Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 13

Morgunblaðið - 12.05.1959, Side 13
Þriðjudagur 12. maí 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Undir forystu Sjálfstœðismanna munu íslendingar hefja nýja og öfluga sókn út á við og inn á við lllur var viðskilnaður vinstri stjórnar- innar við efnahagsmálin, en þó lék hún sóma landsins enn verr t'ldhúsdagsrœða Ólafs Thors á Alþingi í gœrkvöldi i. ÉG MUN að þessu sinni láta nægja að vísa til hinna mörgu, merku og margþættu tillagna, sem síðasti landsfundur Sjálf- stæðismanna samþykkti eins og þær liggja fyrir og hafa birzt almenningi í blöðum og í út- varpi. Þær sýna kosningastefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins og mun ég og aðrir ræða þær ýtarlega á næstunni í blöðum, útvarpi og á mannfundum. Eldhúsdagurinn er líka svo sem flestir vita fyrst og fremst dagur reikningsskila við vald- hafana. ★ Þegar núverandi hæstv. ríkis- stjórn var mynduð í desember- mánuði síðastliðnum, gaf hún okkur Sjálfstæðismönnum þrjú fyrirheit: 1) Að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir vissum aðgerðum, sem sérfræðingar í efnahags- málum töldu að megnuðu að stöðva verðbólguskriðuna, þar til auðið yrði að freista þess að sameina þjóðina um varanlegri lausn þeirra miklu vandamála. 2) Að Alþýðuflokkurinn myndi flytja með Sjálfstæðisflokkn um frv. um breytingu á kjördæmaskipaninni, í höf- uðefnum eins og það frv., sem nú hefir verið samþykkt 3) Að hvernig svo sem því frv. reiddi af, skyldi þing rofið og nýjar kosningar fram fara snemma á þessu sumri. Gegn þessu hét Sjálfstæðis- flokkurinn því að freista til hins ýtrasta að afgreiða greiðsluhalla- laus fjárlög með Alþýðuflokkn- una og að verja hæstv. ríkis- stjórn vantrausti, þar til búið væri að afgreiða fjárlög og útséð um örlög kjördæmabreytingar- innar. Hæstv. ríkisstjórn hefir staðið algjörlega vísvitandi, svo sem gert hefir verið undanfarin ár. Hefir það athæfi átt að heita bú- hyggindi, en verið undirrót sið- spillandi óhófseyðslu og einræð- is ríkisstjórnar og einkum fjár- málaráðherra yfir milljónatug- um. Eru það víti til varnaðar og verður Alþingi hér eftir raun- verulega að afgreiða fjárlögin, en ekki sitja krunkandi mánuðum saman yfir smámunum og láta svo allt enda í sem næst ein- ræði fjármálaráðherra bak við Alþingi. II. Læt ég svo útrætt um núver- andi ríkisstjórn, enda aðrir, sem dóms bíða. Hinn mikli sökudólg- ur er fyrrv. ríkisstjórn og allir þeir, sem ábyrgð bera á henni, að meðtöldum núverandi ráð- herrum. Ákæruskjal mitt á hendur þeim er þrentað í Mbl. 13. marz sl. Það tók mig 2Vz klst. að flytja það á landsfundi Sjálfstæðis- manna og var þó aðeins stiklað á því stærsta. Það mun nú og birtast í landsfundarskýrslunni. ■Til þess vísa ég. En hér verð ég fáorður, enda naumur tími til umráða fyrir mig, m. a. vegna þess að við Sjálfstæðismenn vilj- um, að raddir sem flestra Sjálf- stæðismanna heyrist í þessum umræðum. ★ Hermanni Jónassyni tókst að sýna tvennt í ræðu sinni hér í kvöld: 1. Að hann er furðu gleyminn, eða alveg úti á þekju í þjóðmál- um. 2. Að hann er óvenju spaugi- legur stjórnmálamifiður. Eftir að hafa deilt hart, og auð- vitað án raka, á okkur Sjálfstæð- ismenn, hugðist hann ganga frá mér sjálfum alveg dauðum með því að skýra frá því, að ég hefði í ræðu mælt á þá leið, að við Sjálfstæðismenn myndum berjast fyrir okkur sjálfa, fyrir flokk okk við öll þessi fyrirheit. Við telj- ar °S fyrir Þjfðma. um því ástæðulaust að deila á hana. Við Sjálfstæðismenn höfum einnig að okkar leyti efnt sam- komulagið og ber því ekki leng- ur skylda til að verja stjórnina vantrausti. Við munum þó gera það vegna þess að við erum and- vígir stjórnarskiptum fyrir kosn- ingar. Eftir kosningar munum við taka það mál til nýrrar at- hugunar. ★ Rétt þykir mér að geta þess, að fjárlögin, sem Alþingi hefir nú samþykkt, eru þau hæstu, sem fram að þessu hafa þekkzt hér á landi. Er það í áframhaldi af stefnu undanfarinna ára undir forystu