanlegir
þátttakendur hafi samband við skrifstofu félagsins í Valhöll
við Suðurgötu, sími 17102. Farseðlar óskast sóttir ekki síðar
en á fimmtudag.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um fólk, sem verður fjarverandi á kjör-
dag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12757 og 13 56 0.
Vestfirðingar
EIN S og kunnugt er hófst á sumardaginn fyrsta sala á miðum
í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, og hafa umboðsmenn nú
verið fengnir um land allt.
Umboðsmenn happdrættisins á Vestfjörðum eru;
Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum, Reykhólasveit,
Aðalsteinn P. Ólafsson, Patreksfirði,
Hannes S. Friðriksson, Bíldudal,
Magnús Amlín, Þingeyri,
Sturla Ebenezersson, Flateyri,
Óskar Kristjánsson, Suðureyri,
Guðmundur Jónsson, Bolungarvík,
Guðfinnur Magnússon, ísafirði,
Friðjón Sigurðsson, Hólmavík.
Vinningar eru 20, og verð hvers miða er 50 krónur.
Vestfirðingar, látið ekki happ úr hendi sleppa.
Hafið samband við umboðsmenn happdrættisins og tryggið
ykkur miða sem fyrst.
í Háskóla-
happdrættinu
í GÆR var dregið í 5. flokki
Happdrættis Háskóla íslands, en
í honum eru vinnirigar 896 að
tölu og vinningsupphæðin sam-
tals kr. 1,155,000.—. Hæsti vinn-
ingurinn er 100,000 krónur og
kom hann á heilmiða 41117, sem
er í umboðinu í Vestmannaeyj-
um. Næst hæsti vinningurinn
50,000 krónur kom einnig á heil-
miða í öðru útgerðarplássi, Ólafs
vík og er miðinn nr. 31952.
Sjö 10,000 króna vinningar
komu á þessa miða: 411 — 6313
12671 — 2062.0 — 24780 — 33350
og 40468.
Tíu 5000 króna vinningar komu
á þessa miða: 8837 — 12113 —
15967 — 23611 — 24932 - 3301
43470 — 45070 — 45360 — 49100.
Hlýnandi veður -
gróðurnál í útliaga
ÞÚFUM, N.-ís., 7. maí. — í dag
og í gær hefir hlýnað hér í veðri.
Er nú almennt búið' að sleppa
geldfé, og sums staðar hefir ám
einnig verið sleppt. Ávinnsla á
túnum er að byrja, og gróður-
nál er farin að sjást í úthaga víð-
ast hvar.
Hrefnuveiðar eru byrjaðar í
Djúpinu. Eru þær stundaðar af
einum bát frá ísafirði, og hefir
hann þegar veitt nokkrar hrefn-
ur. — P.P.
Leyfi til báta
NESKAUPSTAÐ, 11. maí. —
Hólmanes frá Eskifirði, hefur nú
tekið upp netin, en það aflaði
alls 457 tonn af slægðum fiski
með haus. Er báturinn nú farinn
í útilegu og mun hafa útivist þar
til um hvítasunnuna. Hraðfrysti-
húsið sem á þennan bát, en hann
er norskbyggður, hefur nú feng-
ið leyfi til kaupa á öðrum báti,
samskonar og einnig hefur Aðal-
steinn Jónsson fengið leyfi til
kaupa á slíkum báti. Eru þeir
báðir væntanlegir í desember
n.k. — Fréttaritari.
Innbrot á
Tveir piltar játa á
AKUREYRI, 11. maí — Hinn 8.
þ. m., þ. e. a. s. síðastliðinn föstu-
dag, var brotizt inn í Hressingar-
skálann við Strandgötu hér í bæn
um og þaðan stolið sælgæti og
vindlingum og öllu umturnað þar
inni. Nokkru áður hafði einnig
verið brotizt þar inn í svipuðum
erindagerðum.
Atburðurinn þan.i 8. skeði að
nóttu til, er komið var fram und-
ir morgun, og sást til ferða
tveggja pilta frá húsinu. Báru
menn kennsl á þá, enda vitað að
þeir voru undir áhrifum áfengis
fyrr um nóttina. Daginn eftir voru
piltarnir handteknir og leiddir
fyrir rétt. Viðurkenndu þeir brot
sitt og eins það að hafa brotizt
þarna inn í fyrra skiptið.
Við réttarrannsókn kom svo i
ljós að annar þessara pilta hafði
fyrr brotizt inn í Efnagerðina
Flóru og Gosdrykkjagerð Akur-
eyrar og haft þaðan á brott með
sér peninga og sælgæti. Hinn
piltanna viðurkenndi að hafa áð-
Akureyri
sig nokkur Jbeirra
ur brotizt inn í greiðasöluna Mat
og kaffi við Hafnarstræti og haft
á brott með sér bæði peninga og
sælgæti. Þá kom einnig fram við
fyrrgreinda réttarrannsókn, að
eftir síðastliðin áramót voru báð-
ir þessir piltar staddir á Siglu-
firði, og höfðu brotizt þar inn á
þremur stöðum. Hins vegar mun
þar hafa verið um smávægilegan
stuld að ræða. Þá leiddi réttar-
rannsóknin í ljós, að annar pilt-
anna hafði stolið 5000 krónum í
heimavist Menntaskólans á Akur-
eyri.
Báðir þessir piltar lesa utan-
skóla undir próf við Menntaskól-
ann, annar undir stúdentspróf en
hinn undir próf upp úr 5. bekk.
Hvorugur piltanna er búsettur í
skólanum.
Mikil brögð hafa verið að inn-
brotum síðari hluta vetrar hér og
hafa verið kærð a. m. k. 17 slík
á þessum tímabili. Flest eru þau
nú upplýst. Mál hinna tveggja
pilta er enn í rannsókn. Báðir eru
þeir 21 árs að aldri. — vig.