Morgunblaðið - 10.07.1959, Side 6
f
Fðstuáagtír 10. júlí 1959
MOnCl’NTU 4 fí lÐ
Búnabarsýningin á Ekeberg
Óslóarbréf frá Árna G. Eylands
ÞAÐ rigndi ögn á Karl Jóhann
þegar við lögðum af stað til Eke-
berg til þess að vera við opnun
hinnar miklu sýningar fimmtu-
daginn 11. júní. Mikil var eftir-
væntingin hjá fjölda manns enda
mikið í efni — mesta sýning sem
efnt hefir verið til í Noregi síðan
1914 og 7 millj. króna komnar í
undirbúning og tilkostnað við að
koma sýningunni upp.
Ekki vorum við komin miðja
vegu þegar allar götur voru
þurrar. „Það rignir aldrei þar upp
frá“ sagð i bílstjórinn, „Ég ók
þangað klukkan II. rétt þegar
kóngurinn hóf yfirlitsferð sína
um sýniiiguna og þá var glaða-
sólskin á Ekebergssléttunni".
Sólskinið brást ekki heldur
þegar - daginn leið og ekki þá
daga sem liðnir eru af sýningar-
tímanum. Allt af sólskin 'og hiti
nema á mánudaginn þá var sól-
skin og -perringsvindur, ágætis
töðuþurrkur ef þess hefði þurft
með.
Opnunin hófst kl. 1.30. Þá hafði
Ólafur kóngur lokið yfir.litsferð
umhverfis svæðið allt. Konungur
og fylgdarlið hans ók inn á völl-
inn fram um raðir fylkingar
barna er fögnuðu honum, og gekk
til sætis á miðsvölum pallanna.
Síðan hófst sviðsýning. Fyrst
tæknisýning, menn' og konum
gengu inn á sviðið og báru orf
og hrífur heykvíslar og þúst o. s.
frv. upp á gamla mátann. Þá
komu hestavélar, sláttuvélar,
kornsláttuvélar og þess háttar
sem voru góðar og gildar vélar
fyrir 10—-12 árum og eru það
raunar enn, en samt eru lagðar
á hilluna. Svo komu traktordregn
ar vélar og loks hinar allra nýj-
ustu sjálfgengu uppskeruvélar
svo sem sláttuþreskjarar o. fl.
Þó að sýningargestum þætti
gaman að því að sjá þessa tækni
lifnaði brátt betur — og það
miklu betur — yfir mannskapn-
um. Skrúðganga búfjár um völl-
inn var hafin. Á annað hundrað
hestar af fleiri hestakynjum voru
leiddir fram. Gudbrandsdalshest-
arnir fóru fyrstir. Svo kom hvað
af öðru sporthestar, fullblóðs-
minnir að það sé um það bil á 70
gráðu norðlægrar breiddar eða
stinningsmiklu norðar en Kol-
beinsey. Þar er þetta merkilega
hestakyn sem ég hafði aldrei fyrr
augum liti.ð. — Þetta var augna-
yndi — tveir glæsilegir fulltrúar
Skagfirzkra gæðinga voru leiddir
fram um — svo líkur er Lyngen-
hesturinn íslenzkum hestum —
sami Arabasvipurinn yfir báð-
um. Fátt er um hesta af þessu
kyni hér í Noregi, lá við að kyn-
inu yrði eytt á stríðsárunum,
ekki nema einn hestur óvanaður
lifði af ósköpin. Vonandi kunna
Norðmenn nú að meta hvaða dýr
gripi þeir eiga þar sem hinir fá-
liðuðu Lygenheitar eru.
Á eftir hestunum kom sauðféð,
öll þau sauðfjárkyn sem til eru
á landi hér var sagt, samt saknaði
ég Tauter-fjárins ekki veit ég
hverju sætti að það var ekki með.
Sennilega var það ekki nema
fá prósent af áhorfendunum sem
kann að meta hesta og sauðfé
eftir gæðum, en samt var áhugi
áhorfendanna mikill og ósvikinn
það var bersýnilegt, og það átti
ekki aðeins við gripina, heldur
einnig hvernig þeir voru leiddir
Frá opnun sýningarinnar í Ekeberg. Ólafur konungur gengur
um garða. Til hægri liandar við konung gengur Hallvard Eika,
formaður Bændafélags Noregs, en til vinstri, Benum þingmað-
ur, forseti „Selskapet for Norges Vel“.