Eysteins Jónssonar. Hærri og hærri fjárlög. Dýpra og dýpra í buddu skattþegnanna. Fleiri og fleiri milljónatugi í heimildarlausar umframeyðsl- ur. Þetta virðist hafa verið leið- arljós fjármálastjórnarinnar upp á síðkastið. Ég er ekki allsendis ánægður með þessi fjárlög. Vegna við- skilnaðar fyrrv. stjórnar við sjóði ríkisins annars vegar, en hins vegar viðleitni núverandi valdhafa til að forðast nýjar álögur, hefir tekjuáætlun fjárlag- anna ef til vill verið teygð full hátt. Er það varhugavert, en þó miklu skárra en að falsa hana Karl Guðjónsson beindi einnig kaldyrðum til okkar Sjálfstæðis- manna út af þessu máli. Honum og flokksbræðrum hans er hent- ast að hafa hægt um sig, því margir af þeim örðugleikum, sem við nú stríðum við, stafa einmitt af því, að þeir mátu ekkert minna að kveikja ófriðarbálið, en að leysa landhelgismálið. Alveg af sömu hvötum spruttu „Nú verður að brjóta blað I hann er stoltur af þessari þjóðar- í íslenzkum stjórnmálum. Ef skömm. ekki verður gripið fast í taumana, myndast algjört öngþveiti í efnahags- og fjár- málalífi þjóðarinnar". Aðalblað bandalagsins ságði: „Niðurgreiðslurnar eru eng- in framtíðarlausn, heldur hættuleg svikaleið. Gegn þessum voða þarf þjóðin að rísa áður en það er of seint“. Var nú einskis látið ófreistað til þess að takast mætti að „brjóta í blað“ og ekki skirrzt við að hagnýta veilur úreltrar og ranglátrar kjördæmaskipun- ar né heldur að rjúfa orð og eiða í þessu skyni, sbr. Hræðslu- bandalagið og samstarfið við kommúnistana. ★ Hinn 24. júlí 1956 myndaði hinn áðurnefndi víðkunni mað- Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi ummæli mín lýstu vel inn ræti mínu og flokksins sagði Her- mann. Ég skal nú fræða Hermann Jón- asson á því, að Einar þveræingur notaði sömu uppbyggingu í frægri ræðu sinni, en þó kann ég skil á öðrum manni, sem Hermann Jón- asson metur enn meir en Einar þveræing, en hánn heitir líka Her mann Jónasson. Þegar Hermann Jónasson var forsætisráðherra, stóð hann hér frammi fyrir þing- heimi og hrópaði hástöfum: Heill forseta vorum og fósturjörð. Nu vita að sönnu allir, að Hermann Jónasson metur vel og elskar for- seta íslands. Þó þykir víst, að þessi mikli fósturlandsvinur elsai ættjörðina enn meir. Hermanni Jónassyni hefur því orðið sama skyssan á ðg Einari þveræing og mér að nefna síðast það sem hann metur mest. — Ef það er skyssa. Fjarstæðukenndust var árás Hermanns Jónassonar á okkur Sjálfstæðismenn út af landhelgis- málinu. Allir vita þó, að það er- um við Sjálfstæðismenn, sem frá öndverðu höfum haft alla forustu á hendi i þessu mikla máli. Hinir fyrstu og stærstu sigrar unnust fyrir okkar atbeina og síðan höf- um við alltaf fylgt málinu fram af ráðum og dáð. Myndi og betur komið en raun ber vitni um, ef okkar ráðum hefði verið fylgt. árásirnar á Bjarna Benediktsson út af stjórn hans á varnarmál- unum. Allir vita, að hann hefur í þeim efnum borið langt af öðr- um, sem um þau mál hafa fjall- að, að þeim annars ólöstuðum,- Á þetta sama við um alla utanríkis- málastjórn hans, því það var ein- mitt honum, sem tókst með ein- urð og festu, að skapa virðingu fyrir íslenzkum stjórnarvöldum út á við, en halda jafnframt fullu vinfengi annarra þjóða. Hermann Jónasson sagði, að það hefði verið regla hjá okkur Sjálfstæðismönnum, að lofa miklu og vanefna allt. Öðrum fórst, en honum ekki. Ég vil nú upp á gamlan kunn- ingsskap taka Hermann Jónasson á hné mér og bæta upp á minnis- leysi hans og gleymsku: í marzmánuði 1956 mælti þjóð- kunnur maður þessi víðfrægu orð: „Haldið hefir verið lengra og lengra inn í eyðimörk fjár- hagslegs ósjálfstæðis“. Man Hermann Jónasson hver þetta var? Skömmu áður hafði hann og aðrir áhyggjufullir og einkum þó hræddir föðurlandsvinir myndað með sér fóstbræðralag, sem nefnt var Hræðslubanda- lagið. I stefnuyfirlýsingu þess sagði m. a.: ur ríkisstjórn og tilkynnti þjóð- inni, að — „Stjórnin hefði verið stofnuð til samstarfs á grundvelli nýrrar stefnu“. Hét hann síðan að aflétta