Morgunblaðið - 10.07.1959, Qupperneq 1
20 SÍðUK
x
Frú Bodil Begtrup, sem áður var sendiherra Dana á Islandi, hefur nýlega verið skipuð sendiherra
í Svisslandi. Var þessi mynd tekin er hún hafði afhent forseta landsins embættisskilríki sín og
kannaði heiðursvörð svissneskra hermanna fyrir framan forsetabústaðinn. — Danska blaðið In-
formation birti mynd þessa og sagði að það væri mjög óviðkunnanlegt hjá frúnni að horfa frem-
ur á Ijósmyndarann en heiðursvörðinn. En svona eru konurnar; þær þekkja lítt til hermála.
Þjóðarsorg í Danmörku
*
Skipið Turisten haföi Jbrefalt fleiri
farþega um borð en skipaeftirlitið
hafði leyft
Ollenhauer sviptur
flokksforustu
vestur-þýzkra Jafnaðarmanna
Kaupmannahöfn, 9. júlí.
(Reuter)
ÞAÐ hefur nú runnið upp
fyrir mönnum í Danmörku, að
sjóslysið við Haderslev á S-
Jótlandi hefur verið miklu
alvarlegra en menn héldu í
fyrstunni. í fyrstu var álitið,
að 20 manns hefðu farizt, þeg-
ar skemmtiferðaskipið ,,Tur-
isten“ brann og sökk, en nú
hefur komið í ljós, að skipið
hefur verið yfirfullt af far-
þegum og hafa froskmenn,
sem kafa niður að hrakinu á
hafsbotni, þegar fundið 53 lík
og er húizt við að öll sagan sé
enn ekki sögð, því að fleiri lík
muni leynast í flakinu.
Slysið er þar með eltt
stærsta sjóslys í sögu Dan-
merkur og má segja að
skammt sé stórra högga milli
meðal Dana í þessu efni, því
að í vetur fórst danska far-
þegaskipið Hans Hedtoft við
suðurodda Grænlands með 95
manns.
Fregnirnar af slysinu við
Haderslev hafa vakið al-
menna þjóðarsorg og blakti
danski fáninn við hálfa stöng
um gervalla Danmörku í til-
efni þessa.
Skemmtiferðaskipið „Turisten“
hefur verið í ferðum um Haders-
lev-fjörð, sem er mjór angi inn
úr Liltabelti sunnanverðu. Þegar
slysið gerðist var skipið nýlega
lagt frá bryggju í Haderslev og
stefndi inn í fjarðarbotninn, til
veitingahúss, sem þar stendur.
Það setur einkar hryggilegan
svip á þetta slys, að það hefur
orðið svo mikið fyrir alvarlega
vanrækslu. Áður fyrr hafði skipið
leyti til að taka 75 farþega um
borð, en í vor ákvað skipaeftir-
litið að lækka heimilaða farþega-
tölu niður í 35, auk tveggja
manna áhafnar vegna þess að um
borð í skipinu voru aðeins bjarg-
hringir fyrir 37 manns. — Nú
hefur komið í ljós, að næstum
þreföld heimiluð farþegatala var
með skipinu að þessu sinni, eða
yfir 100 manns.
Fjöldi lögregluforingja og sér-
fræðinga í lögreglurannsóknum
hefur komið til Haderslev frá
Kaupmannahöfn og öðrum hlut-
um Danmerkur. Einn lögreglu-
foringinn A. Jannerup að nafni
skýrir blaðamönnum frá því að
Framhald á bls. 2.
Bonn, 9. júlí.
(Samkvœmt frásögn Politiken)
OLLENHAUER, formanni
þýzka Jafnaðarmannaflokks-
ins, hefur verið vikið til hlið-
ar sem foringja flokksins. —
Hann mun áfram halda for-
mennskusætinu, en hann
neyddist til þess í gær að gefa
út yfirlýsingu um það, að
hann myndi ekki verða for-
ystumaður flokksins í næstu
þingkosningum og ekki taka
við embætti forsætisráð-
herra, þótt flokkur hans ynni
kosningasigur.
Síðustu þrjá daga hefur æðsta
flokksráð Jafnaðarmanna setið á
fundi í fundarstofum þinghúss-
ins í Bonn. Segja fréttamenn, að
Ollenhauer hafi verið mjög nið-
urdreginn og eins og sleginn mað-
ur, þegar hann kom út af síðasta
fundinum. Ekki hefur verið skýrt
frá því, hvað gerðist á fundinum,
en líklegt þykir, að allir aðrir
meðlimir ráðsins hafi skorað á
hann að láta af flokksforustu,
þótt hann fengi áfram að halda
formlega formannsstöðu flokks-
ins.