Frá opnun búnaðarsýningarinnar á Ekeberg 11. júni.
sinni um sýninguna, við leiðsögn
hinna mestu framámanna er að
sýningunni standa. Mikill hátíða-
blær var á öllu. Mannfjöldinn
söng konungssönginn, Harald
Heide Steen las prolog eftir þjóð-
skáldið Tarjei Vesaas — „Grotid
og gröd“, sem einnig er kjörorð
sýningarinnar. Þá lék útvarps-
hljómsveitin og svo tók til máls
Benum pingmaður forseti félags-
ins Det konglige Selskap for
Noregs Vel, en til sýningarinnar
er efnt meðal annars í tilefni af
150 ára afmæli þss félags og 100
ára afmælis Búnaðarháskólans í
Ási. Hefir Selskap for Norges Vel
borið hita og þunga dagsins við
að koma sýningunni upp. — Þá
fluttu ræður Hallvard Eika for-
maður Bændafélags Noregs odd-
viti Ósló borgar Rolf Stranger.
Bauð oddvitinn gesti velkomna
til borgarinnar og lýsti því hver
gleði og heiður það væri for-
ráðamönnum borgarinnar að
geta lagt til slíkan sýningarstað
eins og Ekebergssléttan og stór-
býlið er. Hann skýrði frá því á
skemmtilegan hátt að það væri
ekki eintómur þurrabúðarbúskap
ur í Ósló. Borgin á nú 11.000 ha
af góðum skógum og af því eru
um 9.000 ha innan borgar, í borg-
inni eru líka 370 ha af landi undir
plóg og nær 200.000 ávaxtatré
o. s. frv. Sýnii 'in er afrek sagði
oddvitinn, ég óska bændunum til
hamingju með þetta lífræna ljóð
um jörð i g skóg.
Enn talaði landbúnaðarráð-
herrann Harald Löbak og loks
Ólafur konungur er við lok ræðu
sinna opnaði Landbrukets jubile-
umsutstilling 1959 — öllum al-
menningi til gagns og gamans.
Opnunin var til lykta leidd og nú
tók nýtt við. Nú safnaðist fólk
u rr. hringsvið sýningarinnar,
brátt voru öll sæti á pöllum skip
ttfi og margfaldur mannhringur
hestar, fjarðahestar og loks
tveir — aðeins tveir — langt að
komnir hestar, sem ég hefi hlakk
að til að sjá og varð ekki fyrir
vonbrigð m. Það var stóðhestur
og hryssa af Lyngen-kyni, komin
alla leið þaðan að norðan — mig
fram um á sviðinu. Hér eru það
engin sérréttindi karlmanna að
leiða fram gripi á sýningum, kon-
ur og börn eru hlutgengir aðilar
og þykir íremd að því. Er kona í
þjóðbúningi leiddi fram verð-
launahryssu með folaldi — eigin
eign — og smástelpa efldan hest,
sem ekki gerði betur en að hún
næði upi á snoppuna á, þá klapp
aði fólkið þeim óspart lof í lófa,
Síðar var þeim — konunni og
stelpunni litlu, færðir blómvendir
frá áhorfendum. Þannig eru við-
brögð fólksins hér á stórri bú-
fjársýningu. Síðastar fóru geit-
urnar og hinni miklu sviðsýningu
búfjár daginn þann, var lokið. —
Áberandi var hve margar konur
og ungar stúlkur leiddu fram
verðlaunakindur og geitur og hve
sjálfsagt slíkt þykir — Og ekki
mun hlutur kvennanna eftir
liggja er að því kemur siðar er
verðlaunakýrnar verða sýndar á
Ekeberg.
