Morgunblaðið - 10.07.1959, Qupperneq 16
16
MORr.VMiLAÐIÐ
Föstudagur 10. júlí 1959
l>að voru liðnar nokkrar
klukkustundir, og meginlandið
hlaut að vera langt að baki. —
Hvert er haldið? Um það getur
enginn sagt.
Og þá kemur skyndilega rödd
úr hátölurunum, þar sem fyrir-
skipanir voru gefnar. Hún kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti:
„Allir á sinn stað. Allir á
sinn stað! Við brjótumst gegn-
um Ermarsund og munum verða
á móts við Dover um klukkan
tólf“.
Það var lesin áskorun frá skip
anastjóra og þess krafizt að
hver og einn af oss gerði skýldu
sína út í æsar. Gott og vel —
það skal farið gegn um sundið
hvað sem tautar.
Gegn um Ermarsund? „Hlægi-
legt“ segja nokkrir eldri félag-
anna. Og í raun og veru — það
var líkast skipun um að fremja
(harakiri), kviðristu. „Það er
ekki á eina bókina lært hjá þeim
í Berlin“, sagði gráskeggjaður
sjómaður við hliðina á mér, og
spýtti tóbakstuggunni sinni út í
gráðið. Og sannleikurinn var sá,
að ekkert brezkt orrustuskip
hafði ennþá hætt á að fara gegn
um sundið frá stríðsbyrjun, hvað
þá hin þýzku.
í þrengslunum milli Dover og
Calais bíður okkar skothríð
brezku strandvirkjanna, sem lok
ar sundinu. En það er ennþá
Iangt þangað til. Það er að byrja
að lýsa af degi og mistur er yfir.
Það er ekki fyrr en um hádegi,
að við komum þangað sem Erm-
arsund er mjóst.
Skyndileg viðvörun: „Flugvél-
ar koma framundan á stjórn-
borða“. En þá sést líka kenni-
merkið, reykmerki, á skýjuðu
loftinu. Það voru þýzkar orrustu
flugvélar, sem voru til verndar
á leiðinni-
Til varnar kafbátum þjóta
tundurspillarnir fram undan,
fyrir aftan og til hliðanna. Háar
öldur rísa frá bógum þeirra, en
löður í kjölfarinu. Aftur hljómar
rödd skipanastjórans yfir brúna
til stjórnendanna og varðstjór-
anna: „Margir skuggar fram und
an á stjórnborða!"
Sjóndeildarhringurinn er kann
aður nákvæmlega með sjónauk-
um. Þarna — þarna eru þeir —
„skuggarnir“! Þeir þekkjast
fljótt. Það eru þýzkir tundur-
skeytabátar, sem koma þjótandi
og slást í för með flotadeildinni.
Þá kemur aftur tilkynning:
„Há bógalda í stefnu á móti
okkur!“
Við biðum milli vonar og ótta.
Er Tommy vaknaður? En ör-
stuttu siðar koma ný boð: Það
eru þýzkir hraðbátar, sem
stefna milli flotadeildarinnar og
ensku strandarinnar — til kaf-
bátavarnar.
En það líður hver tíminn af öðr
um. Það ber ekki á neinum
óvini. Skyldu Englendingar sofa
um hábjartan daginn? Það er
óskiljanlegt. Sólin, sem kom rétt
áðan fram á milli skýjanna og
kastaði geislum sínum á hafflöt
inn, hylur sig nú aftur í móðu
og mistri. Ein spurning er á allra
vörum: „Hvers vegna þegir
Tommy?“
Enginn gat þá vitað, hvers
vegna Tommy þagði, ekki PK-
skýrslugjafinn og ekki hinir
mörg þúsund sjómenn áskipun-
um. Hinir háu herrar í Berlín
hefðu ekki einu sinni getað sagt
Það var ekki fyrr en síðar, að
nernaðarrithöfundurinn A. Lus-
erna, sem átti heima erlendis i
hlutlausu landi, lyfti hulunni af
þessu leyndarmáli. Hann skýrði
frá rás atburðanna og þeirri
áhrifaríku flaékju, sem varð þess
valdandi, að 12. febrúar 1942 varð
svartur dagur í hinni tígulegu
sjóhernaðarsögu Englendinga.