sköttum og hætta niðurgreiðsl- um og uppbótum, greiða skuldir og lægja verðbólguna. Jafn- framt skyldi af þjóðinni þvegin óþrif erlends varnarliðs í land- inu. Hefst nú löng saga vanefnda, niðurlægingar og vonbrigða. Er hún öllum kunn. Menn vita, að niðurgreiðslur og uppbætur fóru síhækkandi. Sköttum var ekki aflétt, heldur álagðir 1090 millj. kr. nýir árlegir skattar, auk stóreignaskatts, er nemur um 130 millj. kr. Verðbólgan hjaðn- aði ekki, heldur óx hún um 24%%. Erlendar skuldir lækk- uðu ekki, heldur hækkuðu um 436 millj. kr. Og allt þetta skeði í augsýn hersins, því hann fór ekki, heldur sat sem fastast eins og ormur á því erlenda gulli, sem hingað streymdi í beinu sambandi við áframhaldandi dvalarheimili hans á íslandi. Sveið mörgum góðum íslend- ingi sárast, að betlilánin voru órjúfanlega tengd rétti vinaþjóð- ar til að verja ættjörð okkar, ef nauður rekur til. Lá heiður ís- lands eftir á þeim blóðvelli. Her- mann Jónasson sannaði áðan, að Rek ég þetta ekki frekar að sinni. Sögulokin þekkja menn. Hermann Jónasson féll í glím- unni við verðbólguna. Hann - taldi óþarft að ræða málið við Alþingi íslendinga. Hann gafst upp. Hann lét nægja að tilkynna Alþingi hinn 4. des. síðastl., að hann hefði beðizt lausnar, vegna þess að: „Ný verðbólgualda væri skollin yfir“ — og að innan stjórnar hans væri „engin samstaða", heldur hver höndin upp á móti annarri. Dánarvottorð líflæknis ríkis- stjórnarinnar hljóðaði þannig: „Þjóðin er að ganga fram af brúninni". Það var undirritað af sérfræð- ingi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmólum, Jónasi Haralz, ráðu- neytisstjóra. Eftir dauðann iðraðist Her- mann Jónasson og bað um þjóð- stjórn, þ. e. a. s. að fá flokkinn, sem hann hafði talið allra meina bót að gera með öllu áhrifalaus- an, til þess að leggja á ráðin og bjarga þjóðarskútunni úr strand- inu. Önnur bjargráð kom hann ekki auga á. Það var kannski von. ★ Svona stóðu sakir, þegar flokksþing Framsóknarflokksins kom saman unv miðjan marz síðastl. Foringinn sagði hátt til lofts og vítt til veggja, en hjörð- in kenndi andþrengsla. Menn minntust nú þess, að í upphafi vinstra tilhugalífsins var það æðsta markmiðið að hrekja stærsta flokk þjóðarinn- ar út í yztu myrkur stjórnmála- legs áhrifaleysis, eins og Her- mann Jónasson hældist um af. Nú skyldi gera góða veizlu. Völd, bein og bitlingar. Allt var ein gleðivíma í vistarverum vinstrisinna. Heitust var þó ást ráðherranna til stólanna. Þeir hétu hver öðrum 20 ára samstaríi og samlífi í einingu og ást. ★ En snögglega dró fyrir sólu og fyrr en varði hrönnuðust skýja- bólstrarnir um allan himin gleð- innar. Þjóðin hafði tekið í taumana. Við bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar í janúar 1958 var því yfirlýst af öllum, að þær snerust fyrst og fremst um traust eða vantraust á stjórn Hermanns Jónassonar. Þrir flokkar stóðu gegn einum. Þessi eini fékk þó traust meiri hluta þeirra 80% kjósenda, er til var leitað, og þar af í sjálfum höfuðstaðnum hvorki meira né minna en 57% greiddra atkvæða. Þá fór að fara um vinstri mennina. Þeir urðu hræddir. Fyrst hver við annan, en síðan hver við og um sjálfan sig. Allir hugsuðu um að koma sjálfum sér undan, forða sér áður en skipið sykki. Eins og fyrr getur komst sá síðasti í land 4. des. sl. Þá hófst innbyrðis orrustan.. Ekki aðeins var nú ástin kuln- uð, heldur hafði og heiftareldur- inn brennt hof Hræðslubandalags ins til ösku. í stónni lá tuttugu ára valdadraumurinn. Framsókn rambaði á stokknum og tautaði: Þeim skal ég verst, sem ég unni mest, og beindi flestum eiturörv- um sínum að Alþýðuflokknum. Sannarlega máttu foringjar Al- þýðuflokksins segja: „Önnur var æfin, er Gaukur bjó á Stöng“. Blíðara var atlætið meðan Her- mann og Eysteinn sátu í stjórn- arráðinu og héldu sig hafa lífs- tíðar ábúð á Steinastöðum krat- anna. Annað var á sömu bók lært. Ekkert varð úr 20 ára útlegð Sjálfstæðismanna. Sumir segja Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.