Góða veðrið hefir haldizt. Á
sunnudaginn sauð yfir, en án
vandræða þó, þann dag sóttu um
60.000 manns sýninguna — langt-
um meira en forstöðumenn hafði
dreymt urn. Nokkur þröng varð
við aðgöngumiðasöluna, en aðal-
framkvæmdastjóri sýningarinnar
og fleiri sjálfboðaliðar gripu tösk
ur og fóru að selja aðgöngumiða
í mannþrönginni, — slík viðbrögð
mælast vel fyrir. Flutningur
fólks að og frá sýningarsvæðinu
tókst með ágætum þó að allt færi
langt fram úr áætlun. „Við lær-
um og notum iærdóminn“, sagði
Isaksen framkvæmdastjóri Sel-
skapet for Noregs Vel, sem líka
er framkvæmdastjóri sýningar-
innar — röskur maður og óvílinn.
Á súnnudaginn sátum við án
skrifar úr
dqqlega lifinu
Annað hættusvæði
fyrir fugla
IGÆR var hér í dálkunum sagt
frá tjöru suður í Öskjuhlíð,
sem er hættuleg fuglum. Víðar
virðist fuglunum hætta búin hér
í „menningunni", því Velvakanda
hefur borizt bréf frá manni er
býr við Skerjafjörðinn um annað
hættusvæði fyrir fugla. Það hljóð
ar svo:
„í vor var mikið um æðarfugl
hérna við Skerjafjörðinn. Fugl-
arnir voru í stórum breiðum og
svo spakir, að manni fannst sem
hægt væri að taka þá með hönd-
unum. Á ákveðnum tíma hvarf
æðarfuglinn, eftir var aðeins geld
fugl og ungar síðan í fyrra, en
í fyllingu tímans kom fuglinn
aftur, og nú ekki einn. Kollurnar
voru með allt upp í 11 unga, flest-
ar með 3—6 unga. Það var gaman
að sjá mömmurnar kenna þeim
að kafa og bjarga sér.
En svo skeði það, að ungunum
fór að fækka. Þeir fóru að finn-
ast dauðir í fjörunni, ekki einn
og einn, heldur margir á dag. Er
nú svo komið, að ekki sést kolla
með unga og eru þær sjálfar einn
ig að hverfa. Þær sem eftir eru,
sitja á steinum og plokka á sér
bringuna.
Hvað hefur komið fyrir? Þarna
er olía í sjónum. Hún myndar
lygnubletti og heila lygnufláka,
sem sjást mjög greinilega. Fugl-
inn þekkir ekki þessa hættu, sem
þarna flýtur á sjónum. Þetta lýt-
ur svo meinleysislega út. En
hvernig stendur á þessari olíu?
Hefur olía farið þarna í sjóinn
fyrir trassaskap eða óviljandi?
Lekur leiðsla, sem ekki hefur
verið hirt um að gera við? Þetta
þarf að rannsaka. Það er hörmu-
legt að vita til þess, að mennirnir
skuli ekki lengur taka tillit til
minnstu og veikbyggðustu íbúa
landsins.
Jón R. Einarsson, Lambhól.
Olía er vandhreinsuð
úr sjónum
VELYAKANDI tekur undir það,
að sjálfsagt er að rannsaka
hvaðan olía kemur í sjóinn, ef
hún er þar fyrir hendi. Fyrir
nokkrum dögum var frá því
skýrt í fréttum, að olía hefði
farið í höfnina, en mér þykir ekki
líklegt að þarna sé um sömu olí-
una að ræða. Þó er það ekki úti-
lokað. Það mun vera mikið vanda
mál að hreinsa olíu úr sjónum,
ef hún lendir þar, svo mikið
vandamál, að það var rætt á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Kaupmanna
höfn fyrir skömmu. Virðist því
vera full ástæða til að gefa því
gaum, ef olíubrák sést á sjónum,
ekki sízt þar sem fuglalíf er.
Sundlaugavegurinn
ekki aðalbraut — ennþá
IjtYRIR nokkrum dögum barst
* það í tal, þar sem Velvak-
andi var staddur í hópi nokkurra
kunningja hvort Sundlaugaveg-
urinn væri aðalbraut. Héldu sum
ir að hluti af veginum væri aðal-
braut, í framhaldi af Borgartúni.