Hann ritar á þessa leið:
„Hinn 12. febrúar 1942, klukk-
an 10 ,sá Fitzroy, höfuðsmaður í
brezka lofthernum, sem fór könn-
unarferð yfir Errriasund í Spit-
fire-flugvél sinni, flotadeild á
móts við Le Touquet, sem í voru
tvö orrustuskip. eitt verndarskip
beitiskip og mörg minni skip.
Fitzroy hugði, að það væri ensk
samstæða sem var fyrir neðan
hann, og þegar tvær Me 109 flug-
vélar, sem tóku sig út úr geysi-
stórum hóp, réðust á hann, þá
lækkaði hann flugið til þess að
njóta verndar hinna meintu
ensku herskipa. Það var ekki
fyrr en sprengikúlur fóru að
springa allt í kring um vél hans,
að hann varð þess vísari, að hér
var um þýzka flotadeild að ræða.
Fitzroy sneri vél sinni við hið
bráðasta og flaug burt svo hratt
sem unnt var.
Eftir 10 mínútur var hann
óhultur og símaði eftirfarandi til-
kynningu til brezku strandgæzl-
unnar:
„Óvinafloti heldur til Dover-
sunds undir vernd mikils fjölda
orrustuflugvéla. Staða um 3 míl-
ur móts við Le Touquet. Fer til
baka á bilaðri vél“.
Skömmu síðar steyptist Fitzroy
í sjóinn með flugvél sinni. Að
kvöldi hins 12. febrúar náði
mótorbátur honum lifandi. Síðar
hiaut hann mikla hernaðarlega
sæmd. Það fréttist síðar, að
skeyti Fitzroys barst klukkan
10,30 í hendur aðstoðarflug-
marskálksins brezka. En hann
áleit, að hér væri um að ræða
einkar klaufalega blekkingartil-
raun af hálfu þýzku leyniþjón-
ustunnar, þar sem flugmaðurinn,
Fitzroy höfuðsmaður, hefði símað
einungis á dulmáli, ef tilkynning-
in hefði verið sönn.
Um klukkan 10,50 benti liðs-
foringi nokkur aðstoðarflug-
markskálkinum á, að Fitzroy
hefði stýrt eins manns flugvél
og hefði ekki getað gert allt í
einu, stjórnað vélinni, blaðað í
talnabókinni og símað. Það var
símað til Fitzroy til að fá stað-
festingu á tilkynningunni, en það
kom ekkert svar, þar eð Fitzroy
rak nú á hafinu. Eftir langa vafn-
inga voru sex sprengjuflugvélar
af „Swordfish“-gerð sendar í
könnunarflug klukkan 11,10.
Klukkan 11,35 sást þýzka flota-
deildin á móts við Boulogne. Þá
fyrst var gefið aðvörunarmerki
á a’dri suðurströnd Englands og
þá fékk flugmálaráðuneytið frétt
ina, sem nú barst óðfluga út og
kom yfir menn eins og þruma.
Aiexander flotaforingi skipaði
heimaflotanum, sem lá í skozku
höfnunum, að halda af stað með
fullum hraða og stefna á strönd
BeJgíu, en sjálfur ók hann til
Dover, til þess að vera áhorfandi
að sjóorrustunni. En afleiðingin
varð sú, að ekki var hægt að hitta
Alexander allan dginn.
Heimaflotinn kom ekki inn í
Ermarsund fyrr en að morgni 13.
febrúar, en þá voru herskip óvin-
anna kominn inn í Þýzka flóann.
Um aðgerðir í lofti er það að
segja, að sprengjuvélaherinn fékk
tvær fyrirskipanir, sem rákust á,
frá þeim Sinclair flugmálaráð-
herra og formanni herforingja-
ráðs RAF.
Afleiðingin varð svo mikill
ruglingur, að brezku orrustuvél-
arnar, sem áttu að fylgja
sprengjuflugvélunum, þeim til
HEILDVERZL. HEKLA, Hverfisgötu 103. — Sími 11275
1) „Ég á orðið erfitt um andar-
drátíinn, Markús. Ég er líklega
orðinn of gamall fyrir þetta“.
JÆér þykir leitt að þurfa að reka
á eftir þér, Tómans, en við meg-
um ekki stanza. Við erum
kannski þegar orðnir of seinir til
að bjarga ungfrú Lane og flug-
manninum hennar.