Það er vitað, að Ollenhauer
sagði af sér flokksforustunni í
klukkustundarlangri ræðu og
kvaðst hann ekki myndi taka
þátt í ríkisstjórn Jafnaðarmanna,
þótt þeir ynnu kosningasigur,
hvorki sem’ forsætisráðherra, né í
meðferð annarra mála.
Það mun hafa verið sárt fyr-
ir flokksráðsmenn, að lýsa van-
trausti á Ollenhauer, því að al-
mennt er vitað að honum var
þvert um geð að fara frá. En
flokksmenn töldu annað útilokað,
einfaldlega vegna þess að undir
forustu hans hafa Jafnaðarmeny
tapað tvennum kosningum. Eftii
það er talið fráleitt að hann geti
áunnið flokknum sigur í þriðju
kosningunum.
í stað þess að veita flokknum
persónulega forustu í væntanleg-
um kosningum hefur Ollenhauer
nú verið skipaður í nýja sjö-
manna nefnd, sem á að endur-
skipuleggja flokksstarfið. í þess-
Erich Ollenhauer
ari nefnd eiga sæti auk hans þeir
August Zinn forsætisráðherra í
Hessen-héraði, Max Brauer borg
arstjóri í Hamborg, Willy Brandt
borgarstjóri í Berlín, Carlo
'Schmid varaforseti sambands-
þingsins, Fritz Erler, formaður
■þingflokksins og Heinrrich Deist
efnahagsmálaséfræðingur flokks
ins.
Ekkert hefur enn verið ákveð-
ið um hver skuli taka við stjórn-
málalegri forustu flokksins og
•því tav@ við embætti forsætis-
Framhald á bls. 2.
„Simækkuðu" bilarnir að koma fram i Ameriku
Þetta eru fyrstu teikningar af smækkuðum buum General Motors og Ford. Vinstra megin er „Corvair“ frá General Motors.
Hægra megin „Falcon“ frá Ford.
Bílabardaginn mikli að hefjast í Ameriku
*---------------------------*
Föstudagur 10. júlí.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Frétt af stjórnarkjöri í SÍS.
— 6: Búnaðarsýningin á Ekeberg.
— 10: Ritstjórnargreinar: Markaðs-
missir. — Stjórnarkjör í SÍS.
— 11: Tillaga brezkra jafnaðarmanna
um kjarnarkusprengjur,
— 19: íþróttir.
*--------------------------*
STÆRSTU bílaverksmiffjurnar í
Bandaríkjunum, General Motors,
Ford og Chrysler liafa ákveðiff aff
taka upp samkeppni viff bílaverk-
smiffjur þær, sem undanfarin ár
hafa eflzt mjög við framleiffslu á
minni bílum. Koma fyrstu bílar
nýrrar tegundar á markaðinn í
september.
Að þessu sinni er það ekki ætl-
un þessara þriggja stóru að hefja
framleiðslu á smábílum, svo talið
er að Volkswagen og Renault bíl-
um verði ekki í hættu af þessari
samkeppni. Fremur eru nú í
hættu Rambler bílarnir, Stude-
baker Lark og innfluttir bílar
eins og enski og þýzki Ford,
Vauxhall og Opel. Nýju bílarnir,
sem hinir þrír stóru koma með í
haust verða ekki smábílar, held-
ur „smækkaðir".
General Motors kemur fram á
sviðið með tegund, sem þeir kalla
Corvair. Felur hann í sér mikla
umbreytingu í smíði amerískra
bíla. Verður hreyfillinn í aftur-
hluta bílsins. Það verður sex-
strokka alumínium vél og verður
hann búinn nýjum tegundum
hjólbarða með 20 punda þrýstingi
í framhjólum en 26 punda í aft-
urhjólunum. Að vísu eru marg-
ir hræddir við að flytja vélina
aftur í, vegna þess að ökumaður-
inn muni hafa minna öryggi með
þeim hætti, en á móti því vegur
nýjungagirni manna, enda er vit-
að að bæði Fólksvagninn og Ren
ault njóta vinsælda þó vélin sé
aftur í. General Motors byrjar að
selja Convair bifreiðar í byrjun
september.
Ford ætlar að hefja sölu á sinni
bifreið nokkru síðar í lok sept.-
Hún á að kallast Fálki (Falcon).
Vélin verður frammi í henni.
Fálkinn verður 4,50 m á lengd
\ samanborið við 5,25 metra lengd
síðustu árgerðar af stóra Ford
' og einnig verður bíllinn 30 senti-
■ metrum mjórri.
j Chrysler kemur enn seinna
■ fram með sína smækkuðu bifreið
Framhald á bls. 2.
—V