Var um þetta ræit og kom mönn-
um saman um að Sundlaugaveg-
urinn þyrfti að vera aðalbraut
alla leið upp í Laugarásinn, ekki
sízt vegna þess að viðsjárvert
horn er ofan viö sundiaugarnar.
Velvakanda datt í hug, að fleiri
kynnu að vera í vafa um hvaða
reglur giltu í þessum efnum á
’Sundlaugaveginum og leitaði sér
upplýsinga. Enn sem komið er,
er Sundlaugavegurinn ekki aðal-
braut, aðeins Dorgartúnið að
Laugarnesveginum. Aftur á móti
hefur verið ákveðið að gera göt-
una að aðalbraut, alla leið frá
Laugarnesvegi og upp að Vestur-
brún, en það er ekki komið til
framkvæmda enn.
En eitt ber að athuga í þessu
sambandi. Þó Sundlaugavegurinn
verði aðalbraut, ber bifreiða-
stjórum skylda til að aka gæti-
lega framhjá sundlaugunum, þar
sem svo mikil umferð barna er.
hvíldar í 5 klukkustundir og
horfðu .' ný á sviðsýningu búfjár,
hesta, sauðfjár og geitfjár, kapp-
reiðar yfir hindranir, reiðför
hermanna og klyfjaflutning, upp
lestur oö tilkynningu verðlauna
m. a. Ég „at ekki annað en undr-
ast áhuga fólksfjöldans og þolin-
mæði, enginn vildi missa af neinu.
Margt er að sjá. Á vélasýning-
unni eru búvélar um 10 millj.
virði. f sýningarskálúnum er allt
sem nöfnum tjáir að nefna, svo
sem vant er á stórsýningum. En
me’st er nú samt í það varið að
ganga m á bersvæði, skoða býlin
Neðsta-bæ, Miðbæ og Efsta-bæ,
gömlu býlin með alda sögu að
baki við hlið hinna nýju og þess
er koma skal. Svo er hið daglega
prógramm og skemmtisvið sýn-
ingarinnar, hljómleikar. Kirkj-
unni hefir heldui ekki verið
gleymt, þar er daglega straumur
fólks og stuttar guðsþjónustur.
— Og á föstudag—laugardag
hefst Landsmót bændanna, pá
fær sýningin nýjan hátíðablæ,
þau mót eru ávallt með þeim
hætti. Vonandi helzt góða veðrið,
þó að bændurnir hér austanfjalls
séu raunar farnlr að kvarta um
þurrk og óski eftir regni. — Eng-
inn gerir svo öllum líki og ekki
Guð í Himnaríki — stendur þar.
— Og í dag er 17. júní--
Árni G. Eylanuó.
-í- KVIKMYNDIR +
Kópavogsbíó:
GOUBBIAH
ÞETTA er frönsk kvikmynd tek-
in í litum. Er efni hennar byggt
á skáldsögu eftir franska rithöf-
undinn Jean Martel. Segir þar
frá ungum og vöskum manni í
litlu sjávarþorpi í Frakklandi og
fallegri sígaunastúlku, ástum
þeirra og mannraunum er þau
komast í vegna andstöðu föður
hennar og sígaunaflokksins gegn
því að hún gangi að eiga þennan
unga mann, sem er ekki af þeirra
sauðahúsi. Eru átökin mikil milli
Goubbiah, en svo heitir hinn
ungi franski maður, og sígaun-
anna, er leiða til mannvíga og
annarra hryðjuverka, en á síð-
ustu stundu tekst þó Goubbiah að
sigrast á öllum þrautum og
hreppa sína fögru Trinida.
Frakkarnir hafa brugðið sér til
Júgóslavíu og tekið þar myndina
í fögru umh'verfi. Er myndin
prýðilega gerð og vel leikin og
spenna hennar allmikil, einkum
í síðari hluta hennar.
Myndir þær, sem Kópavogsbíó
hefur sýnt, síðan það hóf starf-
semi sína fyrir skömmu, hafa yf-
irleitt verið góðar og sumar ágæt-
ar og er þessi mynd meðal þeirra
betri.
Ego.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
bæstaréttarlögmenn.
Þórshamri við Templarasund