2) „Markús! Markús!
fljótur!“
Vertu
3) „Þetta er í lagi núna,
Tórnas!" „Þakka þér fyrir, Mark-
ús. En ég get ekki haldið áfram!“
verndar, fundu þær ekki, og
sprengj uflugvélarnar fundu ekki
varnarvé'lar sínar. Hvorar
tveggja misstu þess vegna 62 flug
vélar.
Það var ekki fyrr en morgun-
inn eftir, að brezki loftherinn var
samstilltur til átaka. Til allrar
óhamingju beindist árás þeirra
að heimaflota þeirra sjálfra, en
flugmönnunum afði ekki verið
tilkynnt, að hann yrði staddur í
Ermarsundi.
Meðan á þessu stóð, höfðu
brezku strandvirkin hafið skot-
hríð af handahófi út á Ermarsund
í slæmu skyggni, samkvæmt
skipun hermálaráðuneytisins.
Þýzku virkin á ströndinni and-
spænis svöruðu skothriðinni og
hittu meðal annars hús í Dover,
þar sem Alexander var í ná-
grenninu. Það munaði þá ekki
hársbreidd, að aðalflotaforinginn
yrði á þurru landi fórnarlamb
sinnar eigin „sjóorrustu".
En það var ekki nóg með allan
þennan rugling því að í hugar-
æsingunni hafði það gleymzt, að
í Margarate var flotadeild tund-
urspilla og hraðbáta. Foringi
hennar hélt af stað af eigin hvöt-
um og stjórnaði í tundurspillin-
um „Cambell" árás á hin stóru
þýzku herskip, sem að vísu bar
engan árangur, en síðar var þó
sönnun fyrir því, að eitthvað
hafði verið áðhafzt.
Hinn 12. og 13. febrúar var
Churchill í óslitnum umræðum
við foringja aðal herforingjaráðs
ins, Sir Allan Brooke, um tilgang-
inn með flutningi þýzka flotans“.
Þannig er skýrslan. En áhafmr
þýzku herskipanna höfðu enga
hugmynd um þessa ringulreið
bak við tjöldin, þegar þær héldu
inn í sundið milli Calais og Dov-
er, þar sem Ermarsund er mjóst,
um hádegi 12. febrúar.
PK-skýrslugjafinn, sem tók
þátt í förinni gegnum Ermarsund
úti í beitiskipinu „Prins Eugen“,
hefir lýst gangi þessa áhættu-
sama fyrirtækis.
aitltvarpiö
Föstudagur 10. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
20,30 Tónleikar (plötur). 20,45
Erindi: Einn dagur á Márbacka
(Einar Guðmundsson kennari).
21,10 Tónleikar (plötur). 21,25
Þáttur af músíklífinu (Leifur
Þórarinsson). 22,10 Upplestur:
„Óvinurinn", saga eftir Pearl S.
Buck; III. og síðasti lestur (Elías
Mar rithöfundur). 22,30 Nýtt úr
djassheiminum (Ólafur Stephen
sen kynnir). 23,00 Dagskrárlok.
Laugardagur 11 júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndis
Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugar-
dagslögin". 19.30 Samsöngur:
Kornwestheim karlakórinn syng-
ur þýzk þjóðlög; Erich Zimmer-
mann stjórnar (plötur). 20.30
Tónleikar: Josef Traxel og Jean
Löhe syngja óperettulög eftir
Lehár (plötur). 20.45 Leikrit:
„Slysið í síðdegislestinni" eftir
Thorton Wilder. Þýðandi: Hall-
dór Stefánsson. ■— Leikstjóri:
Baldvin Halldórsson. 21.15 Tón-
leikar: Píanókonsert nr. 4 íc-moll
op. 44 eftir Saint-Saens (Alex-
ander Brailowsky og Sinfóníu-
hljómsveit Bostonar leika; Char-
les Munch stjórnar; — plötur).
20.40 Upplestur: „Gesturinn",
smásaga eftir Erskine Galdwell,
í þýðingu Málfríðar Einaresdótt-
lur (Erlingur Gíslason leikari).
|22.10 Danslög (plötur). — 24.00
Dangskrárlok.